Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 17
HART BARIZT UM BOI.TANN. Ingi Stefánsson nær aö slá boltann frá körfunni en i hendur ÍR-ings. Frá vinstri á mynd- inni er Bjami Gunnar. Dirk Dunbar i baksýn, Erlendur Markússon, Jón Jörundsson, Poul Stewart, Ingi Stefánsson og milli fóta hans sér i Jón Héðinsson. DB-mynd Hörður. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 ÖRUGGUR SIGUR MEISTARA KR GEGN ÞÓR Á AKUREYRI — í urvalsdeildinni í körffu, 82- KR sigraði Þór næsta auðveldlega i iþróttaskemmunni á Akureyri í úrvals- deildinni í körfu í gær, 82—54. Leikurinn var næsta fáum áhorfendum litil skemmtun á Akureyri — hvorugt lið náði sér nokkurn tima á strik, spcnna i lágmarki — til þess voru yfirburðir íslandsmeistara KR of miklir, ef undan er skilinn fyrri hluti fyrri hálfleiks. KR-ingar byrjuðu mjög vel á Akur- eyri, komust i 8—0 en Þórsarar börðust vel, náðu að jafna 15—15 og komast síðan yfir 17—15 en það var lika i eina skiptið i leiknum að Þór var yfir. Jafn leikur framan af, 22—25, en þá skildi með liðunum. KR-ingar náðu 13 stiga forustu fyrir hlé, 37—24. Yfirburðir KR voru algjörir i síðari hálfleik. án þess þó að KR næði sér á strik. Lokatölur urðu þvi 82—54 og greinilegt að framundan er erfiður vetur hjá Þór. Fall i 1. deild sýnist næsta óhjá- íþróttir kvæmilegt. Breiddin í liðinu er allt of lítil, mikið lagt á herðar Mark Christian sen, Bandaríkjamannsins, og í gær bar næsta litið á honum, náði sér aldrei á strik. „Gamli maðurinn í liði KR, Einar 54ígær Bollason, var beztur KR inga. skoraði 25. stig — hitti mjög vel. John Hudson skoraði 19 stig. Jón Sigurðsson 10, óvenju slakur. Kolbeinn Pálsson skoraði 11 stig. Gunnar Jóakimsson 6, Kristinn S'tefánsson 5 og þeir Birgir Guðbjörns- son. Eirikur Jóhannsson og Björn Björg- vinsson skoruðu 2 stig hvcr. Mark Christiansen var stigahæstur Þórsara, með 18 stig. en Birgir Rafnsson var mjög sterkur. skoraði 13 stig. Jón Indriðason skoraði 10 stig. Þröstur Guö johnsen 6 og Sigurgeir Haraldsson 3 stig. Þeir Hörður Ti',r -ms og Kristbjörn Albertsson dæmd . my'u v>1 - St.A. Ekkert stig ÍS fyrstu 9 mínútur s.h. —og þar lagði ÍR grunn að sigri í úrvalsdeildinni íkörfunni, 78-75 Á níu fyrstu mínútum siðari hálflciks gerðun stúdentar enga körfu. And- stæðingar þeirra í gær i leiknum í úr- valsdeildinni gerðu aftur á móti tuttugu stig á sama tíma. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af siðari hálfleik var staðan 70 gegn 54 fyrir ÍR og sannast sagna höfðu stúdentar þá ekki náð að sýna Öruggur sigur meistara Fram íslandsmeistarar kvenna, Fram, unnu auðvcldan sigur á Breiðablik i 1. deild kvenna á laugardag, 11—3. Breiðablik skoraði aðeins tvö mörk i fýrri hálfleik gegn sjö mörkum Fram. Og uppskera Breiðabliks í siðari hálfleik var enn rýrari — aðeins eitt mark, og því öruggur sigur Fram, 11—3. Fram tirðist nú hafa yfirburðalið i 1. deild, án þess þó að vera sterkara en siðustu ár nema siður sé. Markhæst Framara var Jenný með 5 mörk. Haukarunnu á Akureyri Haukar sigruðu Þór 13—9 i 1. deild kvenna á Akureyri um helgina. Þór komst í I—0 en síðan ekki söguna mcir — sex mörk Hauka fylgdu i kjölfariðog þau skópu sigur Hauka. Annars virkuðu liðin jöfn á velinum, en Haukar nýttu sin færi betur. Halldóra Mathíesen skoraði mest fyrir Hauka, 4, en Soffía Hreinsdóttir mest fyrir Þór — 3 mörk. - St.A. neitt sem réttlætti veru þeirra í úrvals- deildinni. Er þá átt við siðari hálfieik. I fyrri hluta leiksins brá fyrir góðum köflum í leik þeirra. Bjarni Gunnar átti þá góða spretti, aftur á móti var hann al- veg hcillum horfinn í síðari hálfleik og svo virtist sem lok hefði verið dregið fyrir körfu ÍR-inga þegar Bjarni var í skotfæri. Dirk Dunbar var venju fremurróleg- ur i leiknum. Var reyndar i góðri gæzlu Kolbeins Kristinssonar. Verður það til dæmis að teljast til tíðinda að Dunbar gerði aðeins sex stig í fyrri hálfleik. Hann átti aftur á móti að venju mikið af góðum sendingum til samherjanna. Fyrri hálfleik lauk eins og áður sagði þannig að ÍS var með 48 stig og lR með 42 stig. ÍR-ingar áttu í ýmsum erfiðleikum i vörninni, sem þeim tókst að bæta úr i byrjun síðari hálfleiks og var vörn þeirra mjög þétt alveg fram yfir miðjan hálf- leikinn. þegar töluvert los komst á leik þeirra. Jón Héðinsson brauzt í gegn þegar ein og hálf minúta var til leiksloka og þá var munurinn ekki nema níu stig fyrir ÍR, 76—67. Stewart breytti stöðunni í 78— 67 en Jón var ekki af baki dottinn og kom muninum aftur niður í niu stig. lR- ingar missa boltann nær strax aftur og Bjarni Gunnar og Ingi Stefánsson koma stigum stúdenta í 71. Enn missa ÍR- ingar boltann strax aftur og hinn eld- snöggi Jón Oddsson brunar fram. Brotið er á honum undir körfu. Hann fær víti og þrjú skoL Skorar úr tveimur og staðan orðin 78—73 fyrir lR. Munurinn aðeins fimm stig. En því miður fyrir stúdenta aðeins fimmtán sekúndur eftir til leiks- loka og þó Jón Oddsson eigi lokaorðið með langskoti beint i körfuna þá er sigurinn ÍR, 78—75. ÓG KR-SIGUR EINNIG í HANDBOLTANUM — þegar Þór og KR léku í 2. deild KR sigraði Þór 20—18 i 2. deild íslandsmótsins á Akureyri um helgina. Það sem setti mest mörk á leikinn var slök dómgæzla þeirra Hjálms Sigurðs- sonar og Gunnar Steingrímssonar — ákaflega slakir dómarar og þurfti að ganga morði næst svo þeir dæmdu. KR-ingar byrjuðu mjög vel, komust i 8—3 i upphafi og virtust stefna i öruggan sigur. örn Guðmundsson var góður í marki KR, en skot Þórs ef til vill ekki erfið viðureignar. En Þórsarar náðu sér smám saman á strik, og leikurinn hélzt í jafnvægi. Staðan í leikhléi var II—7 KR í vil. Þórsarar söxuðu á forskot KR í síðari hálfleik en hinn slæmi kafli i upphafi reyndist liðinu dýrkeyptur — KR-sigur 20—18. Sigtryggur Guðmundsson skoraði flest marka Þórs, 6, og Sigurður Sigurðsson 4, Hjá KR skoraði Björn Pétursson 8—5 víti. -St.A. Stjarnan vann KA Stjarnan sigraði KA 21—17 i 2. deild íslandsmótsins i Garðabæ á föstudags- kvöldið. Mikilvægur sigur Stjörnunnar undir stjórn Viðars Simonarsonar lands- liðsþjálfara gegn KA Akureyri, en þar þjálfar nú Birgir Björnsson fyrrum formaður landsliðsnefndar HSÍ. Það var fyrst og fremst stórgóð byrjun Stjörnunnar, er skóp sigur liðsins, komst i 11—2 og siðan 15—4. En KA náði sér á strik án þess þó að ógna sigri Garðbæinga. Þeir Magnús Teitsson og Gunnar Björnsson voru atkvæðamestir hjá Stjörnunni en hjá KA bar mest á Jóni Haukssyni. Jafntef li FH og Víkings Víkingur kom á óvart i Hafnarfirði i 1. deild kvenna i handknattleik með því að ná jafntefli gegn FH — einu af topp- liðunum í fýrra. Raunar voru Víkings- stúlkurnar kornungu nær sigri, höfðu 2 mörk yfir i lokin, en FH náði að jafna á lokamfnútunum, 13—13. FH hafði yfir i leikhléi, 8—7, en Vlk- ingsstúlkurnar voru mjög ákveðnar i síðari hálfleik og komust f 12—10 og sfðan f 13—11 en FH náði að minnka muninn i lokin. Markhæst FH-inga var Kristjana Aradóttir með 6 mörk en Ing- unn Bernódusdóttir skoraði 4 mörk fyrir Vfking. TISTÆKIN FAIÐ BÆKLINGA VERÐ J.L. HUSIÐ REYKJAVlK / STYKKISHÓLMI INGA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.