Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 14
Frá leik ÍS og UMFN i gærkvöld. Knötturinn er að fara út af en Dirk Dunbar, burðarásnum i liði Stúdenta, tókst að krækja í hann á siðustu stundu. Lengst til vinstri er Banda- rikjamaðurinn i Njarðvikurliðinu, Ted Bee. Bjarni Gunnar fylgist með og lengst tii hægri er landsUðsmark- vörðurinn i knattspyrnunni, Þorsteinn Bjarnason, sem einnig er landsUðs- maður i körfuboltanum. DB-mynd Hörður. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978. DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 27.ÖKTÓBER 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Dunbar réð ekki við Njarðvíkinga — þó hann skoraði 55 stig í gærkvöldi. Njarðvík 109 - stúdentar 102 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik Hvernig vcgnaði ÍS-liðinu án Dirk Dunbar innanborðs? 1 Ijósi leiksUðsins i gærkvöldi gegn UMFN væri ekki hátt á stúdentum risið án hans. En kannski er óréttlátt að draga sUkar ályktanir. Lið með jafn góðan leikmann og Dunbar er, hlýtur að nota hann mikið og leikfélagar hans að treysta honum bezt til allra hluta. Þess vegna meðal annars ber mest á Dunbar og þar af leiðandi minna á öðrum leikmönnum ÍS liðsins. Annars er óhætt að fullyrða að í gær Maraþon knattspyrnan íKeflavík Maraþonkeppni sex knatt- spyrnumanna úr Kcflavík hefst I íþrótta- sal Barnaskólans I Keflavik á morgun, laugardag, kl. 14.00. Mikill áhugi er á þessu framtaki leikmannanna og margir hafa skrifað sig fyrir áheitum i sambandi við leikinn. Gengið hefur verið i hús í Kcflavik og viðar, þeirra erinda, og cnn er hægt að skrifa sig á Ustana. Leikmennirnir sex eru ákveðnir i að setja nýtt íslandsmet — leika samfleytt lengur en i sólarhring. var það kvöld Njarðvíkinga. 1 fyrsta lagi sigruðu þeir stúdentana og í öðru lagi sást þannig leikur hjá þeim á köflum í gærkvöldi að engum þarf að blandast hugur um að á góðu stundunum sýna þeir Suðurnesjamenn betri körfuknatt- leik og skemmtilegri en oftast er boðið uppá hérá landi. Svo tekið sé dæmi af fallegum leik- kafla má nefna miðbik síðari hálfleiks. Þá yfirspiluðu Njarðvíkingar stúdentana algjörlega og voru á tímabili komnir tíu stigum yfir. Þá var Gunnari Þorvarðs- syni skipt út af og þótti mörgum það furðulegt en þar var liðsstjórinn Ingi Gunnarsson að spara Gunnar sem átti sannkallaðann þrumuleik i gærkvöldi. Ef rétt var talið hjá undirrituðum var Gunnar kominn með þrjár villur og því betra að taka hann útaf fyrr og eiga þá góðan sprett inni hjá honum í lokin. Ef farið er framar í leikinn þá var hann mjög opinn í byrjun fyrri hálfleiks. Báðar varnirnar óþéttar og hittni ljós- lega í lakara meðallagi hjá báðum liðum. Þar verður þó að undanskilja Dirk Dunbar enda fór það svo að hann skoraði 55 stig af 102 stigum stúdent- anna. Rúmlega helmingur stiganna gerður af einum manni. Geri aðrir betur. Njarðvíkurliðið hafði sigið framúr er liðnar voru 13 mínútur af leiknum en þrátt fyrir það að fallegt spil sæist hjá Njarðvíkingum á köflum voru leikar jafnir i hálfleik 54 stig gegn 54. Þegar hálf fimmta minúta var til leiks- loka var Njarðvík með 100 stig á töfl- unni en stúdentar níu færri. Einni og hálfri mín. síðar—aðeins þrem mínútum fyrir leikslok var munurinn enn tíu stig, 104 gegn 94. Leikurinn var orðinn æsispennandi, ekki sízt þegar stúdentum tókst að krækja sér í sex stig og nf. eitt hundrað stigum. Þar af gerði Dunbur fjögu' stig. Aðetns Ijogurra stiga munur og ein mínúta fjörutiu og fimm sekútdureftir. Gunnar Þorvarðarson skorar úr einu vitaskoti en brennir af tveimur. Dunbar skorar úr tveimur vítum. Staðan 102 stig hjá stúdentum 105 hjá Njarðvíkingum. Theodore Bee nær 107 fyrir Njarðvík og Gunnar Þorvarðarson undirstrikar siðan sigurinn með góðri körfu og tvístrikar undir sigur Njarðvíkinga með því að krækja í síðasta frákast leiksins eftir að skot Dunbars hafði farið naumlega framhjá. Leiknum var lokið meðsigri Njarðvíkinga UMFN með 109 stigumgegn 102stigumstúdenta. Stigahæstir Njarðvíkinga voru þeir Ted Bee 29, Þorsteinn Bjarnason 23 og Gunnar Þorvarðarson 16 stig. Hjá stúdentum Dirk Dunbar 55, og Bjarni Gunnar og Ingi Stefánsson með 12 hvor. ÓG. Geir Þorsteinsson með boltann og ætlar greinilega að halda honum hvað sem það kostar. Félagi hans Þorsteinn Bjarnason rétt hjá honum og Bjarni Gunnar gefur þeim gætur — en Steinn Sveinsson er að risa upp eftir harða lendingu. DB-mynd Hörður. P Sverrir Friöþjófsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Leiknis: Aað ganga af félaginu dauðu? „Á þessu ári varð íþróttafélagið Leiknir í Reykjavik 5 ára. Ég hef starfað fyrir félagið frá stofnun þess, ef undanskilinn er timi sem ég var erlendis, en þá fylgdist ég náið með gangi mála. Ég held að hinir fjölmörgu íbúar Breiðholts III, hafi rétt á að fá smáinnsýn í þá vitleysu sem þar á sér stað og er að ganga af félaginu dauðu. Gagnstætt öðrum félög- um og vonum manna hefur Leiknir ekki vaxiö og dafnað eins og lög gera ráð fyrir miðað við þá íbúafjölgun sem orðið hefur í hverfinu sl. 5 ár. Einnig má sjá afturför i starfinu á nýtingu íþróttatímanna sem félag- ið hefur i íþróttahúsinu, en ég kem betur að þvi síðar. En hver er ástæðan fyrir því að hverfafélag í einu stærsta hverfinu í Reykja- vík skuli ekki blómstra? Það er hægt að tína til ýmislegt sem skýrt gæti skemmd þá sem í félaginu er en slik upptalning tæki margar síður. Ég ætla aðeins að varpa ljósi á lítið brot af þeirri endemisvitleysu sem fram fer innan félagsins. Síðasta aðalfund handknattleiksdeildar Leiknis var ekki hægt að halda skv. lögum svo að aðalstjórn boðaði til aðalfundar deild- arinnar og setti nýja stjórn til næsta árs. Ég varð þannig formaður handknattleiksdeildar Leiknis fyrir árið 1978. Þetta var i desember ’77. Restin af vetrinum var stormasöm og einkenndist af smástríði milli aðalstjómar og deildarstjórnar handknattleiksdeildar. Ástæðan var sú að aðalstjórn vildi stjórna deildunum beint en hafa okkur aðeins sem verkfæri í sínum höndum. Það skal tekið fram hér að fjárhagur félagsins var (og er) allur í höndum aðalstjórnar og úthlutar hún peningum til deildanna eftir eigin geð- þótta. Hæst reis deila okkar er aðalstjórn rauf gerða samninga við Hörð Sigmarsson þjálfara meistaraflokks vegna þess „að þeir höfðu heyrt að hann stæði sig ekki nógu vel”. Það þarf varla að taka fram að enginn úr aðalstjórn hefur hundsvit á handknatt- leik. Þeir hýrudrógu Hörð og neituðu að greiða honum u.þ.b. 180 þús. kr. sem hann enn hefur ekki fengið, þrátt fyrir samning sem bæði formaður og gjaldkeri félagsins höfðu undirritað. Endaði sl. vetur á bréfi frá aðalstjóm til handknattleiksdeildar ds. 12. apríl og var þar meðal annars beðið um hugmyndir okkar að vetrarstarfi 1979. Svar óskaðist ekki seinna en 15. maí. Ekki var svar komið til aðal- stjómar þá, þó það væri tilbúið að hluta, en Mikið afmælismót Víkings í blakinu Blakdeild Víkings efnir til mikils og fjölmenns blakmóts um næstu helgi, .. 28.-29. október, i tilefni af fimm ára afmæli deildarinnar. Leikiö verður I iþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst mótið kl. 14.00 á laugardag með leikjum í meistaraflokki karla. Alls taka átta lið þátt í keppni meistaraflokks. Tvö frá Þrótti — a og b- lið — og auk þess frá tS, UMSE, Fram og Breiðabliki og tvö lið verða frá Viking. Að öllum líkindum verður um nýtt fyrirkomuiag að ræða á þessu móti. Það er að reynt verður að leika á tveimur blakvöllum samtímis i húsinu. Iþróttahúsið er eitt af fáum húsum hér, sem slíkt er hægt. í meistaraflokki kvenna taka þátt fimm lið, Þróttur, MA, Völsungur, lS og Breiðablik. Þá er fyrirhugað að keppa í þriðja flokki karla á sunnudag í Réttar- holtsskóla. Þar verða þrjú lið frá Víkingi, Þrótti og HK. Keppnin hefst kl. 13.00. Siðustu leikir afmælismótsins verða í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefjast strax að loknu júdómóti þar. Um tíma- setningu er ekki alveg vitað en reiknað er með að júdómótinu ljúki milli kl. 16 og 17. J deildarstjórnin ætlaði að halda aðalfund sinn i maílok og láta nýkjörna stjórn leggja línuna fyrir veturinn 1979. 23. maí berst síðan bréf frá aðalstjórn þar sem segir: „Aðalstjóm hefur ákveðið að allar ákvarð- anatökur um málefni handknattleiks innan félagsins séu í höndum aðalstjórnar þar til aðalfundur hefur farið fram. Æskilegt væri að aðalstjórn fengi svar við bréfi þvi er sent var deildarstjórn fyrir nokkru síðan. Þar eiga að koma fram m.a. hugmyndir um framtíðina.” Engin ástæða var nefnd fyrir þessari valdaníðslu. Við ákváðum að bíða með aðalfund okkar um sinn, enda spurning hvort við mættum halda hann, og óskuðum eftir fundi með aðalstjórn og öðrum deildar- stjórnum. Sú ósk barst aðalstjórn í byrjun júní. í byrjun september var fundurinn svo haldinn. Mæting var dræm og mættu aðeins 3 úr aðalstjórn. 4 frá handknattleiksdeild, 1 frá frjálsíþróttadeild og enginn frá knatt- spyrnudeild. (Fyrrverandi formaður knatt- spymudeildar mætti að visu en hann sagði tvívegis af sér því embætti í sumar vegna ágreinings við aðalstjórn. Hafa fleiri stjórn- armenn úr þeirri deild gert það sama og er nú svo komið að aðeins einn er eftir í þeirri stjórn, svo aðalstjórn rekur þá deild líka). Á þessum fundi kom það meðal annars fram hjá formanni félagsins að ástæðan fyrir að- gerðum aðalstjórnar í maí sl. var sú að ekk- ert svar hefði borizt við bréfi þeirra frá í apríl. Það voru vitni að þessum ummælum formanns. Nokkrum dögum eftir þennan fund barst mér í hendur bréf frá aðalstjórn þar sem segir: „Aðalstjórn íþróttafélagsins Leiknis tilkynnir þér hér með að felld er úr gildi samþykkt sú er gerð var að skipa þig í embætti formanns handknattleiksdeildar Leiknis. Þaö skal þvi undirstrikað, að héðan í frá og þar til annað verður ákveðið, eru handknattleiksmál Leiknis alfarið í höndum aðalstjórnar. Aðalstjórn óskar eftir því, að þú skilir öllum gögnum ...” Engin ástæða var nefnd í þessu bréfi. Mín stjóm sætti sig illa við svona málsmeðferð og ákvað að aug- lýsa aðalfund deildarinnar og fá nýja stjórn því mikið lá við þar sem handknattleikstíma- bilið var byrjað. Álitum við aö þau málalok yrðu bezt fyrir félagið útávið sem innávið. Aðalstjórn félagsins fékk bréf varðandi þessi ákvörðun. Formaður félagsins hringdi síðan í mig og tjáði mér að aðalstjórn myndi Sverrir Friðþjöfsson. dæma slíkan fund ólöglegan þar sem þeir einir hefðu vald til aö boða til slíks fundar. Talaði hann um að þeir mundu halda hann 16. okt. Tíminn leið og voru flokkar farnir að taka þátt í Reykjavikurmótinu fyrir hönd Leiknis, þjálfaralausir. Aðalstjórn raðaði niður tímum í íþróttahúsið eftir eigin geð- þótta enda engin starfandi deildarstjórn til í félaginu. Nú þegar æfingatafla deildanna hefur endanlega litið dagsins ljós sjást eftir- farandi staðreyndir: Báðir kvennaflokkarnir í handboltanum hafa verið lagðir niður, svo og 3. fl. karla. Meistaraflokkur karla hefur enga séræfingatima né þjálfara. Það skal tekið fram að félagið leikur í II. deild. 2. fl. er einnig þjálfaralaus. Af þeim 34 tímum, sem félagið hefur i íþróttahúsinu, hefur handboltinn aðeins 7 tíma, knattspyrnan hefur 8, frjálsar íþróttir engan, 10 tímar eru seldir út á frjálsum markaði fyrir badminton og nýtast þeir mjög illa, 3 tímar eru seldir fyrirtækjum, nánar tiltekið Heimilistækjum og Iðnaðarbankanum, sem er ólöglegt, og einn tími er svokallaður „old boys” þar sem meðlimir aðalstjórnar fá að leika sér. Af- gangurinn af tímunum er ekki nýttur. Þessir tímar, sem eru seldir, gréiðast auðvitað í beinhörðum peningum, enda á að reka svona fyrirtæki með gróða, svo ég noti orð gjaldkera félagsins. Félagsstarfinu er ýtt til hliðar, flokkar lagðir niður þvi „það er svo dýrt að reka þá”, var svar sem ég fékk. Það er lítið við peninga að gera ef búið er að flæma alla félagana burt frá félaginu. Þetta er aðeins brot af allri vitleysunni í þessu félagi, í þessum dúr hefur starfið verið frá upphafi enda hafa sömu óvitarnir stjórn- að þvi frá upphafi. Bókhald var t.d. fyrst haldið sl. ár. Fjögur ár liðu án þess að nokk- urt bókhald væri haldið i félaginu. Hvað komu miklir peningar inn og í hvað fóru þeir? Það fær aldrei neinn að vita. Svona vitleysu verður að stöðva. Það verður ekki liðið lengur að fákunnandi framagosar leiki sér með þetta félag eins og það eigi það og láti gróðasjónarmið ganga fyrir þeim hundruðum barna og unglinga úr Breiðholti III sem, ef allt væri eðlilegt, myndu fmna sig í heilbrigðu tómstundastarfi sem veitir þeim útrás fyrir þá orku sem í þeim býr. Éf þeir ekki geta unnið verk sitt svo vel sé, þá eiga þeir að sjá sóma sinn í að segja af sér og létta þannig þessu þunga fargi af félaginu sem er að draga það niður í botn- laust fen. Ég veit að ég tala fyrir munn margra Leiknismanna þegar ég krefst þess að aðalfundur deildanna verði haldinn strax svo hægt verði að koma málum þar á hreint, og að aðalfundur félagsins verði haldinn í byrjun nóvember.” Sverrir Friðþjófsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Leiknis. Píslarvottsganga á sídum dagblaðanna! —Hannes Þ. Sigurðsson segist ekki dæma leiki hjá Víkingi framar „Var sá vitaspyrnudómur spreng- hlægilegur, svo ekki sé fastara að orði kveðið, en I samræmi við störf þeirra Hannesar Sigurðssonar og Gunnars Kjartanssonar fyrr I leiknum. Þeir voru afspyrnu slakir dómarar í gær.” (Gylfi Kristjánsson I Vísi 20. október 1978 1 umsögn um leik Vals og Vlkings á Reykjavíkurmótinu i handknattleik). „Útidómarinn dæmdi aukakast rétti- lega en Hannes Sigurðsson kom öllum að óvörum og dæmdi vitakast á Vikinga, og tók þar með völdin af útidómaranum. Var þetta hrein gjöf til Valsmanna.” (Þórarinn Ragnarsson I Morgunblaðinu 20. október 1978). „Vlkingar misstu þá mann út af en Valsmönnum virtist ekki ætla að takast að nýta sér það. Þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum fengu Valsmenn svo dæmt víti, sem var vægast sagt furðu- legur dómur, og endurspeglaði dómgæzl- una allt kvöldið.” (SSv. i Tímanum 20. október 1978). „Mjög vafasamt viti ... þessi dómur var hámarkið á heldur slakri dómgæzlu þeirra Hannesar Þ. Sigurðssonar og Gunnars Kjartanssonar, og menn voru ekki á eitt sáttir”. (Sigurður Svavarsson i Þjóðviljanum 20. október 1978). Einn kunnast dómari lslands, Hannes Þ. Sigurðsson, hefur undanfarna daga verið að leika píslarvott á síðum dag- blaðanna. Vondir menn sækja að honum úr öllum áttum. Það byrjaði i Morgunblaðinu sl. miðvikudag. „Ég hef tekið þá ákvörðun að dæma ekki framar hjá handknattleiksliði Vík- ings ... Eftir að þeim leik lauk varð ég fyrir því að einn leikmaður Víkings hljóp mig um koll og var ég heppinn að hljóta ekki meiðsli af,” segir Hannes og siðar: „Ég hafði í lok þessa úrslitaleiks dæmt vítakast á lið Víkings, sem var HM í f imleikum í Strassborg: ÞÆR SOVÉZKU VORU BEZTAR — Þriðja sinn í röð, sem Sovétríkin hljóta HM-titilinn ísveitakeppni kvenna Sovétríkin sigruðu með töluverðum yfirburðum í sveitakeppni kvennaliða á heimsmeistaramótinu í fimleikum í Strassborg I Frakklandi í gær. Sovézku stúlkurnar sex I sveitinni hlutu samtals 388.95 stig og sigruöu i þriðja sinn i röð á HM. Rúmenía varð í öðru sæti með 384.25 stig. Þá Austur-Þýzkaland með 382.25 stig. Ungverjaland varð I fjórða sæti með 377.80 stig. Bandaríkin í fimmta með 377.45 stig og "Tékkóslóvakía í sjötta með 376.60 stig. Mun jafnari árangur sovézku stúlkn- anna gerði útslagið. Þar voru sex snill- ingar á ferð en Rúmenía byggði að mestu á árangri ólympiumeistarans Nadiu Comaneci og hinnar litlu, grönnu Emilia Eberle. Beztar í gær í sovézku sveitinni voru Elena Mukhina, sem hlaut hæsta einkunn samtals, Natalia Shaposhnikova og ólympiumeistarinn Nelli Kim, sem lék listir sínar hér á landi 1976. Mukhina hlaut 9.95 af 10 mögulegum í sérhæfðum gólfæfingum — og hin tvítuga Kim fékk tvivegis 9.90 fyrir gólf- æfingar og stökk. Nadia Comaneci, sem nú er orðin mikil fegurðardis, 16 ára, hlaut aðra hæstu einkunnagjöf samtals. Hún sagði á blaðamannafundi eftir keppnina I gær. „Ég er orðin eldri og hef ekki æft eins mikið og áður. Ég á mörg áhugamál utan fimleikanna — og svo er það námið.” Síðan bætti hún við. „Ég er . mjög ánægð.” Maria litla Filatove, sem hlaut hæsta einkunn samanlagt í keppninni á þriðjudag, féll illa af slá i gær og kom niður á bakið. Hún hélt keppnina áfram og virtist ómeidd. Eitthvað var þó að og það kom fram i gólfæfingum hennar. Virtist „lenda” hörkulegar niður á hné og enni I æfingum sínum. Hún fékk þó 9.50 fyrirgólfæfingarnar. Nadia Comaneci fékk hæsta einkunn fyrir æfingar á slánni og frjálsar gólf- æingar í gær. Hlaut 9.90 fyrir æfingarnar á slánni. Maria Filotova sagði á blaðamanna- fundinum. „Ég held að mér hafi ekki mistekizt vegna taugaspennu augna- bliksins í keppninni. Æfingar mínar voru mjög erfiðar”. Hún er nú sautján ára — og það var almenn skoðun i Strassborg í gær að dirfskubrögð hennar væru mun erfiðari en annarra í keppn- inni. Ef allt heppnast hjá henni í einstaklingskeppninni í næstu viku í Strassborg virðist hún hafa mikla sigurmöguleika. En til þess að verða heimsmeistari er álitið að hún þurfi að hemja skap sitt betur. Þar ólgar og sýður undir niðri — og áræðni hennar er hreint ótrúleg. Stórleikurinn færðurfram! — Víkingur og Valur leika á sunnudag Víkingur hefur ákveðið í samráði við Valsmenn að flýta leikjunum í hand- knattleiknum á sunnudag. Það er gert vegna þess, að siðasti þáttur Gæfa eða gjörvileiki verður I sjónvarpinu um kvöldið. Keppni Víkings og Vals í 1. deild karla hefst kl. 19.00 — en kl. 18.00 hefst leikur Víkings og Vals í meistaraflokki kvenna. Þetta eru „heimaleikir” Víkings og frétzt hefur að möguleiki sé á að þeir Einar Magnússon og Ólafur Einarsson leiki með Víkingsliðinu. Ungverjaland og Sovétríkin gerðu jafn- tefli 0—0 i UEFA-keppni piltalandsliðs, 16—18, ára, í Nyiregyhazea í Ungverja- landi í gær. Björn Borg, Svíþjóð, sigraði Banda- rikjamanninn Vitas Gerulaites 1—6,6— 3 og 6—3 á miklu tennismóti I Kobe í Japaní gær. fullkomlega réttur dómur að mínu mati. Einum leikmanni Vals var illa brugðið og gróflega hindraður í góðu marktæki- færi og ekki um annað að ræða en víta- kast.” Það er rétt að taka fram að þetta var skrifað eftir að mynd frá leiknum hafði verið sýnd í sjónvarpinu og með því hug- arfari sem einkennt hefur Hannes oft. „Ég geri aldrei villu.” Góður eiginleiki dómara. „En það verður að segja Hannesi Þ. Sigurðssyni til málsbóta að ofur skiljan- legt er að dómara, sem kominn er á sex- tugsaldur, verði á mistök einmitt undir lok leiksins þegar þreytan smýgur inn í merg og bein. Það er erfitt að dæma og hlaupa í klukkustund, æfingarlitill i þokkabót. En því þekkja ísl. dómarar ekki sinn vitjunartíma? Undantekning- arlaust leggja enskir dómarar flautuna á hilluna 47 ára." (Hallur Simonarson i Dagblaðinu 20. október 1978). Ennfremur í sömu grein. „Lengi vel voru þeir siflautandi, að því er virtist til að sýna hverjir hefðu völdin. Það kost- aði Valsmenn að minnsta kosti tvö mörk.” Vegna þessara ummæla rétt að taka fram að Hannes mun ekki vera kominn nema rúmum tveimur árum yfir þau aldursmörk sem alþjóðasamtök telja hámark hjá dómurum — hvort sem það segir nokkra sögu eða ekki. Þetta var fyrsta dómgæzla Hannesar í Reykjavíkurmótinu — og undanfarin ár hefur hann aðeins dæmt örfáa jeiki. Fáir’ leikir hafa verið nógu „stórir” fyrir hann. Hannes Þ. Sigurðsson var frábær dómari lengstum á löngum ferli — meðan hann lagði metnað sinn í að skila hlutverki sínu sem bezt. Þá sá maður hann oft hlaupandi úti á velli — æfði — en einmitt, þegar aldurinn segir til sín, er slegið slöku við á því sviði. Engum íslenzkum dómara hefur undirritaður hælt meira gegnum árin og það veit Hannes Þ. Sigurðsson manna bezt. Það hefur kannski jafnazt út því fáir hafa hrósað undirrituðum jafnmikið fyrir íþróttaskrif og hann. Hannes hefur gert margt vel i gegnum árin og því sorg- legra að hann skyldi ekki þekkja sinn vitjunartíma eins og erlendir dómarar og rriargir íslenzkir. Skoðun mín á Hannesi Þ. Sigurðssyni er enn að hann sé einn bezti dómari sem Island hefur átt. Að visu mannlegur — og hefur orðið á mistök eins og öðrum. Þessi pislarvottsganga á síðum dagblað- anna nú sæmir honum varla. -hsím. Hannes Þ. Sigurðsson með REFEREE F.I.F.A. merkið. Sem slikur hefur hann ekki fengið að dæma siðustu árin ... Engum islenzkum dómara hefur undir- ritaður hælt meira gegnum árin, segir hsim i mcðfylgjandi grein. Stórmót í badminton Um helgina verður mikið mót i badminton í iþróttahúsi Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur i Gnoðarvogi. Tíu danskir badmintonleikarar frá SAS- badmintonklúbbnum í Kaupmannahöfn munu þá leika gegn okkar bezta fólki i þessari íþróttagrein. í kvöld kl. 21.00 hefst keppni en á laugardag og sunnudag verður mót i einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndar- keppni þar sem Danir verða meðal þátt- takenda. Mótið hefst báða dagana kl. 15.00. Danir eru meðal fremstu badminton- þjóða heims. Eiga afburðafólki á að skipa en lítið er vitað um styrkleika þess fólks, sem hingað kemur. Reiknað er með að Islendingar geti veitt þeim harða keppni. Beztu leikmenn okkar eru í góðri æfingu um þessar mundir enda eiga sjö þeirra að fara á Norðurlanda- mótið í Finnlandi í næsta mánuði. I liði SAS-klúbbsins eru Peter Höjland, Per Kjeldsen, Ingolf Halland- er.Henning Soelberg, Lis Hansen, Aase Klærke, Hans Jörgen Dahl, Henri Kyhl, Rista Wingsöe og Catherine Christensen og gegn þeirn leika Jóhann Kjartansson, Sigfús Ægir Árnason, Har- aldur Kornelíusson, Jóhann G. Möller, Kristin Magnúsdóttir. Kristín Berglind, Sigurður Kolbeinsson, Broddi Kristjáns- son, Hanna Lára Pálsdóttir og Sigríður M. Jónsdóttir. Golfskóli Þorvaldar eins og verið hcfur undanfarin ár. Auk þcss, sem Þorvaldur verður á staðnum og kennir, verða staðlaðar kennslu- myndir frá golfkennarasambandi Banda- rikjanna sýndar þar. Þá er hægt að fá keypta hjá Þorvaldi litla leiðbeiningabök frá Bandarikjunum m.a. með smækkuðum myndum af áður- nefndum kcnnslufyrirmyndum. Bók þessi kom á markaðinn í ársbyrjun 1978 og var kynnt hér sl. sumar. Var til sölu I nokkrum golfklúbbum auk þess, sem byrjendur í skóla Þorvaldar fengu eintak afhent í fyrsta tíma án sérstaks gjalds. Námskeið fyrir byrjendur munu hefjast upp úr áramótum og verður nánar getið síðar. Upplýsingar um inni- æfingarnar eru gefnarí síma 14310. Inniæfingar fyrir lengra komna I Golf- skóla Þorvaldar Ásgeirssonar hefjast í byrjun nóvember í Ásgarði I Garðabæ Deiluleikurinn ísjónvarpinu! Meðal efnis í íþróttaþætti Bjarna Felix- sonar í sjónvarpinu á iaugardag verður lcikurinn frægi milli Vals og Vikings i Reykjavfkurmótinu I handknattleik. Þessi leikur hefur mjög verið til umræðu manna á meðal að undanförnu, svo og i blöðum. Það ætti þvl að verða fróðlegt að sjá hann i sjónvarpinu og það, sem þar hefur verið um deilt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.