Dagblaðið - 18.09.1978, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978.
„HÆPIN HEIMILDARSAGA”
— Um bókaf lokkinn Þrautgóðir á raunastund ef tir Steinar J. Lúð víksson og Lof t Guðmundsson
Frásagnir af slysförum eða farsæl-
um björgunarstörfum eru af mörgum
eftirsótt lestrarefni. Var það því ekki
nema að vonum að saga slysfara og
björgunarstarfa yrði efniviður i mik-
inn bókaflokk. Þegar eru komin 9
bindi þess bókaflokks, sem ber nafnið
Þrautgóðir á raunastund og fjallar um
slysfarir i sjó og vötnum og ekki síður
um björgun úr þeim háska.
Með stofnun Slysavamafólags
íslands urðu mikil þáttaskil i slysa-
vörnum hér við land. Sagt er að heim-
ilda sé, meðal annars, aflað i skýrslum
Slysavarnafélagsins og nafn þess og
óeigingjarnt áhugastarf deilda þess og
velunnara hefur verið notað til að
selja þennan bókaflokk um allt land.
1 formála I. bindis er þess getið að
ekki hafi áður verið ráðizt i að „safna
og skrá frásagnir af öllum slíkum at-
burðum síðustu 40 ára. Má því ljóst
vera að ætlunin hafi verið að efna til
heimildarrits er fullskrái og geymi sjó-
slysa- og björgunarsögu þessara ára-
tuga.
Fimm fyrstu bindi bókaflokksins
fjalla um fyrstu þrjá áratugina af
Ólafsfjörður
Vikan óskar eftir umboðsmanni
á Ólafsfirði.
Upplýsingar í síma 27022.
HARGREIÐSLUSTOFAN
Piro/a
Njálsgötu 49
Sími 14787
Permanent
Giansvask
Opið laugardaga
JIJDO
Innritun á hyrjunarnámskeið
virka daga kl. I3 til 22
í síma 83295.
Japanski þjálfarinn Yoshihiko Iura kennir.
Judodeild Ármanns
starfstima Slysavarnafélags íslands,
eða árin 1928—1958. Frásögnin er að
mestu slysaannáll en þó er fjallað ítar-
legar um nokkra atburöi, þannig að
árið 1928 er aukin frásögn um sjö af
þeim 37 atburðum sem getið er það ár,
og 1932 er aukin frásögn af 4 þeirra 47
atburða sem skráðir eru það ár.
Auðvitað er það og verður matsat-
riði hvað telja má frásagnaverðast
hvert ár og mjög eru árin misjöfn um
þessa sem aðra atburði og sizt ástæða
til að ætla öllum árum jafna frásögn.
Um of þykir þó spöruð frásögnin
þegar ekki er getið nafna þeirra er
farizt hafa af slysum, svo sem sjá má
allvíða, t.d. 15. mai I928, I0. júlí
1929, 11. nóv. 1930, 5. júní 1931 eða
9. janúar I935 er vélbáturinn Njáll
fórst með 4 mönnum. í lok 5. bindis
eru nokkrir viðaukar og leiðréttingar á
þeim bindum er þá voru komin. Er þó
vafalaust að ekki eru allar villur leið-
réttar eða getið allra þeirra sjóslysa er
urðu á greindum tíma.
Vaknar sú spurning hvort mjög sé
áfátt um skráningu sjóslysa í skýrslum
Slysavarnafélagsins frá þessum árum
eða um of hafi verið flaustrað með
þær heimildir.
Er gefin höfðu verið út fimm bindi
þessa bókaflokks urðu þáttaskil um út-
gáfuna. Fjallar 6. bindið um sögu
briggja ötulla forystumanna slysa-
varna hér við land. Höfundur þess
bindis er Loftur Guðmundsson og er
sú bók um margt frábrugðin þeim
fyrstu fimm er Steinar J. Lúðvíksson
skráði.
Á árunum 1975—77 komu enn út
þrjú bindi af sjóslysa- og björgunarsög-
unni og var þar fjallað um árin 1916—
1927. Þá er svo komið að ekki munu á
einum stað samfelldar slysaskýrslur til
stuðnings við skráningu en draga
verður efnið saman eftir heimildum úr
ýmsum áttum.
Hér á eftir er ætlunin að fjalla
nokkuð nánar um frásagnir þess tima-
bils sem skráð er í 7., 8. og 9. bindi
þessa ritverks.
Sjöunda bindið er saga áranna
1925—1926 og 1927.
Árið 1925 varð eitt af mestu slysa-
árum aldarinnar. Hefur löngum verið
vitnað til þeirra ógurlegu veðurham-
fara er þá urðu og segir lengsti kafli
bókarinnar frá Halaveðrinu. Veruleg-
ur fengur er að fá heillega frásögn um
þá mörgu atburði er urðu samtímis hjá
hinum ýmsu veiðiskipum i Halaveðr-
inu mikla. Slægur er einnig í köflum
um strand Veiðibjöllunnar. Eiríks
rauða, mannsköðum i marz 1926 og
björgun bátanna frá Stokkseyri og
Eyrarbakka.
Fróðleg er frásagan af skipinu
Ametu og furðuleg er hrakningasaga
þess. Um endalok þess skips hafði áður
verið fjallað í I. bindi þessa ritverks og
bein tilvitnun hefði mátt vera til þess
sem áður var skráð um þetta sama
skip. Einnig mætti tilgreina fjölda óná-
kvæmra frásagna.
8. bindið er ritað um árin 1920—
1924 að báðum meðtöldum. í formáls-
orðum þess bindis er þessi setning:
„Eftir að saga fyrstu fjörtiu ára félags-
ins hafði verið rakin ...” í formála
fimmta bindis var þess skilmerkilega
getið að með því sé lokið frásögnum
um bjarganir og sjóslys á fyrstu 30
starfsárum Slysavarnafélags íslands.
Og þau bindi sem á milli eru fjalla
bæði um önnur timabil. Hér er þvi
hvimleitt ósamræmi og staðreyndin er
sú að ekki hafa enn verið birtar frá-
sagnir nema frá fyrstu 30 starfsárum
Slysavamafélagsins.
Ekki verður varizt þeirri hugsun að
of mikill og vaxandi flaustursbragur sé
á þessu ritverki. Mörg og mannskæð
sjóslys urðu á árunum 1920—1924 og
er stuttaraleg frásögn af þeim flestum.
Einna mest er þó rætt um þá atburði
er oftast og mest hefur áður verið ritað
um, svo sem er Valtýr fórst, Talis-
mann strandaði og Krossmessugarð-
inn 1922, enda auðveldast að afla þess
efnis. Flestar eru hinar frásagnirnar i
stuttorðum annálastil, þó ærið mis-
jafnar.
í frásögninni um kútter Valtý er t.d.
sagt (bls. 23): „Þrjátíu manna áhöfn
fórst með Valtý” og er það sjálfsagt
rétt. Síðan eru nafngreindir skipstjóri,
stýrimaður, vélstjóri, matsveinn og 24
hásetar, eða alls 28 skipverjar, og
vantar því tvo á fulla tölu.
Myndaörk er í þessu bindi. Ærið er
það misgott efni, bæði myndir og text-
ar. Skal þóaðeins minnzt á fátt eitt:
1) „Vélbátur frá ísafirði á leið á mið-
in.” Sýnilegir eru einkennisstafir
bátsins, ÍS 364. Bátur þessi hét
Freyja og var 34 brúttólestir að
stærð, vel þekkt aflaskip og var for-
maður þess lengi einn af Stór-Guð-
mundum vestra.
2) Færeyskar skútur með einkennis-
stafi TG-631 og VN-197. Fallegar
skipamyndir, enda birtar bæði i 7.
og 8. bindi, en með mismunandi
myndskýringum, og tvívegis i
Skútuöldinni.
3) Mynd sem sögð „er tekin meðan
Djúpavík var og hét”. „Svo sem
glöggt má sjá á myndinni voru þar
mikil umsvif og mannvirki á þess-
um árum,” segir ennfremur í mynd-
texta. Mynd þessi er alls ekki frá
Djúpuvik á einum tíma eða
neinum, heldur er hún frá Siglu-
firði.
í yfirliti um árið I923 segir m.a.:
„Mesta skaðaveður sem gekk árið
1923 gerði 4. og 5. maí og strönduðu
þá þrjú þilskip á Hornvík” (bls. II7).
Kjallarinn
Eyjólfur Jónsson
Nánari frásögn af þessu skaðaveðri er
á bls. I26—130. Þar segir frá því að
auk þilskipanna, sem rak á land i
Hornvik, hafi vélbáturinn Björninn
strandað þar líka. „Í þessum óveðurs-
garði strönduðu þvi fjögur skip og
eyðilögðust á Hornvik (bls. 130). Og
fimmta skipið er strandaði var Flink
frá Akureyri er leitað hafði vars á
Haganesvik. Nokkuð vantar hér á
samræmi i yfirlit og frásögn, þótt ekki
séu hér beinar mótsagnir. Sama er að
segja um frásagnir af bátunum Rask,
Leifi og Nirði frá ísafirði.
Hér á undan hefur verið fjallað um
efni 7. og 8. bindis ritsafnsins Þraut-
góðir á raunastund, sem skráð hefur
Steinar J. Lúðvíksson. Dálitlu hefur
þar verið aukið við og gerðar athuga-
semdir eða leiðréttingar við annað,
sem frá er sagt. Næsti kafli mun hins
vegar fjalla um þætti sem þar eru ekki
skráðir en talið að þar ættu að vera
nefndir.
Það vantar i söguna.
Þegar blaðað er i bókum, sem ætlað
er að vera heimildarrit um sjóslys og
björgunarstörf, vænta menn þess að
ekki séu það mörg atriði, sem tímabil-
inu tilheyra, er að engu sé getið. Fyrir-
heit sem er i formála l. bindis og
ámálgun i siðari bindum hafa vakið
vonir um að allvel væri til verksins
vandað og nokkur alúð lögð við efnis-
öflun en ekki aðeins gripið til þess sem
nærtækast var. Vonbrigðum hefur þvi
valdið er nokkur könnun leiddi í ljós
að þessu var að ýmsu farið á annan
veg. Þótt aðeins sé litið til næsta um-
hverfis virðist vera fjölmargt sjóslysa
við Vestfirði, sem ekki er getið i um-
ræddum tveimur bókum, en falla þó til
þess tímabils sem um er ritað. Hef ég
tekið saman lista yfir 15 nöfn sem
vantar.
Sú upptalning ætti að nægja sem
rök fyrir þvi að allmargt vantar í bók-
ina af sjóslysum við eða á Vest-
fjörðum á nefndu tímabili. Fyrst svo
er um einn hluta landsins, hvað skyldi
þá ef farið væri kringum landið? Eða
skyldi ekki hafa verið kíkt í kirkju-
bækur eða héraðsblöðin þegar dregið
var að efni í slysfarasögu áranna
1920-1927?
9. bindid tekur til atburða áranna
1916—1919 að báðum meðtöldum.
Langlengsta og ítarlegasta frásögn
þessa bindis er af strandi Goðafoss við
Straumnes í nóvemberlok 1916. At-
burður þessi varð á styrjaldarárunum
fyrri þegar siglingar islenzkra kaup-
skipa voru að byrja að nýju eftir stofn-
un Eimskipafélags Íslands. Öll þjóðin
fylgdist í ofvæni með hörmulegum ör-
lögum hins nýja skips sem miklar
vonir voru bundnar við. Frásögnin er
rakin eftir ýmsum heimildum, þar á
meðal skýrslum og svörum gefnum í
sjórétti.
Af öðrum allgóðum þáttum má
nefna sögu selveiðiskipsins Kóps;-
mannskaðaveðrið 24. marz 1916 og
björgunarafrek Guðbjarts Ólafssonar
og skipverja lians, svo og afrekssögu
Magnúsar Guðbjörnssonar.
Flestir aðrir þættir eru stuttorðir,
jafnvel snubbóttir, misjafnir að
gæðutn og traustleika. Þykir mér enn
gæta þess hroðvirknisbrags, sem áður
er ræddur. um tvö næstu bindi á
undan.
Myndaörk er í niu bindum. Ekki
þykir nú þar allt nógu gott. Mynd er af
glæsilegu seglskipi. Þess hefði mátt
geta að þar væri skonnortan Guðrún
frá Patreksfirði, er Markús Snæbjörns-
son skipstjóri og kaupmaður átti, og er
myndin tekin þará höfninni.
Önnur ágæt mynd sýnir er skútur
voru settar á land. Mynd þessi er sögð
frá Patreksfirði en hún er frá Þingeyri
og sér þar i baksýn bæinn og fjallið
Höfða norðan Dýrafjarðar. Mynd
þessi er lika i Skútuöldinni og þar með
réttum skýringatexta.
„Skúta á leið inn ísafjarðardjúp
með linubát í togi," stendur undir enn
einni mynd. Mynd jressi er lekin á
Skutulsfirði. Þegar vindkul er út
Prestabugtina. svo sem seglin sýna, og»
stefnið snýr til hafs, væri nær að segja
að skipið væri á leið út fjörðinn. Ætla
mætti að þessar villur teldust til hroð-
virkni, þar sem myndin er líka i Skútu-
öldinni sem gefin var út af sama for-
lagi á sama ári.
Það vantar lika frásagnir af slys-
förum á árunum 1916—1919. Sem
dæmi skulu nefnd eftirtalin atriði:
Guðmundur Þorgeir Sumarliðason,
18 ára. vinnumaður í Keflavík,
drukknáði af mótorbát i Faxaflóa 24.
marz 1916.
Guðmundur Guðnason bóndi á
Bræðrabrekku í Bitru, 15 ára sonur
hans, Guðmundur, ásamt Bjarna
Björnssyni húsmanni i Broddanesi
drukknuðu allir á heimleið frá Stein-
grimsfirði 27. okt. 1917.
Guðmundur Þeófilusson á Hesteyri
féll út af vélbáti á Látralægi 24. marz
1917ogdrukknaði.
Fleira mætti nefna.
Lokaorð
Ritsmíð þessi ef orðin mikið lengri
en í upphafi var ætlað. Við athugun
komu æ fleiri atriði I Ijós. Fjarri mun
þó að öll kurl séu komin til grafar,
jafnvel á þeim slóðum sem fyrst og
fremst hefur verið ritað um hér að
framam Þótt verulegur fengur sé að
útgáfu ritsafnsins Þrautgóðir á rauna-
stund hef ég viljað sýna fram á að
mun betur verður til verksins að
vanda ef það á að teljast traust heimild
um sjóslys og björgunarstörf á þeim
árum sem það fjallar um. Væri nú
ekki athugandi að fara sér ögn hægar í
bili, leiðrétta og bæta við þvi er finnst
að vanti i sögu þeirra ára sem þegar er
um skrifað? Síðan mætti taka fyrir
nýtt timabil sögunnar en vanda yrði
þá betur til verksins en verið hefur í
síðustu bindum þess.
ísafirði í júní 1978,
Eyjólfur Jönsson.