Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978. D I Utvarp Sjónvarp r--------------------------------- POPPHORN íútvarpi kl. 16.20: Santana, Thompson saxófónn ogflauta — sjóðandi heitar lummur í Popphorninu í dag „Það verða eins sjóðandi heitar lummur og hægt er og ætlunin er að kynna nokkrar nýjar plötur í þættinum í dag,” sagði Dóra Jónsdóttir umsjónar- maður Popphornsins, sem verður í út- varpinuídagkl. 16.20. „Fyrst má þá nefna nýjustu Santana plötuna, sem var að koma út fyrir nokkr- um dögum. Síðan er ég með plötu meö konu að nafni Barbara Thompson, sem vakið hefur mikla athygli undanfarið bæði fyrir leik sinn á þessari plötu og einnig í ýmsum klúbbum. Hún leikur tónlist sem kalla má nokkurs konar jass- KASTUÓS ísjónvarpi kl. 21.15: rokk og bregður þá bæði fyrir sig saxó- fóni og flautu,” sagði Dóra. „Þá er ætlunin að leika af nýjustu plötu Chick Corea sem heitir Friends og svo má auðvitað ekki gleyma nýjustu Spilverksplötunni, ísland,” sagði Dóra Jónsdóttiraðlokum. -ÓG -------------------------------------< Helgi E. Helgason umsjónarmadur Kastljóss I kvöld. skips „t Kastljósi i kvöld verða tvö mál til umræðu. Fyrsta málið verður þings- ályktunartillaga um rannsóknarnefnd til að kanna rekstur Flugleiða og Eimskips með tilliti til einokunaraðstöðu og mark- aðsdrottnunar þessara fyrirtækja eins og komizt er að orði i tillögunni,” sagði Helgi E. Helgason fréttamaður en hann er umsjónarmaöur Kastljóss i kvöld. Rætt verður við Sigurð Helgason for- stjóra Flugleiða og Óttar Möller for- stjóra Eimskipafélagsins. Einnig verður rætt við flutningsmann tillögunnar, Ólaf Ragnar Grímsson. Annað málið sem fjallað verður um eru vaxtamálin og verður í því sambandi rætt við Vilmund Gylfason og Lúðvík Jósepsson. Aðstoðarmaður Helga i Kastljósi í kvöld er Elías Snæland Jóns- son blaðamaður. Kastljós er á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.15 og er um klukku- stundar langt. - ELA Q Útvarp Föstudagur 27. október 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynnmgar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna:Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Erlu manneskja?” eftir Marít Paulsen. Inga Huld Hákonardóttir les (8). 15.00 Miódegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popphorn. Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Sagan: „Erfingi Patricks” eftir K. M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sina (15). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki-Tilkynningar. 19.35 Af Álftanesi. Sveinn Erlendsson bóndi á Grund segir frá í viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur; — fyrra samtal. 20.00 Tónleikar. a. Sinfónia í F-dúr fyrir flautu, óbó, selló og sembal eftir Johann Josef Fux. Félagar i Barokk-hljómsveitinni í Vínarborg leika; Theodor Guschlbauer stj. b. Rapsodie espagnol eftir Ravel Orchestre de Paris leikur; Herbert von Karajan stj. 20.45 Sjókonur b’tT og nú. Þórunn Magnús- dóttir skólastjóri tók saman. i fyrsta þætti af þremur verður sérstaklega fjallað um fiski- róðra, m.a. með viðtölum. Lesari: Guðrún Heigadóttir. 21.30 Pianótrió i c-moll op. 66 eftir Mendels sohn. Beaux Arts-trióið leikur. 22.00 Kvöldsagan: „Sagan af Cassius Kennedy” eftir Edgar Wallace. Ásmundur Jónsson þýddi. Valdimar Lárusson les sögulok (7). 22.45 Bókmenntir. Anna Ólafsdóttir Bjömsson tekursaman þáttinn. 23.00 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 i Sjónvarp Föstudagur 27. október I 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Stella og aparnir. Bresk mynd um unga konu í Vestur-Afriku, sem tekur að sér munaðarlausa sjimpansaunga og býr þá undir iífið í skóginum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.15 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.15 Maðurinn frá Laramie. (The Man from Laramie) Bandariskur „vestri” frá árinu ’55 Leikstjóri Anthony Mann. Aðalhlutverk James Stewart og Arthur Kennedy. Will Lockhart tekur aö sér að flytja verslunar- vaming til afskekktrar byggðar i Nýju- Mexíkó. En brátt kemur í Ijós aö þaö er ekki vonin um hagnað, sem dregur hann þangaö. Þýðandi Bjöm Baldursson. 23.50 Dagskrárlok. r-----------------------N Nú er rétti tíminn aó endurryóverja bílinn fyrir veturinn. Ryóvarnarskálinn Sigtúni 5 . ... Simi 19400 - Pósthólf 220 IBCllil Ný söluskrá Ný söluskrá var að koma út. Hringið og biðjið um heimsent eintak eða gangið við á skrifstofu okkar Bankastræti 6 og takið með yður eintak. Fasteignasalan HÚS OG EIGNIR Bankastræti 6 — Simi 28611. Lúðvík Gizurarson, hrl. Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður í Iðnó sunnudaginn 29. október 1978 kl. 2e.h. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kjaramálin og samningarnir. 3. Önnur mál. Skorað er á félagsmenn að koma á fundinn og sýna skírteini við innganginn. 0SENDIBÍLAR gu án ökumanns pr. 24 k/st kr. 4900.00 og pr. " VEGALEIÐIR I Sigrúni 1 — Símar 14444 og 25555. Auglýsing frá fjárveitinganefnd Alþingis Beiðnum um viðtöl við fjárveitinganefnd Alþingis vegna afgreiðsiu fjárlaga fyrir árið 1979 þarf að koma á framfæri við starfsmann nefnd- arinnar, Magnús Ólafsson, síma 11560 eftir hádegi eða skriflega eigi síðar en 15. nóvember, nk. ella er óvíst að unnt verði að sinna þessu. Fjárveitinganefnd Alþingis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.