Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 40
/■ Ástarkúlan á Húsgagnasýningunni: _ Hefur Spies áhuga á aö kaupa siík rúm? Rúmiö góda, framhald á þróunarbrautinni frá dívónum og ottómönum. Ástarkúlan er rúmið kallaö og nú er spurningin hvort erlendir jöfr- ar vilja eignast slíka. - DB-mvnd R. I h. Sig. frjálst, óháð daghlað MÁNUDAGUR 23. OKT. 1978. Samfylgdin afþökkuð — og þvíþreif kauði pelsinn Ung kona hafði samband við DB í morgun vegna rauna sinna. Nú um helgina fór hún á skemmtistað og ungur maður fylgdi henni heim á leið. Þegar konan vildi ekki lengri samfylgd mannsins þreif hann pels af öxlum hennar og hvarf út í náttmyrkrið. Pels- inn er hvítur með brúnum yrjum, hálf- siður. Konan biður nú manninn að koma pelsinum til skila að Snorra- braut 35 eða hringja í sínia 21936. Hafi einhver fundið pelsinn er hann vinsamlega beðinn að hafa samband viðkonuna svo pelsinn megi skýla henni i komandi vetrarfrostum. - JH „Simon Spies er einmitt maðurinn sem sæi strax gildi þessa stórkostlega rúms. Hann hefur aldrei verið feiminn við að búa vel,” sagði einn sýningar- gesta hjá Ingvari og Gylfa, þegar hann frétti, að nú stæði til að senda hinum danska ferðaskrifstofukóngi ná- kvæmar upplýsingar með myndum af rúminugóða. Frekar er því miður ekki hægt að segja öllu nánar frá hugsanlegri sölu á a.m.k. 10 rúmum til útlanda, enda er athugun á málinu á frumstigi. Það eru ekki mörg ár frá því að bólstraður dívan var hámark hamingj- unnar I rekkjumálum þessa lands. Tvi- breiður ottóman var bara fyrir auðkýf- inga. Síðar varð tvíbreiður ottóman á heimilum múgamanna. Hjónarúm var þá fjarlægur draumur hjá hugdjörfum efnamönn- um. Nú ganga þau kaupum og sölum, ýmist ný eða notuð, og þá lítið notuð eða mikið eftir því, sem lesa má I smá- auglýsingum Dagblaðsins. Innan skamms tima kynni að berast hingað pöntun á 10 fimm miljón króna rúmum, eins og þeim, sem DB hefur sagt frá og mikla athyglj hafa vakið. „Þegar menn láta 20 milljónir I bíl- um standa fyrir utan hjá sér nótt og dag, er þetta með þokkalegt rúm aðeins spurning um að þora,” sagði annar gestur á sýningunni þar sem rúmið góða biður þess eins að einhver þori. Kannski verður það erlendur ferðaskrifstofumaður sem ríður á vað- ið. - BS Keypti milljónarúmið góðglaður — en varð að rifta samningum að kröfu konu sinnar Fimm milljón króna rúmið sem er aðalnúmer húsgagnasýningarinnar sem nú stendur í ÁG-húsinu á Ártúns- höfða seldist á föstudagskvöldið, rétt eftir að sýningin haföi verið opnuð. Það var kaupmaður í Reykjavík sem gerði út um kaupin með undirskrift samnings og innborgun á 5,5 milljón henm sængina brást hún illa við og kr. verð rúmsins. . vildi með engu móti eiga aðild að kaupum rúms fyrir 5,5 milljónir En Adam var ekki lengi i Paradís. króna. Voru nú góð ráð dýr, en selj- Kaupmaðurinn hafði veriðeinn um að endur rúmsins reyndust sanngjarnir gera kaupin og verið í góðu skapi. Er og skilja þá afstöðu sem kaupandinn hann sagði konu sinni frá og sýndi var kominn I. Gengu því kaupin til baka og rúmið fína er óselt. Það vekur hins vegar mikla athygli og marga mun langa að eiga það. Aðsókn að sýningunni var mjög góð, bæði á laugardag og sunnudag. Við hliðina á lögreglustöðinni: Jafnvel þar er síminn eyðilagður Það er landlæg plága hérlendis að al- menningssímar fá ekki að vera í friði. Blaðamaður DB var staddur niðri í mið- bæ Rcykjavíkur í gærdag og þurfti nauð- synlega að hringja. Þar sem verzlanir eru ekki opnar á sunnudögum reyndi blm. að hringj-t í símaklefanum við hliðina á miðborgarstöð lögreglunnar. Helzt mátti búast við þvi að hann væri í lagi vegna nálægðarinnar við lögreglu- stöðina. En svo reyndist ekki vera. Á símanum var ekkert símtól. Lögreglumenn á miðborgarstöð sögðu að siminn hefði verið skemmdur i fyrri- nótt. Það væri auðvelt að vinna þessi skemmdarverk í myrkri án þess að lög- reglumenn sæju það. Hins vegar sögðu þeir, að yfirleitt væri siminn ekki skemmdur, nema þegar peningaboxið væri fullt. Þá væri ekki hægt að hringja í simanum og þvi skeyttu menn skapi sínu á simtækinu. Ef losað væri fljótt og reglulega úr símunum, töldu lögreglumennirnir minni hættu á því að þessi nauðsynlegu tæki væru skemmd. - JH n Svona leit síminn út — öryRgistækiö skemmt. Á lögreglustöðinni var okkur tjáö aö nokkur mis- brestur væri á því af hálfu simaris aö tæma peninga- baukinn. DB-mynd Bjarnleifur 6 MÁNAÐA FANGELSI0G HÁLFRAR MILUÓN KR. SEKT FYRIRINN- FLUTNING Á HASSIOG AMFETAMÍNI Nýlega var kveðinn upp í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum sex mánaða fangelsisdómur yfir liðlega þrítugum Selfyssingi, sem sekur var fundinn um innflutning og dreifingu á hassi og amfetamíni. Hlaut hann auk þess fimm hundruð þúsund króna sekt. Hann hefur áfrýjað dómnum. Maður þessi var skipverji á Eimskipafélagsskipi, sem sigldi m.a. til Rotterdam i Hollandi. Þar tók hann að sér að flytja i tveimur ferðum alls um 5 kg af hassi og 60—70 grömm af amfetamíndufti fyrir tvo Reykvíkinga. Þeir tóku við efnunum hér heima og önnuðust dreifingu þeirra en Selfyssingurinn fékk greitt i formi efnanna, 15—20% af heildar- magninu. Megninu af því dreifði hann sjálfur og seldi. Þessar ferðir voru farnar í desember 1976 og marz 1977. Þetta var í fyrsta sinn, sem maður þessi gerðist brotlegur við fíkniefna- löggjöfina, en eigendur efnanna hafa oftlega áður komið við sögu. Þeir afplána nú báðir fangelsidóma fyrir fíkniefnabrot, annar 5 mánaöa fang- elsisdóm, hinn níu mánaða dóm. Þeir hafa þó ekki enn hlotið dóm fyrir aðild sína að þessu tiltekna máli. Dóminn kvað upp Benedikt Þórðar- son, fulltrúi sakadóms i ávana- og fíkniefnamálum. Loðnan: MOKVEIÐI OG RISAKÖST Mokveiði hefur verið hjá loðnubátun- um frá því á miðnætti aðfaranótt laugar- dagsins og til kl. 8 i morgun. Hafði loðnunefnd fengið tilkynningar um afla hjá 36 skipum, samtals tæp 20 þúsund tonn og var enn veiðiveður á svæðinu út af Horni i morgun. Bátarnir landa víða um land. Á föstudagskvöldið fékk Vikingur frá Akranesi afburðakast, líklega um 1200 tonn I einu. 1 næsta kasti á undan hafði hann fengið liðlega 100 tonn svo hann gat nýtt allt stóra kastið. Er þetta með alstærstu köstum sem gerist og farmur skipsins var með stærri förmum, sem borizt hafa í sumar. Víkingur var áðursíðutogari. - G.S. Vestmannaeyjar: Fimm bátar slitnuðu f rá — Allir björguöust án skemmda Fimm bátar í tveimur kippum slitn- uðu upp í Vestmannaeyjahöfn síðla nætur aðfaranótt sunnudags. Fyrir ár- vekni lögreglu, vaktmanns á togara og áhafna tókst að bjarga bátunum áður en til tjóns á þeim kom. Allmikinn óróa gerði í höfninni þessa nótt og virtist sog í höfninni bátunum einna hættulegast. Hafði verið vel fylgzt með bátunum um nóttina. Vaktmaður um borð í togara gerði svo viðvart er þrír sambundnir bátar slitnuðu frá hafnargarði. Einn þeirra var aðkomubátur og sváfu skipverjar um borð. Tókst að ná til þeirra og gátu þeir keyrt kippuna að bryggju aftur. Litlu síðar slitnuðu tveir sambundnir bátar upp. Aftur var annar aðkomu- bátur og voru skipverjar um borð. Tókst þeim að komast að aftur á sama hátt og „þríburunum” áður. Allt varð þetta án tjónsábátunum. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.