Dagblaðið - 30.10.1978, Side 13

Dagblaðið - 30.10.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 13 ÞAÐ VAR ÞRENNT í ÞVÍ —fyrsti snjórínná Ekki er ráð nema i tima sé tekið. Lappað upp á Ijósabúnaðinn fyrir veturinn. Það er alltaf mikil tilbreyting þegar fyrsti snjórinn fellur á haustin. þótt skiptarskoðanir séu um ágæti hans. Yngstu börnin sem sáu snjó i fyrsta skipti á laugardaginn urðu ýmist smeyk eða töldu sig hafa komizt í ómælt magn rjómaíss. Heldur eldri krakkar fóru að gera snjókerlingar og stálpaðir krakkar hófu ofsafengið snjókast. Fullorðna fólkið ýmist naut þess að horfa á fegurð snjósins, einkum á grein- um trjáa, fór að hugsa með tilhlökkun til skíðaferða eða bölvaði hressilega yfir sumardekkjunum undir bílnum. Hörður Ijósmyndari DB fór á stjá í fyrsta snjónum suðvestanlands i vetur og tók þessar myndir. -G.S. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir ef tir vitnum Á föstudagskvöldið var bifreið stolið í Reykjavík og henni síðan velt rétt austan við Þjórsá. Er bifreiðin ónýt. í bilnum munu hafa verið tveir pilt- ar, 17—19 ára gamlir. Eftir veltuna voru þeir teknir upp í vörubifreið, sem flutti þá langleiðina að Hellu á Rangárvöllum. Siðan sást til piltanna þar sem þeir veifuðu bilum á vestur- leið og er álitið að þeir hafi farið á puttanum til Reykjavíkur. Lögreglan á Hvolsvelli leitar nú að þeim ökumanni sem flutti piltana til Reykjavíkur og óskar að komast í samband við hann. Piltamir voru á svipuðum aldri, 17—19 ára, eins og fyrr segir. Annar var fremur lágvaxinn, ljóshærður og breiðleitur. Hinn var stærri og með dökkt hár. Það mun hafa verið eftir kl. 01.30 aðfaranótt laugardagsins, sem þeir fengu far til Reykjavíkur. Bifreiðin sem stolið var í Reykjavik og siðan velt, var Cortina, appelsínurauð á lit, með skrásetningarnúmerinu R— 52781. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið vinsamlegast hafi samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 99— 5227. ÓV. Þingvallasveit: Skotið á bifreið rjúpnaskyttu Rjúpnaskytta i Þingvallasveit varð fyrir því, að skotið var á bíl hennar meðan hún gekk til rjúpna. Er maðurinn kom til baka úr rjúpna- leiðangrinum voru rúðurnar brotnar í báðum framhurðum bíls hans þar sem hann stóð undir Ármannsfelli. Var greinilegt að skotið hafði verið i gegn- um bilinn þannig að rúðurnar mölbrotnuðu. Kærði hann atburðinn til Selfosslögreglunnar um kl. 16.30 á fimmtudaginn. Trén „laufguðust” fagurlega eftir að hafa nýlega fellt sumarlaufið. Snjókerlingasköpun og snjókast urðu að iþróttum dagsins. Ríkisstjórn- in varð að „lúffa” í gos- drykkja- og smjör- líkisstríð- inu Ríkisstjórnin hefur látið undan öl-, gosdrykkja- og smjörlíkisframleiðendum um viðbótarhækkun á fram- leiðsluvörum þeirra. Hefur þar með verið staðfest samþykkt verðlagsnefndar frá 18. októbersl. Hefur þetta i för með sér 25% hækkun á öli, gosdrykkjum og smjörlíki og má búast við að þessar vörur vprði til í verzlununum strax í byrjun vikunnar, en nokkuð hefur borið á skorti á þeim að undanförnu. 1 frétt frá rikisstjórninni um málið segir að sáttatilraunir hennar hafi engan árangur borðið, iðnrekendur hafi tokað af- greiðslum verksmiðja sinna og yfir hafi vofað atvinnuleysi mörg hundruð manna. Þvi hafi ríkisstjórnin ekki séð sér annað fært en að staðfesta viðbótar- hækkunina. GM-Vetrarþjónusta CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL 1. Mótorþvottur 2. Rafgeymasambönd hreinsuð 3. Mæling á rafgeymi og hleðslu 4. Skipt um loftsíu 5. Skipt um platínur 6. Skipt um kerti 7. Viftureim athuguð 8. Kúpling stillt 9. Kælikerfi þrýstiprófað 10. Skipt um bensínsíu í blöndungi 11. Frostþol mælt 12. Mótorstilling 13. Öll Ijós yfirfarin og aðalljós stillt 14. Hemlarreyndir 15. Stýrisbúnaður skoðaður 16. Rúðuþurrkur og sprauta athuguð Verð: 4 strokka vél kr. 20.549.— 6 strokka vél kr. 22.488.— 8 strokka vél kr. 24.186.— Gildir 9/10—7/72 Efni, sem innifalið er í verði: Kerti, platínur, frostvari, bensínsía og loftsía SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 -GAJ •ÓV.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.