Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 25

Dagblaðið - 30.10.1978, Qupperneq 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 25 Olivia og diskóeigandinn Stúdíó 54 i New York er afar vinsæll staður fyrir fólk sem vill komast í fréttirnar. Endalaust skrifa heimsblöðin um gesti þessa fræga staðar. En þess má geta fyrir þá, sem ekki vita hvað Stúdió 54 er, að það er diskótek og telst til betri staða í allri New York borg. Nú fyrir skömmu sást hin fræga „Grease” stjama Olivia Newton John á þessum vinsæla skemmtistað og að sjálfsögðu dansaði hún eins og diskódísir eiga að gera. Newton John var með dreng einn með sér sem heitir Lee Kramer og er hann sagður vera núverandi kærasti hennar. Ekki er annað að sjá á mvndinni en stúlkan sé ánægð með lil'ið. alla vega brosir hún út að eyrum. I ee K ruiuer er diskótekeigandi í Las Vegas og er það diskótek víst ekki síðra en Stúdió 54. SUSAN BLAKELY VAR AÐUR FYRIR- SÆTA Öll munum við eftir leikkonunni Susan Blakely, en hún lék eiginkonu Rudys í myndaflokknum Gæfa eða gjörvileiki. Þar lék hún drykkjusjúka eiginkonu sem lézt í fyrri hluta mynda- flokksins. í þáttunum hét hún Julie Prescott og var móðir Billys. En Susan Blakely er nú orðin ein af tekjuhærri leikkonum i Hollywood og er eftirsótt i kvikmyndir þar. Ein nýjasta mynd hennar nefnist „Lonely Lady”og er það sögð mjög góðmynd. Myndin er gerð eftir samnefndri bók eftir milljóna- mæringinn Harold Robbins. Þegar Robbins vissi að Susan tæki hlutverkið í myndinni gaf hann henni dýrmætt hálsmen, svo ánægður var hann með að fá hana i myndina. Áður fyrr var Susan eftirsótt sýningarstúlka og upp úr því starfi fékk hún sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Susan Blakely fær nú mjög miklar fjárhæðir fyrir leik sinn en ekki segist hún vilja segja hvað það sé mikið. Hún segir aðeins að peningarnir skipti sig engu enda sé það bara skatturinn sem þurfi að vita um það. Susan er dóttir bandarisks liðsforingja og hefur búið úti um viða veröld. Hún fæddist í Frankfurt i Þýzkalandi. Hún hefur gengið í skóla í Þýzkalandi, Kóreu, Hawaii, Washington, El Paso, New York og Beverly Hills. Það getur auðvitað verið tauga- strekkjandi að vera alltaf að skipta um stað en þó er það nú þroskandi líka, maður er alltaf að kynnast einhverju nýju. Susan er mjög hrifin af börnum og segist bíða eftir því tækifæri að fá hlut- verk i mynd fyrir börn. Maður getur gert ýmislegt bara ef maður hefur viljann, sagðiSusan að lokum. Hér er Susan með milljónaranum Harold Robbins. Hann gaf hcnni dýrindis hálsmen þegar hann vissi að hún fékk hlutverk i mynd eftir hann. MARKAÐURINN GRETTISGÖTU 12-18 Sýningarsvæði úti sem inni. sími 25252 Ford Fairmont, árg. ’78, grásanseraður, sjálfsk., aflstýri, afl- bremsur, tausæti. Glæsilegur bill. Verð 4.7 m. Mercurv Monarch Chia árg. ’75. Brúnsanscraður, 8 cyl., sjálfsk. (i gólfi), 4ra dyra, allstýri o.fl. Fkinn AÐEINS 40 þ. km. Sem nýr hill. Verð 3,7 millj. Skipti. sanserað- ur, ekinn aðeins 32 þ. km, 8 cyl„ beinsk., veltigrind, styrktur. Verð 5.4 millj. Skipti möguleg á ódýrari fólks- bfl. Toyota Mark II ’7I. Blásanseraður, ekinn 97 þ.km. (uppt. vél). Snyrtilegur bíll. Verð 1250 þús. Skoda Amigo ’77. Drapplitaður, ckinn 18 þ. km, snjód., útvarp. Verö 1350 þús. Chevrolet Suburban 1974. II farþcga. 8 cyl., beinskiptur. Ný dekk, gott lakk, teppalagður. Toppbill. Verð 5,5 millj. Austin Mini '11. Grænn, ekinn 17 þ. km. Verð kr. 1700 þús. Fiat 132 ’74. Blár, ekinn 70 þ. km, út- varp. Fallegur blll. Verð 1500 þús. Lancer Celesta '11. Rauður, ekinn aðeins 5 þ. km. Sérstaklega fallegur bíll. Verð 3.3 millj. Saab 99 GL. '11. Drapplitaður, ekinn 26 þ. km. Bfllinn er sem nýr. Vcrð 4.3 millj. jgylltflÖÍAfMJ Subaru 1978 rauður ekinn 26 þús. km. Verðkr.3,9millj. Willys Wagoneer 1974, 8 cyl., sjálf- skiptur með/öllu, útvarp. Verð 3,4 millj. Citroén GS ’74. Grár, sanseraður, ek- inn 68 þ. km. Fallegur bill. Verð 1500 þús. þ. km, útvarp, snjód. + sumard. Fallegur bill. Verð 3.650 þús., skipti möguleg á fallegum Bronco.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.