Dagblaðið - 07.11.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978.
11
Dæmigerðar aðferðir félaga Mafiunnar. Þeir sem eru fyrir verða að víkja og oft á ófagran hátt.
Mafiuforingi í Pellaro, sem er smábær
á suðurodda Italiu, gegnt Sikiley.
Hann er ákærður fyrir tékkafölsun og
var spurður við yfirheyrslur af hverju
sérstakt sjónvarpskerfi væri tengt við
hús hans, þar sem fylgst væri með
hverri hreyfingu utan dyra, skotheldar
rúður væru í gluggum húss hans,
vopnaður Alfa Romeo bíll stæði utan
við hús hans og skothelt vesti hefði
fundizt utan við hús hans.
„Sjónvarpið er aðeins dyrabjalla
með mynd,” svaraði Mafiuforinginn.
„Bílinn á ég ekki, hann á læknir, sem
er vinur minn er leggur bilnum utan
við hús mitt og skothelda vestið
tilheyrir mér ekki heldur. Frændi
minn á það, en hann gleymdi því
hér.” Þá sagði Barreca að rúðurnar
væru ekki skotheldar, heldur óvenju
þykkar. „Hann hvessir stundum
hérna” bætti Mafiuforinginn við.
Svona voru svör fjölmargra. Svörin
sýna það að kapparnir óttast ekki
fangelsisdóma, en hefnd Mafiunnar
stendur huga þeirra nær.
Réttarhöldin eru nú að hefjast, en
áður hafa farið fram yfirheyrslur fyrir
málflutning. Talið er að réttarhöldin
muni standa í vikur eða jafnvel
mánuði.
1 síðustu meiri háttar mafíuréttar-
höldum, sem fram fóru á Sikiley árið
1976, voru aðeins 15 af 38 ákærðum
dæmdir. Meðaldómur nam þá eins árs
fangelsi. Fáeinum mánuðum seinna
var aðal rannsóknaraðilinn í
Mafíumálinu á Sikiley skotinn til
bana.
Jafnvel þótt réttarhöldin, sem nú
eru að hefjast, beri meiri árangur og
fleiri hljóti dóma, þá eru það fáir sem
trúa þvi að náist til hinna
raunverulegu guðfeðra. Þá er einnig
trú manna að lítið komi í Ijós sem
hægt verði að sanna i fjármála-
spillingu og sukki kringum
stáliðjuverið.
I ofboði er
kraf izt endur
skoðunar
vísitölunnar
Heldri menn á húsgangi í stjórn-
mála- og atvinnulífi þjóðarinnar stinga
vart niður penna svo ekki sé undir-
strikað með rauðu — eða svörtu — að
flýta þurfi endurskoðun vísitölunnar
fyrir 1. des. nk. Það liggur við að sá
grunur læðist að lesendum að stúd-
entahátíðin 1. des. sé i hættu ef endur-
skoðun vísitölu verður ekki flýtt.
Hvaða vísitala er það, sem mennirnir
vilja endurskoða? Þær eru nefnilega
nokkuð margar vísitölurnar i þjóð-
félaginu okkar og allar hækkandi.
Sennilega er átt við framfærsluvísitöl-
una, sem kaupgjaldsvísitalan er tengd
við.
Auðséð er að skriffræðileg lækkun
framfærsluvísitölu breytir ekki fram-
færslukostnaði. Vitað er að stjórn-
málamenn hafa farið óhreinum hönd-
um um kaupgjaldsvísitöluna oftar en
einu sinni og oftar en tvisvar.
Það er því ekkert undarlegt þó að sá
grunur læðist að launþegum að öll
þessi ákefð í endurskoðun vísitölu stafi
af löngun til að vinna bug á einhverj-
um hluta verðbólgunnar með
skerðingu kaupgjalds. Eða er einhver
önnur visitala, sem átt er við? Er það
kannski vísitala innflutningsverzl-
unarinnar?
E.t.v. er ég á villigötum, það er
e.t.v. ætlunin að hefja undirbúning að
nýjum búreikningum, er sýni hver
Kjallarinn
Guðjón B.
Baldvinsson
neyzla almennings er í dag, og þá von-
andi á þeim grundvelli að könnun
verði i hverjum landsfjórðungi, svo að
ekki þurfi að kýta um hvar er lægsti
eða hæsti framfærslukostnaðurinn.
Vissulega er það sjálfsagt að undirbúa
og hefja slíka könnun, sem hefði átt að
vera búið fyrir nokkrum árum. En
engum kemur i hug að því verki verði
lokið fyrr en í fyrsta lagi 1. des. 1979
og er þá ráðandi mikil bjartsýni.
Svo virðist sem þessi háttur á endur-
skoðun visitölu bögglist ekki mjög
fyrir brjósti þeirra, sumra hverra, sem
leituðu atkvæða með það loforð á
vörum að bæta kaupmátt launanna.
Ég vil ekki andmæla því að vísitalan
— mér er næst skapi að setja orðið í
gæsalappir — verði endurskoðuð, ég
veit vel að það getur ráðið miklu um
afkomuhorfur atvinnuveganna
hvernig kaupgjald stigur. En mig
langar að heyra fleiri nótur slegnar i
viðlaginu um hraðvaxandi verðbólgu.
Það eru ekki allir sem lifa á vísitölu-
tryggðum tekjum með sama hætti og
launþegar. Hvaða visitölu á að endur-
skoða hjá braskaralýðnum sem fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra gat einu
sinni um að væri til? Hvaða vísitölu
endurskoðun eiga milliliðirnir að lúta?
Hvaða endurskoðun á að fram-
kvæma á útgerð og frystihúsarekstri
til þess að tapreksturinn hverfi úr sög-
unni? Á kannski að gefa fólkinu sem
vinnur á fiskvinnslustöðvunum tæki-
færi til að hafa hönd í bagga með
rekstrinum? Væri það ekki eins góð
leið og bónuskerfin? Hvenær eiga
þjóðbankanir að verða í þjónustu
fólksins?
Guðjón B. Baldvinssun
fulltrúi
ff
Hús-
næðis-
ff
vandi
brask-
arans
Ég var i mesta meinleysi að glugga í
Dagblaðið um daginn þegar mig rak
skyndilega i rogastans inni í miðju
blaði. Þar stóð sem sé — rökstutt með
óhrekjanlegum tölum — að það kost-
aði þrjár milljónir tvö hundruð fimmt-
iu og þrjú þúsund krónur að reka eina
tíkarlega tveggja herbergja íbúð, tiu
milljón króna virði, í eitt ár.
En samúð min með vesalings fólk-
inu, sem situr uppi með svona eign og
neyðist jafnvel til að búa í henni lika,
stóð ekki lengi. Auðvitað gat þetta
ekki verið öll sagan. Þessi upphæð
samsvarar nefnilega krónum 270
þúsund á mánuði, sem teljast miöl-
ungs dagvinnulaun, þannig að ef þetta
væri algengur húsnæðiskostnaður
vegna tveggja herbergja íbúðar í
blokk, þá liti Reykjavik öðruvisi út en
hún gerir í dag. Þá væri hér nefnilega
engin byggð önnur en moldarkofar og
svo nokkur sæmileg hús í Laugar-
ásnum og í nágrannasveitarfélögun-
um. Venjulegt fólk hefði ekki efni á að
búa i húsum.
Dæmið i Dagblaðsgreininni, sem
áður var getið, var um mann, sem sló
sér 10 milljónir, keypti svona íbúð og
Kjallarinn
Finnur Birgisson
Og nú skulum við skoða hvað gerist I
þegar salan er tekin inn i dæmið. Við
látum hann selja eftir eitt ár. Miðað er
við 40% verðbólgu, og í stað fyrningar [
kemur gildisrýrnun fram við söluna,
5%. Annars eru allar tölur eins og í
dagblaðsgrein Skúla Skúlasonar:
Gjöld Tekjur
Greiddir vestir 2.500.00(1
Fyrirfr. greidd leiga 900.000
Vaxtatekjur v. leigu 112.500
Fasteignagjöld 45.000
Iðgj. af brunatr. 8.000
Viðhaldskostnaður 200.000 *
íbúðin seld 13.300.000
Upphaflegt lángreitt 10.000.000
Samtals 12.733.000 14.312.500
Mismunur — gróði 1.559.550
leigði hana fólki, sem liklega hefur
verið í vandræðum, því það lét sig
hafa það að snara út hárri ársleigunni
fyrirfram. Eftir árið sat svo húseigand-
inn uppi með sárt ennið og 2,2 milljón-
ir í rekstrartap — eða hvað?
Nei, auðvitað ekki. Hann er nefni-
lega miklu hyggnari en svo. Hann var
ekki aö hugsa um leigutekjur þegar
hann fór út í það.skrýtna fyrirtæki
ótilneyddur að kaupa sér íbúð fyrir
eintómt lánsfé, án þess að þurfa á
henni að halda fyrir sig og sína. Hann
ætlaði sér aldrei annað en að selja hana
við næstu hentugleika, vitandi að hún
myndi hækka i verði vegna verðbólg-
unnar.
lbúðareigandinn, sem nú er komið í
Ijós að fremur væri réttnefndur íbúða-
braskari, hefur þvi grætt 1,56 millj-
ónir á þessu vafstri sínu. Þar sem hann
lagði ekki fram, skv. dæminu, nema ca
2 milljónir af eigin fé — til þess að
borga hluta af vöxtunum — hefur
hann ávaxtað fé sitt um 78% á árinu.
Það er því óþarfi að vera að vor-
kenna honum — hann sér um sig.
Vonandi rennur þetta líka upp fyrir
Dagblaðsgreinarhöfundinum, sem
slysaðist til þess að gerast málsvari
braskarans, greinilega sakir hrekk-
leysis og misskilnings á fyrirætlunum
hans.
Finnur Birgisson
arkitekt.