Dagblaðið - 18.09.1978, Page 17

Dagblaðið - 18.09.1978, Page 17
Ef þú kaupir iukkumiöann getur það orðiö þér til happs, þú getur strax séð, hvort þú hefur unnið sjónvarp, úr eða sælgæti, ef ekki, er það lítið glappaskot þvi lukkumiðinn kostar aðeins 100 krónur og þú styrkir um leið gott málefni. :«í4SR2*p Arrribandsur ÍS^asssr' „•saar ftsar “"SSS Uer« kr. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir HallurSímonarson íNijmegen Fjórir HM- menn Hollands ekkigegn íslandi — Johan Neeskens í leikbanni og Jonny Rep fékk ekki leyfi hjá Bastia Frá Halli Simonarsyni, Nijmegen i morgun: Holland verður án fjögurra leik- manna. sem léku í heimsmeistarakcppn- inni í Argentinu í sumar. i Evrópuleikn- um gegn íslandi hér i Nijmegen á mið- vikudag. Ekki breytir það miklu hjá Hol- lendingum. Þeir eiga svo mikið af góð- um leikmönnum. Þessir fjórir leikmenn eru Johan Neeskens hjá Barcelona á Spáni. Hann er I leikbanni. Johnny Rep hjá franska liðinu Bastia fékk ekki leyfi hjá félagi sínu til að leika gegn íslandi. Vamarmað- urinn Rijsbergen er ekki í landsliðshópn- um. Hann lék aðeins I byrjun með Hol- landi á HM. Þá gefur markvörðurinr Janbloed ekki lengur kost á sér i lands- liðið. I stað þessara leikmanna voru tveir leikmenn valdir, sem ekki voru á HM. Peters, sem mjög óvænt var ekki valinn í HM-hópinn. er með á ný en hann vakti heimsathygli, þegar hann skoraði tvö mörk gegn Englandi áWembleyfyrir um tveimur árum. Hinn er varnarmaðurinn Dubabsa — kunnur leikmaður. Holland stillir upp mjög sterku liði gegn íslandi — nær öllum þeim leik- mönnum, sem léku úrslitaleikinn á HM gegn Argentínu. Þar má nefna Kerkhoff — tvíburana Rene og Willie, Rensen- brink og Arie Haain frá belgiska liðinu Anderlecht. Krol, Brandts og Janssen svo nokkrir séu nefndir. og Ruud Geels, Anderlecht, kemur inní landsliðshópinn en hann hefur ekki leikið með hollenzka landsliðinu eftir að hann tilkynnti, að hann mundi ekki fara til Argentínu. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort allir hollenzku leikmennirnir i landsliðs- hópnum sluppu við meiðsli í leikjum hclgarinnar. Ajax vann Ajax, Amsterdam sigraði Utrecht næsta auðvcldlega á útivclli í I. dcild í Hollandi á laugardag, 4—1. Ajax tapaði í siöustu viku á Spáni, gegn Atletic Bil- bao, 2—0 I UEFA-keppninni. Siðara mark Atletic var mjög umdeilt, leikmenn Ajax töldu að knötturinn hefði farið í gegn um hliðarnetið. Ajax hyggst kæra markið til UEFA þó reglur UEFA segi að ákvörðun dómara verði ekki breytt. Forráðamenn Ajax halda þvl fram að þetta mál sé einsdæmi og hyggja'st láta reynaá. Þrátt fyrir meiðsli lykilleikmanna unnu meistarar PSV Eindhoven stór- sigur á útivelli, sigruðu Venlo 5—0. Það lið sem hefur komið hvaö mest á óvart i Hollandi er Roda frá Kerkrade, hefur unnið 5 leiki, aðeins gert eitt jafntefli. Á laugardag sigraði Roda bikarmeistara Hollands, AZ ’67 3—1 — og mark AZ ’67 var hið fyrsta sem skorað var hjá Roda á keppnistímabilinu. NEC frá Nijmegen — en þar leikur ís- land við Holland á miðvikudag gerði jafntefli, 2—2 við NAC frá Breda, á úti- velli. Feyenoord vann stóran sigur í Rott- erdam, sigraði Haarlem 5—0. Sigurður Björgvinsson og Einar Ásbjöm til B-1901 í Danmörku —tilboð kom til þeirra á föstudag. Keflvíkingarnir munu leika síðustu 10 leikina í Danmörku Frá Halli Simonarsyni í Nijmegen i morgun: ,.Ég fer til Danmerkur eftir EM-leik- inn við Hollendinga hér i Nijmegen og mun leika með B-1901 í 1. deild í Dan- mörku það sem eftir er keppnistimabils- ins i Danmörku,” sagði Sigurður Björgv- insson í Nijmegen i gær. Sigurður Björg- vinsson er aðeins 19 ára gamall og hann lék sinn fyrsta landsleik á dögunum gegn USA. Hann varð fyrsti íslendingurinn til að leika í öllum landsliðum islands — byrjaði I drengjalandsliðinu, þá ungl- ingalandsliði — u-21 árs og á dögunum gegn USA. Annar Keflvíkingur fer einnig til B- 1901 — Einar Ásbjörn Ólafsson. Hann heldur til Danmerkur í vikunni. B-1901 leikur í I. deild I Danmörku, er frá eynni Falstri — bænum Nyköping. B-1901 á í vandræðum nú í 1. deild vegna meiðsla leikmanna. „Til okkar var leitað á föstu- dag. Við höfum báðir áhuga á aö leika í Danníörku en nú eru eftir 10 umferðir I 1. deild. Hvað við tekur er alveg óákveð- ið. Það verður fljótlega gengið frá fé- lagaskiptum en KSÍ setur það skilyrði að ég muni geta leikið gegn A-Þjóðverjum þann 4. október. Þjálfari B-I90I er Bosse Hákanson. fyrrum þjálfari Holbæk er Jóhannes Eðvaldsson lék með félaginu. Milli- göngumaður okkar er Kjartan L. Páls- son. blaðamaður,” sagði Sigurður Björg- vinsson — hinn efnilegi leikmaður Keflvikinga er hefur hug á að ná árangri í knattspyrnu I Danmörku. Leikmenn streyma til Nijmegen — ísland leikur gegn Hollandi á miðvikudag. Frá Halli Simonarsyni, í Nijmegen í thorgun: íslenzku leikmennirnir streyma nú til Hollands. Nijmegen. fyrir landsleikinn hér á miðvikudag. Fyrstu leikmennirnir komu til Nijmegen i gær. Það voru Vals- mennirnir Dýri Guðmundsson. Atli Eð- valdsson og Ingi Björn Albertsson en Guðmundur Þorbjömsson kemur á þriðjudag. kemst ekki fyrr vegna anna við Háskóla Íslands. Keflvíkingarnir Ólafur Júlíusson. Sigurður Björgvinsson og Þorsteinn Ólafsson, Janus Guðlaugs- son. FH. ásamt fararstjórum. Friðjóni Þórðarsyni. Árna Þorgrímssyni. Hilmari Svavarssyni og þjálfara liðsins. Youri llitschev. Þegar komið var til Nijmegen hittu þeir Ellert B. Schram. er þegar var kominn. Flogið var til Luxemburg og þaðan ekið til Nijmegen. i dag koma Skagamennirnir Karl Þórðarson. Árni Sveinsson og Pétur Pétursson. Jóhannes Eðvaldsson kemur frá Skotlandi. Ásgeir Sigurvinsson frá Belgiu og Árni Stefánsson og Jón Pétursson Jönköping. Það verður lands- liðsæfing í Nijmegen í dag klukkan þrjú. Forráðamenn KSÍ eru á einu máli um að landsliðið gegn Hollandi á núðviku- dag sé hið sterkasta er ísland getur stillt upp I dag, þó vissulega sakni menn Teits Þórðarsonar, en hann leikur með Öster á miðvikudag. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað um nein meiðsli — ef allir eru heilir þá tel ég liklegt að íslenzka liðið verði skipaðeftirtöldum leikmönnum. Þorsteinn Bjarnason í marki. Bak- verðir Árni Sveinsson og Janus Guð- laugsson. Miðverðir Dýri Guðmundsson og Jón Pétursson — en Jóhannes Eð- valdsson mun leika sweeper fyrir aftan þá. Tengiliðir Atli Eðvaldsson. Ásgeir Sigurvinsson og Karl Þórðarson. Þeir Pétur Pétursson og Guðmundur Þor- björnsson munu leika i fremstu viglinu. Varamenn verða þvi Árni Stefánsson, Ingi Björn Albertsson. Ólafur Júlíusson og Sigurður Björgvinsson. Knappi Noregií viku. Janus í Noregi hjáTony Knapp —„hef ekki ákveðið hvort égfer til Viking,” sagði Janus Guðlaugsson, FH NYTT HAPPDRÆTTI Frá Halli Simonars.vni í Nijmegen í morgun: „Ég er nýkominn frá Noregi þar sem ég dvaldi i vikutíma hjá Tony Knapp. fyrrum landsliðsþjálfara. Hann þjálfar Viking. öflugasta lið Stafangurs.” sagði Janus Guðlaugsson. FH. en Tony Knapp hefur mikinn hug á að fá Janus til Vikingsi Noregi. „Mér leizt vel á aðstæður. mun meira gert fyrir leikmenn en heima. Félagið er nijög öflugt. á völl með gervigrasi auk leikvangs félagsins er rúmar um 20 þús- und manns. Ég hef ekki tekið ákvörðun urn hvort ég fer til Vikings enn. Elías fjórði í Frakklandi Elías Sveinsson hafnaði í fjórða sæti I 4 þjóða tugþrautarkeppni í Frakklandi er lauk í gærkvöld. Elías hlaut 7218 stig — en íslenzka sveitin hlaut 21004 stig — í fyrsta sinn að ísland hlýtur yfir 7000 stig að meðaltali í tugþrautarlands- keppni. Svisslendingar sigruðu í Frakklandi, hlutu 21957 stig, Frakkar urðu í öðru sæti með 21256 og Bretar í þriðja sæti, 21025 — fast á hæla Bretum fylgdi ísland með 21004. Þráinn Hafsteinsson hafnaði í níunda sæti, hlaut 7024 stig. í fyrsta sinn að hann hefur náð árangri yfir 7000 stig. Ekki höfum við fréttir af þeim Stefáni Hallgrimssyni né Pétri Péturssyni en Ijóst er að þriðji íslendingurinn hefur hlotið 6762 stig. Tap Dankersen íGrosswallstadt, 15-12. Meistarar Grosswallstadt sigruðu Dankersen um helgina i þýzku Bundes- ligunni, 15-12 . Dankersen fékk óska- byrjun, komst í 5-1 — Dankersen spilaði vörnina framarlega, og leikmenn Gross- wallstadt áttu i erflðleikum. En Dankersen gaf eftir. Grosswall- stadt náði að jafna 5-5 og staðan I leikhléi var 7-7. Grosswallstadt komst i 11-8 i síðari hálfleik en næstu tvö mörk gerði Dankersen. 11-10 og 10 mínútur eftir. spenna mikil. En með Martin Hoffmann hreint stórkostlegan i markinu — HM- markvörður Þjóðverja — tókst Gross- wallstadt að komast aftur I þrjú niörk. 14-11 ogsigra. 15-12. HM-leikmaður Þjóðverja. Waltke. skoraði 4 mörk fyrir Dankersen. Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson skoruðu hvor I mark. Það kom á óvart að Göppingen náði jöfnu gegn risurn Gummersbach. 11-11, í Göppingen. Hörkuleikur og ljóst að Ciöppingen verður sterkt á heimavelli í vetur. Gummersbach er almennt spáð mikilli velgengni i vetur — með 6 HM- leikmenn innanborðs er þeim spáð v- þýzka meistaratitlinum. Ekki höfum við fréttir af Gunnari Einarssyni né Þor- bergi Aðalsteinssyni. Grambke, lið Björgvins Björgvinssonar hafði ekkert að gera i Nettelstedt. 28-11 sigur Nettel- stedt — en Björgvin lék litið með Grambke. Önnur úrslit urðu: Huttenberg — Hofweier 22-24 Milbertshofen — Rheinhausen 17-9 Leverkrausen — Kiel 17-18 Gunesungen — Rintheim 12-14 Spenge — lið Ágústs Svavarssonar. vann sinn annan sigur. 24-22, gegn Haakeá útivelli. Celtic misnotaði víti og Hibernian sigraði! — Fyrsti tapleikur Celtic í úrvalsdeildinni á leiktímabilinu Celtic tapadi í fyrsta skipti í skozku úrvalsdeildinni á þessu lciktírnahili á laugardag. Fékk þá Hibernian frá Edin- borg i heimsókn á Parkhead. Aöeins eitt mark var skoraó í lciknum. Þaö var Willie Temple, sem eitt sinn var hjá Celtic, sem skoraði þetta mikilvæga mark fyrir Edinborgarliðiö. Celtic fékk góð tækifæri til að skora. Meðal annars var dæmd vítaspyrna á Hibernian. Ronnie Glavin tók hana en spyrnti knett- inum í stöng. Veður var afleitt á Skot- landi — stormur og rigning. Þrátt fyrir þessi úrslit er C'eltic efst i úrvalsdeildinni. Hefur átta stig eins og Aberdeen en betri markamun. Aberdeen hlaut óverðskuldað stig gegn Rangers á Ibrox í Glasgow á laugardag. Rangers. sem enn hefur ekki unnið leik I deildinni á leiktímabilinu. virtist stefna i sinn fyrsta sigur. Lék mun betur og Alex 51 árs varpaði kúlu 12.90 Lengi lifir i gömlum glæðum — það sannaðist er old-boys keppni fór fram i Laugardal á laugardag i kúluvarpi og kringlukasti. Hallgrímur Jónsson, sá kunni kappi, nú 51 árs, gerði sér lítið fyrir og sigraði i kúluvarpinu, varpaði 12.90. Hallgrímur var raunar óheppinn, hann varpaði kúlunni 13.30 en naumlega utan geira. Annar í kúlunni varð Jón Pétursson, 42 ára — en hann varpaði 12.20. Þorsteinn Alfreðsson, sem nú er 47 ára varpaði 11.35. Jón Þ. Ólafsson — einn snjallasti íþróttamaður íslendinga, er nú 37 ára, en hann varpaði kúlunni 10.09. Í kringlunni kastaði Þorsteinn Al- freðsson 42.42 og sigraði. Þar varð Hall- grímur Jónsson i öðru sæti, 40.34, Jón Pétursson í þriðja, 36.94, og Jón Þ. Ólafsson kastaði 36.84. Ragnheiður Pálsdóttir, þriggja barna móðir og 37 ára, kastaði kringlunni 30.60 metra — og greinilegt var að miklu meira bjó i henni. Forsyth, lánsmaðurinn frá Man. Utd.. skoraði úr vítaspyrnu i fyrri hálflcik. Rangers var mjög nærri að skora fleiri mörk lokakafla leiksins en tókst ekki — og þegar tvær ntin. voru kornnar yfir venjulegan leiktíma jafnaði Aberdeen. Það var eftir að Rangers hafði sótt hvað rnest. Skyndisókn og Sullivan skallaði knöttinn i niark Rangers. Urslit á laugardag urðu þessi: C'eltic — Hibernian 0 1 Hearts — Morton II Motherwell — Dundee Utd. 0 I Rangers — Aberdeen 1 1 St. Mirren — Parrick I ■() | Staðan er nú þannig: Celtic 5 4 0 1 14-4 Aberdeen 5 3 2 0 13-4 Hibernian 5 2 3 0 3-1 St. Mirren 5 3 0 2 5-3 Partick 5 2 2 1 5-4 Dundee Utd. 5 13 1 4-4 Rangers 5 0 3 2 5-5 Morton 5 113 6-10 Hearts 5 0 2 3 5-13 Mortherwell 5 10 4 2-11 Það er einnig möguleiki að ég haldi til Köln. hef hug á að sérhæfa mig sem þjálfari en ég er iþróttakennari að mennt. Ég sá Viking sigra Brann 4-0. Vikingsliðið er sterkt. Eftir 17 umferðir I 1. deild hafði Start forustu. með 26 stig, Lilleström hafði 25 og Viking var i þriðja sæti með 22 stig.” sagði Janus Guðlaugsson. FH, — og vist má telja að hann fari frá félagi sinu. FH. sem á dög- unum féll i 2. deild. Það hefur mikið breytzt undir stjórn Knapp i Noregi — siðasta leiktímabili var Viking I fall- hættu. IJtilli stnlkn var gefió 1000 kr. hlutabréf í flugfélagi fyrir 30 árum. Það bréf er nú orðið aó 354.000 króna hlut í Flugleiðum h.f. Gefðu börnunum hlutabréf í Flugleiðum h.f. í fæðingargjöf, sem tannfé, í skírnargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf eða af einskærri fyrirhyggju. Verógildi bréfanna eru kr. 10.000, 50.000 og kr. 100.000. Hafðu samband við næsta umboðsmann eóa skrifstofu Flugleióa. Sími aóalskrifstofu er 27800. FUJGLBÐIRHF Hlutabréfadeild sími 2 78 00. Muhammed Ali endurheimti titilinn íNewOrleans „Hvernig var ég? Þið sögðuð að þetta væri vonlaust ... er ég ekki beztur ... beztur ... mestur hnefaleikara allra tíma,” spurði Muhammed Ali blaða- menn eftir hinn auðvelda sigur sinn á Leon Spinks í New Orleans í hnefaleik- um. Og hann fékk svarið ... „já, já .. núna,” svöruðu blaðamenn. Um fram- tíðina sagði Ali eftir sigur sinn. „Ég veit ekki hvað ég geri nú. Ég held titlinum í átta mánuði og ákveð siðan hvort ég legg hanzkana á hilluna eða held áfram. Ef ég keppi aftur þá þarf mikla peninga...” Muhammed Ali hafði hreint ótrúlega yfirburði gegn sér miklu yngri manni I New Orleans á föstudagsnóttina. Hann. varð fyrsti maðurinn til að vinna heims- meistaratignina þrívegis — aðeins Floyd Patterson hefur unnið það afrek — ásamt Ali — að endurheimta heims- meistaratitilinn eftir að hafa tapað honum. 70 þúsund manns í New Orleans fylgdust með baráttu þeirra Ali og Spinks. Ali 36 ára — Spinks 25 ára. Ali sagði fyrir keppnina að hann ætlaði að láta Spinks lita út eins og áhugamann og það tókst honum. Tveir dómaranna i New Orleans gáfu Ali sigur I 10 lotum. Spinks í 4 — ein jafntefli. Hinn þriðji gaf Ali sigur i 11 lotum, Spinks í fjórum. Það var greinilegt að Ali hafði numið lærdóminn frá i Las Vegas er hann tap- aði fyrir Spinks. Hann beitti ekki þeirri taktik frá I Las Vegas að reyna að þreyta Spinks — og siðan vinna eftir að þreytan var farin að segja til sín. Þegar frá upp- hal'i sótti Ali — og það sem sérfræðing- um kom mest á óvart að i lokin virtist Ali óþreyttur, eins og hann gæti haldið áfram. Leon Spinks vissi sig greinilega sigraðan I lokin. „Allah gaf mér styrk. Nú vitið þið hver er mestur allra tíma.” sagði Ali. Hann vann sinn 56. sigur í New Orleans — hefur aðeins tapað þrívegis. Gegn Joe Frazier. Ken Norton og Leon Spinks. Ósigur Spinks i New Orleans var fyrsti ósigur hans á keppnisferlinum — áður hafði hann sjö sinnunt borið sigur úr hýtunt. Stutt og... Bandarlska landsliðið gerði jafntefli 1 —I við Berchem, 1. deildarlið i Belgíu á laugardag. Davis skuraði fyrir Banda- rikjamenn á 35. minútu en Crocairts jafnaði fvrir Berchem á 75. minútu. Colin Todd, fyrrum enski landsliðs- maðurinn, hefur verið seidur frá Derby til F.verton. Hann horfði á hina nýju fé- laga sína gera jafntefli við Aston Villa á laugardag. Colin Todd er 29 ára gamall og Evcrton greiddi fyrir hann 330 þús- und pund. Reiknað er með að hann leiki sinn fyrsta leik með Everton á Goodison Park gegn Úlfunum. Todd valdi fremur aö fara til Everton en Southampton. Beerschot, Belgíu, sigraði Lodz frá Póliandi 2—1 í vináttuleik liðanna en Jan Tomaszewski, hinn kunni mark- vörður Póllands, lék í báðum liðum. Hann lék fyrri hálfleik með Lodz, hinn síðari með Beerschot. Leikurinn fór fram í Varsjá og 15 þúsund manns sáu ieikinn. Jan Sobol náði forustu fyrir Lodz á 18. minútu en Rene Muecher jafnaði fyrir Beerschot, skoraði fram hjá félaga sínum Tomaszewski. t leikhléi var staðan 1—I en þegar á fyrstu mínútu skoraði Beerschot, Johan Coninx. Tomaszewski mun ekki leika framar með landsliði Póllands en Pele sagði um Tomaszewski, að hann væri bezti mark- vórður heims, er hann var upp á sitt be/ta. L:"- Palmas hefur nú forustu á Spáni eftir !ir ,r untferðir — með 6 stig. Las Palmas sigraði Valencia 2—0 í Las Palmas. Alletic Bilbao er í öðru sæti eftir 4—1 sigur sinn gegn Racing 1 Bil- bao. Barcelona sigraði Salamanca 3—0 i Barcelona — og hefur fjögur stig. Real Madrid sigraði Hercules 2—1 á útivelli og er í fjórða sæti, á eftir nýliðum Recriativo með 5 stig. Ekkert var leikið í Belgiu um helgina vegna landsleiks Belga í Evrópukeppni landsliða viö Norðmenn i Belgiu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.