Dagblaðið - 30.10.1978, Síða 20

Dagblaðið - 30.10.1978, Síða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Everton vann Liverpool í fyrsta sinn í sjö ár —Fyrsti tapleikur Liverpool í 1. deild ognúer aöeins tveggja stiga munur á Liverpool-liðunum Það var beinlinis sprenging á laug- ardag á Goodison Park, leikvelii Everton I Liverpool, eftir sigur Everton á erkifjendunum Liverpool. Fögnuður áhangenda Everton var slikur að það var eins og félagið hefði unnið ensku bikarkeppnina, Evrópubikarinn og heimsbikarinn I einni og sömu tilrauninni. Vissulega var ástæða til fagnaðar — fyrsti sigur Everton á Liverpool i sjö ár var staðreynd, eða frá árinu 1971. Og sigurinn var verðskuldaður, 1—0. Fyrsti tapleikur Liverpool i 1. deildinni ensku á keppnistimabilinu og nú er aðeins tveggja . stiga munur á Liverpooliiðunum i efstu sætum deild- arinnar. Everton hefur enn ekki tapað leik. Hefur 19 stig. Liverpool 21 stig. Fyrri hálfleikurinn í leik Liverpool- jötnanna var slakur. Gífurleg tauga- spenna — lítil knattspyrna — og 24 aukaspyrnur dæmdar. Liverpool var með sama lið og undanfarnar vikur en hjá Everton vantaði fyrirliðann Mike Lyons. Í hans stað lék Roger Kenyon, fyrrum fyrirliði liðsins. Fyrsti leikur hans með aðalliðinu í sjö mánuði. Everton var betra liðið lengi vel og það kom á óvart hve Ray Clemence virkaði óöruggur í marki Liverpool. En það kom ekki að sök. Ekkert mark skorað í hálfleiknum og undir lok hans voru leikmenn Liverpool famir að sýna sitt rétta andlit. Í síðari hálfleiknum var leikurinn mun betri — einkum eftir að Andy King hafði skorað á 59. min. eftir fyrirgjöf Dave Thomas. Leikmenn Liverpool drógu sig þá út úr skel sinni. Fóru að sækja og á 64. mín. kom David Johnson knettinum í mark Everton. Dómarinn benti á miðjuna. En linuvörðurinn hafði veifað talsvert áður og Johnson dæmdur rangstæður. Spennan var mikil og á 70. mín. virtist sem Dave Thomas ætlaði að gulltryggja sigur Everton. Lék inn í vitateiginn — á Clemence og fleiri og sendi knöttinn að opnu markinu. En á siðustu stundu tókst Alan Hansen að bjarga á marklinu. Knötturinn gekk markanna á milli lokakafla leiksins en George Wood öryggið sjálft i marki Everton. Litil hætta skapaðist við mark hans — og eftir því, sem leið á leikinn hækkaði söngut fylgjenda Everton. Þeir greindu að sigurinn var í höfn — og þegar Partridge dóma i flautaði leikslok brauzt fögnuðurir lit Langþráður sigur var i höfn. GorJun Lee, stjóri Everton, stökk á fætur og faðmaði og kyssti alla leikmenn sína. Faðmlög alls staðar og tár í augum. Liðin voru þannig skipuð. Everton. Wood, Todd, Kenyon, Wright, Pejic, King, Nulty, Dobson, fyrirliði, Latchford, Walsh, Thomas. Liverpool. Clemence. Neal, Thompson, Hansen, Alan Kennedy, Souness, Ray Kennedy, Case (McDermott 71. mín)., Dalglish, Johnson og Heighway. Áhorfendur 53.131. Litum á úrslitin áður en lengra er haldið. l.deild Bristol City-Arsenal I—3 Chelsea-Norwich 3—3 Coventry-Birmingham 2—1 Everton-Liverpool lpswich-QPR Leeds-Derby County Man. City-WBA Southampton-Nottm. For. Tottenham-Bolton Wolves-Man. Utd. Föstudag. Aston Villa-Middlesbro 2. deild Blackburn-Wrexham Brighton-West Ham C. Palace-Fulham Leicester-Bristol Rov. Millwall-Charlton Newcastle-Cardiff Notts. Co.-Cambridge Oldham-Sunderland Orient-Luton Preston-Burnley Stoke-Sheff. Utd. 3. deild Bury-Hull City Carlisle-Swindon Chester-Brentford Mansfield-Colchester Oxford-Gillingham Plymouth-Blackpool Rotherham-Shrewsbury Sheff. Wed.-Walsall Swansea-Peterbro Watford-Exeter Föstudag. Southend-Lincoln Tranmere-Chesterfield 4. deild Bradford-Huddersfield Darlington-Port Vale Grimsby-Hereford Halifax-Bournesmouth Hartlepool-Rochdale Newport-Barnsley Reading-Stockport Wigan-Northampton Wimbledon-Doncaster York-Scunthorpe Föstudag. Crewe-Aldershot 1—1 4- 0 1-1 0-2 5- 1 1 — 1 3-3 2-0 3-2 1—0 I —I Meistarar Nottingham Forest hafa ekki tapað leik frekar en Everton. Léku sinn 38. leik i röð án taps — en voru heppnir að sleppa með stig frá Southampton á laugardag. Fyrri hálf- leikurinn var nokkuð jafn og Gary Birtles þá tvívegis nærri að skora fyrir Forest. 1 síðari hálfleiknum var eitt lið á vellinum. Dýrlingarnir sóttu og sóttu. Mark Forest slapp furðanlega auk þess, sem Peter Shilton sýndi alla sína hæfni í marki Forest. Fyrirliði Forest, McGovern, meiddist í leiknum og varð að yfirgefa völlinn. Man. City og WBA gerðu jafntefli 2—2 i skemmtilegum leik á Maine Road í Manchester. Enski landsliðs- miðvörðurinn sterki, Dave Watson, lék ekki með City, en Tommy Booth i hans stað. Mike Channon náði forustu fyrir heimaliðið á 19. min. en Cyrille Regis jafnaði fimm mín. síðar. Lou Cantello tók aukaspyrnu og knötturinn lenti i þverslá marks Man. City. Hrökk út aftur og svertinginn eldsnöggi var fyrstur að honum og skoraði. Á 44. mín. náði Asa Hartford aftur forustu fyrir Man. City en Brian Robson tókst að jafna eftir 48 mín. Dave Thomas, útherjinn snjalli hjá Everton, lék enska landsliðsbakvörðinn Phil Neal hjá Liverpool grátt á laugardag. Hann var alltaf skrefinu á undan eins og myndin sýnir og furðulegt, að þessi snjalli leikmaður skuli ekki vera fastamaður i enska landsliðinu. Hefur aðeins leikið átta landsleiki. leik. Dómarinn lét liðin leika fjórar mín. framyfir venjulegan leiktima. í síðari hálfleiknum tókst þessum sókn- djörfu liðum ekki að skora — og jafn- teflið var sanngjarnt. Sama er ekki hægt að segja um sigur Man. Utd. i Wolverhampton og Úlfarnir léku þar betur en staða þeirra á töflunni gaf til kynna. Framan af var Man. Utd. þó mun betra liðið. Jimmy Greenhoff skoraði tvivegis á 20. og 28. mín. en Ken Hibbitminnkaði muninn í 1—2. Á lokaminútu fyrri hálfleiks skoraði Brian Greenhoff, sem nú lék með að nýju eftir meiðsli, þriðja mark United. Í síðari hálfleiknum sleppti dómarinn augljósri vitaspyrnu á Man. Utd., þegar Stewart Houston felldi Bill Rafferty innan vítateigs — og enn verra skeði rétt á eftir, þegar Joe Jordan skoraði fjórða mark Man. Utd. Kolrangstæður — einum tíu metrum fyrir innan vörn Úlfanna, en línuvörðurinn gerði enga athugasemd. Eftir atvikið veifaði hann hins vegar rangstöðu í næstum hvert skipti, sem leikmenn Man. Utd. komust fram yfir miðju!! Steve Daley skoraði annað mark Úlfanna en fleiri urðu ekki mörkin í leiknum. Jimmy Nicholl lék sinn fyrsta leik með Man. Utd. á leik- timabilinu en langt verður í að enski landsliðsmiðherjinn Stuart Pearson geti leikið. Meiðsli hans tóku sig uppá æfingu nýlega og hann er aftur kominn á sjúkrahús. Argentinski heimsmeistarinn Ardiles virtist alls staðar á vellinum, þegar Tottenham sigraði Bolton 2—0. Lék snilldarlega og það fer ekki milli mála, Þeir skora mest Markhæstu leikmennirnir í ensku knattspyrnunni eru nú: l.deild 11 — Frank Worhtington, Bolton. 10 — Kenny Dalglish, Liverpool, Bob Latchford, Everton og John Ryan, Norwich. 8 — Cyrille Regis, WBA. 2. deild. 12 — Bryan „Pop” Robson, West Ham. 10 — Brian Stein, Luton. 9 — Alex Bruce, Preston. 8 — John Buchanan, Cardiff, Gary Rowell, Sunderland. 3. deild 16 — Ross Jenkins, Watford. 14 — Ian Edwards, Chester. 12 — Fred Binney, Plymouth, Luther Blissett, Watford. 4. deild. 13 — Alan Cork, Wimbledon. 11 — Terry Lee, Stockport. 9 — Pat Earlcs, Reading. að hann er mestur snillingur í enskri knattspyrnu nú. Colin Lee skoraöi fyrra mark Tottenham á 22. min. og Jimmy Pratt það siðara á 50. mín. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir mikla yfirburði Lundúnaliðsins. Annað Lundúnalið, Arsenal, vann góðan sigur i Bristol. Þeir Liam Brady og Frank Stapleton skoruðu tvö mörk fyrir Arsenal áður en David Rodgers skoraði fyrir Bristol City. í siðari hálf- leiknum skoraði Brady þriðja mark Arsenal úr vitaspyrnu. Tommy Hutchison skoraði tvivegis fyrir Coventry á 32. min. og 49. min. gegn Birmingham. Fyrstu mörk hans á keppnistímabilinu — og B|rmingham-liðið virðist vera að „drukkna” i 1. deildinni án Trevor Francis og Keith Bertchin, sem báðir eru meiddir. Alan Buckley var keyptur frá Walsall fyrir 200 þúsund sterlingspund i siðustu viku en ekki var þess getið hvort hann hefði leikið. Á 66. mín. var Gary Pendrey, bak- vörður Birmingham, rekinn af velli — öðru sinni á nokkrum vikum. Don Givens skoraði eina mark Birmingham á 80. mín. Leeds vann stórsigur á Derby. Þeir Flynn, Hart og Hankin skoruðu fyrir Leeds í fyrri hálfleik — Hawley fjórða markið. Chelsea var með tveggja marka forustu gegn Norwich, þegar 15 mín. voru eftir, 3—1. John Ryan og Martin Peters tókst að jafna með tveimur mörkum á þriggja mín. millibili. Swain, Walker og Stanley, vitaspyrna, skoruðu mörk Chelsea í leiknum. Peters fyrsta mark Norwich. Eric Gates skoraði fyrsta mark Ipswich á 49. mín. og Paul Mariner kom Ipswich í 2—0 áður en Gerry Francis skoraði eina mark QPR. Á föstudag kom mjög á óvart, að Middlesbrough sigraði Aston Villa í Birmingham og það þótt miðherjinn Billy Ashcroft væri rekinn af velli. Þeir Burns og Cochrane skoruðu mörkin í leiknum. í 2. deild tapaði Crystal Palace sínum fyrsta leik i derbie-leik Lundúna- liðanna. Brian Greenaway skoraði eina mark Fulham á 68. mín. Áhorf- endur voru 28 þúsund og flestir hurfu á brott þegar dómarinn flautaði leiks- lok næstum þremur mín. of fljótt. Löngu síðar komu leikmenn inn á völlinn á ný og léku í fimm mínútur. Það breytti engu um úrslitin. Stoke komst í efsta sæti með sigri á Sheff. Utd. O’Callaghan og Crook skoruðu mörk Stoke en Peter Ander- son mark United. Hörkuleikur var i Brighton, þegar West Ham kom í heimsókn. Pop Robson náði forustu fyrir Lunúnda- liðið en Peter Sayer jafnaði á 40. min. Þremur mín. siðar skoraði Robson aftur og það reyndist sigurmark West Ham. Eftir leikinn var allt á hvolfi í skemmtiborginni á suðurströndinni. Lögreglan handtók 96 — og ungur drengur var stunginn með hníf. Bekkir og stólar voru eyðilagðir á ströndinni — mat og drykk stolið á veitinga- stöðum þar. Slagsmál voru fyrir, meðan á leiknum stóð og eftir hann. Charlton sigraði í fyrsta skipti i Millwall frá 1935 í leik þessara Lundúnaliöa og Ralph Coates, áður Burnley og Tottenham, skoraði eitt af mörkum Orient j austurbæ Lundúna- borgar gegn Luton. Peter Kitchen hin tvö. í 3. deild skoraði Bissett sigurmark Watford, sem er efst með 22 stig. Shrewsbury hefur sömu stigatölu og Swansea er í 3ja sæti með 21 stig. Alan Waddles, tvö, John Toshack og Jerome Charles skoruðu mörk Swansea. Gillingham hefur 18 stig, einnig Chester. Ian Edwards skoraði öll þrjú mörk Chester á laugardag en i Evrópuleiknum gegn Möltu sl. miðvikudag skoraði hann fjögur mörk. í 4. deild er Wimbledon efst með 24 stig. Reading hefur 22, Barnsley og Grimsby 20. Staðan er nú þannig: l.deild Liverpool 12 10 1 1 35-5 21 Everton 12 7 5 0 15-5 19 Nott. Ford. 12 5 7 0 15-8 17 WBA 12 6 4 2 27-13 16 Man. City 12 5 5 2 21-14 15 Man. Utd. 12 5 5 2 19-18 15 Arsenal 12 5 4 3 19-13 14 Coventry 12 5 4 3 17—18 14 Tottenham 12 5 4 3 14-20 14 A. Villa 12 4 4 4 14-12 12 Bristol City 12 5 2 5 15-16 12 Leeds 12 4 3 5 24-18 11 Norwich 12 3 5 4 23-23 11 Middlesbro 12 4 2 6 17-17 10 Ipswich 12 4 2 6 13—15 10 QPR 12 3 4 5 10-14 10 Southampton 12 2 5 5 13—17 9 Bolton 12 3 3 6 18—26 5» Derby 12 3 3 6 12-25 9 Chelsea 12 2 3 7 15—26 7 Wolves 12 3 0 9 10—22 6 Birmingham 12 0 3 9 7-24 3 2. deild Stoke 12 7 4 1 17-9 18 C. Palace 12 6 5 1 19-9 17 Fulham 12 7 2 3 16-11 16 West Ham 12 6 3 3 24-13 15 Charlton 12 5 4 3 18-12 14 Bristol 12 6 2 4 20-17 14 Bumley 12 5 4 3 18—17 14 Sunderland 12 5 4 3 16—16 14 Newcastle 12 5 4 3 14-14 14 Luton ' 12 5 3 4 29-14 13 Notts. Co. 12 5 3 4 16-22 13 Brighton 12 5 2 5 20-18 12 Wrexham 12 3 6 3 9-8 12 Sheff. Utd. 12 4 3 5 17-18 11 Orient 12 4 2 6 13-14 10 Cambridge 12 2 6 4 8-10 10 Cardiff 12 2 6 4 16-27 10 Leicester 12 2 5 5 9-12 9 Oldham 12 3 3 6 14-20 9 Blackbum 12 2 4 6 13-20 8 Preston 12 1 4 7 17-27 6 Millwall 12 1 3 8 7-23 5

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.