Dagblaðið - 14.12.1978, Side 5

Dagblaðið - 14.12.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. 5 Hvaðverðurum Fjalaköttinn: „Býst ekki við að borgin húsið til brottflutnings” — segir Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar —eigandinn tilbúinn að selja bæði lóðoghús Hið sögufræga hús, Fjalakötturinn, Aðalstræti 8. Menn minnast þess eflaust frá þvi í sumar að Reykjavíkurborg var gefið húsið við Aðalstræti 8, sem betur er þekkt sem Fjalakötturinn. Eigandi húss- ins, Þorkell Valdimarsson, skilyrti þó gjafaloforðið og varð að fjarlægja húsið af lóðinni fyrir 27. desember. Ef borgin tæki ekki boðinu ætlaði Þorkell að rífa húsið fyrir áramót, þar sem ný lög taka gildi um áramótin, sem banna niðurrif húsa án leyfis. Þorkell hefur átt vinsamleg viðtöl við forseta borgarstjómar um að leysa málið, án þess að til brottflutnings komi. Hann er reiðubúinn til að veita lengri frest til brottflutningsins ef gjafatilboð- inu verður tekið, þó ekki lengri en til 1. maí. Þá er hann og tilbúinn til viðræðna við borgaryfirvöld um hugsanlega sölu á lóð og húsi, en þeim viðræðum verður að ljúka fyrir 22. desember nk. Verði það ekki telur Þorkell sig óbundinn af öllum fyrri yfirlýsingum varðandi þetta mál og mun grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að „verjast enn meiri skakkaföllum en borgin hefur þegar valdið mér og fyrri eigendum, með afstöðu sinni i skipulagsmálum vestan Aðalstrætis og hvað snertir álagningu á eignir þar". Dagblaðið ræddi við Sigurjón Péturs- son forseta borgarstjórnar og spurði hann hvað yrði um Fjalaköttinn. Sigur- jón sagði að litið hefði verið gert í þessu máli undanfarið annað en það að hann hefði átt persónulegar viðræður við eig- anda hússins. „Það stendur ekkert frek- ar upp á borgina en Þorkel í þessum við- ræðum,” sagði Sigurjón. „Ég þori þvi ekki að segja hvað verður endanlegt i þessu máli. Þó býst ég ekki við að Reykjavíkur- borg kaupi húsið til brottflutnings, en persónulega er ég fylgjandi varðveizlu hússins. Ef lausn finnst sem báðir geta sætt sig við, þá höfum við þessa daga fram að áramótum til að ganga frá mál- inu, en ég þori ekki að segja um það hvort farsæl lausn náist. Staðan verður þrengri eftir því sem lengra liður." -J H. Deiliskipulag miöbæjar Akureyrar: r Oskað eftir raun- hæfum tillögum f rá arkitektunum „Deiliskipulag hefur vantað vegna breyttra hátta og þessi vöntun hefur staðið uppbyggingu á Akureyri fyrir þrifum," sagði Tryggvi Gíslason for- maður skipulagsnefndar Akureyrar í samtali við DB, en i fyrrakvöld var haldinn borgarafundur á Akureyri þar sem kynnt var tillögugerð að deili- skipulagi miðbæjarins. Arkitektarnir Haraldur V. Haraldsson og Svanur Ei- riksson hafa i hálft annað ár unnið að þessu skipulagi. Aðalskipulag bæjarins er til frá 1975 en svonefnt deiliskipulag er ná- kvæmara skipulag á einstökum bæjar- hlutum. Tryggvi sagði að komnar væru fram þrjár megintillögur arkitektanna og verður þeim skilað til skipulagsnefnd- ar fyrir árslok. í byrjun næsta árs er ætlunin að skipulagsnefnd afgreiði málið til bæjarstjórnar, sem siðan samþykkir eina ákveðna tillögu. Í þessu verki hefur verið leitazt við að halda í kosti miðbæjarins eins og hann er nú, þ.e. að hafa alla verzlun og þjónustufyrirtæki á litlu svæði. Þá hefur þess verið óskað að tillögur arki- tektanna væru jafnframt raunhæfar, þannig að unnt sé með auðveldum hætti að framfylgja þeim. Tryggvi sagði að á þessum fundi hefðu menn yfirleitt lokið lófsorði á þessar tillögur. 1 einni tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að „Dockin" verði varðveitt og að aðalaðkomuleið bæjar ins til norðurs verði tengd við Glerár- götu. í annarri tillögunni er gert ráð fyrir að fylla upp í Dockina og sveigja aðalaðkomuleiðina niður Strandgötu og út Hjalteyrargötu, sem er neðst á Oddeyrinni. Þetta tvennt mun hafa vakið mest umtal og deilur á fundin- um, en alls tóku um 40 manns til máls. Þá er gert ráð fyrir að Hafnarstræti, Ráðhústorgið og hluti af Skipagötu verði göngugötur, þó svo að hæg bíla- umferð verði leyfð þar. Einnig hefur mikil áherzla verið lögð á að bæta gönguleiðir að miðbæjarsvæðinu. -GAJ- HEILDSALA - SMÁSALA D i • . i jr Kaaio ÁRMÚLA 38 (Selmúla megin) - 105REYKJAVÍK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366 •18 r. GKRA 18 Er jólagjöfin f ár. /-------------\ CAMBRA International Ltd V J Allt tii hljómflutnings fyrir: HEIMILID - BÍUNN OGDISKÓTEKIÐ SKODID í GLUGGANA. SENDUM í PÓSTKRÖFU. Nr.54 TILVAUD TIL GJAFA Þetta statíf tekur 30 kass- ettur. Það fer vel f hillu 09 má einnig festa é vegg. 4 litir. „FRÁBÆRT SPIL" Sló í gegn um síðustujól, þá fengu fœrrí en vildu. Verö krónur 2.400.-. Ný útgáfa komin. Þetta gamla og skemmtilega spil er ennþá spilað á mörgum heimilum yfir jólahátíðina, en með útgáfu spilsins (sem er reyndar frumútgáfa) vitum við að PÚKK mun eignast mun stœrri hóp aðdáenda. FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Laugavegi 15 (sími 23011) og Skólavörðustíg 21 A, sími 21170 (heildsölupantanir)

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.