Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 23
23 Iþróttir Iþróttir D DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978. I Iþróttir Iþróttir FLORIDA svefnsófarnir eru komnir aftur. Meö einu handtaki má breyta þeim i hvilu fyrir tvo. Fyrirliggjandi stakir eöa meö stólum, sem sófasett. — Komið og skoöið, sjón er sögu rikari. Komu sér upp íþróttahúsi án opinberrar aðstoðar: Félagarnir unnu verkið og fjármögnuðu sjálfir —athyglisvert framtak félaganna í Gerplu íKópavogi Skemmtilegt félagslegt framtak innan eins yngsta iþróttafélags landsins, íþróttafélagsins Gerplu I Kópavogi, varð til þess að á örfáum mánuðum hefur félagið reist sér skemmtilegt iþróttahús. t stað þess að gera slfelldar kröfur til ríkis og bæjar, hófu félagarnir i ágúst- mánuði að innrétta fyrrum vélaverkstseði fyrir stórvirkar vinnuvélar að Skemmu- vegi 6. í byrjun október hófust þar kennsla og æGngar við gjörbreyttar að- stæður. Gerpla er aðeins 7 ára gamalt félag. Stærsta deild félagsins er fimleikadeild, en þróttmiklar deildir júdómanna, borð- tennis- og badmintonmanna eru og inn- an félagsins. Aðstaða til æfinga hefur verið einstaklega slæm, því áeft var áður á sex stöðum i þrem bæjarfélögum. Samningar voru gerðir í sumar við Pál Hannesson verkfræðing, forstjóra Þóris- óss hf., um leigu á húsnæði til fimm ára. Undir haust hófust svo framkvæmdir við að innrétta bygginguna. Félagar Gerplu tóku að sér að vinna .25 stundir hver félagi við bygginguna, en reyndin var þó sú að um 40 manna hópur vann að byggingunni og þar af flestir mun lengri tima en hina umræddu 25 tíma — sumir allt að 200 tíma og fjöl- margir yfir lOOtíma. Þá hafa félagarnir sjálfir tekið virkan þátt i 16 milljón króna fjármögnun inn- réttinganna, framlög þeirra eru 5 milljónir, bankalán nema 8.5 milljónum og úr rekstri félagsins koma 2.5 milljón- ir. 1 vetur verður unnið að síðari hluta innréttinga, tveim búningsklefum til við- bótar, baðklefa ásamt 90 fermetra sal fyrir júdó, jóga og ballett, skrifstofu félagsins, setustofu, sauna og áhorfenda- svæði. Formaður Gerplu er Tómas Guð- mundsson, og stýrði hann framkvæmd- unum ásamt þeim Ingimundi Magnús- syni rekstrarfræðingi og Vilborgu Brem- nes, en þau skipuðu byggingarnefnd og eru öll í aðalstjórn Gerplu. Nýja iþróttahúsið er nú notað 95 stundir í viku hverri, en auk félagsdeilda Gerplu fá þar inni skólar i Kópavogi með fimleikakennslu sína, og fer sú Celtic heldur forustunni á Skotlandi en naumt er það! Celtic tókst ekki aó sigra Morton á heimavelli á laugardag I skozku úrvals- deildinni. Jafntcfli varö 0—0 og sagði fréttamaður skozka útvarpsins að allt sem hægt væri að segja um þann leik væru úrslitin. Svo slakur var hann. Þrátt fyrir jafnteflið heldur Celtic forustunni á betri markamun en Dundee Utd. og Hibernian. Þau tið gerðu jafntefli i inn- byrðisleik sinum i Edinborg á laugardag. Gordon Rae skoraði fyrir Hibernian í fyrri hálfleik en í þeim síðari jafnaði Graeme Pyne á 75. mín. Urslit urðu þessi: Aberdeen — Hearts 1-2 Celtic^Morton 0-0 Hibernian — Dundee U. 1—1 Partick — Motherwell 2-0 St. Mirren — Rangers 0-1 Sigur Hearts í Aberdeen var mjög óvæntur. 1 fyrri hálfleik skoraði O’Connors, sem Hearts keytpi í síðustu viku frá St. Johnstone fyrir 30 þúsund sterlingspund. Joe Harper jafnaði i s.h. úr vitaspyrnu en á 75. mín. skoraði Denis McQuade sigurmark Hearts. Hann hafði komið inn sem varamaður. Rangers vann sinn annan sigur — mikinn heppnissigur — I Paisley gegn St. Mirren. Eina mark leiksins skoraði Man. Utd. — leikmaðurinn hjá Rangers, Alex Forsyth, úr vítaspyrnu á 24. mín. Þrisvar tókst leikmönnum Rangers að bjarga á markalínu og Peter McCloy varði mark Rangers með mikl- um tilþrifum. Rangers er nú aðeins þremur stigum á eftir efstu liðunum. Staðan: Celtic DundeeUtd. Hibernian Aberdeen Partick Rangers St. Mirren Morton Hearts Motherwell starfsemi fram á tímanum frá því 8 á morgnana til 16 á daginn. Salurinn er 32.4 metrar á lengd, 19 metrar á breidd, og lofthæðin 6.60 metrar. -JBP Nemes áf ram meðVal íslandsmeistarar Vals i knattspyrnu hafa endurráðið þjálfara sinn, Gyuala Nemes, fyrir næsta sumar. Undir stjórn Nemes í sumar áttu Valsmenn fádæma velgengni að fagna, settu hvert metið á fætur öðru, töpuðu aðeins einu stigi i 1. deild — á Akureyri. Þá léku Valsmenn til úrslita í Bikarnum, en töpuðu gegn erkifjendum sinum, Skagamönnum. Meistarar Fram fóru velaf stað íslandsmeistarar Fram fóru vel af stað I 1. deild íslandsmótsins I handknattleik kvenna. Sigruðu Hauka 12—5 i Laugardalshöll á laugardag. Sigur Fram var ör- uggur, næsta fyrirhafharlitill. : Staðan í leikhléi var 7—2 Fram í vil. Sigrún Blomsterberg skoraði flest mörk Fram, 4, Oddný Sig- steinsdóttir 3, Jóhanna Halldórs- i dóttir 2 og þær Erla Sverrisdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir og Guðrún Svcrrisdóttir skoruðu 1 mark hver. Sjöfn Hauksdóttir, Guðrún Gunn- arsdóttir, Björg Jónatansdóttir og Margrét Theódórsdóttir skoruðu eitt mark hver fyrir Hauka. FH sigraði Breiðablik Keppnin i 1. deild kvenna á Íslandsmótinu i handknattleik hófst i Hafnarflrði á laugardag. Þá léku FH og Breiðablik. Leiknum lauk með öruggum sigri FH- stúlknanna, sem skoruðu 14 mörk gegn 10 mörkum Breiðabliks. Ekki var þetta skemmtilegur leik- ur. Til þess voru yflrburðir FH of miklir og greinilegt að stúlkurnar i Breiðabliki verða að taka sig mikið á ef þær ætla að halda sæti sinu i deildinni. Kristjana Aradóttir, FH, skoraði fyrsta markið í íslands- mótinu í kvennaflokki að þessu sinni. Huldu Halldórsdóttur tókst að jafna í 1—1 fyrir Breiðablik. Síðan fylgdu fjögur mörk FH- stúlknanna og þar með var greini- legt að sigurinn yrði þeirra, 5—1. Hulda stakk aftur inn marki fyrir Breiðablik — en næstu tvö mörk voru FH, 7—2. En stúlkurnar úr Kópavogi gáfust ekki upp og tókst verulega að minnka muninn, eða i 7—5. Þriggja marka munur var í hálfleik, 9—6, fyrir FH. Ekkert mark var skorað fyrstu sjö minúturnar í síðari hálfleik. Boltinn gekk á milli og raunveru- lega ekkert gerðist. Svo fékk Breiðablik víti, sem Sigurborg Daðadóttir skoraði úr, 9—7. Fljótt iá eftir tókst Hildi Harðardóttur að skora fyrsta mark FH í hálfleikn- um, 10—7. Tveggja til þriggja marka munur hélzt en minútu fyrir leikslok minnkaði Hulda muninn í 10—8. Fimmta mark hennar í leiknum en jafnframt síðasta mark Breiðabliks. FH skoraði tvívegis á lokasekúndun- um. Úrslit 14—10. Mörk FH skoruðu Kristjana 6, Svanhvit Magnúsdóttir 3, Katrín Danivalsdóttir 2, Hildur Harðar- dóttir 2 og Jóna 1. Mörk Breiða- bliks skoruðu Hulda Halldórsdótt- ir 5, Sigurborg Daðadóttir 2/1, Rósa Valdimarsdóttir 2 og Ásta Reynisdóttir 1. . HJ húsiö

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.