Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978.
35
Hundruðþúsundatap
á jazzhljómleikum
kvartetts Dexters
Stjórn Jazzvakningar verður að standa straum af kostnaðinum
„Jú, jú. Við töpuðum á hljómleik-
unum með Dexter Gordon. Ég hef
ekki nákvæma tölu en hún er
einhvers staðar á bilinu 3—500
þúsund krónur,” sagði Jónatan
Garðarsson hjá Jazzvakningu er DB
innti hann eftir fjárhagslegri afkomu
félagsins vegna hljómleikanna á
miðvikudag.
Jónatan sagði að Jazzvakning
hefði átt smáupphæð í sjóði —
félagsgjöld og dálítinn afgang af tón-
listarkvöldum — en hún hefði öll
eyðzt upp og meira en það. „Tapið
orsakar það fyrst og fremst að við
getum ekki staðið í skilum við skatta-
yfirvöld,” sagði Jónatan. „Stjómar-
menn félagsins verða að greiða
mismuninn af innkomunni og
kostnaði úr eigin vasa. Okkur finnst
þetta anzi blóðugt þvi að við teljum
komu Dexters Gordons og félaga
vera alveg jafnmikinn listviðburð og
hljómleika Oscars Peterson og
Niels-Henning Orsted Petersen á
Listahátíð í sumar! Það er greinilega
ekki sama hvort einhver Hrafn
heldur hljómleika í nafni Lista-
hátíðar eða áhugamannafélag
stendur fyrir jafnmerkum viðburði.”
Jónatan kvað það ófyrirsjáanlegt,
eins og á stæði, hvaðaafleiðingar
taphljómleikarnir ættu eftir að hafa
fyrir Jazzvakningu. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem Jazzvakning þarf að
greiða með hljómleikum. 1 febrúar í
ár kom Horace Parlan ásamt
félögum sínum. Hljómleikar þeirra
stóðu ekki undir sér. Um mánaða-
mótin nóvember/desember er von á
triói Duke Jordan hingað til lands.
Jónatan Garðarsson kvaðst ekki vita
á þessu stigi málsins hvort afturkalla
yrði þá hljómleika en kvaðst vona
aö af því yrði ekki.
Jónatan var aö lokum spurður að
þvi hvað stæði í veginum fyrir því að
Jazzvakning væri sett við sama borð
og til dæmis Listahátíð og Sinfóniu-
hljómsveitin hvað hljómleikahald
varðaði.
„Það þykir öllum þetta fyrirkomu-
lag jafnfáránlegt,” svaraði hann.
„En við virðumst vera flæktir í
einhverjum vítahring þannig að
enginn hefur nægilega mikið
ákvörðunarvald til að taka af skarið
ag kippa þessu í lag. Á meðan verð-
um við aö berjast i bökkum með
hljómleika okkar og spurningin er
reyndar sú hversu lengi áhugamenn
eins og við endumst til að halda
þetta út.”
-ÁT.
Söngkonan Amanda Learbeitir
líkamanum ekki síður en röddinni
Væntanlega kannast ein-
hverjir lesendur við hljóm-
plötuna Siren, sem hljóm-
sveitin Roxy Music sendi frá
sér árið 1975. Með henni tókst
,hljómsveitinni að vinna sér
nafn I Ameriku, aðallega vegna
lagsins Love Is The Drug.
Það er þó ekki Roxy Music
og tónlist þeirrar ágætu hljóm-
sveitar, sem við fjöllum um að
þessu sinni, heldur konan, sem
skreytti framhlið umslagsins
utan um Siren plötuna. Hún
hefur upp á síðkastið verið
sifellt meir og meir i sviðsljós-
inu, fyrst og fremst sem söng-
kona. Hún heitir Amanda
Lear.
Ekki ber ölium saman um
aldur Amöndu. Tölur allt frá
27 upp i 38 ár heyrast nefndar,
en nýjustu kannanir sýna, að
kvenmaðurinn muni vera 36
ára gamail. Þetta er verulega
hár aldur fyrir vinsæla popp-
söngkonu, sem þar að auki er
kyntákn.
Amanda Lcar hefur sungið
inn á tvær breiðskifur. I Am
Photograph og Sweet
Revenge. Rödd hennar er æríð
sérkennileg, dimm og lokk-
andi. Fyrír þær sakir hefur hún
verið kölluð hin nýja Marlene
Dietrich. Og vist er um, að
Amanda Lear og frú Dietrich
eiga ýmislegt fleira sameigin-
legt en dimmu röddina. Litið
bara á fótieggi þeirrar
fyrrnefndu!
Með útlit eins og Amanda
Lear eru stúlkur beinlinis
nauðbeygðar til að gerast fyrir-
sætur. Hún var þekkt á Ijós-
myndum fyrr á árum og
starfaði með þekktum módel-
um svo sem Twiggy. Henni
verð snemma Ijóst, að til þess
að ná frægð var besta leiðin að
láta sjá sig með frægum
mönnum. Nú hrósar hún sér af
þvi að hafa sofið hjá mönnum á
borð við John Lennon, David
Bowie, Kirk Douglas og
Marlon Brando og hjá
málaranum Salvador Dali.
Reyndar segist Amanda eiga
David Bowie mikið að þakka.
Það var semsé hann, sem leiddi
hana i allan sannleika um,
hvernig hún ætti að koma fram
á hljómleikum til að vekja sem
mesta eftirtekt. Hann benti
henni á að nota likamann út i
ystu æsar til að undirstrika
músikina, verða nokkurs kon-
ar hvít Tina Turner. Fyrir
nokkrum vikum átti Amanda
Lear mjög vinsælt lag á megin-
landi Evrópu. Það nefnist
Follow Me. Þessa dagana
leikur hún aðalhlutverkið i
kvikmynd um þá sögufrægu
konu Lili Marlene, sem
ákaflega mikið var sungið um i
seinni heimsstyrjöldinni.
Amanda Lear þykir
forkunnarfögur kona
og ber aldurinn vel.
Reyndar er ágreining-
ur um hversu gömul
hún sé en tölfróðir
menn þykjast hafa
reiknað út að hún sé
orðin 36 ára gömul. Að
sjálfsögðu er hún þögul
sem gröfin.
Billy Joel — 52nd Street
Með siðustu plötu slnni, Stranger, lagði Billy Joel heiminn að fótum sér. Það er ekkert vafa-
mil að Billy er frába r tónlistarmaður. 52nd Street er skrefi framar en Stranger og er þá
mikið sagt.
Hvem langar ekki eignast frábcra piötu sem á eftir að vera á vinsældalistum ncsta árið?
Hvernig væri að láta nú einu sinni undan lönguninni? Það sér enginn eftir þvi.
JethroTull-Live
Jethro Tull er ein virfasta hljómsveit heims i dag. Hún hefur ætið verið I fremstu vigUnu
poppsins og jafnan staðið styr um lan Anderson og félaga hans. Á þessari hljómleikaplötu
gera þeir sinum be/.tu lögum frábcr skU.
Það má engan Tull aðdáenda vanta þessa plötu. Og þeir sem enn hafa ekki fallið fyrir Jethro
TuU, cttu að gera sér ierð eftir þessari plötu. Á henni eru nokkur helztu guUkorn poppsins.
Meatloaf-Bat out of Hell
Kjöthleifurinn var góður I Rocky Horror — ekki satt? Og hann er enn betri á Bat Out of
Hell. Hann flytur hörkurokk sem hrifur sanna rokkara. Meatloaf tekur aUstórt pláss hjá
þeim sem vilja gott rokk. Ert þú tilbúinn til að rýmka fyrir stórgóðu kjötstykki?
Star Party — Ýmsir listamenn
Á Star Party eru samankomnir 20 popparar með frábært samsafn popplaga.
Smokie, John Paul Young, Dee D Jackson, Darts, Bonnie Tyler, o.fl. Þetta er aðeins
smásýnishorn af hvaða stjörnur eru i þessu partii. Það er ekki amalegt að vera i veizlu með
svona fólki.
Popp
Stephen Stills — Thorough Fare Gap
Yes — Tormato
Boston — Don’t Look Back
10 cc — Bloody Tourists
Motors — Approved By
Gentle Giant — Giant for a Day
Racing Cars — Bring on thc Night
U.F.O. — Obsession
Robin Trower — Caravan to Midnight
Rush — 2112
Richard Wright — Wet Dream
Foreigner — Double Vision
Blondie — Parallel Lines
BobSeeger — Stranger inTown
Darts — Darts
Darts — Evcryone Plays Darts
Linda Ronstadt — Living the U.S.A.
Devo — Q We are not Mcn, we are Devo
Heart — Dog and Butterfly
Dan Fogelberg & Tim Weisberg —
Twin Song and Different Mothers
Rory Gallagher — Photo Finish.
Radio Stars — The Hollyday Album
Jazz
Dexter Gordon Quartet — Manhattan Symphony (ný)
Heath Brothers — Passing Thru
Jaroslav — Checkin’in
Maynard Ferguson — Carnival
Weather Report — Mr. Gone
Ramsey Lewis — Legacy
Billy Cobham — Simplicity
Lec Ritenous — The Captains Journey
íslenzkar
Dúmbó og Steini — Dömufri
Rut Reginalds— Furðuverk
Pétur og úlfurinn — Barnaævintýrið
Brimkló — Eitt lag enn
Halli og Laddi — Hlunkur cr þetta
Pjetur og úlfarnir — Plataðir
Litlar plötur
Michael Zager Band — Let’s all Chanz
John Paul Young — Love is in the Air
Clout — Substitute
Sex Pistols — My way/Rock’n Roll Swindle
Darts — It’s Raining
Devo — Come back Jonee
Chris Rea — Fool if you think it’s over
Blondie — Picture This
Commondores — Three Times a Lady
Yellow Dog — Just one more Night
Taste of Honey — Boogie oogie oogie
Motors — Forget About you
Mikið úrval af TDK-kassettum
%KARNABÆR
l uugu vcg 66 Sími 28 /55