Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978. 7 Maraþondanskeppni íKlúbbnum Atta pör dönsuðu þindarlaust i þrettán klukkustundir Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í eitt i nótt steig Heiðar Ástvaldsson út á dansgólfið i Klúbbnum og tilkynnti að nú væri maraþondans- keppninni, sem veitingastaðurinn gekkst fyrir, lokið. Hún hafði þá staðið yfir í þrettán klukkustundir. Alls hófu fimmtán danspör leikinn klukkan tólf á hádegi á sunnudaginn. Þrettán klukkustundum siðar voru átta pör eftir. Sigurvegarar maraþonkeppninnar urðu Hjalti Jensson og Ragna Sigur- steinsdóttir. í öðru sæti höfnuðu Hörður Harðarson og Anna M. Guðmunds- dóttir og númer þrjú varð parið Haukur Harðarson og Guðrún Bernharðs. — Haukur og Hörður eru tviburabræður. Að sögn Magnúsar Leopoldssonar framkvæmdastjóra Klúbbsins tókst þessi maraþondanskeppni i alla staði ágæt- lega. Alls komu þrjú þúsund manns til að fylgjast með keppendunum og virtist áhugi mikill fyrir að fylgjast með því hvernig gengi. Magnús kvað það fullvíst að maraþondanskeppni sem þessi yrði árlegur viðburður í starfsemi Klúbbsins í framtíðinni. Það var laust eftir klukkan sex i gærkvöld, sem fyrsta dansparið gafst upp og hvarf af gólfinu. Um það bil klukkustund síðar hættu tvö pör til viðbótar og annað klukkan hálf niu. Laust eftir klukkan ellefu um kvöldið hættu siðan tvö pör. Þau sem eftir voru héldu dansinn út allt til loka. Það var Vilhjálmur Ástráðsson plötu- snúður í Klúbbnum sem sá um dans- tónlistina frá upphafi til enda. Hann hefur væntanlega sett íslenzkt met með þrettán klukkustunda veru sinni i diskótekklefanum. Samhliða maraþondanskeppninni gekkst Klúbburinn fyrir barnadansleik frá klukkan þrjú til sex á sunnudaginn. Fjöldi fólks kom þangað með börn sín. Það var Vignir Sveinsson, sá landskunni útvarpsplötusnúður, sem valdi tónlistina fyrir börnin. Hann fékk um miðbik skemmtunarinnar Ruth Reginalds söng- konu í heimsókn til sín. Ruth kynnti lög af nýútkominni plötu sinni, Furðuverk. Forráðamenn Klúbbsins hafa undan- farin sunnudagskvöld gengizt fyrir skemmtunum, sem nefnast „sunday night fever". Þar er eingöngu leikin bandarísk diskótektónlist. Að sögn Vilhjálms Ástráðssonar, sem hefur haft veg og vanda af þessum skemmtunum, eru maraþondansararnir, sem þreyttu þolið í gær, kjarninn í þeim hóp, sem sækir „sunnudagskvöldsfárið” I Klúbbnum. -ÁT- A þrettán klukkustundum hlýtur náttúran að segja til sin fyrr eða síðar og fólk að bregða sér á afvikinn stað. Þetta par notaði tækifæri og þerraði af sér svitann eftir margra klukkustunda stanzlausan dans. DB- myndir: Ragnar Th. Sigurðsson. um landið Þessi unga diskódis steig sennilega sln fyrstu spor á diskótekdansgólfi I gær. Hér er hún komin upp á barborð og klappar Ruth Reginalds lof I lófa. DAGSKRAi 1. FERÐAKYNNING 2: LITKVIKMYNDASÝNING 3. TÍZKUSÝNING 4. SKEMMTIATRIÐI Hinn þekkti, enski töframaður og fjölbragðameistari, Johnny Cooper. 5. STÓRBINGÓ Vinningar glæsilegar sólarlanda- ferðir, og rétturinn til að keppa um aukavinning vetrarins, HITACHI litsjónvarp. 6. DANS Hljómsveit Ólafs Gauks leikur á föstudags og iaugardagshátíðunum HITACHI Utsjónvarpstaekll OG NÓVEMBER 1978: HÓTEL SÖGU, REYKJAVlK (kvöld) HÓLMAVlK BLÖNDUÓSI (Dansleikur) HÓTEL HÖFN, SIGLUFIRÐI (Dansleikur) SJÁLFSTÆÐISHÚSINU, AKUREYRI (Danslelkur) HVERAGERÐI VESTMANNAEYJUM (Dansleikur) ÞORLÁKSHÖFN (síödegis) HVOLI, HVOLSVELLI (kvöld- danslelkur) STAPA, NJAROVlKUM BORGARNESBfÓI PATREKSFIRÐI (Dansleikur) SUÐUREYRI (Dansleikur) ALÞÝÐUHÚSINU, (SAFIRÐI HÓTEL HÖFN, HORNAFIRÐI EGILSBÚÐ, NESKAUPSTAD . (Dansleikur) VALASKJÁLF, EGILSSTÖÐUM (Dansleikur) REYÐARFIRÐI (siödegis) FÁSKRÚÐSFIRÐI (kvöld) HÓTEL REYNIHLÍÐ, MÝVATNSSVEIT HÓTEL HÚSAVlK (Dansleikur) RAUFARHÖFN (Dansleikur) DALVfK (síödegis) ÓLAFSFIRÐI (kvöld) FESTI, GRINDAVlK RÖST, HELLISSANDI (Dansleikur) STYKKISHÓLMI (Danslelkur) HÓTEL AKRANESI (síödegis) Fimmtud. 19. okt. Föstud. 20. okt. Laugard. 21. okt. Sunnud. 22. okt. Fimmtud 26. okt. Föstud. 27. okt. Sunnud. 12.nóv. Fimmtud. 16. nóv. Föstud. 17. nóv. Laugard. 18. nóv. Keppendum I maraþondansinum var leyfilegt að drekka eins mikinn vökva og hver gat I sig látið, — svo framarlega sem þeir dilluðu sér I takt við tónlistina á meðan. Þrátt fyrir þetta þurfti fyrsta paríð ekki að yfirgefa dansgólfið og skella sér á salerni fyrr en laust eftir klukkan sex. Sunnud. 19. nóv. Laugard. 28. okt. Fimmtud. 23. nóv. Föstud. 24. nóv. Laugard. 25. nóv. Laugard. 25. nóv. Sunnud. 29. okt Sunnud 29. okt. Fimmtud. 2. nóv. Föstud 3. nóv. Laugard. 4. nóv. Sunnud. 5. nóv. Sunnud. 5. nóv. Fimmtud. 9. nóv. Föstud. 10. nóv. Laugard. 11. nóv. Sunnud. 12.nóv. Sunnud. 26. nóv. Lóíid dmunwui rœíast. Til suðurs meú SUNNU Poppkorn er (n rnjulr gnr rt'Mrtpr > boroum l Ktubbmim sem öðrum veitingahúsum. Á barnadansleiknum var það bnrið fram i trogum og þá var bara um að gera að troða eins miklu upp i sig og hægt var.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.