Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978. 5 HEIMILISLÆKNIR SVARAR Ófrjósemisaögerð er óafturkræf 7235-0421 hríngdi: Hvaöa áhrif hefur ófrjósemisaðgerð á ungar konur innan við þrítugt? Breytist holdafar kvenna? Hefur slík aðgerð áhrif á kynlífið? Hvað getur annað gerzt við slíka aðgerð. Er möguleiki á því að „setja konur í samband” aftur eftir slíka aðgerð. SVAR: Þessu var reyndar svarað hér nýlega, en rifja má upp helztu atriðin. Ófrjósemisaðgerð er óafturkræf. Eggjaleiöarar eru teknir í sundur en öll starfsemi legs, eggjastokka og reyndar annarra líkamshluta verður óbreytt. Því er ekki um að ræða áhrif á holda- far né kynlíf. Frásagnir um óæskileg áhrif þessara aðgerða má yfirleitt skýra annaðhvort þannig að aðgerðarþolinn hafi ekki verið nógu vel fræddur um fram- kvæmd og aukaverkanir eða að hún/hann hafi þrátt fyrir allt ekki verið nógu viss um hug sinn. Taki fólk ákvörðun sem þessa án þess að gaumgæfa málið vel og lengi og án þess að verða sér úti um góða fræöslu um eðli aðgerðarinnar, er hætta á ýmsum geðrænum einkennum siðar meir, t.d. sektarkennd, dapurleika, en hvort tveggja getur leitt til ofáts og kynlífsvandamála, t.d. kyndeyfðar. Skrifið: HeimilislæKnir svarar Dagblaðið Sfðumúla 12 Reykjavík eða hringið: Raddir lesenda Sími 27022 Kl. 13-15 virka daga. Að lokum skal hér enn bent á að aðgerð sem þessi er einfaldari, óþægindaminni, ódýrari og jafn auka- verkanalaus sé hún framkvæmd á körlum. HVERS BER AÐ GÆTA EFTIR TÖKU GALLSTEINA? Dagbjört Flórentsdóttir, Fifuseli 26, hríngdi: Gallsteinar hafa verið teknir úr mér. Því leikur mér forvitni á að vita hvaða fæðutegundir ég á að forðast. Ég veit að ég á að forðast fitu. Þá hefur mér verið ráðlagt að borða trefjaríka fæðu. Hvað er trefjarik fæða? Einnig hef ég heyrt að t.d. rabarbari og aspas séu steina- myndandi. Er það rétt? Ber að forðast þessar fæðutegundir? Stundum hefur fólki verið ráðlagt að drekka meira af hitaveituvatni en gert er. I þvi mun vera kisill. Er heppilegt fyrir mig að drekka hita- veituvatn? Að lokum ein spurning: Getur gallblaðra myndazt á nýjan leik? svar: Þú skalt reyna að forðast fitu- og sykurríkan mat, en einnig þarftu að reyna að halda þyngdinni í skefjum, þ.e. hitaeiningarnarskipta einnig máli. Trefjarík fæða inniheldur ómeltanlegar trefjar úr jurtaríkinu. Þar er um að ræða t.d. brauð úr grófmöluðu korni, hveitiklið, krúska, gulrætur, gulrófur, kál og hreðkur, einnig ýmiss konar morgunverðar- korn. Rabarbari hefur verið orðaður við myndun nýrnasteina en ekki hef ég heyrt getið um gallsteina í því sambandi. Aspas hef ég ekki heyrt getið þegar rætt er um steina- myndun. Sama er að segja um kísil. Heyrzt hefur að hann veiti einhverja vörn gegn hjartasjúkdómum. Það er þó með öllu ósannað enn, svo fyrir alla muni farðu ekki að þamba hita- veituvatn þess vegna. Gallblaðra myndast ekki aftur eftir brottnám. Að lokum má geta þess að von er á lyfjum er leysa upp gallsteina, þannig að hugsanlegt er að gallsteina og gallblöðruaðgerðir verði að rnestu eða jafnvel með öllu óþarfar i framtíðinni. Flestar vörtur hverfa sjálfkrafa OUT spyr: Hvað er helzt til ráða gegn vörtum, sem marga plaga? SVAR: Vörtur orsakast af veirusýkingu, koma fram l—6 mánuðum eftir smitun, en að öðru leyti er litið vitað um hegðun veirunnar. 2/3 hlutar vartna hverfa sjálfkrafa innan 2 ára. Því er meginatriði að meðhöndla ekki vörtur, nema þær valdi verulegum óþægindum þar eð stundum veldur meðferð eða afleiðingar hennar meiri óþbsgindum og/eða lýtum en vartan sjálf gerði. Óþægindum af vörtu má venjulega halda verulega í skefjum með því að sverfa eða skafa ofan af henni yzta lagið með þjöl eða rakvélarblaði. Sverfa skal unz sárindi finnast,en það þýðir að komið sé inn úr hornlaginu. Síðan má reyna að bera á vörtuna ýmiss konar vörtueitur, en þeim er þó sameiginlegt að vera breði lítil- og seinvirk. Mun vænlegra til árangurs er frysting eða rafmagnsbrennsla, hvort tveggja framkvæmt af læknum nánast óþægindalaust. En ég legg aftur áherzlu á íhaldssemi, einkum þó við meðferð vartna á viðkvæmum stöðum, t.d. við neglur eða á iljum. Loks ber að taka fram, að grunsemdir um smitsemi vartna réttlæta ekki að börnum með ilvörtur sé meinuð sund- og/eða leikfimiiðkun i skólum. Fæstí apótekinu og snyrtivörubúðinni FARMASÍA SÍMI25933 V Húsgagnavika 20-29 október GLÆSILEG SÝNING ÍÁG HÚSINU, ÁRTÚNSHÖFÐA Skoóiö nýjungar innlendra, frcimleiðenda: hítsgögn, áklceöi og innréttingar. Opíö virka daga kl. 17 — 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22 argus

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.