Dagblaðið - 30.10.1978, Side 5

Dagblaðið - 30.10.1978, Side 5
BIRTIR UPP HJÁ SÆDÝRASAFNINU 240 milljónir fyrir háhyminga „Nú hefur birt upp hjá Sædýra- safninu i Hafnarfirði og trúin á það að safnið eigi tilverurétt hefur borið ávöxt,” sagði Hrafnkell Ásgeirsson, lögmaður stjómar Sædýrasafnsins í viðtali viðDB. „Árið 1977 voru 5 háhymingar seldir fyrirtækinu Sea World. Verðið var 50 þúsund dollarar fyrir hvert dýr. Sædýrasafnið hóf tilraunir i há- hyrningsveiðum á opnu hafi árið 1976, að sögn Hrafnkels. Varð það með þeim brauðryðjandi í þeirri grein. Þá hefur Sædýrasafnið fengi leyfi Sjávarútvegsráðuneytisins til að veiða 10 dýr. Verð þeirra til kaupenda hefur hækkað og er nú, samkvæmt samning- um við Sea World og International Animal Exchange Inc. í Banda- ríkjunum, 75 þúsund og upp í 81.900 Bandarikjadali fyrir hvert dýr. Þetta staðfestir það sem fram kom í frétt DB á laugardag um markaðs- verð á háhymingum. Takist að fanga og selja þau dýr, sem nú hefur verið samið um við ofan- greind fyrirtæki, verður andvirði samtals rúmlega 241 milljón króna. Veiðamar taka 2—3 mánuði. „Lægra verð en 75 þúsund dollarar er undir markaðsverði,” sagði Hrafnkell Ásgeirsson. Hann kvað nú vera i byggingu tvær hvalalaugar í Sædýrasafninu. Þær kosta væntanlega um 100 milljónir króna. Þessi aðstaða gæti orðið til þess að skjóta traustum fótum undir rekstur Sædýrasafnsins að mati Hrafnkels. „Safnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar en safnið hagnast á rekstri þess, ef vel gengur,” sagði Hrafnkell. Hann sagði, að starfsmaður sædýrasafnsins Sea World væri til aðstoðar við veiðar háhyminganna og að einn starfsmaður Sædýrasafnsins í Hafnarfirði væri nú hjá Sea World í San Diego i Kaliforníu til þess að kynna sér meðhöndlun og þjálfun dýranna þar. „Inngangseyririnn einn sér mun aldrei nægja til þess að kosta reksturinn, hvað þá uppbyggingu,” sagði Hrafnkell Ásgeirsson. „Að frumkvæði Hjálparsveita skáta í Hafnarfirði var safnið formlega opnað almenningi 8. maí 1968,” sagði Hrafnkell. Hann sagði að til þessa dags hefðu um sex hundruð þúsund manns skoðað safnið. Hafi það verið metið að verðleikum af almenningi, þrátt fyrir erfiðan róður í rekstrinum. Hafa skipzt á skin og skúrir og oft verið dökkt í álinn. „Framkvæmdastjóri safnsins og stjórn þess hafa haft óbilandi trú á gildi þess og framtíð, enda þótt þessir aðilar hafi gengið svo langt að veðsetja eigin íbúðir i þágu þess, þegar verst hefur gegnt,” sagði Hrafnkell. Hann kvað þessar ábyrgðir vera milli 10 og 20 milljónir króna. Þegar verst hafi árað, hefði viðhald safnsins ekki verið eins og æskilegt hefði verið. Það hefði verið forráða- mönnum safnsins ljóst. Nú væri mikil von til þess að úr erfiðleikum safnsins rættist. Hlyti þaðað vera fagnaðarefni öllum þeim sem að því stæðu og þeim sem ættu eftir að eiga þar ánægjustundir. -ÓV/BS. Annie Bright — syngur nú 1 Þórscafé. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. „Geislandi björt” sagði enska blaðið „The Stage” um Annie Bright söngkonu, en hún syngur nú í Þórscafé, söng i fyrsta sinn á föstudagskvöldið við góðar undirtektir gesta Þórscafés.Annie Bright syngur vinsæl lög með Lúdó sextett og Stefáni. Annie Bright hefur sungið á vinsælum stöðum í Bretlandi, auk þess sem hún hefur oft komið fram í sjónvarpi og gert mikla lukku. Og það var greinilegt á föstudagskvöldið í Þórs- café, er Annie Bright kom fram í fyrsta sinn á íslandi, að gestir þar kunnu vel að meta söng hennar og skemmtilega sviðs- framkomu. Annie Bright mun syngja í Þórscafé um þriggja vikna skeið. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 „Geislandi björt” — sagði „The Stage” um Annie Bright, sem núsyngurí Þórscafé Nú er verið að byggja tvær hvaialaugar i Sædýrasafninu i Hafnar- firði. Sú stærri er um 300 fermetrar. Hin minni verður 12X12 metrar og verður innangengt á milli þeirra. Kostnaður er áætlaður um 100 milljónir króna. LAUGAVEGI 33 ■ SÍM111508 STRANDGÖTU 37 ■ SÍMI 53762 ara 1975 1978 kr. afslátt af hverri hljómplötu eða kassettu sem verslunin hefur uppá að bjóöa, í tilefni þriggja ára afmælis fyrirtækisins. Þetta af mælistilboð gildir út vikuna.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.