Dagblaðið - 07.11.1978, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978.
Kreisky
segir
ekki af
sér
Bruno Kreisky kanslari Austurrikis til1
kynnti í gærkvöldi að hann ætlaði ekki
að segja af sér vegna ósigurs stjórnar
hans varðandi kjarnorkuver. Leiðtogar
Sósíalistaflokksins lýstu yfir fullu trausti
á honum á fundi sinum í gær.
Angóla
bíður
innrásar
frá Suður-
Afríku
Angólabúar eru viðbúnir innrás frá
Suður-Afríku og her landsins hefur verið
falið að vera við öllu búinn að sögn
brezka útvarpsins í morgun. Fréttin er
höfð eftir fréttastofu Angola.
Þar var fullyrt að innrás frá Suður-
Afríku væri yfirvofandi á hverri stundu.
Bandaríkin:
Demókratar líklegir til
sigurs i kosningunum
CAIft GKTBI I - virðast hafa stolið uppáhalds
wWlfl Ul II I Uug barátfumáli repúblikana
— skattalækkun og lækkun verðbólgunnar
Skoðanakannanir gera ráð fyrir að
Demókrataflokkurinn bandaríski
muni að mestu halda fylgi sinu í
kosningum sem haldnar verða þar í
landi í dag. Er þetta talinn árangur
mikillar herferðar flokksins undir for-
ustu Carters forseta þar sem reynt
hefur verið að sætta almenning við
hækkandi skatta og verðbólgu. í
skýrslu sem barst frá Louis Harris
könnunarfyrirtækinu í morgun segir
að svo virðist sem demókrötum hafi
tekizt að snúa taflinu sér í hag og mik-
ill meirihluti kjósenda muni styðja
frambjóðendur þeirra, eins og áður.
Bandaríkjamenn kjósa í dag um
þrjátíu og fimm sæti í öldungadeild
þingsins í Washington, um alla 435
fulltrúana í fulltrúadeildinni og um
þrjátíu og sex fylkisstjóra.
Fyrir nokkrum vikum sýndu niður-
stöður skoðanakannana að kjósendur
væru óánægðir með frammistöðu
stjórnar Carters og ætluðu að styðja
frambjóðendur repúblikana í meira
mæli en áður. Átti sá árangur að
byggjast á baráttu flokksins og fram-
bjóðenda hans fyrir lægri sköttum og
minnkandi verðbólgu. Demókrata-
frambjóðendum hefur þó að því er
virðist tekizt að stela þessu stefnumáli
meira eða minna af repúblikönum.
Demókratar, sem nú þegar sitja í 62
af 100 sætum í öldungadeildinni, 285
sætum í fulltrúadeildinni og ráða 36
af fimmtiu stöðum fylkisstjóra njóta
einnig verulega góðs af árangri
Carters í Camp David viðræðunum
við lsraelsmenn og Egypta.
Venjulega er kosningaþátttaka í
Bandaríkjunum ekki mikil og af þeim
118 milljónum landsmanna, sem hafa
kosningarétt, er aðeins búizt við að
þriðjungur muni neyta þessa réttar
sins. Áhugaminnstir eru venjulega
hinir tekjulágu og ýmsir minnihluta-
hópar. Fylgi demókrata hefur yfirleitt
verið mikið meðal þeirra ef þeir fást á
kjörstað.
1 51
\ 0
innrás frá Suður-Afríku. Á myndinni er Amin með varaforseta sinum fýrrverandi, sem nýlega var fluttur særður til Egypta-
lands en þar hefur hann beðið um hæli sem pólitlskur flóttamaður.
Ezer Weizman utanríkisráðherra
ísraels heldur í dag til Washington til að
halda áfram friðarviðræðum þar við
fulltrúa Egyptalands. Ljóst er að
ísraelska ríkisstjórnin hefur samþykkt að
draga allan her sinn af Sínaiskagánum
og þykir sú ákvörðun mjög auka líkur
fyrir samkomulagi deiluaðila. Munu
Egyptar að lokum fá allan Sínaískag-
anna aftur samkvæmt þessari ákvörðun
ísraelsku stjórnarinnar. Her landsins tók
hann í sex daga stríðinu árið 1967.
Önnur atriði, sem væntanlega verða
rædd á friðarfundunum næstu daga eru
framtíð þeirra landsvæða þar sem
palestinskir flóttamenn búa eða á vestur-
bakka árinnar Jórdan og Gazasvæðinu.
Einnig mun sú krafa Egypta um að
friðarsamningar rikjanna verði endur-
skoðaðir eftir fimm ár, verða rædd svo
og hvernig háttað verði samskiptum
ríkjanna tveggja i framtiðinni.
Bandaríkin:
Sum sykursýkisfyf geta
valdið hjartaslagi
Sjúklingar, sem þjást af sykursýki
og taka þess vegna inn ýmis fljótandi
lyf eiga fremur á hættu að fá hjarta-
áfall eða aðra hjartasjúkdóma en
aðrir. Er þetta niðurstaða rannsókna,
sem gerðar hafa verið á vegum banda-
rískra stjórnvalda. Nokkur gagnrýni
hefur komið fram á rannsóknum
þessum og hafa nokkrir sérfræðingar
dregið niðurstöðurnar í efa.
Matvæla- og heilbrigðisstofnun
Bandaríkjanna lagði á sinum tima til
að varað væri við hugsanlegri hættu
af áðurnefndum sykursýkislyfjum
með áritunum á umbúðum. Þá var
ákveðið að kanna sannleiksgildi
rannsókna sérfræðinganna nánar áður
en gripið yrði til slíkra áletrana á
umbúðir.
1 gær ákvað Matvæla- og
heilbrigðisstofnunin að þrátt fyrir að
nokkurrar ónákvæmni gætti í áður-
nefndri grein um rannsóknina þá væri
ekki hægt að skella algjörlega skolla-
eyrum við niðurstöðum hennar.
Áðurgreind lyf við sykursýki eiga
hér eftir aðeins að notasta af þeim
sjúklingum í Bandarikjunum sem taka
veikina á fullorðinsárum.
Weizman utanrikisráðherra hefur lýst
því yfir að hann vonist til að takist að
koma á endanlegum friðarsamningum
en Ijóst er að meirihluti ísraelskra ráð-
herra hefur ekki verið ánægður með þau
samkomulagsdrög, sem lögð voru fyrir
stjórn landsins fyrir nokkru. Þvi má
búast við verulega hörðum viðræðum
um hvernig samningarnir eigi að vera og
engan veginn víst hvenær niðurstaða
fæst.________
Ford styrkir
rannsóknir
á getnaðar-
vörnum
Ford stofnunin í Bandaríkjunum
hefur ákveðið að leggja fram allt að 1,5
milljónum dollara að jafnvirði um það
bil fimm hundruð milljarða til rann-
sókna á getnaðarvörnum af ýmsu tagi.
Meðal annars mun verða varið fé til að
kanna fornar aðgerðir Egypta í þessu
skyni.
Fæðingum
fækkaríþriðja
heiminum
Fjöldi fæðinga i ríkjum þriðja heims-
ins hefur minnkað hlutfallslega á undan-
förnum árum. Á hinn bóginn hefur
einnig tekizt að hækka dánaraldur veru-
lega. Kemur þar til bætt heilbrigðisþjón-
usta og bætt lífskjör i sumum ríkjanna.
Þetta kemur fram í skýrslu frá þeirri
stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem fer
með mannfjöldamál í heiminum.
Miðausturlönd:
WEIZMAN SNÚINN
AFTUR TIL
WASHINGTON MEÐ
NÝ FYRIRMÆLI