Dagblaðið - 30.10.1978, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30.OKTÓBER 1978
V
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þess
aö frelsi geti viðhaldist
í samfélagi
Lífið er erfitt. Veðrið er leiðinlegt
og við sjáum fram á langan, dimman
og kaldan vetur. Og allt er svo dýrt.
Bæði maturinn og brennivínið. Og
húsnæðið.
Þess vegna urðum við heidur en
ekki hissa þegar við höfðum samband
við hjúskaparmiðlara, sem auglýsti hjá
okkur. Það kostar þá ekki nema sex
þúsund krónur að skrá sig hjá honum i
,von um lífsförunaut. Tvö þúsund
krónur í viðbót, ef varanleg kynni
takast.
— Að fá traustan karlmani) til ásta
fyrir átta þúsund krónur, það verða
að teljast kostakjör!
Og við stóðumst ekki freistinguna
að athuga málið betur.
Manneskjan þolir
ekki einveru
Það er Kristján Jósefsson, sá sem
áður rak Íslenzka dýrasafnið og
frægur varð af viðskiptum sínum við
skattyfirvöldin i því sambandi, sem
rekur þessa starfsemi í Breiðfirðinga-
búð, sími 26628.
— Ég byrjaði á þessu fyrir svo sem
fjórum árum, mest af því ég þekkti svo
mikið af einmana fólki. Og ég hafði séð
margar harmsögur, sem áttu rót sína
að rekja til þess, að fólkið hafði engan
félagsskap. Það er áreiðanlega alveg
rétt, sem stendur i biblíunni: „Ekki er
gott að maðurinn sé einn.” Manneskj-
urnar eru einu sinni þannig, að þær
þurfa hver á annarri að hala. Einveran
er þeim bæði óhoil og hættuleg.
Og ég hef hjálpað upp á marga.
— Hverjir leita helzt til þín?
— Það er fólk af öllum stéttum. Fleiri
karlar en konur. En ég sinni ekki þeim,
sem óska eftir skyndikynnum í stuttan
tima eða eru með leikaraskap. Þeir
sem ég er að vinna fyrir eru aðeins þeir
sem vilja kynnast heiðarlegu fólki og
eignafólki með traustan félagsskap
fyrir augum.
Ýmsir giftir menn hafa leitað til
mín, en ég hef orðið að segja þeim eins
og er, að þeim get ég ekkert hjálpað.
Giftar konur koma líka og segja
sögu sina ekki slétta: „Maðurinn minn
er drykkjumaður. Ég á erfitt með að
búa með honum. Geturöu ekki fundið
mér nýjan?”
En það er ekki hægt. Ég get ekki
hjálpað nema þeim, sem ógiftir eru.
Fyrst er að út-
ffylla skýrslu
Þeir sem leita til Kristjá'ns í von um
vinning í happdrætti ástaritjnar útfylla
-
Við töluðum við
mannogkonu sem
höfðu góða
reynslu:
T raustur elskhugi
eða ástmey fyrir
8000 krónur
Hjúskaparmiðlun í Breiðfirðingabúð við Skólavörðustíg
Ég hefði
ekki
valið
betur
sjálf
Þau voru bæði orðin nokkuð
fullorðin og sennilega hafa þau margt
reynt á lifsleiðinni, en hittust í fyrsta
skipti fyrir sex mánuðum fyrir tilstilli
hjúskaparmiðlarans Kristjáns Jósefs-
sonar og hafa búið saman síðan og eru
Ijómandi lukkuleg.
—1 tauninni bjóst ég ekki við að vera
svona heppin, segir konan. — Kristján
kynnti mig nefnilega fyrir öðrum
fyrst, en sá maður var ekkert fyrir mig,
svo ég sagði við Kristján, að hann
skyldi bara sleppa þessu, það þýddi
ekki neitt og ég var alveg hætt við allt
saman. En nokkru síðar hitti ég
Kristján á götu, og þá segir hann við
mig: „Ég hef hérna mann, sem ég held
að muni alveg passa fyrir þig. Það er
hálfgerður hjónasvipur með ykkur.
Nú, ég lét tilleiðast að heilsa upp á
manninn og síðan höfum við bara
alltaf verið saman.
Og ég er reglulega ánægð. Ég hefði
ekkert valið betur sjálf.
Maðurinn tekur í sama streng:
„Það er mikill fengur í góðum félaga,"
segir hann og iðrast greinilega einskis.
Við spyrjum hann, hvert sé álit
hans á hjúskaparmiðlaranum
Kristjáni.
— Fyrir mina parta held ég að hann
sé nokkuð ábyggilegur. Hann leitar sér
upplýsinga, hvort fólkið passar saman.
Og ég veit um tvenn hjón, sem hafa
kynnzt með hans hjálp.
Fyrir sjálfan mig segi ég, að hann
þjónustaði mig ágætlega, blessaður.
hjá honum skýrslu með helztu
upplýsingum um sjálfa sig. Fyrir utan
nafn og aldur eru ýmis atriði eins og
heilsufar, efnahagur og áhugamál. Þá
lætur fólk þess getið hvort það er frá-
skitiö eða i ekkjustandi, hversu mörg
böm það á, hvort það er reglusamt, og,
sé þess óskaö, hvort sakavottorðið er
hreint. Sérstakar óskir má nefna, svo
og sérstakar kvartanir. Loks er mynd.
Fyllstu þagmælsku er heitið,og við
fengum ekki að sjá nema bókina, sem
skýrslurnar eru geymdar í.
— En fólki sem kemur i fullri alvöru
og borgar sex þúsund krónur sýni ég
fyrst helztu atriði nema nafnið og
myndina. Ef því lízt á þetta, fær það
að sjá myndina. Og sé þá áhugi enn
fyrir hendi hef ég samband við þann
sem skýrslan er um. Ef honum eða
henni lizt vel á fá þau símanúmerið
hvort hjá öðru og hringja sig saman
En ég fæ tvö þúsund krónur hjá hvoru
gegn kvittun.
Stundum lízt þeim ekkert hvort á
annað þegar þau hittast og þá fá þau
tvö þúsund krónurnar til baka. Eða
geyma þær hjá mér upp á framtíðina.
Oft er það ekki fyrr en I öðru eða
þriðja sambandi, sem rétta parið
myndast.
— Hvaða aldur leitar mest til þín?
— Það er misjafnL Margt er það eldra
fólk, sem vill byrja nýtt líf, nýjan
kafla í ævinni. Svo eru þó nokkrir
bændur, sem leita til mín. Það vantar
víða kvenfólkið í sveitirnar, ég held
það væri alveg nauðsynlegt að flytja
inn þó ekki væri nema svo sem fimm
konur á ári til þeirra. Enn hef ég
stundum getað hjálpað ungum
ófrískum stúlkum sem litla fyrir-
greiðslu hafa fengið hjá félagsmála-
stofnun bæjarins. Ég hef getað hjálpað
þeim að kynnast karlmönnum, sem
hafa átt góðar íbúðir.
Ekki tjaldað
til einnar nætur
hvössímáli.
Á leiðinni til hennar hafði biðillinn
1
nefnilega farið i Ríkið í staðinn fyrir
að fara i þrifabað. -IHH.
Það kemur fyrir, að menn geri sér
rangar hugmyndir um starfsemi
Kristjáns. Eina nótt, þegar hann var
að koma heim af átthagamóti, stóð
drukkinn maður fyrir utan dyrnar hjá
honum og barði ákaft upp á.
„Að hverjum ertu að leita?” spurð
Kristján.
Ég ætla að ræsa hér mann, sem
getur látið mig hafa konu til morguns.
En ég skal sleppa henni, svo hún geti
verið klár til vinnu klukkan átta í
fyrramálið.”
„Hvernig heldurðu þú getir fengið
hana hér?”
„Þær sögðu mér það, stúlkurnar í
Ingólfskaffi.”
Kristján kynnti sig nú og útskýrði
fyrir manninum hvernig fyrirtæki sitt
væri rekið. Hann baðst þá afsökunar,
kvaddi og fór leiðar sinnar, bölvandi
frammistöðustúlkunum i Ingólfskaffi.
Og stundum verða mistök, þótt
meiningin sé góð. Það er nú einu sinni
svo, að kynferðislífið snertir viðkvæm-
ustu taugar bæði karls og konu. Eitt
sinn að hallandi degi kom verka-
maður, sem var á skýrslu Kristjáns, og
ekki hafði nema ærlegt bónorð í huga,
upp í Breiðftrðingabúð. Hann kom
beint frá erfiðisvinnu, í vinnu-
gallanum.
„Hún býst við þér í kvöld,” sagði
Kristján. „En þú verður að fara heim
og raka þig og skipta um föt.”
Maðurinn lofaði öllu fögru.
En daginn eftir hringdi konan, sem
hann átti að heimsækja, og var heldur
-V
hREVRLL
Simi 8 55 22