Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. 3 Engin gangbraut við skólann: Að bjöða hættunni heim Húsmóðir í Hafnarfirði ( 7212— 4316) hringdi: og sagði: „t*á er búið að setja á stofn smábarnaskóla hér í norðurbænum, Engidalsskóla fyrir 6, 7, 8 og 9 ára börn. Það veldur mér miklum áhyggjum að engin umferðar- skilti eru komin við skólann. Þær götur sem liggja að skólanum, Breið- vangur og Norðurvangur eru miklar umferðargötur en þar er engin gang- braut fyrir krakkana. Það stakk mig dálítið þegar ég fylgdi lítilli dóttur minni í skólann er hún spurði mig hvar gangbrautin væri. Það er búið að vera að hvetja börnin til að fylgja um- ferðarreglunum en svo er ástandið svona i umferðarmálum við skólann. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að betra sé að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Yfirvöld virð- ast ekki vera á sama máli. Það er einnig annað mál þessu skylt sem ég vil vekja athygli á. Mér brá mjög þegar dóttir mín litla bað mig um 50 kr. til að hafa með sér í leikfimi. Þannig er mál með vexti að börnin fara með skólabíl niður í íþróttahús og sagði dóttir mín, að krakkarnir þyrftu oft að biða töluvert lengi eftir bílnum að leikfiminni lokinni. Þá færu þau oft í sjoppu hinum.megin götunnar þ.e. Suðurgötunnar og keyptu sér þar sæl- gæti. Það setur hroll að manni við þá tilhugsun að einmitt þarna varð bana- slys núna fyrir stuttu. Eitthvað þarf að gera til að fyrirbyggja að fleiri börn fari sér þarna að voða á mestu umferð- argötu bæjarins.” Raddir Umferðarþungi íHamrahlíð: LEYSIR ALFREÐ VANDANN? Á útimarkaður f ramtíð fyrir sér á íslandi? Þorbjörg Guðjónsdóttir afgreiðslu- stúlka: Alveg áreiðanlega, fólk er mjög ánægt með þetta og lætur í Ijós ánægju sína, enda lífgar markaðurinn upp bæ- inn. Spurning dagsins Hliðabúi hringdi: Umferðarhraðinn við Hamrahlíð í Reykjavík er alveg yfirgengilegur. Á þetta hefur reyndar verið bent áður í lésendadálkum Dagblaðsins, en góð vísa eraldrei of oft kveðin. Ég vil minna ráðamenn á að við þessa götu eru tveir fjölmennir skólar, grunnskóli og menntaskóli. Skammt frá götunni eru tvö barnaheimili. Og síðast en ekki sízt er þar blindraheim- ili. Er ekki ástæða til að taka tillit til þessa fólks? Er ekki með einhverju móti hægt að minnka umferðarþung- ann um götuna? Ég vona að einhverjir ráðamenn hjá Reykjavikurborg reki augun í þetta bréf og rumski. Það væri þeim til sæmdar ef þeir brygðust vel við og gerðu ráðstafanir til að minnka um- ferðarhraðann i Hamrahlíð. Mér skilst að sá ágæti iþróttasinni Alfreð Þorsteinsson sé nú orðinn for- maður umferðarnefndar Reykjavíkur- borgar. Gæti hann ekki lagt þessu máli lið? Við iþróttamenn þekkjum hann af JAFIV- BJRTTI Vistmenn af Reykjalundi tóku þátt I jafnréttisgöngunni riðandi á hestum. DB-mynd Ari. Lokaðar ríkis- stofnanir — ítilefni af jafn- réttisgöngunni Kristján Tryggvason hríngdi og lýsti óánægju sinni með að ýmsar ríkis- stofnanir hafi verið lokaðar í tilefni af jafnréttisgöngu fatlaðra. „Á sama tíma og verið er að tala um að herða sultarólina er gefið frí í ríkisstofnun- um.” Kristján tók það skýrt fram að hann hefði ekkert á móti fötluðum og hefði meira að segja gefið til starfsemi á þeirra vegum. Hann sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að menn ættu að sinna líknarmálum eftir vinnutíma. góðu einu og trúum honum til þess að menn borgarinnar hefur hingað til eiga það frumkvæði sem embættis- skort. Umferðarþunginn f Hamrahlfð er of mikill segir HUðabúl. DB-mynd Ragnar Th. Sig. HUðabúi kveðst trúa Alfreð Þorsteins- syni, formanni umferðarnefndai Reykjavikur, til að leysa umferðar- vandamál HamrahUðar. LOFTRÆSTIVTFTUR A undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. % Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. Thermor Jensina Jensdóttir húsmóðir: Já, þvi ekki það, mér lízt vel á þetta. Finnbogi Helgason: Já er það ekki, ég er nú nýkominn frá Spáni og þar sá ég svona markaði og ég veit að þeir eru viða erlendis. En þetta er gott, kannski lítið pláss en þó þetta er alveg ágætt. Ragnheiður Eggertsdóttir bankamæn Ég held það hljóti að vera. ég var að kaupa gulrætur og grænmeti og held ég hafi bara gert góð kaup. Jóna Axelsdóttir húsmóðir: Það held ég hljóti að vera, mér lizt mjög vel á þetta. Ég er svona rétt að kikja hérna. Hallbjörn Benjaminsson húsasmiðun Það tel ég. Ég var að kaupa páskalauka en ég er nýbyrjaður að rækta blóm. Ég hef gert góð kaup hérna en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað. Ég hugsa að ég komi hingað oftar því þetta er alveg í leiðinni fyrir mig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.