Dagblaðið - 30.10.1978, Side 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978
33
SID VICIOUS OG NÁNCY SPUNGEN — Þau kvnntust í London, bæði
vandræðabörn frá æsku. Hún var forfallinn heróínisti og dró hinn tiltölulega lítt
spillta John Ritchie (Vicious) niður með sér. Til að mynda þurfti hún aö byrja á að
kenna honum allt um kynlíf er þau tóku upp búskap.
Fasteignir
3
Suðurnesjum
honum og liðsmönnum hljómsveitar-
innar. — Svo vel að skömmu síðar var
hann orðinn framkvæmdastjóri hennar.
Hann fór með hljómsveitinni yfir til
New York og kom þaðan heim
uppfullur af hugmyndum um að koma
sér upp ræflarokkhljómsveit heima i
gamla Englandi.
Beinast lá við að virkja atvinnulausu
strákana sem héngu daginn út og inn við
verzlun hans. Hann valdi fjóra sem
virtust hafa mesta hæfileika til að geta
leikið á hljóðfæri og kallaði þá Sex
Pistols. Söngvarinn kom frá Austur-
London, strákur að nafni John Lydon.
Hann er nú þekktur undir nafninu
Johnny Rotten.
Tónlist Sex Pistols var ekkert nýtt —
hún líktist mest þvi sem gekk bezt i
byrjun sjöunda áratugsins. Það var ytra
útlitið sem var bylting. Þeir voru stutt-
klipptir, í ræfilslegum tötrum með nælur
í ncfi og fótum. Framkoman einkenndist
af ofbeldishneigð og blótsyrðum með
viðeigandi skyrpi. Þetta féll í kramið.
Fjöldihljómsveitaspratt upp sem reyndu
í einu og öllu að líkjast Sex Pistols. Og
ekki má gleyma þeim þúsundum
unglinga sem tóku að ganga i görmum
og öngla sig saman í öryggisnælum.
Bylgja þessi, sem á íslenzku hefur verið
nefnd nýbylgja, er nú sem óðast að líða
undir lok.
Mikill vill meira —
plötusamningur
næstur á dagskrá
Malcolm McLaren hafði náð þeim
áfanga að skapa nýja tízku. En hann
vildi gera meira. Sex Pistols áttu að
syngja inn á plötu. McLaren var kunnug
sú staðreynd að hljómplötufyrirtækin
eru sífellt að leita að nýjum kröftum sem
gætu komið af stað hugarfarsbreytingu
á borð við þá er Beatles og Rolling
Stones komu fram i dagsljósið. Fyrsti
samningurinn við Sex Pistols var undir-
ritaður í október 1976 — fimm
mánuðum eftir stofnunina. Það var
fyrirtækið EMI sem freistaðist til að
gefa plötur hljómsveitinnar út.
Samþykkt var að hljómsveitin fengi í
sinn hlut 40.000 sterlingspund fyrirfram
fyrir tveggja ára samning.
Þessi upphæð var smáræði fyrir EMI.
Aðeins ein lítil plata, sem hlyti góða sölu
um allan heim, — myndi skila þessum
pundum í kassann aftur. Fyrsta platan,
Anarchy In The UK, kom út mánuði
síðar. Fjórum dögum eftir útkomu plöt-
unnar komu Sex Pistols fram i sjón-
varpsþætti Thames sjónvarpsstöðvar-
innar. Þar lét hljómsveitin gamminn
geisa og jós óþverranum yftr þjóðina.
Daginn eftir seldist Anarchy In The UK
í 1800 eintökum og stjórnandi þáttarins
var rekinn.
Ágreiningurvar innan stjórnar EMI
um hvort Sex Pistols væru æskilegir
listamenn til að láta bendla sig við.
Niðurstaðan varð sú að hljómsveitinni
voru greidd sterlingspundin 40.000 og
samningnum rift.
Næsta fyrirtæki til að gera samning
við Sex Pistols var A and M, sem meðal
annars er í eigu Herb Albert trompett-
leikara. Samningurinn var undirritaður
fyrir framan Buckinghamhöll, þar sem
Johnny Rotten spýtti vodka á blaða-
menn jafnt sem forstjóra A and M.
Innan viku var þeim samningi rift og
McLaren og Sex Pistols fengu í sinn
hlut 25.000 sterlingspund.
Þriðja fyrirtækið, sem var til í að taka
Sex Pistols á samning, var Virgin
Records. Fyrirframgreiðsla þess fyrir-
tækis var 45 þúsund sterlingspund.
Samningurinn við það fyrirtæki varir
enn þó að Sex Pistols séu tæpast til sem
hljómsveit lengur.
Nú var Sid Vicious tekinn að verða
áberandi í hljómsveitinni. Rétt nafn
piltsins er John Ritchie og hann var
búinn að vera vinur Johnny Rotten um
nokkurt skeið. Það var McLaren sem
breytti nafni hans. Staðreyndin að hann
kunni lítt að leika á bassa virtist ekki
skipta máli. Hann var haldinn ofbeldis-
hneigð sem féll vel að þeirri ímynd sem
Malcolm McLaren lagði áherzlu á að
Sex Pistols ættu að sýna.
Innst inni er Sid Vicious veikgeðja
ungur maður. Fjölskylda hans var út um
hvippinn og hvappinn og heimilið i
molum. Hann var þvi auðleiddur inn á
eiturlyfjabrautina þegar Nancy
Spungen birtist í freistara líki.
rfVið prófuðum
flestar tegundir"
„Við prófuðum flestar tegundir af
eiturlyfjum sem buðust,” segir Johnny
Rotten. „Við notuðum kókaín mikið,
reyktum hass og átum örvandi og deyf-
andi lyf til skiptis. Sid gekk lengst okkar
með því að ánetjast heróíni og það var
eingöngu að áeggjan Nancy sem hann
byrjaði að nota það.
Ástæðan fyrir því að ég vildi ekki fá
Sid i nýju hljómsveitina mína, Public
Image, var sú að ég get ekki treyst eitur-
lyfjasjúklingi eins og honum. I öðru lagi
kann hann ekki að leika á bassa.”
Eftir að enski hljómplötumarkaður-
inn var tryggður hóf Malcolm McLaren
að leita lengra. Þann 10. október i fyrra
var undirritaður útgáfusamningur við
Warner Brothers. Talsverður
ágreiningur var meðal ráðamanna
Warner Bros, hvort gera ætti samning
við hljómsveitina, en þeir höfðu betur
sem töldu að fyrirtækið ætti að blanda
sér meir en orðið var í rokkmarkaðinn.
Hljómsveitin fékk umtalsverða upphæð
við gerð samningsins þar eð talið var að
önnur útgáfufyrirtæki væru óðfús að
gera samning við hljómsveitina.
Warner Brothers snöruðu þegar í stað
út 80.000 dollurum til að gefa út fyrstu
breiðskífu Sex Pistols. Sú nefndist Never
Mind The Bollocks. Sömuleiðis annaðist
fyrirtækið undirbúning hljómleikaferðar
Sex Pistols um Bandaríkin. Hún var
nokkrum erfiðleikum háð, aðallega þar
eð lengi stóð í stappi að koma liðsmönn-
um Sex Pistols til Bandaríkjanna.
Þarlendir voru lítt hrifnir af að fá piltana
i heimsókn þar sem sakaskrár þeirra
voru ærið litrikar.
Johnny sagði upp
Loks hófst þó ferðin og hún vakti
gífurlega athygli. Alls kyns yfirlýsingar
Johnny Rotten komu róti á bandarísk
blöð sem voru nær undantekningarlaust
sammála í dómum sínum um getu
hljómsveitarinnar og framkomu liðs-
manna hennar. Kórónan á ferðina kom
loks í janúar á þessu ári er Johnny
Rotten sagði upp fyrirvaralaust.
Þegar þarna var komið sögu var
spennan innan hljómsveitarinnar orðin
gífurleg. Eiturlyfjaneyzla Sids og Nancy
Spungen fór mjög í taugarnar á Rotten.
Einnig veittist honum orðið erfitt að
leika hlutverk hins rotna karakters sem
honum hafði verið gert að túlka. Loks
þegar Malcolm McLaren heimtaði að
hljómsveitin færi til Brasilíu til að spila
inn á plötu með lestarræningjanum
Ronald Biggs setti Rotten hnefann í
borðið og sagði nei.
Síðan þetta gerðist hefur stanzlaust
rifrildi verið um fjármál milli Rotten og
McLaren. Sá siðarnefndi vinnur að gerð
heimildarmyndar um Sex Pistols. Sú ber
nafnið Sex Pistols The Great Rock ’n’
Roll Swindle. Hún á að vera tilbúin til
sýninga i janúar næstkomandi. Síðasti
kapítulinn í myndinni er einmitt að
gerast þessa dagana, harmleikurinn um
Sid Vicious og ímynduðu veröldina hans
sem skyndilega varð að veruleika.
Keflavík
Jja nem. ibuo
I tvíbýli, 100 ferm fallegur garður,
neyzlu- og hitaveitulagnir endur-
nýjaðar og nýtt gler, Verð 11 — 11
1/2 millj., útborgun 6 — 6 1/2 millj.
4ra herb. íbúð
í steinsteyptu tvibýlishúsi, nýjar hita-
og neyzluvatnslagnir ásamt nýju
verksmiðjugleri. Verð 11-11,5 miilj.,
útborgun 6,5 millj.
4ra herb. íbúð,
125 ferm, ásamt 40 ferm bílskúr, á
góðum stað, nýtt gler og nýlegar
neyzluvatnslagnir. Verð 14,5-15
millj., útborgun 8 millj.
4ra herb. íbúð
í tvíbýli, efri hæð, hitaleiðslur endur-
nýjaðar. Verð 8 1/2 millj., útborgun
4 1/2 millj.
Raðhús
í toppstandi, 140 ferm, ásamt 30
ferm bilskúr. Vcrð 18 millj.,
útborgun 11-11,5 millj.
3ja herb. íbúð
á góðum staö, bilskúrsréttur. Verð
10,5-10,8 miilj., útborgun 6-6,5 millj.
3 herb. íbúð
í fjölbýlishúsi á tveim hæðum, 90
ferm, ásamt 45 ferm bilskúr. Góður
staður, hitaveita. Verð 11—11,5
millj., útborgun 6 milljónir.
3 herb. íbúð
í fjölbýlishúsi, 80 fcrm. Verð 8 millj.,
útborgun 4,5 millj.
Sandgerði
2ja herb. íbúð
í góðu ástandi verð 6—6 1/2 millj.,
útborgun 3—3 1/2 millj.
Nýtt einbýlishús
með stórum bilskúr, 56 fernt, cr
ekki alvcg fullklárað. Verð 17
1/2—18 1/2 millj. útborgun 9 millj.
3ja herb. íbúð
í tvíbýli, 25 ferm bilskúr. Verð 6,5
millj., útborgun 3-3,5 millj.
3 herb. íbúð
í góðu ástandi í tvibýli. Verð 10,5—
II millj., útborgun 6 millj.
100 fermíbúð
í tvíbýli, 30 ferm bilskúr. Verð 8-8,5
millj., útborgun 4 millj.
110fermíbúð
í fjölhýlishúsi, bílskúrsréttur. Verð
10-10,5 millj., útborgun 5,5-6 millj.
Einbýlishús
á tveimur hæðum, 3X88 ferm, bíl-
skúrsréttur. Verð 20 millj., útborgun
10 millj.
Ytri-Njarðvík
3ja herb.
íbúð á efri hæð í steinsteyptu
tvíbýlishúsi, 85 ferm. Verð 6,8—7
millj., útborgun, samkomulag.
4ra herb.
íbúð, 120 ferm, á góðum stað.
Verð 9 1/2 — 10 millj., útborgun 4
1/2 — 5 millj.
3ja herb. íbúð
í smiðum, 85 ferm, cinangruð að
innan ásamt milliveggjasteini og
sandi, fullklárað að utan. Verð 8
1/2 millj.
Sökkull
að raðhúsi, tandaðar tcikningar.
Verð 4 1/2 millj.
3ja herb. íbúð
í þríbýli, öll nýstandsett. Verð 10
milljónir, útborgun 5—5,5 milljónir.
100 fermíbúð
i fjölbýlishúsi, bilskúrsréttur, hita-
veita. Verð 12-12,5 millj., útborgun
7 millj.
125 ferm einbýlishús,
42 ferm bilskúr. Vcrð 16—17
millj.
Innri-Njarðvík
1272’ferm nýtt einbýlishús,
bílskúrsréttur. Verð 14 millj., út-
horgun 8 millj.
80 ferm íbúð
i tvíbýlishúsi. Verð 7,5 millj.
Fokhelt einbýlishús
þarf ekki að pússa aö utan. Verð 8
millj.
Eldra einbýlishús
140 fcrm með 80 fer. bílskúr, góð
eign á góðum stað. Verð 16 millj.,
úborgun 8 niillj.
Fyrirtæki — stofnanir:
Htifum til sölu verzlunarhúsnœði á aóóum stuð og iðnaðar-
húsnwði af ýmsum Kcrðum, frú ISOferml 750ferm.
Opið 6 tlaf;a vikunnar frá kl. 1—6. Myndir af tillum fasteipnum á
skrifstofunni. Htifum fjársterka kaupendur að einhýlishúsum og
raðhúsum.
EIGNAMIÐLUN
SUÐURNESJA
HAFNARGÖTU 57 - KEFLAVÍK - SÍMI 3868
Hannes Ragnarsson. Sími 92-3383.
OG ÞÁ VORU EFTIR TVEIR. — Þrátt fyrir að Johnny Rotten hætti 1 hljóm-
sveitinni var samt gerð plata með lestarræningjanum Ronald Biggs. öðrum
megin á plötunni söng Biggs lagið The Biggest Blow en hinum megin var My
Way sem Sid Vicious söng.