Dagblaðið - 18.09.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978.
vera neinn ágreiningur um að mikill
grundvöllur er fyrir þeirri gagnrýni
sem stjórnendur þessara tveggja rikja
hafa orðið fyrir vegna brota á alls kyns
mannréttindum.
Bandarikjastjórn fer sér hins vegar
mjög hægt i þessum efnum eins og
áður segir. Með það eru stjórnarand-
stæðingar I tran og Nicaragua auð-
vitaðekkiánægðir.
Forustumenn i andstöðuflokknum
gegn Somoza forseta i Nicaragua segja
hreinlega að stuðningur Bandaríkja-
stjórnar við forsetann hafi valdið þvi
að ákveðið var að taka þinghúsið í
Managua og nokkur þúsund gísla þar.
Einnig hafi þessi óvelkomni stuðn-
ingur Bandarikjamanna valdið alls-
herjarverkfallinu í landinu, sem síðan
hafi leitt af sér það ástand sem nú er
og ekki verður kallað annað en borg-
arastyrjöld.
Hvernig geta andstæðingar Somoza
kennt Bandaríkjamönnum um þessi
átök? Þeir grundvalla þá skoðun sina á
að í júli síðastliðnum tilkynnti Somoza
forseti að hann múndi heimila sér-
stakri nefnd á vegum Samtaka
Ameríkuríkja að koma til Nicaragua
og kanna þar meðferð mannréttinda-
mála. Þessari ákvörðun sá Jimmy
Carter Bandarikjaforseti ástæðu til að
fagna sérstaklega. Jafnhliða hóf öld-
ungadeild Bandaríkjaþings að heimila
ýmiss konar fyrirgreiðslu við Nicara-
gua. sem ekki hafði verið heimilað um'
nokkurt skeið. Hafði það verið vegna
óánægju Carters og stjórnar hans með
stjórnarfari landinu.
Af þessu drógu andstæðingar
Somoza og fjölskyldu hans þá ályktun
að Bandaríkjastjórn ætlaði að stuðla
aö því að hann sæti við völd i það
minnsta þar til kjörtimabil hans rynni
út árið 1981. Valdatök forsetans hafa
stöðugt verið að veikjast siðan þar
urðu miklir jarðskjálftar fyrir nokkr-
um árum.
í Ijósi þessarar ályktunar um stefnu
Bandarikjanna þótti stjórnarandstæð-
ingum i Nicaragua ekki eftir neinu að
biða og lögðu til atlögu. Framhaldið er
öllum í fersku minni.
Stjórnarandstæðingar i Nicaragua
hafa heldur bitra reynslu af afskiptum
Bandarikjanna af málefnum þar i
landi. Algjör yfirráð Bandaríkjanna í
raun eru ekki ný saga i Mið-Ameríku.
Bandariskir landgönguliðar aðstoðuðu
föður Somoza, núverandi forseta
Nicaragua, við að ná völdum. Síðan
hefur fjölskylda þeirra haft bæði tögl
og hagldir. Hafa ráðamenn lika gætt
hagsmuna hinna raunverulegu ráða-
manna dyggilega. En það eru ýmis
fjölþjóðafyrirtæki, flest af bandarisk-
um uppruna.
Vandi Carters Bandaríkjaforseta er
verulegur hvað varðar afstöðuna til
Nicaragua. Af henni ræðst mjög öll
samvinna og afskipti Bandaríkjanna
við Mið- og Suður-Amerikuriki.
Kunnugir telja þó að forsetanum sé
enn meiri vandi á höndum varðandi
íran. Rikið er einn mesli oliuútflytj-
andi heimsins og því mikilvægt fyrir
Bandaríkin og önnur vestræn riki að
afstaða keisarans þar sé þessum
rikjum hagstæð varðandi olíuverð og
dreifingu. Bandarikin hafa á undan-
förnutji árum aðstoðað íran mjög á
hernaðarsviðinu og stöðugt stefnt að
þvi að gera það að hernaðarlegum.
sterkum aðila i Miðausturlöndum sem
haft geti tök á málum þar.
Allir síðustu forsetar Bandarikjanna
og einnig Carter hafa mjög reynt að
vingast við íranskeisara vegna þessara
tveggja nefndu atriða. Hann hefur.
eins og Somoza forseti Nicaragua.
komið á móts við Bandarikjastjórn
með loforðum um bætt stjórnarfar og
þróun i lýðræðisátt.
Pólitískur órói og itrekaðar óeirðir
og hefndarverk hafa hins vegar sett
keisarann í þá stöðu að þurfa að taka
afstöðu til þess hvort hann ætlaði að
halda áfram með boðaða stefnu i
frjálsræðisátt eða gripa aftur til hinnar
alræmdu öryggislögreglu sinnar. sem
þekkt er fyrir hrottaskap við pólitiska
andstæðinga keisarans.
Frá Washington hafa. af þessu til-
efni og fregnum af harkalegum að-
gerðum lögreglunnar í íran. aðeins
borizt mjög hófsamlega orðaðar til-
kynningar um að þar vonuðust menn
til að málin héldu áfram að stefna í
lýðræðisátt og takast megi að setja
deilur í Íran niður á friðsamlegan hátt.
NY MENNING-
ARPÓUTÍK
11
N
Því er ekki fyrir að synja að nýja
„vinstri stjórnin” okkar ætlar að slá
flestar fyrri stjórnir út í hugvitssam-
legri pólitík. Hún byrjar aðdáanlega
frumlega með því að hækka brennivín
og tóbak. Það kom mér á óvart. Ég
hélt að stjórnin ætlaði ekki að feta
gamlar slóðir til fjáröflunar.
Fyllibyttur og þeir sem nota „lungun
sem sorppoka” eiga því eins og fyrri
daginn að stiga fyrsta skrefið til aö
„rétta við hag ríkissjóðs”. Margra
milna ferð hefst á einu skrefi segir Lao
Tze.
Á hvers konar mannfyrirbærum
ætla stjómin að byggja vonir sínar og
traust? Nú hefur það spurzt að henni
sé meinilla við að landsmenn séu að
grufla út í það skásta sem manns-
andinn hefur upphugsað í tónum. Það
á að leggja sérstakan munaðarskatt á
músík heimsins — álíka háan og
brennivinsskattinn. Það er sum sé
skoðun „vinstri stjórnar” að gervallar
tónbókmenntirnar séu ómerkilegri
lúxus og óþarfi en golfkúlur,
svitalyktaeyðir og rallýdekk. Þetta er
anzi nýstárleg menningar- og
viðskiptapólitík. En Alþýðubanda-
lagið — flokkur vinnandi alþýðu —
hefur lagt undir sig þau ráðuneyti er
snúa að menningu og viðskiptum á
Islandi. Það er liklega kominn timi til
að stugga almúgafólki frá því að
hnýast í jafn borgaralega afturhalds-
rassa og Bach og Beethoven. Slikir
eiga auðvitað að vera forréttindi æðri
stétta og ríkra iðjuleysingja eins og á
miðöldum. Passiur og kantötur Bachs
eru trúarþrugl sem ruglar verkalýðinn
í baráttunni fyrir brauðinu. Óratóríur
Hándels eru básúnugaul hátt uppi i
himninum sem aðeins skýjaglópar og
flón finna sálu sinni fróun. Óperur
Mozarts barnaglingur sem fullorðið
fólk er löngu uppúr vaxið. Sinfóniur
og kvartettar Beethovens sérvizku Jútl
broslegra grúskara. Píanómúsik
Schumanns aðeins fyrir nótnalesara.
Sönglög Schuberts og Hugo Wolfs
þjóðhættulegur leirburður en gæti
opnað hugi einfeldninga fyrir óhollum
straumum í lifsskoðunum og
hugsunarhætti sem rústað gæti forna
islenzka menningararfleifð. Tónspeki
Mahlers skapar taugaveiklun og
geðveiki. Og ameriski jazzinn veldur
úrkynjunogsiðleysi.
Eitthvað i þetta áttina er tónninn i
Kjallarinn
Sigurður Guðjónsson
herferð ríkisstjórnarinnar gegn því að
almenningur á Islandi fái að kynnast
tónlist umheimsins. Kannski er
„vinstri stjórnin” svo ótrúlega
ómúsíkölsk og vitlaus að rugla áður-
töldum mcisturum saman við popp-
afþeyingariðnað kapitalismans. Það
væri i ajmræmi við blindni hennar og
vegvillur á öðrum sviðum. Svavar
minn Gestsson og Ragnar Arnalds!
Eruð þið með öllum mjalla? Hefur
ráðherratignin svifið svo á ykkur að
þið hefjið heilaga krossferð gegn því
bezta í evrópskri menningu?
Mennirnir lifa ekki af brauði einu
saman, sagði einhver borgaralegur. Og
þeir eru til sem eru svo undarlega
innréttaðir að vera hæstánægðir með
eina eða tvær heitar máltíðir i viku ef
þeir fá frelsi til að svala andlegu
hungri og andlegum þorsta. Nú er
stefnt að upprætingu slíkra vand-
ræðamanna.
Andlaust púl fyrir kjafti og kvið!
Það og ekkert annað! Þetta er
guðspjall „vinstri stjórnarinnar". En
ef menn stafa a verða þeir líka að
stauta b. Íslenzk menning er aðeins
dropi i hafinu. Þó er hún dropinn sem
að lokum holar bergið. Það vill svo til,
að hún er að mestu leyti bókmenning
en ekki tónmenning. en það er
næstum þvi alveg hið sama. Mér
finnst því liggja i augum uppi að rikis-
stjórnin sanki sjóðum sinum skildinga
með þvi að skattleggja islenzka
bókmenningu. Það gæti ef til vill
bjargað „uppbyggingu atvinnuveg-
anna." Fornritin skal skattleggja með
sérstökum þungaskatti.
Passíusálmarnir séu undanþegnir
skatti sem bætt skal upp með viðauka-
skatti á Jónas, Bólu-Hjálmar og Þor-
stein Erlingsson. Á kvæði Steins
Steinars komi gengisaukaskattur. Á
sögur Gunnars og Kiljans skal leggja
viðreisnarskatt. Á rit Þórbergs
áhættuskatt. Bækur núlifandi
höfunda skulu tollast háum fjörefna-
skatti.
Með þessum skattaálögum —
ásamt brennivinsskattinum — ætti að
vera unntaðefla hagatvinnuveganna,
rétta við rikissjóð og ráða niðurlögum
verðbólgunnar. Óska ég svo
ráðherrum — og alveg sérstaklega
Alþýðubandalagsins — til hamingju
með nýtt og raunhæfara gildismat á
þeim verðmætum sem mölur og ryð fá
grandað og ekki grandað.
Sigurður Guðjónsson
rithöfundur.
SOVÉTMENN KOMUSTINN
UM PÓUTÍSKAR BAKDYR
— og gerður var íþróttasamningur án vitundar íþróttasamtakanna
furðulegu samningsgerðar við sovésk
stjórnvöld? Athæfið ber keim af
skuggaverkum þar sem samnings-
gerðinni er haldið leyndri fyrir íþrótta-
hreyfingunni, og ætla má að ríkis-
stjórninni hafi verið ókunnugt um
hana þó að fyrrv. menntamála-
ráðherra hafi trúlega gefið henni
samþykki sitt.
Skýring kann að finnast á þvi hvers
vegna undirbúningi og gerð
samningsins var haldið í skugganum.
en hins vegar er óskiljanlegt hvers
vegna íslenskir embættismenn tóku
þátt i þessu laumuspili. Þeim hefur
áreiðanlega ekki verið ókunnugt um
að hinn sovéski samningsaðili átti og á
enn óbætta sök við íslenska iþrótta-
hreyfingu. 1 hittifyrra varifjölmiðlum
hér og erlendis fjallað mikið um þann
fáheyrða atburð er islenska judolands-
liðið var kyrrsett í Kiev að loknu
Evrópumeistaramótinu sem þar var
haldið. Þessi valdníðsla var framin í
nafni samningsaðila íslenska mennta-
málaráðuneytisins, þ.e. íþróttaráðs
Sovétríkjanna og íþróttaráðherrans
Pavlovs. Yfirskin þessarar kyrr-
setningar var smávægileg skuld
islensks túristahóps sem búið var að
semja um greiðslu á áður en til hennar
varstofnað.
Þetta atvik kærði JSÍ að sjálfsögðu
tii Judosambands Evrópu. Margar
aðrar kærur og kvartanir bárust vegna
framkomu sovéskra yfirvalda við
mótsþátttakendur og gesti. Þrátt fyrir
itrekaðar tilraunir hefur stjórn
Evrópusambandsins (EJU) ekki tekist
að fá neinar viðhlitandi skýringar. og
að sjálfsögðu þolir sovéska kerfið ekki
viðurkenningu á neinum mistökum.
Lygarnar
afhjúpaðar
En þar með er ekki sögð öll sagan af
viðskiptum iþróttaráðs Sovétríkjanna
(viðsemjanda menntamálaráðu-
neytisins) við islenska íþróttahreyf-
ingu. Fyrir um tveimur árum lét
íþróttaráð Sovétríkjanna dreifa til
islenskra fjölmiðla einstæðri óhróðurs-
grein um íslensk íþróttasamtök. Það
var áróðursfréttastofnun sovétstjórn-
arinnar APN sem annaðist verkið.
Þeim óhróðri svaraði ég fyrir hönd
JSÍ
Plagg sovéska iþróttaráðsins var
yfirfullt af fáránlegum lygum, sem ég
hrakti lið fyrir lið í svargreinum
minum. Lygarnar voru raunar allar
léttvægar nema ein sem var verulega
ærumeiðandi, enda skutum við henni
til umsagnar æðri aðila. 1 plaggi
sovéska iþróttaráðsins stóð: „Reyndar
lýsti formaður júdósamtaka Evrópu,
André Ertel. einnig yfir undrun sinni á
hegðun yfirmanna íslenska liðsinseftir
samtal við þá. þar sem hann skýrði
þeim frá ýmsum atriðum í lögum þess-
ara Evrópusamtaka.” (Sjá t.d.
Þjóðviljann 15. júli 1976). Þetta var
alvarlegasta lygi Sovétmanna í þessu
máli eins og ég lagði áherslu á i svari
minu fyrir tveimur árum. Hafi fram-
koma íslenskrar iþróttaforystu
einhvern tíma verið með þeim hætti
að hún kallaði á ávitur af hálfu for-
seta Evrópusambands, þá væri það
alvarlegt mál. Undir slíku ámæli
vildum við ekki liggja án þess að kalla
réttan aðila til vitnis. Þess vegna sendi
ég Ertel þessi málsskjöl sovéskra yfir-
valda og bað um umsögn hans.
Um fullyrðingu sovéska iþrótta-
ráðsins isamningsbróður islenska
menntamálaráðuneytisins) gaf André
Ertel, forseti EJU. eftirfarandi yfir-
lýsingu i bréfi til min:
„Að þvi er varðar þau ummæli sem
höfð voru eftir mér af APN-frétta-
þjónustunni, vil ég enn á ný staðfesta
það sem ég hef þegar sagt við þig. sem
sé að ég hef aldrei látið mér neitt slíkt
um munn fara og að ummælin sem
voru birt, virðast orðin til fyrir
hreinan hugarburð. Þessu til stuðnings
má að sjálfsögðu benda á þá einföldu
staðreynd að meðan ég dvaldi i Kiev
átti ég alls enga fundi með
forystumönnum íslenska judosam-
bandsins, þar sem þetta mál bæri á
góma."
Bakdyrastefna
Þarna getur íslenska menntamála-
ráðuneytið séð það enn einu sinni
svart á hvitu að það hefur samið við
óheiðarlegan aðila sem ekki hikar viö
að beita stórlygum og ærumeiðingum
til að reyna að sverta isl. íþrótta-
hreyfingu. Og þennan aðila virðist
ráðuneytið ætla að skikka íslenska
iþróttahrcyfingu til að skipta við. án
þess að hann sýni einu sinni þá lág-
marksmannasiði að biðjast afsökunar
á lygaóhróðrinum og ofbeldi sínu
gagnvart islensku iþróttalandsliði.
Þess er að vænta að nýr mennta-
málaráðherra stöðvi vinnubrögð af
þessu tagi i ráðuneytinu. íslenskir
iþróttamenn hljóta að sinu leyti að
binda miklar vonir við það að stofnuð
hefur verið sérstök íþróttadeild i
ráðuneytinu sem ætti að tryggja það
að haft verði samráð við íþróttasam-
tökin i landinu í stað þess hneykslis
sem hér hefur orðið. i grein sem ég
skrifaði um þetta mál í Morgunblaðið
11. október i fyrra lét ég í Ijósi þá ósk
að stefna forsætisráöherrans fyrrver-
andi i þessu máli yrði látin ráða og
skoraði á alla íslenska aðila að „leyfa
sovéskum yfirvöldum ekki að svíkjast
að islenskri íþróttahreyfingu inn um
pólitískar bakdyr." Þeim tókst það
'samt. Eftir er hins vegar hlutur hinnar
íslensku iþróttahreyfingar. Ég trúi þvi
ekki að hún láti bjóða sér þá fram-
komu sem samningsgerðin felur i sér.
Eysteinn Þorvaldsson
menntaskólakennari.