Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 28
Skattaukinn verði
endurgreiddur með
verðbótum og
vöxtum
— segir Albert Guðmundsson
„Eignaupptaka með afturvirkum
skattalögum striðir á móti
siðferðiskennd fólks og er algerlega
fráleit tekjuöflunaraðferð,” sagði
Albert Guðmundsson í viðtali við DB.
„Þetta er ekki spurning um lagalegan
rétt ríkisins til skattheimtu, sem
reyndar er talinn vafasamur, heldur
kemur þetta þvert á réttarvitund
almennings,” sagði Albert.
Við umræður I neðri deild í gær um
bráðabirgðalög rikisstjómarinnar,
lögðu þeir Albert Guðmundsson og
Matthías Bjarnason fram breyting-
artillögur.
Albert lagði til að skattaukanum á
tekjur og eignir yrði breytt i
skyldusparnað. Þeir sem verða fyrir
þessari skattheimtu fái hana endur-
greidda á tveim árum með
vísitöluverðbótum og 4% vöxtum.
„Ríkisstjórnin ætlaði sér tvö ár til þess
að koma fjármálum rikisins á réttan
kjöl. Ef þessi fráleita „skattheimta”
verður framkvæmd á þann hátt sem
ég legg til, hefur ríkið fengið skatta
fjárhæðina að láni og til ráðstöfunar
nokkurn tíma. Ríkinu ber siðferðileg
skylda til þess að endurgreiða fólkinu
þetta með verðbótum samkvæmt
vísitölu eða annan jafntryggan hátt.
4% vextir geta naumast talizt
ósanngjarnir,” sagði Albert
Guðmundsson. Hann bætti við: ,Enda
þótt ég hafi ekki aðstöðu til að þrýsta
á mál í nefndum, mun ég standa vörð
sem þingmaður fólksins i sölum
Alþingis.”
Matthías Bjamason lagði einnig
fram breytingatillögu við umræðurnar
í neðri deild. Hann lagði til, að eignar-
skattsaukinn yrði ekki innheimtur af
Öldruðum
verði hlíft
eigna-
skatts-
aukanum
- segir Matthías
Bjarnason
fólki sem komið er á þann aldur að þvi
beri ellilífeyrir. Beindi Matthías auk
þess tilmælum til fjármálaráðherra
um að reynt yrði að taka sama tillit til
örorkulífeyrisþega.
„Enda þótt ég sé alfarið á móti
eignarskattsviðaukanum, býst ég ekki
við að fallið verði frá þessari skatt-
heimtu,” sagði Matthías.Kvaðst hann
með tillögu sinni vilja bægja frá
öldruðum og öryrkjum óheilbrigðri og
ranglátri skattheimtu.
-BS.'
ENSKAR FYRIRSÆTUR
OG ÍSLENZKUR LOPI
t nýjasta hefti af brezka blaðinu Woman, vikuríti fyrír konur, eru margar siður um
„Great Yarns”, eða „hið göða gam”. Blaðið kom hingað til lands siðastliðið sumar
með fyrírsætur sínar og tók myndir af þeim i islenzku umhverfi i fötum úr islenzkum
lopa og ull. Héru eru tvær myndanna úr blaðinu, — að sjálfsögðu er blaðið sem fyrir-
sætau á annarri myndinni heldur á Dagblaðið. Eitt eintak af 28—30 þúsundum sem
komu út þann daginn.
Ný þjónusta við viðskiptavini Dagblaðsins:
ALLS KONAR SAMNINGS-
EYÐUBLÖÐ AFHENT ÓKEYPIS
Þúsundir smáauglýsinga birtast
mánaðarlega i Dagblaðinu, enda er
blaðið langstærst allra blaða hér á
landi í smáauglýsingum. Þessi
markaður er I raun heljarstór verzlun
eða markaður þar sem fólk gerir sín á
milli hagstæð kaup.
Oft á tíðum er nauðsynlegt að
aðilarnir, kaupandi og seljandi, geri
sín á milli samninga í þessum kaupum.
Einkum ef um er að ræða kaup eða
sölu á bifreið, leigu á húsnæði, eða
kaup á dýrum hlutum, sem ekki verða
greiddir út i hönd.
Dagblaðið hefur nú tekið upp þá
þjónustu að láta útbúa ýmis gögn sem
auglýsendur geta hagnýtt sér í þessu
sambandi. Verða þau afhent endur-
gjaldslaust.
nauðsyn á afsalseyðublaði og sölu-
tilkynningu. Þessi eyðublöð höfum við
ásamt leiðbeiningum um bilaviðskipti
sem báðir áðilar, kaupandi og seljandi,
ættu að kynna sér.
Þá geta menn fengið hjá Dag-
blaðinu tryggingabréf og
víxileyðublöð.
Vegna ýmissa lausafjárkaupa mun
Dagblaðið útvega kaupsamninga með
eignarréttarfyrirvara og vixileyðublöð.
Loks er að geta húsaleigusamninga,
sem blaðið mun afhenda þeim sem
þess þurfa. Slikir samningar eru mjög
áríðandi, þegar leigt er út húsnæði.
Þá er og hægt að fá hjá Dagblaðinu
húsaleigusamning sem Leigjendasam-
tökin hafa látið gera. Einnig hann fæst
ókeypis, eins og aðrir samningar sem
Dagblaðið dreifir. -JBP-
frjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 27. OKT. 1978.
Mikil leit að gamalli
konu:
Fannst látin
Mikil leit var gerð að vistkonu frá
elliheimilinu I Hveragerði i nótt. Hún
fór að heiman um kl. 17 í gær og þegar
hún kom ekki heim var leit hafin. I
leitinni tóku þátt á annað hundrað
mans, Björgunarsveit slysavarna-
félagsins á Selfossi og hjálparsveitir
skáta frá Hveragerði, Reykjavik, Kópa-
vogi, Garðabæ, Hafnarfirði og
Njarðvík. Konan fannst kl. 3.30 í nótt í
Hveragerði og var látin.
-GAJ-
Akureyri:
Skemmdir
unnar á bflum
í fyrrinótt voru unnar nokkrar
skemmdir á bílum við Bílasalann,
Tryggvabraut á Akureyri. Var allt laus-
légt á bílunum skemmt s.s. rúðuþurrkur.
Voru þetta 10 bílar sem fengu þessa út-
reið á Bílasalanum og tveir á Bílaleigu
Akureyrar. Þar var einnig brotizt inn og
stolið 10 þús. krónum í skiptimynt.
-GAJ-
Reykjavík:
Árekstrum
fjölgar
á nýjan leik
Árekstrar í höfuðborginni í gær voru
alls 22. Hefur þarna orðið mikil fjölgun
á nýjan leik eftir að fjöldi árekstra fór
niður í 8 einmitt þegar hálkan var sem
mest. Virðist þannig sem ekki sé
aðstæðunum um að kenna fyrst og
fremst.
-GAJ-
Eskifjörður:
Loðnureykurinn
ogogsólin rífast
einsog
alþingismenn
utan dagskrár
Hjá loðnubræðslunni á Eskifirði er
búið að bræða 19 þúsund tonn af sumar-
loðnu. Brætt er aðeins á daginn. Á
kvöldin, þegar sjónvarpið byrjar, opna
húsráðendur glugga sína til að fá útiloft i
íbúðir sínar. En það kemur oft fyrir, að
fólk gleymir að loka gluggum húsa sinna
á kvöldin.
í dag, fimmtudag, hefur verið blanka-
logn og sólskin. Loðnureykurinn og
sólin hafa rifizt eins og alþingismenn
utan dagskrár, um það hvort ætti að
hafa völdin. Auðvitað hefur það vonda
yfirhöndina og öll ráð.
Fréttaritari gleymdi í gærkvöldi að
loka gluggum á íbúð sinni. Ólyktin er
enda alveg óþolandi og einnig úti, þegar
logn er og sólskin, eins og verið hefur.
-Reglna/JH.