Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978.
Lyf javerð hækkar um 10-18.8%:
Lyfjaverð of reiknað
í tveimur apótekum?
— mannleg mistök, segir heilbrigðisráðuneytið
„Misreikningur á lyfjaverði hlýtur að
geta komið fyrir eins og í hverri annarri
verzlun. Menn fara kannski línuvillt í
verðskrá eða gera önnur mannleg mis-
tök,” sagði Reynir Eyjólfsson I lyfja-
máladeild heilbrigðisráðuneytisins i sam-
tali við fréttamann DB um ranga verðút-
reikninga á lyfjum í að minnsta kosti
tveimur apótekum í Reykjavík eftir
síðustu útgáfu lyfjaverðskrár í byrjun
mánaðarins.
Forsaga samtalsins við Reyni var að
maður nokkur í Reykjavík taldi regluleg
lyf sín hafa hækkað óeðlilega mikið
þegar hann sótti síðast lyf sín í apótek
gegn framvísun lyfseðils.
„Mér var sagt I apótekinu að hækkun-
in væri af völdum gengisfellingarinnar,”
sagði maður þessi i samtali við blaðið.
„Ég var samt ekki ánægður með þessa
skýringu og leitaði því til heilbrigðis-
ráðuneytisins. Þar fékk ég á endanum
skorið úr að um mistök væri að ræða og
ég ætti að fá hluta verðsins endurgreidd-
an í apótekinu. Þetta var að vísu lítil
upphæð og ég fæ mitt endurgreitt, en ef
fleiri sjúklingar hafa sömu sögu að segja
getur verið um talsverðar fjárhæðir að
ræða. Þetta var ofreiknað um 10—
20%,” sagði hann.
Reynir Eyjólfsson í lyfjamáladeild
heilbrigðisráðuneytisins sagði að fengi
ráðuneytið fyrirspurnir um slík mál frá
sjúklingum, sem teldu sig hafa greitt of
mikið fyrir lyf sín, yrðu þær rannsakað-
ar þegar i stað. Sjúklingum yrði síðan
vísað í viðkomandi apótek til að fá
endurgreiðslu.
Hann taldi að villan í umræddu tilfelli
gæti hafa stafað af misreikningi í apótek-
inu vegna nýútkominnar lyfjaverðskrár,
slíkt gæti alltaf gerzt.
Ný lyfjaverðská — yfir erlend sérlyf
— tók gildi 1. október sl. og hækkuðu er-
lend lyf að meðaltali um 18,8%. Sú
hækkun var nær einvörðungu af
völdum gengisbreytingarinnar. Lyf sem
Dönskblöð:
LOFSAMLEG UMMÆLIUM
HREIÐUR ÖLAFS JÓHANNS
DB hafa borist úrklippur úr dönskum
blöðum þar sem skrifað er um nýja
danska þýðingu á skáldsögunni Hreiðrið
eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Nefnist
bókin „Reden” á dönsku og er gefin út
af' Birgitte Hövrings Biblioteksforlag
sem hefur sérhæft sig i. islenzkum bók-
menntum. Er bókin þýdd af Þorsteini
Stefánssyni, sem er íslenskur rithöfund-
ur búsettur í Danmörku, og eru danskir
gangrýnendur yfirleitt afar ánægðir með
bókina. Gagnrýnandi Berlingske-Tid
ende, Johan de Mylius, nefnir Hreiðrið
„anti-roman" og lýsir hinum látlausa stil
sem geri hana mjög læsilega en dragi þó
fram alvöru efnisins á áhrifamikinn
hátt, sem sé andsvar gegn hömlulausum
sálarrannsóknum og sorafíkn nútíma
bókmennta.
Þurrleg
Mylius segir Hreiðrið hvetja til nánari
tengsla rithöfunda við daglegt líf kring-
um þá, þótt hann segist ekki finna neina
skilgreiningu á því hvernig það skuli gert
í bók Ólafs.
Merete von Eyben, gagnrýnandi Poli-
tiken, segist hins vegar ekki hafa komist
inn í hugarheim höfundar — bókin sé
þurrleg og allt að því fráhrindandi. En
verst finnst henni hve mjög hún fjaili
um karlaveröld lslendinga — konumar
baki pönnukökur, fæði börn og jánki
heimspekilegum hugleiðingum karl-
mannanna. Einnig finnst gagnrýnand-
anum að sér-íslenskur keimur sé af
sumum umræðum, sem útlendingar ekki
skilji til fulls. Samt segir hann bókina
skrifaða á „glimrende” hátt og innihaldi
hún margar skemmtilegar athugasemdir
um samfélagsmál.
Andóf
H.P. Hansen kallar Ólaf Jóhann
„sprogets mester” í Sjællands Tidende
og segir bókina andóf gegn nýjum við-
horfum í bókmenntum þar sem vél-
menningin, kaupæðið og kynlífið sé
undirstaðan og kallar þennan blending
af skáldsögu og pólemík mikilvægt inn-
. legg í norræna menningu.
Sigvald Hansen skrifar fyrir Fredriks-
borg Amts Avis og kallað Hreiðrið mjög
læsilega og athyglisverða skáldsögu —
segir táknmyndir hennar örlítið erfiðar í
fyrstu en þegar þeir erfiðleikar séu yfir-
stignir sé bókin bæði spennandi og lær-
dómsrík, „fint kunstverk”. Hansen lofar
mjög liðuga þýðingu bókarinnar en Erik
Skyum-Nielsen, sem skrifar fyrir
Information, hefur hins vegar ýmislegt
út á þýðinguna að setja og segir hana
Ólafur Jóhann Sigurðsson.
gera hinn tæra stíl höfundar stirðbusa-
legan.
Siðferðilegur
boðskapur
Rekur Skyum-Nielsen aðdraganda
bókarinnar í fyrri verkum Ólafs
Jóhanns. Niels Houkjær í Kristeligt
Dagblad kallar Hreiðrið eina af þýðing-
armestu skáldsögum íslendinga hin síð-
ari ár og segir hinn siðferðilega boðskap
bókarinnar enn í fullu gildi þótt nokkuð
sé um liðið síðan hún kom fyrst út á ís-
lensku. Segir hann drauminn um betra
samfélag vera rauðan þráð í verkum
Ólafs Jóhanns. „Myr” í Jydske Tidende
leggur hins vegar mesta áherslu á kímni
bókarinnar, segir hugsanir sögupersóna
óræðar og telur höfund fjalla um vanda-
mál sem kannski varði rithöfunda eina.
Þó lofar „Myr” hinn „stórbrotna
vængjaþyt” bókarinnar. A.I.
Saltað
Eskifirði
Búið er að salta hjá Friðþjófi hf. á
Eskifirði 1700—1800 tunnur af síld.
Fjögur skip komu inn á hádegi á
fimmtudag með 60—70 tonn af góðri
síld, að sögn Bjarna Stefánssonar, eig-
anda Friðþjófs.
Síldin veiddist við Papey og Hroll-
augseyjar. Seley hefur lagt upp sína síld
hjá Friðþjófi og er búin með sinn kvóta
frá og með fimmtudeginum, þ.e. hefur
veitt það síldarmagn sem má veiða á
þessu hausti.
Það hefur ekkert verið saltað nema á
síldarplaninu hjá Friðþjófi hf. Þó var bú-
izt við að 10 tonn bærust til Auðbjargar
á fimmtudagskvöld. Fréttaritari spurði
skrifstofustjórann hjá Friðþjófi hvað
fengist fyrir að salta í eina tunnu. Hann
sagði að fyrir eina tunnu af hausskorinni
og slægðri síld fengjust 1268 kr. Fyrir
heilsaltaða síld í tunnu fást 875 kr. ogor-
lof að auki. Beztu síldarstúlkurnar hafa
tvö til þrjú þúsund krónur á tímann í
söltuninni.
-Regina/JH.
Ennaukin
þiónusta!
%
Eftirtalin eyðublöð bjóðast nú auglýsendum ókeypis hjá smáauglýsingaþjónustu Dagblaðsins:
1. Vegna bifreiðaviðskipta: 2. Vegna lausafjárkaupa:
Sölutilkynningar, tryggingarbréf og víxileyðublöð auk Kaupsamningar og víxileyðublöð
afsalseyðublaða og fjölritaðra leiðbeininga um frágang 3. Vegna leigu íbúðarhúsnæðis:
bifreiðaviðskipta, sem við höfum lengi boðið. Húsaleigusamningar.
iBIAÐIÐ
Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022