Dagblaðið - 18.09.1978, Síða 6

Dagblaðið - 18.09.1978, Síða 6
TMlllIlIlIllIlllIHTTTT 6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978. Motor-pakkningar í Dodge og Plymouth 6 cyl 170-198-225 8 cyl 273-318-361-383 400-413-426 STD-440 Soggreinapakkningar í 8 cyl 350-361-383-400-413-426- 440. J. Sveinsson 6- Co. Hverfisgötu 116,símar 15171 — 22509. Sfmi 29922 Alfheimar Góð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi, sér- inngangur og góð sameign. Hraunbær Vönduð 4ra herbergja íbúð á annarri hæð með suðursvölum og aukaherbergi í kjallara. Kópavogur Einbýli. Höfum til sölu fallegt opg vandað einbýlishús, ca 230 fm, með innbyggðum bílskúr. Eign þessi er i sér- flokki. Arnarnes. Einbýli í smlðum Fokhelt einbýlishús, vel staðsett á Arnarnesi. Húsið er á tveim hæðum, ca 270 fm, ásamt tvöföldum bílskúr. Jörð öskast Höfum fjársterkan kaupanda að bújörð. Seljendur ath.: Höfum til sölu í eignaskiptum fjölda af góðum eignum. Höfum kaupanda að góðri 5 herbergja íbúð í Hraunbæ og sérhæð í vesturbænum. FASTEIGNASALAN ^Skálafell Mjóuhlíð 2 (við Miklalorg) Sttlusijóri: Sveinn Freyr Sölum. Valur Magnússon. Heimasimi 85974. I.ögm: Ólafur Axelsson hdl. Opið virka daga frá kl. 10-20. skemmtíorgel Með nýrri gerð Intergrade rása Sýnishorn á staðnum. Leggið inn pantanir sem fyrst. Kaupið aðeins það bezta. Hijómbær sf. \ A. Hverfisgötu 108 — Sími24610 XfrMminimnMHTrfX GUDMUNDUR MAGNÚSSON Mikið f jölmenni í réttum við Lögberg: Rollurnar tróðust en smalarnir streittust á móti £yrir yngstu kaupstaðarbörnin voru réttirnar mikil upplifun, enda Ijómuðu andlitin af gleði. Svona gera menn þegar þeir draga i dilka. Nú er sá tími kóminn þegar fé er smalað af fjalli og dregið sundur i réttum. Um helgina voru réttir víða um land, m.a. við Lögberg og fylgdust blaða- nienn DB með þeim um stund. Mikill fjöldi kaupstaðarfólks. einkum Reykvikingar, sótti réttir við Lögberg. Hefur annar eins mannfjöldi ekki sézt þar. Á timabili voru áhöld um hvor hópurinn væri fjölmennari. rollur eða menn. Forystusauðurinn fékk bakþanka og hópurinn sneri við. En smalarnir sigruðu og komu öllum i réttir. Misjafn sauður i mörgu fé. Yfirleitt sýndist manni þetta þð vera hinn álitleg- asti hópur. Fyrir kaupstaðarbörn eru réttir sannkölluð kennslustund i átthagafræði. „Afi hvað heitir liturinn á þessum hesti. hann er svo fallegur,” segir lítill snáði ur Reykjavík. „Þessi er nú doppóttur. væni." svarar gamli maðurinn. „En þessi?” „Þetta er nú hryssa sem hann Óli Sig á. Hún er jarpmóskjótt.” Þegar aðeins er eftir siðasti spottinn í réttirnar vantar ekki sjálfboðaliða. „Komiði að smala.” hrópar kotroskin Reykjavikurmær og hleypur á eftir einum gimblinum. Krakkaskarinn fylgir á eftir og fagnaðarhrópum yfir einni kind sem tekur á sprett ætlar ekki að linna. Þegar rollurnar eru reknar siðasta spölinn í réttir fær forvstusauðurinn <r einhverja bakþanka. Hann er farinn að kannast við aðferðirnar. Og hann af- ræður að snúa við. Það skapast ntikið öngþveiti þegar hópurinn fær þessa óvæntu hugdettu. Rollurnar troðasl en smalarnir streitast á rnóti. Forustusauðurinn og nánustu félagar skjóta á fundi og ræða rnálin á mógarði Á meðan nota lífsreyndir smalar tækifærið og ýta sauðunum rétta leið. Og þannig gengur það víst alltaf fyrir sig. Það er sarna hvort er í réttunt við Lögberg, Valdarásréttum eða réttunum við Rauðagil. Mennirnir hafa vinn- inginnað lokum. GM.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.