Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978. Útgefandi. Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritatjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jó- hannos Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Aöstoöarfréttastjórar Atii Steinarsson og Ómar Valdi- marsson. Monningarmál: Aöalsteinn Ingótfsson. Handrit: Ásgrimur Pélsson. Blaöamenn. Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Alberts dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ari Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhoiti 11. AÖalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. á mánuöi inqanlands. í lausasölu 120 kr. ointakiö. Sotning og umbrot Dagblaöiö hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Slðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Bar rangt fyrir dómi Verðlagsstjóri hefur staðfest með greinargerð, að Björgvin Guðmundsson, formaður verðlagsnefndar, fór með rangt mál fyrir dómi, þegar hann hélt því fram, að verðlagsstjóri hefði lagt fram saman- dregnar niðurstöður um afkomu dagblað- anna fyrir verðlagsnefnd. „Ég lagði þessa beiðni fyrir nefndina án þess að gera grein fyrir afkomu blaðanna eða gera tillögu um af- greiðslu beiðninnar,” segir í greinargerð verðlagsstjóra. Þar með virðist orðinn marklaus málarekstur verðlags- nefndar á hendur dagblöðunum, sem ekki fylgdu niður- skurði hennar. Það er ekki aðeins ljóst, að verðlagsnefnd fór ekki að lögum um starfshætti nefndarinnar, þegar hún tók ákvörðun sína. Björgvin Guðmundsson hefur einnig viðurkennt fyrir dómi, að hann starfi í nefndinni sem umboðsmaður viðskiptaráðherra, bæði í þessu máli sem öðrum. Niðurskurðurinn á verði dagblaðanna var því óvefengjanlega geðþóttaákvörðun þess ráðherra, sem mest hefur hampað ást sinni á dagblöðunum. Hræsni hans endurspeglast í ummælum umboðsmannsins, sem sagðist fyrir dómi hafa óttazt, að of hátt verð dagblaða kæmi niður á sölu þeirra! Dagblaðið hefur haldið því fram, að stjórnarskrárbrot ráðherrans stafi af þeirri austantjaldsstefnu hans, að dag- blöð skuli ekki greidd af viðskiptavinum þeirra heldur af ríkinu. Hann ráðgerir nefnilega að stórauka ríkisstyrki til flokksblaða. Þannig hyggst hann bæta þeim upp tekju- missinn. Þegar ráðherra sker með annarri hendi niður verð á dagblaði utan flokka og styrkir með hinni dagblöð stjórn- málaflokkanna, er hann að berjast gegn skoðanafrelsi.' Allir eru þeir eins Jafnan er athyglisvert að sjá nýjar sannanir hins gamla spakmælis, að því meira sem hlutirnir breytast, þeim mun meira eru þeir eins. Við höfum nýlegt dæmi um, að ráðherrar eru alltaf eins, þótt þeir séu að koma og fara. Eitt fyrsta verk hins nýja orkuráðherra var að reyna að tefja virkjun Hrauneyjafoss og koma inn á milli virkjun Bessastaðaár á Austurlandi. Stendur hann nú í töluverðu þjarki við Landsvirkjun um að fá þessu hug- sjónamáli framgengt. Allir ráðherrar eiga sínar Borgarfjarðarbrýr, mismun- andi vafasamar. Orkuver við Bessastaðaá getur meira að segja verið tiltölulega hagkvæmt. En kjarni málsins er samt sá, að orkuráðherrann heitir Hjörleifur Guttorms- son og er þingmaður Austurlands. Einkafrumvarpið fuilprentað Tómas Árnason tekur ekkert mark á samstarfsflokk- um Framsóknarflokksins í ríkisstjórn. Hann hyggst nú leggja fram einkafjárlög, þrátt fyrir endurteknar viðvar- anir samstarfsflokkanna og skipun sérstakrar fjárlaga- nefndar honum til höfuðs. Tómas var tilbúinn með frumvarp sitt til prentunar heilli viku fyrir setningu alþingis 10. október. Þegar Dag- blaðið skýrði frá stöðunni, varð mikill hvellur meðal þingmanna stjórnarinnar. Marséruðu þeir undir forustu Lúðvíks Jósepssonar á fund þriggja ráðherra og mót- mæltu harðlega. Nú hefur Tómas bætt um betur. Hann er búinn að láta prenta frumvarpið, nákvæmlega eins og það var fyrir rúmlega þremur vikum. r r. ■ mmmZ _i_ | Fl ranski kommi im sta- TIORKUr cicr inn i inn að d í cIcpI cí Ira na ga — mun einbeita sér að lausn innanflokksvandamála um sinn Svo virðist nú sem franski kommún- istaflokkurinn muni draga sig út úr samstarfi við aðra vinstri flokka þar í landi. Þannig má i það minnsta meta sum viðbrögð leiðtoga flokksins gagn- vart þeirri vaxandi gagnrýni á flokks- starfið, sem komið hefur frá ýmsum skoðanahópum innan flokksins á siðustu mánuðum. Gagnrýni og deilur henni samfara stafa af vonbrigðum vegna ósigurs vinstri flokkanna 1 kosningunum i marz síðastliðnum. Margir kommún- istar og einnig sumir í hópi samstarfs- flokksins þá, sósíalista, telja að kosn- ingarnar hafi þá tapazt á óljósri og reikulli stefnu flokkanna og lélegum leiðtogum. Kunnugir segja að ljóst sé að deilur innan franska kommúnistaflokksins standi enn yfir þó þær komi lítt upp á yfirborðið vegna hlýðni við flokksag- ann og þeirrar venju kommúnista að leysa deilumál sin fyrir luktum dyrum ef kostur er. Svipur þessara deilna gæti orðið annar þegar þing kommúnista- flokksins verður haldið um næstu ára- mót og litlu verður spáð um hvernig þeim lyktar. Aftur á móti virðast þær munu valda því, að kommúnista- flokkurinn muni einangrast mun meira en verið hefur á undanförnum árum. Aðalkraftinum verði varið til að leysa ýmis innanflokksvandamál. Þessi þróun mála mundi verða áfall fyrir framgang þeirrar stefnu, sem Því hefur oft verið haldið fram, að innanflokksstarf Sjálfstæðisflokksins væri þróttmest í röðum ungra sjálf- stæðismanna. Fram til þessa dags má segja, að þetta hafi og verið viður- kennt af flestum flokksmönnum. Sá fjöldi, sem er innan raða ungra sjálf- stæðismanna er og langmestur saman- borið við aðra flokka. Það kemur þó berlega i ljós nú, eftir tvöfalt tap flokksins í síðustu kosning- um, hvort sem þar tapaðist raunveru- legt fylgi fastra stuðningsmanna eða svokallað lausafylgi, að áhugi þeirra sem teljast raunverulegir fylgismenn Sjálfstæðisflokksins hefur vaknað á ný með alveg sérstökum hætti, hjá öðru sjálfstæðisfólki, sem ekki er innan raða hinna yngri. V Að bogna en brotna ekki Til marks um þennan endurvakta áhuga flokksmanna og stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins eru þau af- skipti, sem sjálfstæðisfólk vill nú hafa um það, hverjir eru kosnir til trún- aðarstarfa innan flokksins og foryst- unnar sjálfrar. Þetta má merkja svoað segja hvarvetna á landinu, en kemur ef til vill bezt í ljós hér á þéttbýlissvasð- unum sunnanlands. í Reykjavík, sem er fjölmennasta flokkssvæðið, eru hverfafélög sem hafa nú flestöll lokið aðalfundum og kemur þar berlega i Ijós, að fiokksfólk- ið vill, í mun ríkari mæli en áður var, hafa áhrif á það, hverjir fara þar með stjóm. Þetta er merki þess, að fiokks- fólkið hefur tekið við sér og hefur vilja til þess að ná því merki, sem féll í hendur einræðis- og sundrungarafi- anna í síðustu kosningum. Það er vel skiljanlegt, að fólki með fastmótaðar stjórnmálaskoðanir sé ekki alveg sama, hvaða mönnum og konum það felur það verkefni að ná hinu fallna merki einstaklingsfrelsis og frjálshyggju. Og Sjálfstæðisfiokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu, sem gæti orðið, ef skynsamlega er á málum haldið, sú minnisstæðasta í sögu islenzkra stjórn- mála. Stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins og aðstaða er nú með þeim merkilega hætti, að fiokkurinn á eins konar skoðanabræður innan tveggja af þremur ríkisstjórnarfiokkunum á Alþingi. Það þarf því engum að koma það spánskt fyrir, þótt Sjálfstæðisfiokkur- inn hafi ekki fariö af stað I byrjun þings með hástemmdar yfirlýsingar Kjallarinn Geir R. Andersen um harða og óbilgjama andstöðupóli- tík, vegna þeirrar einföldu stað- reyndar, að innan ríkisstjórnarinnar er slíkur klofningur i flestum málum, aðallega við Alþýðubandalagið, að ékki mun fullvitað, hvernig þessir fiokkar sem heild ætla að ýta úr vör sem samskipa áhöfn, sem væri hægt að nefna rikisstjórn. Þeir sem áður töldu sjálfsagt að byrja þingtimann með áhlaupi Sjálf- stæðisflokksins á stefnuskrá hinnar svokölluðu ríkisstjórnar, sem nú situr, hafa nú séð, að fias í þeim efnum hefði ekki verið til fagnaðar. Það á eftir að koma í ljós, og það áður en langt liður, aö stjórnarandstaðan á Alþingi er enn ekki fullmótuð og Sjálfstæðisfiokkur- inn á eftir að fá þar margan liösmann- inn, bæði frá Framsóknarflokki og Al- þýðuflokki. Óhjákvæmilegt er þó fyrir stjórnar- andstöðu Sjálfstæðisflokksins að kanna fljótlega og kynna fiokksmönn- um sínum hvað úr hverju hvaða mál það eru, sem verða látin vera próf- steinn á það fylgi, sem Sjálfstæðis- fiokkurinn á i raun hjá stjórnarflokk- unum. Flokksmenn Sjálfstæðisflokksins munu ekki ærast, þótt stjómarandstaða hans bogni, en endurvakinn áhugi þeirra á fiokksstarfinu og þvi mark- miði að ætla Sjálfstæðisflokknum forystuhlutverk í stjóm landsins mun koma í veg fyrir, að stjórnarandstöðu flokksins nú leyfist að brotna. Skipulagning gegn efnahags- legu öryggi Hinar takmörkuðu peningatekjur okkar' Islendinga, hvers og eins og sem þjóðar, færa okkur heim sanninn um það, að hin tiltölulega fátækt okkar í samfélagi þjóðanna setur þvi skorður, hvaða óskir við getum fengið uppfylltar. Því er það, að margir hata peninga, sem tákn slíks ófrelsis. Á þessa staðreynd spila kommúnistar um allan heim, þar með talið Alþýðu- bandalagið hér á landi. 1 raun eru peningar þó eitt merkileg- asta tækið, sem menn hafa fundið upp, til þess að skapa aukið frelsi, þvi peningar í nútíma þjóðfélagi veita jafnvel fátæklingum furðu mikið val- frelsi, og meira valfrelsi en hinir „ríku” nutu fyrir fáum mannsöldrum. 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.