Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 32
32
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978.
Veðrið
Suðvostan eða vestan átt með
skúmrn eða óljum 6 vestanverðu
landinu, en bjart voöur að mestu
austantil.
Hhi kl. 6 f morgun: Reykjavik 2 stig
og skýjað, Gufuskálar 3 stig og skýj-
að, GaharvKi 3 stig og skýjað, Akur-
eyri 3 stig og skýjað, Raufarböfn 1
stig og skýjað, Dalatangi 6 stig og
lóttskýjað, Höfn, Homafirði 3 stig og
skýjað og Stórhöfði I Vestmannaeyj-
um 2 stig og ól é siðustu klukku-
stund.
Þórshöfn i Fœreyjum 8 stig og skýj-
að, Kaupmannahöfn 8 stig og skýjað,
Osló —2 stig og skýjað, London 5 stig
og lóttskýjað, Hamborg 8 stig og
skýjað, Madrid 5 stig og heiðskírt,
Ltssabon 13 stig og heiðskirt og New
York 16 stig og lóttskýjað.
Sigurður Ingimundarson er látinn.
Hann lézt 12. okt. sl. Sigurður var
fæddur I Reykjavík 10. júlí árið 1913.
Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur
Einarsson verkamaður, böndi á Stöðlum
í ölfusi, Árnessýslu, Jónssonar, og kona
hans Jóhanna Egilsdóttir, bónda i
Hörglandskoti, Síðu , V-Skaft.,
Guðmundssonar. Sigurður lauk
stúdentsprófi frá Menntaskóla Reykja-
víkur árið 1934. Eftir það hóf hann nám
I læknadeild Háskóla lslands, en hann
hætti því námi og fór til Noregs og hóf
nám i efnaverkfræði við Noregs
Tekniske Höjskole I Þrándheimi og lauk
þaðan prófi árið 1939. Sigurður átti sæti
á alþingi á árunum 1959— 1971, sem
landskjörinn þingmaður fyrir Alþýðu-
flokkinn. Lengst af átti hann sæti í
fjárhagsnefnd og iðnaðarnefnd, og vara-
forseti Sameinaðs alþingis var hann frá
1963— 1971. Sigurður var yfirkennari
Verzlunarskóla íslands á árunum
1957—1970. Hann var ráðinn forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins l. maí 1970
og gegndi því starfi til dauðadags.
Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni
Karítas Guðmundsdóttur 25. okt. I94l.
Sigurður og Karítas eignuðust fjögur
börn: Önnu Maríu, Jóhönnu alþingis-
mann, Hildigunni flugfreyju, og Gunnar
Egil kennara og háskólanema.
Sigurður verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavik í dag
mánudagkl. 1.30 e.h.
Sigurjón Júliusson lézt I4. okt. Hann
var fæddur að Holtastöðum i Engi-
hlíðarhreppi, A-Hún. Foreldrar hans
voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og
Júlíus Rósant Jósepsson. Árið I920 fór
Sigurjón til ísafjarðar. Fékk hann þar
skipstjóraréttindi til að veiða á fiskiskip-
um og stundaði hann sjómennsku frá
Ísafirði og Bolungarvik. Eftir að Sigur-'
jón fluttist til Reykjavíkur hélt hann;
áfram sjómennskunni og hlaut hann
heiðursmerki á sjómannadaginn 1966,.
en þá var hann enn starfandi á sjó, 75
ára. Eftir að Sigurjón hætti á sjónum
vann hann hjá Kassagerð Reykjavíkur,
lét hann af störfum þar árið 1975, þá 85
ára.
Jón P. Emils lögfræðingur lézt 16. okt. á
sjúkrahúsi Hvítabandsins. Hann verður
jarðsunginn í dag frá Fossvogskirkju kl.
3.
Bjarni Guðbjörnsson frá Arnarnúpi,
Dýrafirði verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 24. okt. kl.
1.30.
Jóhanna Jóhannsdóttir, Hraunhvammi
3, Hafnarfirði verður jarðsungin frá
Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði
þriðjudaginn 24. okt. kl. 2.
Sveinn Jónsson frá Landamótum, Vest-
mannaeyjum verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. okt. kl.
3.
Sölumannadeild VR.
Kvöldverðarfundur
Miðvikudaginn 25. okt. nk. kl. 19.00 verður haldinn
deildarfundur í Kristalsal Hótel Loftleiða.
Snorri Jónsson forseti ASÍ flytur framsöguræðu um
afstöðu ASt til kjaramálanna eftir setningu bráða-
birgðalaga rikisstjórnarinnar.
Magnús L. Sveinsson flytur framsöguræðu um bar-
áttu verzlunarfólks fyrir nýrri flokkskipan.
Stýrimannafélag
íslands
heldur félagsfund að Borgartúni 18 nk. þriðjudag kl.
20.30. Fundarefni: Félagsmál.
Launamálaráð BHM
boðar til almenns fundar um kjaramál nk. þriðjudag
kl. 13.30 í Súlnasal Hótel Sögu. Mætum öll.
IOGT Stúkan Framtíðin
Opinn kynningarfundur í kvöld kl. 8.30 í Templara-
höllinni. Takið gesti með ykkur. Fulltrúi Áfengis-
varnarráðs kynnir starfsemi þess opinbera og gjaldkeri
stúkunnar gengi hennar o.fl. — Kaffi.
Kristniboðsfélag karla,
Reykjavlk
Fundur verður í kristniboðshúsinu Betania Laufás-
vegi 13 i kvöld kl. 20.30. Allir karlmenn velkomnir.
Kvenfélag
Fríkirkjusafnaðarins
í Reykjavík
heldur fyrsta fund vetrarins mánudaginn 23. okt. kl.
20.30 i Iðnó uppi. Rastt verður um vetrarstarfið.
Verkakvennafélagið
Framsókn
Basar félagsins verður laugardaginn 11. nóv. Konur
eru vinsamlega beðnar að koma munum á skrif-
stofuna. Basarnefnd.
Aðalfundir
Aðalfundur
Meitilsins hf.
verður haldinn i Þorlákshöfn mánudaginn 30. október
og hefst hann kl. 2 síðdegis.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnmálafundir
Málf undafélagið Óðinn
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Valhöll, Háa-
leitisbraut 1, fimmtudaginn 26. október 1978 kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning stjórnar og
endurskoðenda. Lagabreytingar ef fram koma.
2. Geir Hallgrimsson, formaður sjálfstæðisflokksins,
flytur ræðu. Þrjú önnur mál.
Sjálfstœðiskvenfélag
Árnessýslu
Aðalfundur félagsins verður haldinn 25. október kl.
21 i Sjálfstæðishúsinu, Tryggvagötu 8, Selfossi.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félag sjálfstœðismanna
I Hlíða- og Holtahverfi.
Aðalfundur félagsins veröur haldinn mánudaginn 23.
okt. í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst kl.
20.30. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Ræða:
Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjálfstœðikskvenna-
félagið Vorboði
Hafnarfirði
heldur aðalfund mánudaginn 23. október kl. 8.30 i
Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: 1. Venjuleg aðal-
fundarstörf. 2. Matthias Á. Mathiesen fyrrverandi
ráðherra fiytur ræðu og svarar fyrirspurnum. 3. Kaffi-
veitingar. Vorboðakonur mætið vel og stundvislega.
Framsóknarmenn
Akranesi
Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness verður
haldinn mánudaginn 23. okt. kl. 21 í Framsóknar-
húsinu viö Sunnubraut. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf. Félagar eru hvattir til að fjölmenna.
Alþýðuflokksmenn
Kópavogi
Fundur hjá Alþýðuflokksfélagi Kópavogs I Hamra-
borg 1 mánudaginn 23. 10 kl. 20.30. Fundarefni:
Bæjarmálin.
Alþýðuflokksmenn
Akureyri
Bæjarmálafundur verður haldinn að Strandgötu 9
mánudaginn 23. október kl. 20.30.
Félag sjálf stæðismanna
í Laugarneshverfi
Aðalfundur félagsins, verður haldinn miövikudaginn
25. okt. i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst
kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ræða:
Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi.
Árnesingar —
Selfyssingar
Steingrimur Hermannsson, dómsmála- og land-
búnaðarráðherra, verður frummælandi á almennum
fundi um stjórnmálaviðhorfið, sem haldinn verður að
Eyrarvegi 15, Selfossi, þriðjudaginn 24. október kl.
21.00. Fundurinn er öUum opinn.
Alþýðuflokksmenn
Hafnarfirði
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar verður
haldinn í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði miðvikudaginn
25. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfunda
störf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing Alþýöu-
flokksins. 3. önnur mál.
Alþýðubandalagið
Kópavogi
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður
haldinn í Þinghól, miðvikudaginn 25. okt. nk. kl.
20.30. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Hlutavetta
Þessar tvær stúlkur litu inn á ritstjórnarskrifstofu
Dagblaðsins í gær og höfðu meðferðis 7.954 kr. sem
þær báðu Dagblaðið að afhenda Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra. Höfðu þær safnað þessari
upphæð með þvi að halda hlutaveltu í Fellahelli I
Breiðholti. Þær heita Anetta Björk Scheving, 9 ára, og
Agnes Elsa Þorláksdóttir. Þrjár aðrar stúlkur stóðu
að þessari hlutaveltu með þeim. Þær heita Hrafn-
hildur Scheving, 11 ára, Gyða, 13 ára og Soffía
Valdimarsdóttir, 13 ára. DB mun koma upphæðinni
til réttra aðila.
Samb. ungra
framsóknarmanna
Hádegisfundur. Næsti hádegisfundur Samb. ungra
framsóknarmanna verður þriðjudaginn 24. okt. á
Hótel Heklu. Davið Scheving Thorsteinsson mætir á
fundinn og ræðir um hvernig efla má íslenskan
iðntrð.
Spitakvöld
Sjálfstæðisfélögin í
Breiðholtshverfum
Miðvikudaginn 25.10. verður framhald spilakeppn-
innar í félagsheimili sjálfstæðismanna að Seljabraut
54, húsi Kjöts«& Fisks.
Góð verðlaun. Húsið opnað kl. 20.
Sjálfstæðisfólk, fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Sýning
Sigurðar Eyþórssonar
Ur.i þcssar mundir stendur yfir sýning Sigurðar
Eyþórssonar í Galleri SÚM. Sigurður lauk prófi úr
MyndUsta- og handlðaskólanum árið 1971 og
stundaði framhaldsnám erlendis, m.a. I Stokkhólmi og
Austurriki. Sigurður sýnir málverk og teikningar,
samtals 28 verk, frá slðustu 4—5 árum. Sýning hans
er opin frá kl. 4—10 virka daga og 2—10 um helgar til
25. október.
Norræn glerlist
Sýning í sýningarsölum í kjallara Norræna hússins 21.
október — 12. nóvember 1978.
Holmegárd I Danmörku, Iittala og Nuutajárvi í
Finnlandi, Hadeland í Ncregi og Kosta-Boda í Svíþjóð
sýna úrval glermuna.
Sýningin er opin daglega kl. 14—19.
Frá Listasafni íslands
Að gefnu tilefni verður yfirlitssýning á verkum Snorra
Arinbjamar í Listasafni íslands framlengd um eina
viku og veröur opin sem hér segir:
Laugardag 21. og sunnudag 22. okt. frá kl. 13.30—
22.00 eftir það daglega frá kl. 13.30-16.00 til
sunnudagsins 29. október.
Athygli skal vakin á á hér gefst einstakt tækifæri til að
kynnast verkum eins ágætasta listamanns
þjóðarinnar. Skólum skal sérstaklega bent á að
nemendum stendur til boða að skoða sýninguna í
fylgd kennara utan áðumefnds sýningartima, eftir
nánara samkomulagi.
Sýning að
Kjarvalsstöðum
sýning á grafíkverkum eftir Salvador Dali að Kjarvals-
stöðum á vegum Myndkynningar og mun hún standa
til 5. nóvember. Á sýningunni eru um 100 grafík-
myndir, svo og góbelinteppi og tvær styttur eftir Dali.
Eru margar grafíkmyndirnar gerðar í kringum
klassískar bókmenntir, svo sem Tristan og ísold og
Tidægru Boccáccios, að ógleymdum Guðdómlegum
gleðileik Dantes. Eru öll verkin til sölu.
Iþféttir
„Old boys" leikfimi
er í Breiðagerðisskóla á mánud. kl. 19.00 og fimmtud.
kl. 19.15. Innritun i timunum. ,
Fimleikar í
Fellaskóla
Fimleikar fyrir drengi 10—12 ára á miðvikud. kl.
19.10 og laugard. kl. 18.10 i iþróttahúsi Fellaskóla.
Innritun i timunum.
Kvennaleikfimi
Æfingar eru i Breiðagerðisskóla á mánud. kl. 19.50 og
fimmtud. kl. 20.05. Innritun i timunum.
Ársþing
Badmintonsambands
íslands
verður haldið sunnudaginn 5. nóv. nk. Þingiö verður
haldið I Snorrabæ (Austurbæjarbíó uppi) og hefst kl.
10 f.h. Á þinginu fer fram kjör stjómar sambandsins
fyrir næsta ár auk annarra aðalfundarstarfa. Þess er
vænzt að fulltrúar mæti stundvíslega.
Frjálsíþróttasamband
íslands
Ársþing Frjálsíþróttasambands íslands verður haldið i
Reykjavík 25.-r26. nóvember 1978.
Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði
fyrir á þinginu skulu tilkynnt FRÍ minnst tveim vikum
fyrir þing.
33. ársþing KSÍ
verður I Kristalssal Hótel Loftleiöa dagana 2, og 3.
(Jes. nk.
Knattspyrnudeild
Víkings
Æfingatafla innanhúss, Réttarholtsskóli:
LAUGARDAGA
4. flokkur kl. 13—14.40.
3. flokkur kl. 14.40-16.20.
SUNNUDAGA
5. flokkur A—B kl. 13-14.40
5. flokkurC kl. 14.40-16.
Mst. 1. flokkur kl. 16.—17.25
2. flokkurkl. 17.25-18.50
Anton Schneider verkstjóri, Gnoðarvogi
26 Rvlk, er áttatiu ára i dag, 23. okt.
Vikan, 42. TBL:
I þessu blaði birtist fyreta greinin af þremur þar sem.
fylgzt er með verðandi móður um meðgöngutímann,
en í þriðju greininni lýsir Ragnheiður Kristjánsdóttir
fæöingu barns síns.með eigin orðum.
25 árum og 120 dögum siöar nefnist greinarkorn um
þau hjónin Helenu og Finn Eydal. Og það er ekki það
eina sem músikunnendur fá I sinn hlut, þvi
opnuplakatið er af Þokkabót, og I poppfræðiritinu er
fjallað um Mike Oldfield.
Þá er rifjuð upp saga „síðasta” geirfuglsins, birt er
greinarkorn um fljúgandi furðuhluti og Jónas
Kristjánsson lýsir heimsókn á veitingastaðinn
Ambassade d’Auvergne í París.
í þættinum Vikan á neytendamarkaði er litið á það
nýjasta sem húsgagnaframleiðendur hafa upp á að
bjóða, og þátturinn Mest rm fólk stingur niður fæti I
Stykkishólmi.
Nýlega voru gefin saman í hjónaband i
Dómkirkjunni af séra Hjalta
Guðmundssyni ungfrú Sólveg Jónína
Karlsdóttir og Magnús Þórður
Guðmundsson. Heimili þeirra er að
ölduslóð 40, Hafnarfirði.
Stúdíó Guðmundar Einholti 2.
Nýlega voru gefin saman í hjónaband I
Dómkirkjunni Anna Snæbjörnsdóttir og
Ragnar Lúðvík Þorgrimsson. Heimili
þeirra er að Mánagötu 24. Stúdíó
Guðmundar, Einholti 2.
Nýlega voru gefin saman í hjónaband af
séra Karli Sigurbjörnssyni í Hallgrims-
kirkju Nína S. Mathiesen og Magnús
T.H. Guðmundsson. Stúdíó
Guðmundar, Einholti 2.
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
NR. 189 - 19. október 1978. gjaldeyrir
Eining KL12.000 Kaup Sala Kaup Sala !
1 Bandarfkjadollar 307,50 308,30 338,25 339,13
1 Storlingspund 613,05 614,65* 674,36 676,12*
1 Kanadadollar 260,15 260,85* 286,17 286,94*
100 Danskar 5999,70 6015,30* 8599,67 6616,83*
100 Norskar krónur 6219,00 6235,20* 6840,90 6858,72*
100 Sœnskar krónur 7148,30 7166,80* 7863,13 7883,59*
100 Finnsk mörk 7828,40 7848,80* 8611,24 8633,68*
100 Franskir frankar 7277,70 7296,60* 8005,47 8026,26*
100 Belg.frankar 1058,10 1060,90* 1163,91 1166,99*
100 Svissn. frankar 20287,00 20339,80* 22315,70 22373,78*
100 Gyllini 15287,10 15326,90* 16815,81 16760,59*
100 V.-Þýzk mörk 16704,20 16747,70 18374,62 18422,47*
100 Lirur 37,81 37,91 41,59 41,70
100 Austurr. Sch. 2279,50 2285,40* 2507,45 2513,94*
100 Escudos 685,20 687,00* 753,72 755,70*
100 Pesetar . 440,50 441,70* 484,55 485,87*
100 Yen 167.73 168,17* 184.50 184,99*
BraytingfrSsMlustusktiningu, Slm»»aii vegna ganglsskiininga 22180.