Dagblaðið - 14.12.1978, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
Jólatrésmarkaðinum
SkeHtmni 11
Næg bílastœði.
Sími 39770.
Jólaskraut, jólagreinar
Greinar áleiði
Stormkerti
•
Það bezta er
aðeins nógu
gottfyrir
frig
^Faguriega
skreyttar
greinar á leiði
Þjónusta
— öllum trjám
pakkað í nœlonnet
Verið ekki úti í
kuldanum. Komið í bjartan
500ferm sal og veljið jólatréfrá
Jólatrésmarkaðinum Skerfunni' 11
norðurendi. Opið til kl. 10 alla daga vikunnar
Dömur athugiö!
Gerið
jólainnkaupin í tíma.
Slopparnir frá Ceres, |
sem sýndir voru á ísl. |
kaupstefnunni, eru |L
'komnir, einnigbarna- ;Mj!
náttfötin.
Einlitu velour-
slopparnir og
t fóðurpilsin nýkomin.
Túlípaninn
Ingólfsstræti 6.
LEIGUBILSTJORARIHUGA
EIGIÐ TRYGGINGAFÉLAG
— látum ekki bjóða okkur lengur að vera hafðir að f éþúfu fyrir
tryggingafélögin, segir formaður sambands leigubflstjóra
„Leigubílstjórar hafa verið hreint
féþúfufyrirtæki fyrir tryggingafélögin.
Við látum ekki bjóða okkur þetta
lengur og því er í gangi undirbúningur
stofnunar tryggingafélags leigu-
bílstjóra,” sagði Úlfur Markússon, for-
maður sambands leigubilstjóra í
samtali við fréttamann DB.
Ekki hefur endanlega verið ákveðið
að hefjast handa við raunverulega
stofnun tryggingafélagsins, en Úlfur
sagði að ef tryggingafélögin kæmu
ekki til móts við leigubilstjóra fyrir
áramót, yrðu ermarnar brettar upp.
„Við munum reyna að fá fleiri
hagsmunaaðila á okkar sviöi til þess að
taka þátt i málinu ef tryggingafélögin
sýna ekki sanngirni,” sagði Úlfur.
Málið snýst um það, að leigu-
bilstjórar telja sig greiða allt of há
iðgjöld af tryggingum leigubíla sinna.
„Við borgum hærri iðgjöld en aðrir
borgarar, þrátt fyrir það aö við
völdum fæstu tjónunum,” sagði Úlfur.
„Við erum með merkar skýrslur frá
Umferðarráði um árekstra og önnur
umferðaróhöpp. Þetta er allt flokkað
mjög nákvæmlega niður og sýnir
augljóslega að við erum með allægstu
.tjónavöldum. Við erum meir að segja
lægri en sendibílar, sem margir eru i
einkarekstri og hækka iðgjöld hinna.
Tryggingafélögin hafa lokaðaugunum
fyrir þvi.”
irSíéÍ
Leigubilstjórastéttinn gerist herskárri eftir að kvenfólk hefur bætzt f þeirra hóp.
Nokkuð hefur þó rofað til í
málunum undanfarið og vildu t.d.
Samvinnutryggingar lækka iðgjald
leigubilstjóra um 5% en þáverandi
tryggingaráðherra veitti ekki tilskilið
samþykki sitt, að sögn Úlfs Magnús-
sonar. „Nú ætla Samvinnutryggingar
og ég held Sjóvá líka að endurgreiða
tjónalausum leigubílstjórum 15% af
kaskótryggingu og skyldutryggingarið-
gjöldum,” sagði Úlfur.
Hann sagði að til þessa hefðu
iðgjöld af tryggingum leigubíla verið á-
kveðin eftir eldgömlum tjóna-
skýrslum. „Það kom bezt í ljós þegar
við báðum tryggingafélögin um
skýrslur til að styðja iðgjöldin rökum,
þá voru þær margra ára gamlar, þó
iðgjöldin séu ákveðin árlega. Seinna,
komu Samvinnutryggingar með nýjar
skýrslur, sem styðja okkar mál,” sagði
Úlfur. Hann bætti við að 80—90%
leigubílstjóra væru í hæsta bónus-
flokki og næsthæsta. „1 skýrslum
Umferðarráðs, sem ég gat um áðan,
kom fram að í 90% þeirra umferðar-
óhappa sem við höfum átt aðild að á
undanförnum árum, vorum við —
leigubílstjórar — í rétti,” sagði Úlfur
Markússon. -ÓV.
Láttu þig listina
skipta
Hjá okkur getur þú valið póstkort, veggspjöld eða
bréfsefni, allt prýtt myndum eftir heimskunna listamenn,
Carl Larson, Roif Lidberg, Spang Olsen og marga aðra.
EYMUNDSSON
Austurstræti 18 Sími 13135
BHabrautir
Margar stærðir og gerðir af bílabraut-
um. Alls konar aukahlutir fáanlegir.
Ennfremur rennibrautir Jrá Matchbox,
4 gerðir. Radíóstýrðir bílar. Verð kr.
13.300.,
Póstsendum samdægurs
LEIKFANGAVER
Klapparstíg 40. - Sími 12631.
Vé/ritari
Vanan vélritara vantar til setningar á
innskriftarborð.
Prentsmiðjan Oddi H/F,
Bræflraborgarstíg 7.
mmiABW er smáauglýsingajblaðið