Dagblaðið - 14.12.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
13
Er „þögli meirihlutinn” farinn
r ■ 4) — göngurtilstuðningskeisaranumí
ao syna tennurnar:
Margar fjöldagöngur hafa farið um
götur margra borga i íran siðasta hálfa
sólarhringinn. Sú breyting hefur þó
orðið á, að þar hafa verið á ferðinni
stuðningsmenn keisarans. Þykir þetta
tíðindum sæta og breyta nokkuð mynd-
inni af ástandinu í íran undanfarnar
vikur. Að vísu þykir ekki fara á milli
mála að her landsins hefur ýtt undir í
þessum efnum, í viðleitni sinni til að
sýna fram á að keisarinn og herinn
sjálfur njóti einhvers trausts og fylgis
meðal ibúa landsins.
Samkvæmt fregnum frá Íran í
morgun hafa göngur og mótmæli and-
stæðinga keisarans fallið í skuggann
fyrir aðgerðum stuðningsmanna hans.
Aðgerðir þessar þykja bera þess merki
að verið sé að reyna að renna stoðum
undir þá kenningu Gholamreza Azhari
hershöfðingja, sem er forsætisráðherra
herforingjastjórnar landsins, að hinn
þögli meirihluti íbúa landsins styðji keis-
arann. Hélt hershöfðinginn þessu fram á
blaðamannafundi í fyrri viku.
Fylgismenn keisarans gengu um
götur Isfahan, næststærstu borgar
Teheran, i gær, vopnaðir kylfum.
Reyndu þeir að fá alla viðstadda og þá
sem á leið þeirra urðu til að hrópa hrifn-
ingarorð um keisarann. Hermenn, sem á
götum borgarinnar voru. skutu úr byss-
um sínum uppí loftið.
Talið er mögulegt að þessar aðgerðir
til að sýna fram á vinsældir keisarans
séu liður í tilraunum til að koma aftur á
borgarlegri stjórn í landinu. Kunnugir
segja að viðræður milli deiluaðila standi
stöðugt yfir, þrátt fyrir fullyrðingar
beggja aðsliku hafi verið hætt.
Andstxðingar ísraels og Begins í Noregi hlekkjuðu sig við girðingu i mótmælaskyni gegn þvl að forsætisráðherrann hlyti friðarverðlaun Nóbels. Klxddu
þeir sig I búning palistinskra skæruliða, sprautuðu yfir sig blóði og lokuðu aðkomuleiðum að Akershushöll, þar sem verðlaunaafhcndingin fór fram.
Portúgal:
Sósíalistar
gáfu stjóm
Pintos líf
sátu hjá við tilraun kommúnista til
að fella ef nahagsáætlun hennar
Bústaðabúðin auglýsir
Tiljólanna
Norðlenzka hangikjötíð óviðjafnanlega er komið
aftur.
Laufabrauð: Nú er rétti tíminn til að koma saman og
skera út laufabrauðið.
Jólaölið: Vinsamlega athugið að panta jóladrykkina
tímanlega.
Mjólkurvörur, nýlenduvörur og kjötvörur í úrvali.
Rikisstjórn Carlos Mota Pintos for-
sætisráðherra Portúgal slapp í gegnum
fyrstu verulegu andstöðuna á þingi
landsins við atkvæðagreiðslu í gær-
kvöldi. Pinto hefur lagt fram nýtt efna-
hagsmálafrumvarp, sem kommúnistar
hafa lýst sig algjörlega andvíga og segja
að muni koma efnahag landsins i enn
meiri ógöngur en nú er.
Lögðu þeir fram tillögu á þinginu um
að hafnað 'yrði stefnuskrá ríkisstjórnar-
innar. sem lögð var fram fyrir þrem vik-
um. Sú tillaga var felld með 109 at-
kvæðum gegn 45. 97 þingmenn greiddu
ekki atkvæði og tryggðu þannig stjórn
Pintos áframhaldandi setu. Til að ná
samþykki hefði tillaga kommúnista
þurft að fá meirihluta atkvæða allra
þingmanna, en þeir eru 263 að tölu.
Sósíalistaflokkur Soares fyrrverandi
forsætisráðherra, stærsti þingflokkur-
inn, varð til þess að Pinto situr enn i for-
sæti rikisstjórnarinnar. Allir þingmenn
flokksins sátu hjá viðatkvæðagreiðsluna
i gærkvöldi.
Sósialdemókratar og miðdemókratar,
sem taldir eru til hægri við Sósíalista-
flokkinn greiddu stjórn Pinto atkvæði.
Fimm óháðir þingmenn og einn mjög
vinstri sinnaður studdu tillögu kommún-
ista.
VIÐ
SENDUM
HEIM
Sparið tima og hringið.
YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
Bústaðabúðin
I Hólmgarði 34 — Sími33100.