Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 22
26
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978.
r Veðrið 'N
Vestanátt um land alh. Viða 6—8
vindstíg í dag en mun hægari í nótt.
Él á stöku stafl vestanlands og 6
annesjum fyrir norflan. En bjart veflur
að mestu annars staðar.
Hitastig kl. 6 I morgun. Reykjavík 4
stig og lóttskýjafl, Gufuskálar 4 stig
og skýjað, Goharvrti 3 stig og él á
siflustu klukkustund. Akureyri 6 stig
og lóttskýjafl, Raufarhöfn 1 stig og
lóttskýjafl, Dalatangi 5 stig og skýjafl,
Höfn 7 stig og lóttskýjafl, Vest-
mannaoyjar 6 stig og lóttskýjafl.
Þórshöfn I Færeyjum 10 stig og
rigning, Kaupmannahöfn 3 stig og
skýjafl, Osló 4 stig og skýjafl, Londonp
13 stig og alskýjafl, Hamborg 3 stig
og skýjafl, Madrid 5 stig og heiflríkt,
Lissabon 13 stig og heiflrikL ,
Siguröur Árnason frá Stóra Hrauni, sem
fæddur var 15. júni 1904, lézt 19.,
október sl. Foreldrar hans voru sr. Árni
Þórarinsson og Elisabet Sigurðardóttir.
Lcngst af starfaði Sigurður hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Sogs-
virkjun og Landsvirkjun. Eftirlifandi
kona Sigurðar er Sigrún Pétursdóttir.
Þau eignuðust fjögur börn en tvö létust
í fæðingu. Dætur þeirra eru Anna María
Elísabet og Jódís. Áður missti Sigurður
heitkonu sina, Kristinu Markúsdóttur,
en átti með henni dóttur, Huldu.
Sara Hermannsdóttir, sem fæddist 4.
apríl 1899, lézt 18. okóber sl. Hún
fæddist á Ketilseyri við Dýrafjörð og
voru foreldrar hennar Jóna Hafliða-
dóttir og Hermann Kristjánsson. Sara
giftist Þorsteini Halldórssyni prentara
sem nú er látinn. Þau eignuðust dóttur,
Erlu Hermínu og tóku sér kjördóttur,
Margréti.
Jófriður Jóhannesdóttir, er fæddist 6.
nóvember 1907, lézt hinn 18. október sl.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóns-
son og Margrét Guðmundsdóttir.
Jófríður trúlofaðist Gísla Jónssyni frá
Akranesi 1930 og hófu þau búskap að
Tungu i Hörðudal. Unnusta sinn missti
hún eftir stutta sambúð. Hún annaðist
uppeldi sonar bróðurdóttur sinnar.
Stefán Björnsson, Ljósheimum 12, fv.
starfsmaður Innflutningsskrifstofunnar
andaðist í Landspítalanum 25. október.
Afmæli
Hallgrímur Ólafsson og Helga Halldórs-
dóttir frá Dagverðará taka á móti gest-
um i tilefni 90 ára og 75 ára afmælis
þeirra I félagsheimili Kópavogs í dag,
föstudaginn 27. okt. kl. 8.
Kaffisamsæti
Rangæingafélagsins
Starfsemi Rangæingafélagsins i Reykjavik hefst að
venju með samkomu fyrir eldra fólkið í Bústaðakirkju
sunnudaginn 29. október næstkomandi og byrjar hún
með messu kl. 14. Séra Ólafur Skúlason predikar. Að
messu lokinni verður eldra fólkinu boðið til
kaffisamsætis í safnaðarheimilinu, en yngra fólk af
rangæskum ættum er jafnframt hvatt til að koma og
kaupa sér kaffi til styrktar starfsemi félagsins.
Kvennadeildin dér um kaffivcitingarnar undir forustu
Sigriðar Ingimundardóttur.
Bridgedeild félagsins hóf vetrarstarfið með
tvímenningskeppni og verður næsta umferð spiluð i
Domus Medica miðvikudagskvöldið 25. október. Eftir
áramót fer fram sveitakeppni.
Föstudaginn 24. nóvember verður spilakvöld og dans-
skemmtun i Hreyfilshúsinu viðGrensásveg.
Húseigendélag
Reykjavíkur
Skrifstofa félagsins að Bergstaðastræti 11 er opin alla
virka daga kl. 16—18. Þar fá félagsmenn ókeypis leið-
beiningar um lögfræðileg atriði varðandi fasteignir.
Þar fást einnig eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og
sérprentanir af lögum og reglugerðum um fjölbýlis-
hús.
Baráttuhreyfing
1. des. stofnuð
Þann 4. október siðastliðinn var stofnuö Baráttu-
hreyfing l.des. Hlutverk hrcyfingarinnareraðberjast
fyrir verndun sjálfræðis íslenzku þjóðarinnar, gegn
þeim ógnunum sem að því steðja, erlendri stóriðju,
bandarískum her á íslandi, aðild íslands að NATOog
heimsvaldastefnu og striðsundirbúningi risaveldanna
tveggja, Ba ndaríkjanna ogS< vétrikjanna.
Hreyfingin mun m.a. standa fyrir baráttufundi á 1.
des. i tilefni 60 ára afmælis fullveldisins. Hreyfingin
mun auk J .-.. ..Liudú lyrir nokkrum liðsfundum fram
að 1. des., þar sem flutt verða fræðsluerindi, skemmti-
efni og rætt um starfið og baráttuna. Næsti liðsfundur
hreyfingarinnar verður 26. okt. nk. að Hótel Esju og
hefst kl. 20.30.
Frá skrif stofu
borgarlæknis:
Farsóttir í Reykjavik vikuna 1.-7. október 1978 sam-
kvæmt skýrslum 8(7) lækna.
Iðrakvef................................ 20(20)
Kíghósti...................................2(3) •
Hcimakoma....................................KD
Hlaupabóla . . . .
Mislingar.......
Rauðir hundar. .
Hvotsótt........
Hálsbólga.......
Kvefsótt........
Lungnakvef ... .
Inflúensa.......
Kvefiungnabólga
Virus...........
Dilaroði........
.. K2)
. . 1(1)
5(1)
.. Kl)
35(19)
90(85)
21(15)
. 13(4)
. . 1(3)
11(16)
.. 3(0)
Sýning
Sigurðar Eyþórssonar
Um þessar mundir stendur yfir sýning Sigurðar
Eyþórssonar í Gallerí SÚM. Sigurður lauk prófi úr
Myndlista- og handíðaskólanum árið 1971 og
stundaöi framhaldsnám erlcndis, m.a. i Stokkhólmi og
Austurriki. Sigurður sýnir málverk og teikningar.
samtals 28 verk, frá síðustu 4—5 árum. Sýning hans
er opin frá kl. 4—10 virka daga og 2—10 um helgar til
25. október.
Sýning að
Kjarvalsstöðum
sýning á grafíkverkum eftir Salvador Dali að Kjarvals-
stöðum á vegum Myndkynningar og mun hún standa
til 5. nóvember. Á sýningunni eru um 100 grafík-
myndir, svo og góbelinteppi og tvær styttur eftir Dali.
Eru margar grafikmyndirnar gcrðar í kringum
klassískar bókmenntir, svo sem Tristan og ísold og
Tídægru Boccaccios, að ógleymdum Guðdómlegum
gleðileik Dantes. Eru öll vcrkin til sölu.
Fuglaverndarfélag
íslands
Fyrsti fundur félagsins á þessu starfsári verður i
Norræna húsinu þriðjudaginn 31. október 1978 kl.
8.30.
Dagskrá: Formaður félagsins fiytur ávarp. Sýndar
verða úrvals náttúrulífsmyndir frá brezka fuglavernd-
arfélaginu. öllum heimill aðgangur og félagsmenn
taki meðsérgesti.
Ársþing
Badmintonsambands
íslands
verður haldið sunnudaginn 5. nóv. nk. Þingið verður
haldið i Snorrabæ (Austurbæjarbió uppi) og hefst kl.
10 f.h. Á þinginu fer fram kjör stjórnar sambandsins
fyrir najsta ár auk annarra aöalfundarstarfa. Þess er
vænzt að fulltrúar mæti stundvislega.
Knattspyrnufélagið
Víkingur,
skíðadeild. Þrekæfingar verða á þríðjudögum og
fimmtudögum kl. 8.15 undir stúlkunni við Laugar-
dalsvöllinn (Baldurshaga). Takið með ykkur útigalla.
mviwt
OKTOBER
Barna og unglingablaðið Æskan, októberblað, er
komið út, fjölbreytt að efni, 52 siður að stærð. Af efni
má nefna: Tónskáldið Verdi, Gjafimar hans Chan,
ævintýri frá Kina, Hagamúsin og húsamúsin, ævin-
týri frá Englandi. Stúlkan með slæðumar sjö, ítalskt
ævintýri, Hve mikið veistu um ungbörn, Ferðasaga
frá Akureyri eftir Þórunni Gunnsteinsdóttur, Litli
bróðir Leslies bjargaði lífi hans, Prinsinn og drekinn,
ævintýri, Hann át sig i hel, Leikkonan Elizabeth
Taylor, Miðnæturævintýri, eftir Ted Dealey, Fyrir
yngstu lesenduma, Verðlaunaferð Flugleiða og Æsk-
unnar til Parísar eftir Svein Sæmundsson, Stóri Ijóti
úlfurinn, ævintýri eftir Walt Disney, Undrabamið
Tarasik Chernieko, Óttist ekki barnasjúkdóma, Fram-
haldssagan um Tarzan, Með á nótunum, Þeim fækkar
óðum, sagt frá bóndanum Ólafi Eggertssyni, Knatt-
spyrna, Klippimyndir, Skip, eftir Guðmund
Sæmundsson, Flugþáttur þeirra Skúla og Arngríms,
Gamlar myndir, Regnhlifin er kinversk, Afreksfólk,
Handavinnubók, Hvar lifa dýrin? Hvað viltu verða?
Dagur heilags Pacificos, ævintýri, Heimsókn i Leik-
fangaland, Felumyndir, myndasögur, skrýtlur o.m.fl.
Ritstjóri er Grímur Engilberts.
Vikan, 43. tbl.
Litla stúlkan við endann á trjágöngunum er mögn-
uð saga eftir Laird Koenig. Hún hefur verið kvik-
mynduð með Jodie Foster i aðalhlutverki. í þessu
blaði birtist 1. hluti þessarar sögu sem er prýdd mynd-
um úr kvikmyndinni. Verður myndin sýnd í Tónabíói
þegar sagan hefur hirzt i Vikunni.
Fá mál hafa valdið jafn ástriðufullum deilum meðal
landsmanna og bann við hundahaldi, eða réttara sagt
árétting á lögum frá 1924, sem kom til framkvæmda
árið 1971. Vikan rifjar að nokkru upp blaðaskrif frá
þessum tima og heimsækir auk þess hundaeigendur á
Seltjarnarnesi, í Mosfellssveit og Garðahreppi.
Stundin stóra nálgast nefnist 2. greinin um lifsundr-
ið mikla, en þar segir frá námskeiöi fyrir barnshafandi
konur.
Jónas Kristjánsson skrifar um Le Bistrot de Paris,
þar sem hann fékk bezta matinn á ævinni, og i annarri
grein lýsir hann þvi hvernig menn eiga aö fara að þvi
að matreiða vínakrasnigla.
Opnuplakatið er af Spilverkinu, myndasyrpa er frá
veizlu i Óðali, Anna Bjamason skrifar um postulinið
hjá Bing og Gröndahl í þættinum Vikan á neytenda-
markaði og litiö er á skartgripi hjá Gulli og silfri.
Loks má geta þess að þriðja sagan úr samkeppninni
um sögur úr daglega lifinu birtist i þessu blaði og
nefnist hún Tilraun til sambúðar.
17. júni voru gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði Hauki Guðjónssyni í Lang-
holtskirkju Jóna Vilborg Guðmunds-
dóttir og Valdimar Valdimarsson.
Heimili þeirra er að Fellsmúla 9. Rvik.
Ljósmyndastofa Gunnars Ingimars,
Suðurveri.
Eigandi verzlunarinnar Bragi Ragnarsson i hinni nýju
verzlun að Laugavegi 168.
Ný verzlun opnuð
Nú fyrir stuttu var opnuð ný verzlun að Laugavegi
168 í Reykjavik. Handið nefnist verzlunin og er sér-
verzlun með nytsamar og þroskandi tómstundavörur.
Verzlunin Ieggur áherzlu ásem fiest, og má þar nefna
bæði vefnað og leirkerasmiði. Einnig verða áhöld til
tréskurðar og tæki til lcðurvinnu á boðstólnum. Að
auki verður fjölbreytt úrval af föndurvörum fyrir börn
á öllum aldri, ásamt þroskaleikföngum. Vörur
verzlunarinnar eru keyptar víða að án milliliða og er
þannig reynt að halda verðinu niðri. Eigandi
verzlunarinnar er Bragi Ragnarsson.
17. júní voru gefin saman í hjónaband af
séra Ólafi Skúlasyni í Bústaðakirkju
Ásthildur Sigurjónsdóttir og Sæmundur
Jón Stefánsson. Heimili þeirra er að
Engihjalla 3, Kóp. Ljósmyndastofa,
Gunnars Ingimars, Suðurveri.
Gefin hafa verið saman í 1 hjónaband af
séra Þorsteini Björnssyni í Frikirkjunni
Ingibjörg Erla Jósefsdóttir og Torfi Karl
Antonsson. Heimili þeirra er að
Engihjalla 1, Kóp. Einnig voru gefin
saman Diana Jósefsdóttir og Helgi
Kjartansson. Heimili þeirra er að
Hjarðarhaga 21, Rvík. Nýja Mynda-
stofan, Laugavegi 18.
17. júni voru gefin saman I hjónaband af
séra Ólafi Skúlasyni ungfrú Jóna
Sæmundsdóttir og Grétar Leifsson.
Heimili þeirra er að Bergstaðastræti 9,
Rvík. Ljósmyndastofa Gunnars Ingi-
mars, Suðurveri.
*.........
Gengið
GENGISSKKÁNING Ferðamanna-
NR. 194 — 26. október 1978. gjeldeyrir
Eining Kl. 12.000 Kaup Sala • Kaup Sala
1 Bandarikjadollar 308.00 308.80 338.80 339.68
1 Steriingspund 634.65 636.25* 698.12 699.88*
1 Kanadadollar 259.65 260.35* 285.62 286.39*
100 Danskar 6267.50 6283.80* 6894.25 6283.80*
100 Norskar krónur 6461.75 6478.55* 7107.93 7126.41*
100 Sœnskar krónur 7392.30 7411.50* 8131.53 8152.65*
100 Finnsk mörk 8056.50 8077.40* 8862.15 8885.14*
100 Franskir frankar 7527.80 7547.40* 8280.58 8302.14*
100 Belg. frankar 1106.70 1109.60* 1217.37 1220.56*
100 Svissn. frankar 20437.95 20491.05* 22481.75 22540.16*
100 Gyllini 15991.65 16033.25* 17590.82 17636.58*
100 V.-Þýzk mörk 17440.55 17485.85* 19184.61 19234.44*
100 Urur 38.59 38.69* 42.45 42.56*
100 Austurr. Sch. 2384.80 2391.00* 2623.28 2630.10*
100 Escudos 699.20 701.00* 769.12 771.10*
100 Pesetar 451.85 453.02* 497.04 498.32*
100 Yen 172.24 172.68* 189.46 189.95*
* Breyting frá siflustu skráningu Simsvari vegna gengisskráninga 22190.
7