Dagblaðið - 14.12.1978, Síða 4

Dagblaðið - 14.12.1978, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. Jólm koma: „Englakrem” á jóSatertuna „Þelta er svo gott að maður heyrir englana syngja," sagói kona nokkur eitt sinn er verið var að búa til marzi- pan-krem í „tilraunaeldhúsi” DB og hún fékk að smakka. Þetta er alveg satt. Krem þetta, sem tilvalið er á hátíðatertuna, er hreinasta lostæti, — enda er verðið lika i nokkru samræmi við gæðin. 1 kremið fer: 4 blöð matarlim 1/2 litri rjómi vanilla úr einni stöng 1—2 msk. sykur (má vera meira) 4 eggjarauður ca 100— 150 g marzipan 1 dl rjómi Rjóminn er hitaður. Rauðurnar eru þeyttar mjög vel með sykrinum og látnar saman við rjómann. Kremið er soðið svolitla stund, potturinn tekinn af og marzipaninu hrært saman við. Loks er matarlímið látið í (látið matar- límið i bleyti í kalt vatn áður en það er látið út í kremið). Kremið er kælt. BAKAÐ MEÐ DAGBLAÐINU Áður en það er notað er það hrært upp og einum dl af þeyttum rjóma bætt út Hráefnið í þetta „englasrem” kostar hvorki meira né minna en rúmlega 1200 kr„ en það er enginn svikinn af bvi- - A.Bj. Mikið er lagt upp úr að umbúðirnar séu sem allra smekklegastar. Náið er fylgzt með því að snyrtivörurnar frá Guerlain séu ekki komnar fram yBr siðasta söludag sem á þa*r er stimplaður, en krem er viðkvæm vara sem getur þránað við langa geymslu DB-mynd Bjarnleifur. ——— Fólk seinna í gang en oft áður Guerlain-snyrtivör- urnar merktar með síðasta söludegi A undanförnum árum hafa sífellt verið gerðar meiri kröfur til merkingar vöru sem á boðstólum er. Hér á landi eru til lög og reglugerðir sem segja til um að merkja skuli allar matvörur með innihaldi og auk þess að merkja síðasta leyfilegan söludag á allar við kvæmar vörur. — Á þetta þó aðeins við um neyzluvörur. Nú eru komnar hér á markaðinn snyrtivörur sem merktar eru með síð- asta söludag. bað eru snyrtivörur frá franska fyrirtækinu Guerlain í Paris. Er nú nýlega farið að flytja snyrti- vörutegund þessa hingað til lands, en á undanförnum árum hafa aðeins feng- izt ilmvötn frá fyrirtækinu hérá landi. Hafa þau fengizt hjá verzluninni Hjá Báru á Hverfisgötu. Snyrtivörurnar fást hins vegar í snyrtivöruverzluninni Clöru i Bankastræti. „Erlendis er algengt að ákveðin snyrtivörumerki séu aðeins seld í ein- stöku verzlunum. Guerlain selur t.d. aðeins vörur sínar i fjórum verzlunum i París, — eru það verzlanir sem fyrir- tækið rekur sjálft," sagði Guðrún Ingólfsdóttir snyrtisérfræðingur, eig andi Clöru i samtali við Neytendasið- una. — „Frk. Fredholm, sænskur einkaumboðsmaður Guerlain fyrir- tækisins fyrir Norðurlönd, hefur eftir- lit með því að snyrtivörurnar séu ekki seldar eftir siðasta söludag. Frk. Fred- holm heimsækir alla söluaðila að minnsta kosti einu sinni á ári til þess að ganga úr skugga um að enginn sé með of gamlar vörur á boðstólum," sagði Guðrún. Guerlainfyrirtækið hefur verið starfrækt í 150 ár og hefur jafnan haft á boðstólum snyrtivörur og ilmvötn, sem fyrir löngu hafa unnið sér sérstakt nafn i tízkuheiminum. A.Bj. og kaupir lægri jólatré Nú eru jólin alveg á næsta leiti, ekki nema 10 dagar þar til hátíðin rennur upp. Jólabaksturinn er sennilega kom- *inn langleiðina, í það minnsta smá- kökubaksturinn. — Þá er eftir að skreyta húsið hátt og lágt. íár Mjög jólalegt er um að litast hjá blómaverzlunum, þar sem eru á boð- siólum jólaskreytingar búnar til af fag mönnum. Einnig er á boðstólum skreytingarefni, þannig að fólk geti sjálft spreytt sig á skreytingum. — Til þess að koma okkur öllum í jólaskap lögðum við land undir fój og heimsótt: um skreytingameistara borgarinnar. Fyrst litum við inn í Alaska í Breið- holti. Þar ræður ríkjum Aad Gröen- veg garðyrkjumaður. „Það er varla hægt að segja að jóla ösin sé byrjuð enn, fólk er voða seint að koma sér í gang og virðist ekki hafa eins mikla peninga og oft áður," sagði Aad. — „Mikið af jólavörunum er enn Gott kertaúrval er í Alaska í Breiðholtinu. Þar voru m.a. til kerti sem voru eins og áfengisflöskur. „Viský”-flaskan kostaði 2.990 kr. Einnig voru til pinu-flöskur og kostuðu þær 790 kr. að leysa vörurnar út,” sagði Aad enn- fremur. Það virtist þó ekki neitt vanta upp á vöruúrvalið í Alaska í Breiðholtinu. Mikið og gott úrval var af kertum og alls kyns gjafa- og skrautvörum. Pessi litlu kerti eru i rauðu plasthulstri og geta logað i 48 klst. Þau kosta 750 kr. á „hafnarbakkanum", heildsalarnir virðast eiga í miklum erfiðleikum með Mjög mismunandi verð er á kertun- um eftir þvi hvaðan þau eru. Þarna voru handgerð kerti, kostaði parið 495 kr., gullkerti á 530 kr. stykkið, vestur- þýzk kerti i pakka, 10 stk. með 6 klst. brennslutíma, á 850 kr. 5 vestur-þýzk kubbakerti kostuðu 870 kr„ með 12 klst. brennslulíma, en samsvarandi stærð af dönskum Hjertelys kostuðu 820 kr. 4 stk. — Ódýrustu skreyting- arnar kostuðu 2.200 kr. allt upp i 7.850 kr. Þarna voru túlipanalöguð kerti á háum prikum til þess að stinga niður í garðinn á 640 kr. stykkið, úti- kerti í álformum á 350 kr. Lítil kerti með 48 klst. brennslutíma i rauðum hulstrum kostuðu 750 kr. stykkið. Jólatrésskraut er til i'Alaska i Breið- holti og kosta stærstu kúlurnar 600 kr. en 95 kr. þær minnstu. 10% afsláttur er veittur ef keyptur er heill kassi. Ekki má gleyma ál-kertahlifunum, 12 stk. í kassa og kosta 185 kr,- í Breiðholtinu eru til kanadísk jóla- Fagmannlega skreyttar borðskreytingar kosta frá 2.200 kr. Þessi var mjög stór og kostaði 7.850 kr. Svona skreytingu er raunar hægt að nota aftur næsta ár, með því að láta ný kerti og nýtt greni. DB-myndir Bjarnleifur. tré, sem þeir flytja inn sjálfir og kosta þau (eðalgreni, sem ekki fellir nálarn- ar) 9.800 kr. 120—150 cm, og þau sem eru 150—200 cm kosta 12.600 kr. Aad sagðist hafa veitt því eftirtekt að fólk keypti mun lægri jólatré í ár en áður. Hann sagði einnig að jólavörurnar væru um það bil 75% dýrari í ár en í fyrra. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.