Dagblaðið - 07.11.1978, Page 8

Dagblaðið - 07.11.1978, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978. ÍVilja upplagseftir- lit fjölmiðla Auglýsingastofur hafa stofnað með sér samtök sem þeir kalla SÍA‘— Sam- band íslenzkra auglýsingastofa. Er Ólafur Stephensen frá Argus forseti sambandsins, en aðrir i stjórn eru Halldór Guðmundsson hjá Auglýs- ingastofunni hf. og Gunnar Gunnars- son hjá Auglýsingaþjónustunni. Aðilar að sambandinu geta auglýs- ingastofur orðið ef þær fullnægja ýmsum ákvaéðum, s.s. að þær séu fjár- hagslega óháðar viðskiptavinum sín- um. Tilgangur félagsins er að auka hæfni auglýsingastofa, kynna þær al- menningi og hinu opinbera ásamt því að fá fólk til að viðurkenna starf aug- lýsingastofa. Eitt af því sem SÍA ætlar að beita sér fyrir er að komið verði á hlutlausu og nákvæmu upplagseftirliti allra fjölmiðla. - DS Eskifjörður: Mikil sfldarsöltun Mikil sildarsöltun var á síldarplön- unum þremur á Eskifirði um síðustu helgi. Sæljónið og Vöttur komu á mánudag með 380 tunnur til síldar- plans Friðþjófs. Saltað var í 6000 tunnur hjá Sæbergi. Bæði hjá Frið- þjófi og Sæbergi hefur bæði verið rúnnsaltað og sildin einnig hausskorin og slægö. Hausskorna sildin fer aðal- lega á Sviþjóðar- og Rússlandsmarkað, en sú rúnnsaltaða á Póllandsmarkað. Sæljónið varð fyrir áfalli í síðustu viku. Kastað var i þremur vindstigum og fékkst full nót af síld. Þá gerði af- takaveður og gereyðilagðist nótin. Útgerðin átti gamla nót sem gerð var upp í litla Rússlandi (Neskaupstað). Ekki fékkst uppgefið hjá Auðbjörgu hvað saltað hefur verið þar. Það er eins og það sé alltaf leynd yfir því hvað Auðbjörg saltar, mikið eða litið. - Regtna / JH Atvinna Viljum ráða ungan, laghentan mann til af- greiðslu- og lagerstarfa. Þarf að hafa bíl til um- ráða. Eiginhandarumsóknir, er greini mennt- un og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Dag- blaðsins fyrir 15. nóv. nk. merkt „Bygginga- markaðurinn”. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. fi/M !® BYGGINGA MARKAÐURINN Verzlanahöllinni / Grettisgötu BILAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundirbifreiöa, tildæmis: ToyotaCrown Fíat 128 Volvo Amazon Chevrolet Bel Air Rambler American Saab 96. Fíat 125 Einnig hcfum vid úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um alltland. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 11397 COKS3 <SViJSOKO Glæsiþotan á Reykjavikurflugvelli i gær. Bandaríska landhelgisgæzlan: DOLLARAGRÍN YFIRMENNINA Það vaktl nokkra athygli á Reykja- bandarísku strandgæzlunnar. A slíkum víkurflugvelli í gær er glæsileg smáþota farkostum ferðast yfirleitt ekki nema af gerðinni Gruman Gulfstream renndi frægustu kvikmyndaleikarar og for- sér þar inn til lendingar undir rherkjum stjórar risafyrirtækja. Ekki mun þó UNDIR strandgæzlan nota glæsigripinn til að rekast í fiskibátum, heldur er þotan notuð til að skjóta yfirmönnum bæjar- leiðir. Bandariskur hershöfðingi er með þotunni núna, sem mun halda áfram héðan upp úr hádeginu. - G.S. „Hússtjórn ætlar að sniðganga okkur” — Ólaf ur Kvaran sækir um stöðu listráðunauts „Við vildum fá fund með hússtjórn Kjarvalsstaða áður en umsóknarfrestur um stöðu listráðunauts rann út og fá hann framlengdan því okkar fólk hafði annars ekki tækifæri til að sækja um stöðuna. Þegar því var ekki sinnt kæröum við okkur ekkert um fund seinna þegar allt var um garð gengið,” sagði Hjörleifur Sigurðsson formaður Félags islenzkra myndlistarmanna. Eins og skýrt var frá i blaðinu á laugardaginn mættu listamenn ekki á þann fund sem' hússtjórnin hafði þá boðað til. „Staða listráðunauts var auglýst I trássi viö okkur og er greinilegt að við áttum ekki að fá tækifæri til að sækja um. Greinilegt er að verið er að reyna að komast fram hjá okkur á allan hátt,” sagði Hjörleifur. DB hefur ekki enn fengið uppgefið hverjir það voru sem sóttu um stöðu list- ráðunauts á Kjarvalsstöðum. Ljóst er að umsóknir eru að minnsta kosti tvær, önnur frá Ólafi Kvaran listfræðingi og hin frá Árna L. Jónssyni myndlistar- manni sem notar listamannsnafnið Zator. Ólafur hefur þann fyrirvara á umsókn sinni að áður en hann gæti tekið til starfa yrði að vera búiö að gera sam- komulag á milli borgarinnar og lista- manna um rekstur Kjarvalsstaða. 1 dag á samkvæmt föstum reglum að leggja fundargerð frá föstudagsfundi hússtjórnar Kjarvalsstaða fyrir borg- arráð. Fundargeröin verður ekki opin- bert plagg fyrr en að þvi loknu. . DS Kjarvalsstaðir: Ef ekki verður sam ið bannar BÍL líka „Bandalag íslenzkra listamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við aðgerðir FÍM og mun beita sér fyrir allsherjar listbanni allra aðildarfélaga sinna á Kjarvalsstaði ef samkomulag næst ekki innan skamms tíma,” segir i ályktun BlL. Ályktunin var einróma samþykkt þann 4. nóvember. Aðilar að BÍL eru myndlistarmenr.. rithöfundar, leikarar, listdansarar, kvikmyndagerðarmenn, tónlistarmenn, arkitektar og tónskáld. Er þvi óhætt aðsegja að ef af banninu verður leggist öll listræn starfsemi á Kjarvalsstöðum niður. Ekki er skilgreint nánar hvað við er átt með hinunt skamma tíma en að sögn Stefáns Jóns- sonar arkitekts er fremur hægt að telja hann í vikum en mánuðum. 1 ályktuninni segir einnig að ef tillag- an um að í hússtjórn Kjarvalsstaða verði tveir listamenn með málfrelsi og tillögu- rétt muni BlL ekki tilnefna mann þar til setu. Bendir bandalagið á að þó lista- menn eigi ekkert lengur í Kjarvalsstöð- um gildi gjörólík lögmál um stjórnun menningarmála og að ekki sé unnt að reka menningarstofnun án virkrar og ábyrgrar þátttöku listamanna í stjórn. - DS Vélarhlutum stolið úr bfl Kl. 1.26 í nótt var lögreglunni til- kynnt um að piltar væru að stela vélar- hlutum úr Broncobifreið við Strýtusel. Þegar lögreglan kom á staðinn voru þeir á bak og burt, en hjólför I snjónunt leiddu til þess að eigandi annarrar Broncobifreiðar var handtekinn grun- aður um verknaðinn. Höfðu verið teknir einir tveir hlutar úr vél bifreiðarinnar. GAJ Kjallaragrein Jóns Haraldssonar: Prentvillupúkinn á ferðinni í kjallaragrein Jóns Haraldssonar arkitekts á laugardaginn var sköðuðu þrjár prentvillur eina málsgreinina verulega. Þar sem talað er um skoðun í greinni átti að standa sköpun og sköpunarstörf. Rétt á málsgreinin að hljóða sVo: „Að sjálfsögðu þarf nú að vinna úr þessum gögnum og sjálfstæðir arki- tektar að taka til höndinni við sköpun þessara bygginga. Ekki er sanngjarnt að ætla átta manna hópnum sköp- unarstörf. Þess getur jú ekki í saman- lagðri kristni og rúmlega það að hópar manna hafi frumskapað sjálfstæð listaverk — hvað þá átta manna hópur og höfuðlaus að auki.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.