Dagblaðið - 17.11.1978, Page 18

Dagblaðið - 17.11.1978, Page 18
26 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978. Veðríð T Austan hvassviðri og slydda i fyrstu en siðar suöaustan stinnings- kaldi og skúrír eða slydduél ð Suöurlandi. noröanlands verður hvöss austanátt ogsnjókoma. Veður kl. 6 i morgun: Roykjavik -1 stig og snjókoma, Gufuskólar -2 stig og skafrenningur, Gattarviti -3 stig og snjóél, Akureyri -2 stig og snjókoma, Raufarhöfn -2 stig og skafrenningur, Höfn i Homafiröi og ííkoma i grennd, Dalatangi 1 st. og slydduél og Stórhöfði f Vestmannaeyjum 1 stig og slydduél. Þórshöfn í Fœreyjum 4 stig og skýjað, Kaupmannahöfn 8 stig og skýjað, Osló 0 stig og alskýjað, London 9 stig og skýjað, Hamborg 7 stig og skýjað, Madrid 2 stig, heiðrikt, mntur, Lissabon 9 stig, heiörikt og mistur og New Yoríc 7 stig og skýjað. Andlát Þorkcll Pálsson lézt 7. nóv. Hann var' fæddur 29. sept. 1921 á Akri viö Bræöraborgarstíg. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Þorkelsdóttir og Páll Sigurðsson prentari. Þorkell fékk meistarabréf í bifreiðasmíði árið 1948. Eftir að hann lauk námi, vann hann um skeið að bifreiðasmíði i Noregi og Svíþjóð. Eftir að hann kom heim starfaði hann hjá Blikksmiðjunni hf. og var hann þar lengi verkstjóri. Vann Þorkell hjá þvi fyrirtæki unz það var lagt niður. Síðust árin vann Þorkell i Gluggasmiðju Gissurar Símonarsonar. Þorkell var tvíkvæntur. Frá fyrra hjónabandi á hann eina dóttur, Margréti 2I árs. Síðari kona hans er Guðfinna Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur og lifir hún mann sinn. Þorkell verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstud. I7. r.óv., kl. 1.30. ValgerAur Helga Isleifsdóttir lézt 8. nóv. sl. Hún var fædd í Reykjavík 14. nóv. 1928. Foreldrar hennar voru Karitas Jónsdóttir og ísleifur Hannes. Var Didda, eins og hún var jafnan kölluð, eina barn þeirra hjóna. Einn fó^turson áttu þau, Pál Erling Pálsson. Dícfda gift- ist eftirlifandi manni sínum, Tómasi V. Óskarssyni,24. des. 1953. Þau eignuðust fjögur börn. Valgerður Helga verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag, föstudag 17. nóv. kl. kl. 3. Fanney Guðmundsdóttir, Drápuhlíð 23, Rvík. lézt í Landspitalanum miðvikudaginn 15. nóv. Karl Kristjánsson, Eyrarvegi 15, Akureyri lézt á fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 9. nóv. Út- förin fer fram frá Akureyrarkirkju laug- ardaginn 18.. nóv. 1.30. Hjörtur L. Hannesson, Kirkjubraut 50, Akranesi verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju laugardaginn I8. nóv. kl. 1.30. Halldór Magnússon lézt að Hrafnistu 9. nóv. sl. Hann var fæddur að Lágum í Ölfusi 23. ágúst 1893. Foreldrar hans voru Guðún Halldórsdóttir og Magnús Jónsson. Ungur að árum hóf Halldór sjómennsku frá Þorlákshöfn. Fluttist hann til Reykjavíkur um tvitugt og stundaði hann sjóinn ýmist á skútum eða togurum. 17. okt. 1925 kvæntist Halldór Sesselju Einarsdóttur frá Þóroddsstöðum í Ölfusi. Eignuðust þau fimm börn og eru fjögur þeirra á lifi. Halldór var jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu í dag, föstudag 17. nóv. kl. 10.30 f.h. Stjorrsmaíafundir Vogar — Vatnsleysuströnd Væntanlegir þátttakendur i ræðunámskeiði Sjálf- stæðisfélags Vatnsleysustrandarhrepps eru beðnir um að hafa samband við ómar Jónsson i síma 6547 i siðasta lagi laugardaginn 18. nóv. 1978. Alþýðubandalagið í Reykjavík Sérstök athygli flokksmanna er vakin á þvi, að flokks- ráðsfundurinn að Hótel Loftleiðum er opinn, og eru menn eindregið hvattir til að mæta i kvöld kl. 20.30 en þá talar Lúðvik Jósefsson um stjórnmálaviðhorfið og Ragnar Arnalds um störf og stefnu rikisstjórnarinnar. Að ræðum þeirra loknum verða almennar umræður. Framsóknarfélag Vestur-Húnvetninga heldur aðalfund i Félagsheimilinu Hvammstanga sunnudaginn 19. nóvemberkl. 1.4. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og kjördæma- málið. Á fundinum mæta alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Fundir Garðyrkjufélag íslands heldur fyrsta fræöslufund vetrarins föstudaginn 17. nóv. kl. 20.30 í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Hólmfriður Sigurðardóttir garðyrkjufræðingur frá Akureyri ræðir um fjölærar plöntur og sýnir myndir, meðal annars úr Lystigarðinum á Akureyri. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fólag íslenzkra iðnrekenda boðar til félagsfundar föstudaginn 17. nóv. 1978 kl. 12.00: Fundarstaður: Hótel Saga, Súlnasalur. Dagskrá. Ávarp. Davið Sch. Thorsteinsson formaður Félags islenzkra iðnrekenda. Ávarp: Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra. Almennar umræður og fyrirspurnir. Félagsmenn fjöl- mennið! Réttarstaða norrænna maka á íslandi Samtök vinafélaga Norðurlanda efna til umræðu- fundar i Norræna húsinu laugardaginn 18. nóv. n.k. fcl. 15:00 um réttarstöðu norrænna maka, sem giftir eru eða kvæntir hérlendis. Þau Guðrún Helgadóttir tryggingafulltrúi, dr. Gunnar G. Schram prófessor og Ingólfur Þorsteinsson bankafulltrúi munu flytja stutt inngangsorö og sitja svo fyrir svörum. Allir eru velkomnir á fundinn. Fulltrúafundur Landvemdar Landgræðslu- og Náttúruvemdarsamtaka íslands verður haldinn i ölfusborgum, Ámessýslu dagana 18. og 19. nóv. 1978. Dagskrá fundarins veröur tilkynnt í bréfi til aðildarfélaga. Bændafundur fyrir bændur og aðra búfjáreigendur i Gullbringu- og Kjósarsýslu verður haldinn laugardaginn 18. nóv. nk. kl. 13.30 að Fólkvangi Kjalarnesi. Fundarefni: 1. Sauðfjársjúkdómavarnir. Frummæl- endur Sigurður Sigurðsson dýralæknir og Kjartan Blöndal fulltrúi. 2. Tillögur 7 manna nefndar um skipulagsmál landbúnaðarins. Frummælendur full- trúar fyrir Stéttarsamband bænda. Aðalfundir ———wg" Landeigendafélag Mosfellssveitar Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 18. nóv. kl. 2 að Hlégarði. Venjuleg aðalfundarstörf, skipulagsmál og fleira. Ásprestakall Að lokinni guðsþjónustu, sem hefst kl. 14 sunnudag- inn 19. nóv. verður aöalfundur safnaðarins haldinn aö Norðurbrún 1. Leiknir — Knatt- spyrnudeild Aðalfundur Aðalfundur knattspymudeildar Leiknis verður haldinn 17.nóv. nk. kl. 19.30 að Seljabraut 54 (húsi Kjöt og Fisks). Venjulegaðalfundarstörf. Leiknir — Hand- knattleiksdeild Aðalfundur Aðalfundur handknattleiksdeildar Leiknis verður haldinn 17. nóv. nk. kl. 21:00 að Seljabraut 54 (húsi Kjöt og Fisks). Venjuleg aðalfundarstörf. Fram — skíðadeild Framhaldsaðalfundur skiðadeildarinnar verður 23. nóv. kl. 20.30 í Félagsheimilinu Safamýri. Framhaldsaðalfundur Knattspyrnudeildar Fram verður haldinn miðvikudaginn 22. nóvember kl. 6 i Félagsheimilinu i Safamýri. Hjúkrunarfræðingar Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFt verður haldinn 27. nóvember kl. 20.30 i Átthagasal Hótel Sögu. Fundarefni: 1. Kosning stjórnarmeðlima og fulltrúa. 2. önnur aðalfundarstörf. 3. Gréta Aðalsteinsdóttir flytur erindi. 4. önnur mál. 5. Seldir verða miðar á jólagleði sem haldin verður 8. desember. Hraðfrystihús Grundarfjarðar Aðalfundur verður haldinn í matsal fyrirtækisins og hefst kl. I e.h. laugardaginn 25. nóvember. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Námstefna Stjórnunarfélag íslands mun i samvinnu við Mcnningarstofnun Bandaríkjanna efna til námstefnu um „Nútíma stjórnunaraðferðir" dagana 17., 18. og 20. nóv. Fyrirlesarar og umræðustjórar á námstefn- unni verða tveir bandarískir prófessorar Dr. Herbert J. Davis og Dr. K. Mark Weaver. (Sálarrannsóknarfélag Íslands Þann 18. nóv. kemur miðillinn Eileen Roberts. Hún heldur einkafundi og skyggnilýsingafundi fyrir félags- menn, ennfremur leiðbeiningafundi fyrir fólk með dul- ræna hæfileika. Uppl. i síma 18130 kl. 13.30— 17.30. Alþýðubandalagið I Reykjavík — ' Dansleikur Alþýðubandalagið í Reykjavik heldur dansleik á Hótel Borg laugardaginn 18. nóv. kl. 21.00. Dagskrá: 1. Þór Vigfússon flytur ávarp. 2. Upplestur. 3. Sigrún Gestsdóttir syngur við undirleik önnu Magnúsdóttur. Hljómsveitin Flóatrióið leikur fyrir dansi til kl. 2. Til lesenda Árbókar Athygli er vakin á vixlun blaðsiðutals tveggja siðna, bls. 79 og 80, i grein Hauks Pálmasonar yfirverk- fræðings um orkunotkun Islendinga. Þeir, sem hafa þessa Árbók undir höndum, eru því góðfúslega beðnir um að merkja siðurnar þannig, að greinin veröi lesin i réttu samhengi. Höfundur og Jesendur eru beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum. Sólarfilma Jólakort Sólarfilma s.f. gefur út á þessu hausti fjölbreyttara úr- val jólckorta en undanfarin ár eða 350 mismunandi myndir á misstórum og mörgum gerðum korta. Sólar- filma hefur undanfarin ár verið aö auka innlenda framleiðslu á jólakortum og ötlum gjafa- og póst kortum. Fyrirtækið fiytur engin kort inn en lætur þess i stað framleiða öll kort innanlands. Einnig hefur Sólarfilma sf. látið íslenzka listamenn teikna og mála myndir bæði i borg og sveit. Að lokum má geta mynda sem framleiddar eru eftir gömlum listaverkum og munum úr söfnum. Kirkjutónleikar á Austurlandi Nú um helgina verða haldnir kirkjutónleikar á þrem stöðum á Austurlandi. Flytjendur eru: Guðni Þ. Guðmundsson orgelleikari, Ingveldur Hjaltested söng- kona, Hrönn Geirlaugsdóttir fiðluieikari og Sigurður Magnússon fagottleikari. Fyrstu tónleikamir verða i Reyðarfjarðarkirkju i kvöld, föstudag 17. nóv., i Eskifjarðarkirkju á laugar- dagskvöld 18. nóv. og sunnudagskvöld 19. nóv. i Nes- kaupstaðarkirkju. Einnig ætla hljómlistarmennirnir að heimsækja Fjórðungssjúkrahúsið i Neskaupstað á sunnudag og skemmta sjúklingum og vistmönnum þar. Afmæli Ágústa Kristófersdóttir, Staðarhóli vi( Dyngjuveg er 70 ára i dag, föstudag 17 nóv. Tónlelkar í Gagnfræða- skólanum á Akranesi Söngvaramir Ágústa Ágústsdóttir og Halldór Vil- helmsson ásamt Jónasi Ingimundarsyni pianóleikara halda tónleika i Gagnfræöaskólanum á Akranesi nk. laugardag, 18. nóv.’78 kl. 17.00. Þau hafa að undanförnu haldið tónleika á Suður- landi, Selfossi, Aratungu og fyrir Tónlistarfélag Rang- árvallasýslu að Hvolsvelli við góðar undirtektir. Á efnisskrá eru lög eftir innlenda og erlenda höf- unda, einsöngvar og tvisöngvar. Ágústa Ágústsdóttir hefur á undanförnum árum sungið viða um land, m.a. á sumartónleikum i Skál- holti. Halldór ViIhe!msson hefur einnig viða sungið og meðal annars tekið þátt i sýningum Þjóðleikhússins t.d á Carmen. Hann hefur einnig oft sungið einsöng með Polýfónkórnum. Þau vom bæði einsöngvarar með Kirkjukór Akra- ness, þegar kórinn fór i söngför sina til Ítaliu og ísrael um síðustu jól. Myndlista- og handtflaskólinn Vegna veðurs hefur orðið að hætta við fióamarkaðinn á Lækjartorgi. Þess i stað verður hann haldinn i skóla- húsinu, Skipholti 1, klukkan 1—6 á laugardag og sunnudag. Steinberg Jónsson, Kötlufelli 7 Reykja- vik, er 75 ára i dag, föstudag. 17. nóv. Hannerað heiman. -.. ^ Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 209—15. nóvember 1978. gjaldeyrir^ Eining KL 12.000 Kaup ' Selé ( Kaup * Sala^ 1 Bandarikjadollar 314,20 315,00* 345,62 346,50* 1 Stariingspund 615,60 617,20* 677,16 678,92* 1 KanadadoUar 266,80 267,50* 293,48 294,25 100 Danskar 5962,05 5977,25* 6558,26 6574,98* 100 Norskar krónur 6199,10 6214,90* 6819,01 6836,39* 100 Snnskar krónur 7186,65 7204,95* 7905,32 7925,45* 100 Finnsk mörk 7872,70 7892,80* 8659,97 8682,08* 100 Franskir frankar 7206,40 7224,80* 7927,04 7947,28* 100 Belg. frankar 1049,40 1052,10 1154,34 1157,31* 100 Svissn. frankar 18817,20 18865,10* 20698,92 20751,61* 100 Gyllini 15237,65 15276,45* 16761,42 16804,10* 100 V.-Þýzk mörk 16458,90 16500,80* 18104,79 18150,88* 100 Urur 37,18 38,28* 40,90 41,01* 100 Austun-. Sch. 2249,90 2255,60* 2474,89 2481,18* 100 Escudos 674,25 675,95* 741,68 743,55* 100 Pesetar 441,45 442,55* 485,60 486,81* 100 Yen 163,33 163,75* 179,66 180,13* • Brayting fró siðustu skráningu ] t Sknsvari vegna gangisskrár^inga 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.