Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30.OKTÓBER 1978
7
Greiddu hvor öðrum falska ef niskaupareikninga:
Rafveitustjórar á
Suðumesjum ákærðir
fyrir fjárdrátt
Rafveitustjórarnir í Grindavik og
Njarövík hafa verið ákærðir fyrir fjár-
drátt, brot i opinberu starfi og hlut-
deild i brotum hvors annars. Hefur
málið verið þingfest fyrir sakadómi
Keflavíkur.
Rafveitustjórarnir eru Helgi H.
Hjartarson í Grindavík og Jóhann
Lindal Jóhannsson í Njarðvík. Þeir
eru sakaðir um að hafa sammælzt um
að búa til falska efniskaupareikninga,
þannig að hvor um sig bjó til reikning
a rafveitu hins sveitarfélagsins og
greiddu siðan hvor öðrum.
Geröist þetta á árinu 1976 og náði
yfir mestan hluta þess árs. Helgi H.
Hjartarson, rafveitustjóri í Grindavík,
er sakaður um að hafa þannig dregið
sér 260.337 krónur og Jóhann
Lindal Jóhannsson í Njarðvik 599.487
krónur. Helgi er einnig sakaður um að
hafa dregið sér andvirði þriggja
ljóslugta, samtals kr. 65.000.
Jóhann Líndal hefur verið endur-
ráðinn rafveitustjóri i Njarðvík og
Helgi Hjartarson hefur til skamms
tíma gegnt starfi rafvcitustjóra í
Grindavik. Þar er um það bil að taka
viðnýrmaður.
Dómari í málinu er Sigurður Hallur
Stefánsson, héraðsdómari í Keflavik.
ÓV.
Anna Moffo ásamt undirleikara sínum Martin Smith og Frank Ponzi eftir fyrri íónleika hennar hér sl. fimmtudag. DB- mynd
Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um tónleika Önnu Moffo:
SÖNGUR OG LEIKUR
Einu sinni hélt ég — og held reynar
enn, að annar hver Íslendingur vilji vera
myndlistarmaður. Nú sýnist mér, sem
afgangurinn vilji vera söngvari.
Helmingur landsmanna syngur í kórum,
aðrir troða upp á einsöngsskemmtunum
— viða um land, eða þá syngja heima
hjá sér við öll möguleg og ómöguleg
tækifæri. Söngvararnir fá sínar stór-
stjörnur engu siður en myndlistarmenn,
— hér er Dali ásamt með Souzay og
Önnu Moffo, með stuttu millibili.
Kannski væri hægt að kúpla þessum
stjörnum saman við tækifæri og búa til
mikið „Gesamtkunstverk”. Og ekki
vantar auglýsingastarfsemina þegar
stjörnurnar birtast, — þær eru allar
hreint og beint frábærar og það versta er
að allt lofið gerir vesæla gagnrýnendur
hrædda.
Nýjar gerðir af
unglingaskrifborðum
60x125
cm
Kr.
54.500.-
70x130
cm
Kr.
35.500.-
60x125
cm
Kr.
75.900
Hringbraut 121 Sími 10600
Sljörnur eru fólk
Hvernig getur Hreinn G. Rýnan,
blaðasnápur á fslandi rakkað niður
það sem New York Times, Herald
Tribune og Izvestija segja vera undur-
samlegt? En stjörnur eru fólk og tekst
misjafnlega vel upp og er misjafnlega
vel fyrir kallað. Hverja tónleika
verður að vega og meta þótt ekki megi
gleyma verðmætum stjarnanna og þvi
sem þær hafa gert best. Undirritaður,
sem er leikmaður i söng og
grammófónleikari, hljóp í skarð og
sótti tónleika önnu Moffo i Háskóla-
bíói í gær. íslendingar virðast bæði sér-
fræðingar í að koma of seint og hósta
á viðkvæmustu stöðum og sökum hins
fyrrnefnda hófust tónleikarnir ekki
alveg á minútunni. Svo sigldi Anna
Moffo inn, glæsileg kona og „díva”
fram i fingurgóma.
Kvefhljóð
Fyrsta lagið var „Tu lo sai”, þú
veist, eftir litt þekktan Itala frá 18. öld,
Torelli, og var það sungiö af mýkt og
lipurð. Sama má segja um lögin úr
hinni „frönsku” óperu Donizettis, „La
Fille du Régi ment," en þó var eins og
ekki væri allt með felldu á efri
skalanum, kvefhljóð kannski, eða
upphitunarvandamál. Lögin eftir
Richard Strauss leysti Anna Moffo af
hendi af áreynslulausu öryggi, en aftur
á móti bar nokkuö á stífni og áreynslu
í ariunum úr hinni lítt þekktu óperu
Verdis, „Stiffelio”, sem að mér vitandi
hefur aldrei verið sett upp, en
inniheldur aftur á móti einstaka
afbragðs-ariu. Undirleikarinn, hinn
snarborulegi og brosmildi Martin
Smith, vaktaöi hvern tón
söngkonunnar eins og fjöregg. Ég er
ekki frá þvi að meira öryggis hafi gætt
í seinni helming tónleikanna. Anna
Moffo virðist hafa sérstaka tilfinningu
fyrir hrynjandi i spænskri tónlist og
fylgir henni eftir (eins og öðru) með
eðlilegum og heillandi leikrænum
tilburðum.
Dillandi
léttir
Uppáhaldsverk min af þessum
tónleikum voru samt söngvararnir frá
Auvergne, — dillandi léttir, fullir af
flúri og gleði og þar fór La Moffo á
kostum. Áheyrendur margir gerðu sér
far um að hósta undir. Er ekki hægt að
ætlast til þess að fólk búi sig undir
tónleika með þvi að drekka hóstasaft?
Síðasti hluti tónleikanna var helgaður
tveimur óperum, „Adriana
Lecouvreur” eftir hinn lítt þekkta
Spánverja, Francesco Cilea og
„Stúlkurinni úr Villta vestrinu" eftir
Puccini. Túlkun önnu Moffo á hinu
fyrra var hrifandi, en aftur hrikti ofur-
lítið í stoðum síðari ariunnar, tónar,
voru ekki hreinir og aftur bar á
áreynslu. Sjálf er þessi ópera elskuleg-
asta bull, en inniheldur nokkrar góðar
ariur.
Meiri
fylling
Menn fögnuðu ákaft i lokin og
söngkonan kvaddi okkur með tveim
aukalögum, úr „La Bohéme” og siðan
hefur hún líklegast verið drifin inn í bíl
til að ná flugi heim kl. 5.30. Þetta var
upplifun sem ekki gleymist! — en ég
var um stund að velta fyrir mér
harkalegri gagnrýni nokkurra
söngvara íslenskra á fyrri tónleika
„dlvunnar”, fór svo heim og setti á
upptöku hennar af „La Traviata” sem
er nokkura ára gömul. Var það
misheyrn min, eða var meiri fylling og
lipurð í rödd hennar, áður fyrr? Ég er
ckki frá því, en ég er bara leikmaður
og grammófónleikari. -A.I.
tommu
meö fjarstýrinqu
Æm\J aðeins kr. 467 þús. Til afgreiðslu STRAX.
Erum að fá sendingu af 22 tommu — takmarkað magn — verð ca kr.
395.000.-
Snertírásaskiptírtg — spennuskynjari — in-iine myndlampi — katt
kerfi 2 — möguleiki fyrir p/ötu — og myndsegu/band — Aðeins 6
einingar í stað 14 sem eru í öðrum tækjum sem auðve/dar aiia
þjónustu — stór hátaiari sem gefur skýrt hijóð
RANK—MERKIÐ ER HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA
SJÖNVARP og RADÍÓ, Vitastíg 3. Sími 2574t>.