Dagblaðið - 30.10.1978, Side 10

Dagblaðið - 30.10.1978, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÖBER 1978 Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdaatjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jön Birgir Pétursson. RitstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rítstjómar. J6- hannos ReykdaL íþróttir HaUur Símonarson. Aöstoflarfréttastjórar Adi Stsinarsson og Ómar ValdF marsson. Menningarmál: Aflabteinn IngóHsson. Hnndrit Ásgrimur Páisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, EBn Afcerts dóttir, Gisnur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónssoti, HaUur Hailsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristínsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur BjamleHsson, Hörflur VUhjálmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Pormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaidkeri: Práinn PorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeUd, auglýsingar og skrristofur Pverholti 11. Aflabimi bbflsins er 27022 (10 linur). Áskrrit 2400 kr. á mánufli inrpnlands. I busasölu 120 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: HHmir hf. Slflumúto 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Osturínn minnkar enn Fjárlagáfrumvarpið nýja er eins og /5 önnur slík frumvörp á þessum áratug gott dæmi um, hvernig apinn í sögunni skipti ostinum milli músanna tveggja, sem ekki gátu komið sér saman um skiptinguna. JQNAS KRISTJANSSON Þær báðu apann vera dómara og skipta ostinum jafnt milli þeirra. Hann beit ostinn í tvo hluta og sá, að annar var stærri. Til að leita jafnvægis beit hann af stærri hlutanum og át. Þá kom í ljós, að hlutinn, sem áður var stærri, var nú orðinn minni. Apinn beit því og át af hinum hlutanum. Síðan gekk þetta koll af kolli. Alltaf minnkuðu hlutarnir, en aldrei náðist jafnvægi. Að lokum voru hlutarnir orðnir svo litlir, að ekki tók því að skipta þeim frekar. Apinn tók þá upp í dómara- laun, strauk magann og hvarf, en mýsnar sátu eftir með sárt ennið. Ríkisvaldið situr jafnan í dómarasæti yfir atvinnu- vegum og launafólki, sem deila um skiptingu þjóðarkök- unnar. Ríkisvaldið þykist jafnan vera að leita jafnvægis, sem tryggi heilbrigðan rekstur atvinnuveganna og batn- andi lífskjör launafólks. í hvert sinn.sem nýtt fjárlagafrumvarp lítur dagsins ljós, sést, að dómarinn er fyrst og fremst að fita sjálfan sig á skiptingunni. Á hverju ári dregur hann til sín stærri hluta af þjóðarkökunni. Afleiðingin er sú, að of lítið verður afgangs til skipt- anna milli atvinnuvega og launafólks. Því eykst spennan milli þeirra og ríkið fær aukna ástæðu til að setjast í dómarasæti. Þannig gekk í tíð vinstri stjórnarinnar, sem ríkti frá 1970—1974. Þannig gekk líka í tíð helmingaskipta- stjórnarinnar, sem rikti frá 1974—1978. Og fyrsta fjár- lagafrumvarp hinnar nýju vinstri stjórnar bendir til, að á þann hátt verði áfram skipt. Fjárlagafrumvarpið, sem lagt verður fyrir alþingi þessa dagana, er vont frumvarp. Niðurstöðutölur þess eru of háar. Það gerir ráð fyrir, að ríkisvaldið þenjist enn út á kostnað skjólstæðinga sinna. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að ríkið auki skattheimtu sína umfram verðbólgu. Það þýðir, að skattgreiðendur gera meiri launakröfur til atvinnuveganna, sem gera meiri kröfur til hækkaðs verðlags og lækkaðs gengis. Þannig hefur vítahringurinn snúizt í átta ár með vaxandi hraða. Þannig hefur ríkisvaldið staðið fyrir hinni hrikalegu verðbólgu þessa tímabils. Og þannig hefur ríkið grafið undan hornsteinum efnahagslífsins. Upphaflega er nýja fjárlagafrumvarpið samið á vegum Matthíasar Á. Mathiesen, fyrrum fjármálaráðherra. Eins og venjulega mótast það af takmarkalítilli ósk- hyggju embættismanna þeirra, sem leggja fram fjárlaga- tillögur á sínum sviðum. Tómas Árnason hefur ekki treyst sér til að krafsa neitt utan af þessari óskhyggju. Hann hefur ekki heldur nennt að hafa samráð við leiðtoga samstjórnarflokkanna um málið, enda kannski lítið á slíku að græða. Sjónarspil er að fylgjast með endurteknum mótmæla- göngum þingmanna á fund ráðherra, fyrst þegar frum- varpið fór í prentun og síðan þegar það kom úr prentun. Þvarg þetta hefur ekki haft hin minnstu áhrif á Tómas og kerfið. Frumvarpið heldur sinni Matthíasarmynd. Sjónarspilið og samgönguerfiðleikarnir milli ríkis- stjórnarflokkanna mega þó ekki skyggja á þá staðreynd, að fjárlagafrumvarpið er vont. Með þvi er ríkisstjórnin enn að éta ostinn almennings. ICELANDIC Ég held aö fáir landsmenn geri sér grein fyrir því, hve fisksölustarfsemi íslendinga, hérna í henni Ameríku, er umfangsmikil og mikilvæg. Feikn mikið hefir verið unnið, allt frá brautryðjendastarfi Jóns Gunnars- sonar upp úr seinna stríðinu — og fram á þennan dag. Bæði dóttur- fyrirtækin, Sölumiðstöðvarinnar og Sambandsins, eru stöndug og vel rekin og njóta þau virðingar og trausts á fiskmarkaði hér. Þvi ber ekki að neita, að stundum hefir rikt afbrýði og jafnvel óvinátta milii móðurfyrirtækjanna á Fróni sem og einnig dætranna i USA, en nú held ég megi segja, að friður og spekt ríki, þótt eðlileg samkeppni á markaönum hleypi stundum kappi í kinn. Veitist með þessu móti visst aðhald, sem tryggir að hæsta verð fáist á hverjum tíma fyrir afurðirnar. Það er þó eitt, sem valdið hefir miklum ruglingi hér vestra meðal viðskiptavina og annarra, sem verzla með islenzka fiskinn. Hér er um að ræða nöfn fyrirtækjanna og vörumerkja þeirra. Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvarinnar heitir Coldwater (íslenzku blöðin kalla það oft Gold- water!) Seafood Corporation og er. aðalvörumerki þess „Icelandic”. Fyrirtæki Sambandsins heitir nú Iceland Seafood Corporation og notar það vörumerkið „Samband of Iceland.” Ruglar þetta ykkur? Hvað þá með útlendingana? AFHVERJU VÍSITALAN HEFUR BRUGÐIZT Sjálfvirk tengsl launa og verðlags hafa verið við lýði á íslandi siðan 1939. Allar rikisstjórnir hafa með einum eða öðrum hætti reynt að krukka i visitöluna og mýkja áhrif hennar. Vísitalan hefur hins vegar aðeins einu sinni verið tekin alfarið úr sambandi. Það gerði Viðreisnar- stjórnin svokallaða á árunum 1960 til 1964. Sagan sýnir að lífskjörin versnuðu ekki og svigrúm til hag- stjórnar jókst. Hins vegar var verka- lýðshreyfingin tortryggin á stjórnina og svaraði fyrir sig með því að semja til styttri tíma. Hins vegar má fullyrða að þó svo vísitalan og tenging hennar við laun framkalli bætt lifskjör þegar til skamms tíma er litið, þá dregur hún lífskjör niður þegar til lengri tíma er litið. Þetta eru einfaldar staðreyndir. Sennilegt má telja að laun hækki um 10 til 15 af hundraði 1. desember næstkomandi hafi ekki náðst sam- komulag um skynsamlegri skipan mála fyrir þann tíma. Nær víst má telja að þá fer öll hringrásin af stað aftur, fiskverðið hækkar og siðan gengisfelling. Við óbreyttar aðstæður fær enginn mannlegur máttur stöðvað þessa þróun. Þetta þýðir einfaldlega að veröbólguhjóliö mun snúast áfram. Félagslegar umbætur og raunveruleg framþróun lifskjara situr á hakanum meðan gliman um krónuna heldur áfram. Verðbólgan gossar áfram með sinum venjulegu einkennum: þeir dafna sem eiga aðgang að lánsfé, meðan hinir sem spara og ekki eiga aðgang að lánsfénu sitja eftir. Sagan Við verðum að horfa á visitöluna og notkun hennar i sögulegu samhengi. Þegar þessu kerfi var komið á laggirnar I upphafi síðari heims- styrjaldar, þá taldi verkalýðs- hreyfingin, sem einasta hafði haft mjög takmarkaðan aðgang aðríkis- valdinu, sig vera að glíma við fjand- mann sinn. Þá voru lifskjör mikils fjölda fólks við nauðþurftastig. Það var þess vegna eðlilegt að verkalýðs hreyfingin vildi tryggja hagsmuni um- bjóðenda sinna gagnvart rikisvaldinu með því að binda kaupgjald við hækkað verðlag. Þetta var nauðvöm þeirra sem höfðu bitra reynslu af þvi að vera undir. Þá vógu nauðþurftir þungt í venjulegri neyzlu, þjónusta og „lúxus” voru hins vegar léttari á vog- arskálunum. Siðan þetta var hefur samfélaginu fleygt fram í hinum ytri efnahagsmálum, og þakka skyldi þvi. Kjarabarátta snýst ekki um nauð þurftir i sama skilningi og húp. gerði árið 1939. Og í Ijósi breyttra aðstæðna er eðlilegt áð menn endurmeti grund- vallarstjórnaraðferðir i efnahagslífi. Visitölubinding launa orsaka. það einfaldlega, að við fáum fleiri krónur fvrir vinnuna sem við vinnum, síðan hækkar þjónustan sem við kaupum um' sama hlutfall. Þá verður dýrara að lifa, launin hækka. Verðlag bólgnar. Þetta er verðbólga, og samt hefur engin verðmætaaukning átt sér stað. Þetta væri svo sem skaðlaust, ef ekki ættu sér stað stjórnlausar eigna- tilfærslur i skjóli þessarar sömu verðbólgu, þar sem fjármagn er afhent á gjafakjörum til þeirra sem eru i aðstöðu til þess að taka við því. Og eina ferðina enn, þá er það ekki lág- launafólkið i landinu sem hefur aðstöðu til þess að hagnast á braskinu. Það er eðli sögunnar að umhverfi breytist og þess vegna allar áherzlur. Dæmi um þetta getur verið skatt-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.