Dagblaðið - 30.10.1978, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30.OKTÓBER 1978
driðason, nr. 9, reynir að stöðva sendingu Jóns Péturs á Steindór Gunnarsson, nr. 7.
DB-mynd Hörður.
í uppgjöri
urrisanna
jöf n 22-221 Laugardalshöll
bæði lið gátu eftir atvikum sætt sig
við þó auðvitað Valsmenn hljóti að naga
sig í handarbökin að hafa glatað niður
góðu forskoti. Valsmenn virkuðu sterk-
ari í fyrri hálfleik, og framan af síðari
hálfleik. En þeir gáfu síðan eftir í vörn-
inni, auk þess sem markvarzla Ólafs
Benediktssonar var ekki eins góð og
áður, var þreyttur. Ólafur hvíldi —
ungur nýliði kom inn á, en náði sér ekki
á strik. Þorbjörn Guðmundsson átti
stórleik í liði Vals, gífurlega sterkur leik-
maður, og reynsla þeirra Jóns H. Karls-
sonar og Stefáns Gunnarssonar var
liðinu drjúg. Valsliðið virkar sterkara í
Göppingen
vann
Göppingen lagaði stöðu sina i Bundes-
ligunni i handknattleiknum i Vestur-
Þýzkalandi um helgina, þegar liðið
sigraði Nettelsted á heimavelli 18—17 i
spennandi leik. Dankersen sigraði Rint-
heim i Minden með 22—18. Axel Axels-
son skoraði fimm mörk I leiknum og
Ólafur H. Jónsson þrjú. Hofweier
sigraði Grambke 17—13 og heldur
forustu sinni I deildinni ásamt meisturum
Grosswallstadt, sem vann Hiittenberg
19—16. Björgvin Björgvinsson lék lltið
með Grambke — var veikur í siðustu
viku. Nánar verður sagt frá leikjunum i
sjöundu umferð i handboltapunktum
Axels og Ólafs siðar f vikunni.
vetur en er liðið hreppti Islandsmeistara-
tignina, sterk heild undir stjórn Hilmars
Björnssonar.
Víkingar voru nálægt sigri — eftir að
hafa á tímabili virzt stefna í ósigur.
Barátta í liðinu framan af var í lágmarki,
og þeir reyndu að taka einn Valsmann
úr umferð. Það tókst ekki, og það var
ekki fyrr en þeir hættu þvi — um miðjan
síðari hálfleik að vörnin þéttist og mark-
varzla Kristjáns Sigmundss., var með
flensu, batnaði. Páll Björgvinsson átti
stórleik í síðari hálfleik og beinlínis
bjargaði stigi í höfn fyrir Víkinga, hélt
spilinu gangandi og skoraði falleg mörk
— eins og honum einum er lagið eftir að
hafa leikið á vörnina. Viggö Sigurðs-
son var óvenju atkvæðalítill. Greini-
legt að hann gat ekki beitt sér vegna nef-
brots er hann hlaut I viðureign Vikings
og HK. En liðið óx er á leikinn leið,
baráttan meiri, ákveðnin meiri og stig
bjargaðist í hús — stig er virtist glatað á
tímabili.
Dómarar voru þeir Gunnlaugur
Hjálmarsson og Kristján Örn. Þeir ráku
3 Valsmenn út af — engan Víking.
Dæmdu fjögur viti á Víking, 2 á Val. Já,
það vakti athygli að enginn leikmanna
Vikings var rekinn af velli — greinilegt
að skilaboð Bodan Kowalskis þjálfara til
leikmanna höfðu haft áhrif.
Mörk Vals skoruðu: Þorbjörn
Guðmundsson 6 — 1 víti. Jón Karlsson
5, 1 viti, Bjarni Guðmundsson, Jón
Pétur Jónsson og Stefán Gunnarsson 3
hver. Gísli Arnar og Steindór Gunnars-
son 1 mark hvor. Mörk Víkings: Páll
Björgvinsson 6, 1 viti. Viggó Sigurðsson
4, Árni Indriðason og Ólafur Einarsson
3 hvor, Ólafur Jónsson, Erlendur
Hermannsson og Sigurður Gunnarsson
2 mörk hver.
-H.Halls.
Þórir skaut
UMFN niður
— þegar Valsmenn sigruðu 87-86 í
úrvalsdeildinni íNjarðvík
Körfuknattleikur, úrvalsdeild, UMFN
— Valur,86—87(40—48)
Þórir Magnússon var sannarlega
maður leiksins, þegar Valsmenn sigruðu
Njarðvíkinga syðra á laugardaginn i úr-
valsdeildinni með 87 stigum gegn 86,
naumara gat það ekki verið. Þórir
skoraði 30 stig. Hitti bókstaflega hvaðan
sem hann skaut, án þess að Njarðvíking-
ar fengu nokkuð að gert.
Valsmenn komu mjög ákveðnir til
leiks og þeir Dwyer og Kristján Ágústs-
son náðu forustunni fyrir Val og síðan
tók Þórir við. Valsmenn höfðu um tíma
16 stig yfir i fyrri hálfleik og 18 í þeim
seinni, þegar Njarðvikurvörnin var eins
og opin vængjahurð og hittnin langt
fyrir neðan meðallag. Njarðvíkingar eru
þekktari fyrir annað en að leggja árar í
bát þótt á móti blási. Mest fyrir atbeina
hins snjalla Bandaríkjamanns, Ted Bee,
og Stefáns Bjarkasonar, tókst þeim að
saxa smám saman á forskot Valsmanna
og virtust vera að ná yfirhöndinni í
leiknum. Troðfullt hús áhorfenda, sem
flestir voru á bandi heimamanna, var
eins og kraumandi suðupottur en djarf-
legar tilraunir Njarðvíkinga í sendingum
mistókust svo að Valsmenn sluppu fyrir
horn, með skrekkinn og bæði stigin,
87—86. Dómarar voru þeir Jón Otti og
Erlendur Eysteinsson og áttu þeir erfið-
an dag. Þórir Magnússon var, eins og
áður kom fram, stigahæstur Valsmanna,
með 30 stig, Kristján Ágústsson var með
18, Dwyer 15 og þeir Torfi Magnússon,
Rikharður Ágústsson og Jóhannes
Magnússon, með 8 stig hver. í liði
UMFN var Ted Bee með 27 stig, Stefán
Bjarkason með 21, Gunnar Þorvarðsson
12, Geir Þorsteinsson 8, Árni Lárusson
2 og Brynjar Sigmundsson 2.
- ÁHM
LEKU126 KLST.
OG 2 MÍNÚTUR!
— í maraþonknattspyrnunni í Keflavík
Ég ætla á dansæfingu á eftir,” sagði
Guðjón Þórhallssnn I A-liði UMFK. Það
bar sigur úr býtumi keppni við B-liðið
með 788 mörkum gegn 753 eftir að hafa
spilað samfleytt I 26 klst. og tvær
mínútur i íþróttahúsi barnaskólans í
Keflavík um helgina. „Ég gæti alveg
bætt við mig sólarhring þess vegna,”
bætti hann við, hinn hressasti.
Annars voru hinir sex leikmenn sem
hófu keppnina á laugardaginn furðu
brattir eftir að hafa bætt íslandsmet
Vestmannaeyinpa um tvær klukku-
stundir. Likast til hefðu piltarnir haldið
eitthvað lengur áfram, ef blöðrur hefðu
ekki myndazt á tánum og háð þeim
mikið. Margt manna fylgdist með mara-
þonkeppninni, „en erfiðasta var að
halda sér vakandi á milli sex og átta á
sunnudagsmoiguninn," sagði Friðrik
Ragnarsson, einn þriggja í A-liðinu, —
þá voru engir í húsinu nema við og dóm
ararnir.” Annars kom einn piltur, Elvar
Gottskálksson, með hljómburðartæki á
laugardagskvöldið og spilaði tónlist —
setti sennilega met þar líka.
Yfir 350 manns skrifuðu á áheitalista
og ætla að greiða 100 krónur fyrir
hverja klukkustund, svo að tekjurnar
verða nálægt milljón með aðgangseyri
sem var um 100 þúsund krónur, að þvi
er Haukur Hafsteinsson, framkvæmda-
stjóri UMFK og keppninnar, tjáði
okkur. - emm
Staðan
íl.deild
Úrslit leikja á 2. umferð
íslandsmótsins I handknattleik:
FH — Fylkir 22—17
Fram — ÍR 18—17
Víkingur— Valur22—22
Staðan i 1. deild er nú:
FH
Vikingur
Valur
Haukar
Fram
HK
ÍR
Fylkir
2 0 0 2 28-
Einn leikur fer fram i kvöld i 1. deild
— Haukar mæta nýliðum 1. deildar, HK
I Hafnarfirði og hefst leikur liðanna kl.
21.
Ólafur Júliusson veifar til áhorfenda i lok maraþonkeppninnar. Aðrir keppend-
ur 1 baksýn. DB-mynd emm
Heimsmeistarinn Andrianov i Strass-
borg.
Adrianov
meistari
Nikolai Andiranov, Sovétríkjunum,
varð heimsmeistari í fjölþraut í fimleik
um karla á HM i Strassborg í Frakk
Ikandi á föstudag. Hann varð ólympiu
meistari í fjölþraut í Montreal 1976
Japanski heimsmeistarinn Shigeru Kasa-
matsu féll i æfingum á hesti og fékk
aðeins 8.9 stig í greininni. Varð aðeins
sjöundi samanlagt. Japaninn Eizo Ken-
motsu, sem varð heimsmeistari i fjöl-
þraut 1970 og þriðji 1974, varð nú í öðru
sæti. Úrslit í fjölþrautinni i Strassborg
urðu þessi:
1. Andrianov, Sovét, 117.200
2. Kenmotsu, Japan, 116.550
3. Detatin, Sovét, 116.375
4. Gienger, V-Þýzkal. 116.200
5. Kajiyama, Japan, 115.900
6. KurtThomas, USA, 115.725
Leikmenn
Öster krýndir
meistarar
Þetta var eins og bikarstemmning á
Wembleyleikvanginum, þegar Öster lék
við Djurgaarden í Allsvenskan í gær og
leikmönnum Öster var eftir leikinn færð
sigurlaun sín sem sænskir meistarar.
Það breytti engu þó leikurinn tapaðist —
12 þúsund áhorfendur vorú vel mcð á
nótunum,” sagði Teitur Þórðarson,
þegar DB ræddi við hann í morgun.
Östcr sigraði með miklum yfirburðum í
Allsvenskan. Djurggarden sigraði 3—2
og skoraði þrjú fyrstu mörkin I leiknum.
Peter Svensson og Per Olaf Bild minnk-
uðu muninn fyrir Öster.
Eftir lcikinn hlupu leikmenn Öster
heiðurshring á vellinum — og í gær-
kvöldi var mikil veizla á vcgum félagsins.
Önnur í kvöld á vegum borgarstjórnar-
innarí Vaxjö.
í gær vakti mesta athvgli að Atvida-
berg tókst að halda sæti sinu i Allsvensk-
an. Vann Vesteras 4—0 á útivelli og við
það féll Vesteras ásamt örebro.
Grikkir unnu
Ungverja 4-3
Grikkland vann stórsigur á Ungverja
landi í sjötta riðli Evrópukeppni lands
liða i Saloniki i gær. Úrslit 4—1. Áhorf-
endur voru 10 þúsund. Galakos skoraði
fyrir Grikkland á 60. og 67. mín,
Ardizoglou á 71 .min. og Mavros á 89.
min. Nokkrum sekúndum fyrir leikslok
skoraði Martos eina mark Ungverja.
Við sigurinn komust Grikkir í efsta
sætið f riðlinum, hafa fjögur stig eins og
Finnar en miklu betri markamun
l'ngvcrjar eru ncðstir með tvö stig.
Sovétrfkin hafa einnig tvö stig en hafa
leikið einum leik minna.