Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978. 5 Fegursti hundur íslands var af Maltesakyni: LADY SIGRAÐI Þeir voru af öllum stæröum og gerðum hundarnir sem komu saman í íþróttahúsinu í Garðabæ í gær til að keppa um titilinn fegursti hundur íslands. Keppnin var bæði löng og ströng og valdir þrír húndar af hverri tegund, sem siðan áttu að keppa um úr- slitin. — Þrátt fyrir ólíkan uppruna og útlit áttu þeir þó eitt sameiginlegt — þeir voru allir hreinræktaðir. Sigurvegari varð Lady af Maltesa-kyni. Eigandi hennar er Jón Sigurðsson. Fjöldi fólks kom saman i Iþróttahús Garðabæjar til að fylgjast með keppn- inni. Það var Hundaræktarfélagið sem stóð að keppninni. Til að dæma um þann fallegasta var fengin kona frá Eng- landi, Jean Lanning að nafni, og skoðaði hún hvert dýr nákvæmlega. Kynnir keppninnar var Gunnar Eyjólfsson leik- ari. Alls kepptu hundar úr sjö flokkum til úrslita. Sigurvegarinn, Lady, taldist til flokks ýmissa smáhunda, þar sem ekki voru sýndir nema tveir eða þrír hundar af hverju kyni. — íslenzki fjárhundur- inn sem sigraði i sínum flokki heitir Snotra, eign Sigurðar Richters. Af Golden Retriever kyninu varð Sunndals-Dugga hlutskörpust. Eigendur hennar eru Valdimar og Þuriður Sören- sen. Sigurvegarinn í flokki Labrador- hunda var Bella (Labbi) eign Stefáns Gunnarssonar. trski sjefferinn, sem sigr- aði, ber nafnið Scirroco. Húsbóndi hans er Ari Bergman Einarsson. Sú fallegasta og atgervislegasta af poodlehundunum var Bibby, eign Þórunnar Kolbeinsdótt- ur. Og síðast en ekki sízt er það Collie- flokkur. Þar varð sigurvegarinn Eddie, eign Steinunnar Paulsdóttur. Þá var einnig haldin afkvæmasýning. Þar mættu tvær tíkur til leiks og urðu þær að vera með fimm hvolpa eða fleiri. Sigurvegarinn þar varð Píla (Labbi) eign Matthíasar Péturssonar. Að sögn aðstandenda sýningarinnar komu hundar hvaðanæva af landinu, þar á meðal Akranesi, Akureyri og Eski- firði. Að sögn þeirra fer áhuginn fyrir hundarækt stöðugt vaxandi. . ÁT — Þetta er alveg hundleiðinleg keppni, bezt að halla sér á betra eyrað, gætu þessir glæsilegu hvolpar verið að hugsa. — Sú var þó varla raunin, þvi að þeir fengu sér bara dálitinn lúr áður en þeir áttu að koma fram. DB-myndir Ragnar Th. Sigurðsson. Ljósmyndari, Ijósmyndari, taktu mynd af mér, heyrðist Ragnari Th. þessi Útli, sæti kalla til sln. Og auðvitað smellti Ragnar af. Til að dæma um fegursta hund Islands var fengin kona frá Englandi, Jean Lanning að nafni, og skoðaði hún hvern hund af nákvæmni. Týndiöllum skóla- bókum sínum ogtösku Átta ára gömul telpa, Áslaug Garðarsdóttir, varð fyrir þvi óhappi á föstudaginn að týna öll- um skólabókunum sínum og ákóla- tösku sinni. Hún var á leiðinni heim úr Lækjarskóla. Nam hún staðar við lækinn á mörkum skóla- lóðarinnar til að gefa öndunum- þar. Þar er líklegast að hún hafi skilið töskuna eftir. Taskan hefur ekki fundizt þrátt fyrir mikla leit. Allar bækurnar eru merktar Áslaugu. Skilvís finnandi er beðinn að skila töskunni að Álfa- skeiði 84 eða hringja í síma 51931. V. ■ASt^ HEILDSALA - SMÁSALA D i. • i SS3 Kaaio ÁRMÚLA 38 (Selmúla megin) - 105 REYKJAVÍK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF1366 Nr.54 TILVALID TIL GJAFA Þetta statíf teku'r 30 kass- ettur. Það fer vel í hillu og mó einnig festa ó vegg. 4 litir. CAMBRA International Ltd V____________/ AUt til hljómflutnings fyrir: HEIMILID — BÍUNN OG DISKÓTEKID SJ SKODID Í GLUGGANA. SENDUM / PÓSTKRÖFU.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.