Dagblaðið - 07.11.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978.
7
Erlendar
fréttir
REUJER
Bandaríkja-
menn í sláttu-
leiðangri
íEvrópu
Bandarískir opinberir starfsmenn
héldu í dag til Vestur-Þýzkalands og
Sviss til að leita hófanna um lán að jafn-
virði 10 milljarða dollara. Er lánið ætlað
til að styrkja stöðu dollarans á alþjóða-
gjaldeyrismörkuðum. Skráð gengi doll-
arans náði 190 jenum á gjaldeyrismark-
aðiíTókióimorgun.
Iran:
Herstjórnin hyggst
koma olíuiðnaðin-
um aftur í samt lag
— her landsins brýtur alla mótspymu gegn keisaranum á bak aftur
Búizt er við því að herstjórnin sem
tók við völdum i íran í gær muni halda
áfram aðgerðum sínum gegn and-
stæðingum keisarans. Næstu skrefin
yrðu þá að ganga milli bols og höfuðs
á þeim aðilum sem stöðvað hafa olíu-
iðnað landsins að mestu undanfarnar
vikur. Einng er búizt við að reynt
verði að hrekja andstæðinga keisarans
á brott af götum borga landsins og
koma í veg fyrir frekari verkfalls- og
mótmælaaðgerðir.
Gholamreza Azhari hershöfðingi,
sem keisarinn skipaði forsætisráðherra
herstjórnarinnar sagði i útvarpsávarpi
áð hann vonaðist til þess að geta falið
stjórnartaumana í hendur borgaraleg-
um aðilum innan skamms. Eftir að
herlið hafði ráðizt gegn andstæðingum
íranskeisara af mikilli hörku i gær
hefur ýmissa mikilvægra staða verið
gætt af herliði, sem hefur meðal ann-
ars haft sér til aðstoóar skriðdreka. Er
talið að tekizt hafi að kveða andstæð-
inga keisarans í kútinn þótt ljóst sé að
andstæðingar hans njóta mikils fylgis
hjá almenningi í landinu.
Daglegt líf er þó ekki komið í samt
horf i Íran ennþá. Óeirðir undanfarnar
vikur hafa komið mjög við efnahags-
legt og pólitískt ástand i landinu og
mun taka langan tíma þar til það
verður eðlilegt. i morgun fréttist af
nokkrum minni háttar átökum milli
herliðs og andstæðinga keisarans.
Ungur bllþjófur 1 Osló fékk heldur óþyrmilega meðferð á dógunum. Hann var staðinn að verki og reiðir vegfarendur tóku sig
til og klæddu þjófinn úr hverri spjör og neyddu hann siðan til að lýsa þvi yfir að hann væri bölvaður þjófur.
Moskva:
BYLTINGARINNAR
MINNZT MEÐ HER-
SÝNINGU
Á RAUÐA TORGINU
Eldflaugar af ýmsum gerðum og alls gerðum muni verða í skrúðgöngunni
konar vopn munu verða sýnd á Rauða auk alls konar vopna og tíu þúsund her
torginu í Moskvu í dag vegna hátiða- manna.
halda vegna sextíu og eins árs afmælis Fremstur í flokki ráðamanna, sem
bolsévikabyltingarinnar árið 1917. Er í virða munu fyrir sér hersýninguna,
þessu efni fylgt áratuga venju þar austur verður Leonid Brésnef forseti Sovétrikj-
frá. Þó var vitað að helzta stolt Sovét- anna. Verður hann að venju á þaki graf-
ríkjanna, risaskriðdrekinn T-72, verður hýsis. Leníns og auk annarra ráðamanna
ekki meðal þeirra vopna sem sýnd verða. verða þar leiðtogi kommúnistaflokks
Ekki er búizt við neinum nýjum Vietnam, Le Duan. og forsætisráðherra
vopnum að þessu sinni. landsins, Pham Van Dong, en þeir eru í
Talið er að hersýningin muni standa í opinberri heimsókn i Sovétríkjunum um
tvær klukkustundir en æðsti stjórnandi þessar mundir.
hennar er Dmitry Ustinov, hermálaráð- Sjöundi nóvember er helzti hátíðis-
herra Sovétrikjanna. Taliðer að um það dagur í Sovétríkjunum og fá margir
bil tvö hundruð ökutæki af ýmsum landsmannaalltaðfjögurradagaleyfi.
Holland:
Þingmaður vann
með nasistum
Mikið hneykslismál virðist vera að
koma upp í Hollandi varðandi einn nú-
verandi þingmann. Hann er sakaður um
að hafa unnið með þýzkum nasistum
siðustu mánuði hernáms þeirra i Hol-
landi árið 1945. Skýrsla sem byggð er á
rannsókn opinberra aðila, segir að Wim
Aantjes, þingmaður og helzti talsmaður
Kristilegra demókrata, hafi starfað fyrir
nasista annaðhvort sem varðmaður eða
almennur starfsmaður í vinnubúðum
þeirra.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105
IUVENA
KYNNING
INGOLFS .
APOTEK
Snyrtifrœðingur
frá
JUVENA
leiðbeinir
viðskiptavinum
okkar
IDAG
\
s