Dagblaðið - 14.12.1978, Side 6

Dagblaðið - 14.12.1978, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. Ólöf, Jón og Garðar (á bak við) á heimili þeirra tveggja fyrrtöldu. Plötuumslagið sem þau halda á er með mynd eftir Jón. Á hátíðastundy plata með Ólöfu',)Bm'ndRa"nar' JóniogGarðari Kirkjulegir söngvar úr ýmsum áttum „Ég skil ekkert í því eftir á að okkur skyldi detta þetta í hug. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því áður en við byrjuðum hvað þetta var mikið brjálæði. Fólk sagði við okkur: „Gefið þið bara út plötu”. Já bara. „Þetta verða bara tólf lög sögðum við, enginn vandi”...” sagði Ólöf Harðardóttir söngkona á fundi með blaðamönnum i gær. Tilefni fundarins var plata sem Ólöf og Garðar Cortes syngja á og Jón Stefánsson leikur undir á orgel. Þessi þrenning gefur plötuna út sjálf og ber allt tap sem af henni kann að verða, en ef gróði verður einhver rennur hann til húsbyggingarsjóðsSöngskólans. Með þeim Ólöfu og Garðari syngja tveir kórar, Kór Langholtskirkju og Kór Söngskólans. Upptakan fór fram í Há- teigskirkju og Hljóðrita í nóvember en byrjað var að vinna að æfingum undir plötuna í september. Platan ber nafnið Á hátiðastund og eru á henni tólf lög sem leikin eru við kirkjulegar athafnir, s.s. brúðkaup, jarð- arfarir, jól og páska. Öll lögin nema eitt eru erlend en öll eru þau vel þekkt hér á landi. Dreifing plötunnar fer fram í Söng- skólanum, símar 21942 og 27366. Hún kostar 2700 krónur. DS MÖMDLUIS® MEÐ EKTA CALIFORNIU MÖNDLUM JbRDbRD£RJh ÍS ____MEÐ MULDUM JARÐARBERJUM P€RU IS® RONDÖTTUR VANILLAIS MEÐ PERUBRAGÐI íbúðir á f élagslegum grundvelli: 90% kostnaðar- verðs íbúða lánað greiðslubyrðin 20% af dagvinnutaxta „Miðstjórnin lýsir vonbrigðum sínum með þá afstöðu meirihluta nefndarinnar að sniðganga með öllu þýðingarmikil at- riði úr tillögum og greinargerð Alþýðu- sambandsins,” segir í ályktun, sem sam- bandsstjómarfundur ASÍ samþykkti á fundi 9. þ. mán. Er hér m.a. átt við þá tillögu ASÍ að þriðjungur af íbúðaþörf landsmanna verði byggður á félagslegum grundvelli. Að tryggt verði að Byggingarsjóður verkamanna geti staðið við þetta stefnu- mark með því að rikissjóður fjármagni að mestum hluta félagslega bygginga- starfsemi og „að með beinni aðild Al- þýðusambandsins að stjórn sjóðsins, verði sambandinu gert kleift að fylgja fram efndum á þeim fyrirheitum, sem gefin hafa verið og gæta þannig hags- muna umbjóðenda sinna” eins og það er orðað í tillögum og greinargerð ASÍ. Með þrennum heildarkjarasamning- um frá 1974 hafa fylgt fyrirheit í formi yfirlýsinga rikisstjórnarinnar hverju sinni um að unnið skyldi i samráði við verkalýðshreyfinguna að lausn vanda- málsins. Meðal annars hefur því verið heitið að ekki minna en 1/3 af árlegri aukn- ingarþörf íbúðarhúsnæðis skyldi byggð- ur á svokölluðum félagslegum grund- velli. Þá var því treyst að þannig byggðar íbúðir myndu njóta fjármagnsfyrir- greiðslu og lánnkjara ekki lakari en þeirra semtíðkuðustvið byggingar ibúða á vegum hramkvæmdanefndar bygg- ingaráætlunarí Reykjavík. Nefnd sú sem félagsmálaráðherra skipaði 14. september sl. hefur lokið störfum. Sambandsstjórnarfundurinn fagnar því að nefndin í heild hefur orðið sammála um að ganga til móts við kröfur ASÍ um veigamiklar breytingar til bóta á lagaákvæðum sem fjalla um íbúðabyggingar á áðurnefndum grund- velli. - BS Rigningar og þíðviðri: Slæmt ástand vega á Austfjörðum Ástand vega á Austfjörðum er nú víða mjög slæmt vegna mikilla rigninga og þíðviðris að undanförnu. Þannig hefur vegurinn milli Reyðarfjarðár og Eskifjarðar skemmzt á Hólmahálsi. Þá er Austurlandsvegur um Skriðdal ófær vegna þess hversu mikið hefur hækkað í Skriðuvatni. Arnkell Einarsson hjá Vegaeftirliti ríkisins sagði að vegna mikillar aur- bleytu hefði orðið að takmarka öxul- þunga bifreiða við 7 tonn milli Egils- staða og Eskifjarðar og eins á Austur- landsvegi um Skriðdal og Breiðdalsheiði. -GAJ Teg. 314. Utir: Blátt og hvítt Stærðir: 36-41 Verð kr. 4485.- Teg. 331. Utír: Blátt og hvftt Stærðir: 36-41 Verð4485. Teg. 327 Litir: Svart oghvítt Stærðir: 36—41. Verðkr. 4485.- Teg. 318. LitínSvart oghvttt Stærðir: 36-41. «j| Verðkr. iPlat 4485.- Teg. 341 Litír: BLeikt og IjósbiáH Stærðir: 36-41. Verðkr. 4485.- Ódýrir jólaskór Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti v/Austurvöi/. Sími 14181. Póstsendum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.