Dagblaðið - 30.10.1978, Page 32

Dagblaðið - 30.10.1978, Page 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 SID VICIOUS. — Hann er aðalpersónan i dauða Nancy Spungen sem fannst látin i hótelherbergi á Manhattan. Sid hefur verið ákærður um morðið á stúlkunni. Verði hann fundinn sekur á hann von á allt að 25 ára fangelsi. Myndin er úr kvikmyndinni The Great Rock ’n’ Roll Swindle. Ræflarokkiö á tímamótum___________ HBMURSEX PISTOLS ER ORÐINN AÐ RAUNVERULEIKA Það hefur tæpast farið fram hjá neinum, sem á annað borð les blöð, að Sid Vicious, fyrrum bassaleikari hljóm- sveitarinnar Sex Pistols, hefur verið ákærður fyrir morð. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum í New York eftir að vinkona hans, Nancy Spungen, hafði fundizt látin í hótelher- bergi þeirra. Þegar að frumrannsókn lokinni var Sid Vicious handtekinn og ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Siðar var hann látinn laus gegn 25 þúsund sterlingspunda tryggingu. — Virgin plötufyrirtækið greiddi trygging- una. En sorgarsögunni lýkur ekki þar. Síðasta mánudag reyndi Sid Vicious að fremja sjálfsmorð. Hann skar sig í hendurnar með rakvélarblöðum og brot- inni Ijósaperu meðan hann æpti að hann vildi komast til Nancy sinnar. Síðan, er ekkert bólaði á dauðanum, hugðist hann fleygja sér niður af áttundu hæö hótelsins, sem hann býr nú í ásamt móður sinni. Sálfræðingur bassa- leikarans stöðvaði hann í því hann var að fleygja sér fram af. Hann var síðar fluttur í sjúkrahús og reyndist ekki vera illa særður. öruggara þótti þó að halda honum þar fyrir öryggis sakir og sömuleiðis til að kanna geðheilsu hans frekar. Vinur Sids Vicious, sem heimsótti hann á sjúkrahúsið, sagði eftir á að popparinn væri nú fyrst að átta sig á að kærastan hans kæmi ekki aftur. Sömuleiðis er hann illa farinn þar eð hann þarf að taka skammt af lyfinu methadone daglega. Það er notað til að venja heróínsjúklinga af nautninni. Þunglyndi fylgir þeim inntökum og eru þær taldar helzta orsök sjálfsmorðstil- raunar Vicious. Nancy - spillt vandræðabarn Það var Nancy Spungen sem kom Sid Vicious í kynni við heróín. Hún var komin af efnuðu fólki í Philadelphia en hafði ávallt verið vandræðabarn. Hún yfirgaf heimili sitt og fluttist til New York þar sem hún tók að stunda alls kyns ólifnað með tilheyrandi lyfjaneyzlu Allt líf hennar snerist í kringum hljóm- sveitir, sér í lagi þær sem kenndu sig við punk eða ræflarokk. í þá daga var hljómsveitin New York Dolls þeirra fremst. Um það leyti sem Nancy Spungen var henni áhangandi eyddi hún um 100 dollurum á dag í heróín. Um síðir lagði Nancy leið sína til Englands. Þar komst hún i kynni við Sid Vicious og tókust með þeim ástir góðar. Félagar Sids í hljómsveitinni Sex Pistols voru þegar frá leið litt hrifnir af kunningsskap þeirra. Eitt sinn er hljóm- sveitin var á ferðalagi um England stóðu þeir meira að segja fyrir hálfgildings mannráni. Þeir fluttu hana»nauðuga til Heathrow flugvallar og afhentu henni þar farmiða aðra leiðina til Bandaríkj- anna. Stúlkan æpti hins vegar svo mikið, er átti að flytja hana um borð í flugvél, að hætta varð við ránið. — Samband hennarogSids Vicious varði því allt til 12. þessa mánaðar, er hann kom að henni örendri á salerni hótelherbergis þeirra með veiðihníf í maganum. Vicious neitar Vicious neitar statt og stöðugt að eiga nokkra aðild að dauða stúlkunnar. Hann segir hana hafa verið að leika sér með hnífinn er hann sofnaði eða öllu heldur lognaðist út af um kvöldið. Siðan vissi hann ekki meir — að eigin sögn — fyrr en morguninn eftir er hann vaknaði og rakti blóðslóð inn á salernið. Hótelið, sem þau skötuhjúin bjuggu á, nefnist Chelsa Hotel og er á Manhattan. Þar höfðu þau haft aðsetur frá 23. ágúst. 1 byrjun þessa mánaðar urðu þau að skipta um herbergi þar sem Sid Vicious kveikti í því fyrra. Hann gekk til hvílu með sígarettu með þeim afleiðingum að rúmið skíðlogaði og eldurinn læsti sig í veggina. Sid og Nancy sluppu ómeidd. Chelsa Hotel er í 94 ára gamalli byggingu. Gestirnir þar eru flestir ærið vafasamir. Svo að notuð séu orð Malcolms McLaren, framkvæmdastjóra Sex Pistols, er það uppfullt af eiturlyfja- sjúklingum, hórum og okurkörlum. Áður fyrr var hótelið þekkt að góðu einu og þá gistu þar listamenn á borð við Söru Bernhardt og Dylan Thomas. Framkvæmda- stjórinn „bjó til" Sex Pistols Saga hljómsveitarinnar Sex Pistols hefur margoft verið rakin í blöðum og oft á tíðum verið sveipuð hálfgerðum dýrðarljóma. Upphafsmaðurinn að Pistólunum var Malcolm McLaren, sem áður er minnzt á, eigandi fataverzlunar- innar Sex á Kings Road. Er bandaríska hljómsveitin New York Dolls var eitt sinn í heimsókn í London rakst hún inn í verzlun McLarens. Vel fór á með JOHNNY ROTTEN — Undir lokin veittist honum orðið erfitt að leika það hlutverk sem honum var ætlað — ræfilinn sem spýtti á allt og alla. Hann deilir nú hart við frainkvæmdastjórann sinn, Malcolm McLaren, um peninga og segist búast við áralöngum málaferlum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.