Dagblaðið - 14.12.1978, Page 14
14
frfálst, úhád dagblaá
Útgefandc Dagblaðið hf.
Framkvaemdastjórí: Sveinn R. Eyjóifsaon. Ritstjóri: Jónas Kristjénsson.
Fróttasljón: Jón Birgir Pétursson. Rhstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jó-
hannes ReyfcdaL íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfréttastjórar. Atii Steinarsson og ómar Valdi-
l Menningarmál: Aðalsteinn Ingótfsson. Handrit; Ásgrimur Pálsson.
: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Afcerts-
dóttir, Gtssur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Gearsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndin Ari Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson,
Ragnar Th. Sigurösson, Svoinn Þormóðsson.
Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaidkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11.
Aðabimi bleðsins er 27022 (10 linur). Áskrif t 2500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. SUSumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúia 12. Prentun:
Árvakur hf. SkeHunni 10.
Spáð íkönnun
Eins til tveggja prósentustiga fylgis-
rýrnun stjórnmálaflokks í stjórnarað-
stöðu er tæpast nokkurt tiltökumál.
Ríkisstjórnin þarf .út af fyrir sig ekki að
hafa miklar áhyggjur, þótt skoðanakönn-
un Dagblaðsins sýni 0,9 stiga fylgisrýrn-
un Alþýðuflokksins, 1,3 stiga fylgisrýrnun Framsóknar-
flokksins og 1,8 stiga fylgisrýrnun Alþýðubandalagsins.
Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið mega að því
leyti vel við una, að báðir ílokkarnir unnu á í síðustu
kosningum, einkum Alþýðuflokkurinn. Nýtt fylgi er
gjarna ótryggt, ekki sízt þegar flokkar eru í erfiðu stjórn-
arsamstarfi á erfiðum tímum. Við slíkar aðstæður er ekki
umtalsvert, þótt hvor flokkur um sig tapi einum þing-
manni, svo sem skoðanakönnun gerir ráð fyrir, að yrði í
kosningum, ef þær yrðu haldnar nú.
Útlitið er svartara hjá Framsóknarflokknum, þótt
fylgistap hans sé ekki meira en hinna stjórnarflokkanna.
Sumir þingmenn hans standa tæpt. Ef þeir falla, eiga þeir
ekki von í uppbótarsætum, af því að Framsóknarflokk-
urinn hefur flokka fæst atkvæði á bak við hvern þing-
mann. Alvarlegast er, að flokkurinn hefur ekki efni á að
tapa næst þremur þingmönnum eftir að hafa tapað fimm
síðast.
Ef kosningar verða í vetur og Framsóknarflokkurinn
tapar þremur þingmönnum, svo sem könnunin bendir
til, er hann búinn að missa átta af þeim sautján þing-
mönnum, sem hann hafði fyrir aðeins hálfu fimmta ári.
Þvílíkt hrun væri einsdæmi í stjórnmálasögu síðustu ára-
tuga.
Erfitt er að finna skýringar á því, að Framsóknar-
flokkurinn skuli halda áfram að tapa eftir herfilega út-
reið í síðustu kosningum. Hugsanlegt er, að mikið sé um
hægri menn í röðum kjósenda flokksins og að þeim líki
illa stjórnarforusta Framsóknarflokksins í hækkun
gjalda og útþenslu ríkisbáknsins. Ólafur Jóhannesson
var búinn að hrekja hina vinstri sinnuðu Möðruvellinga
úr flokknum og nú ergir hann hægri mennina án þess að
ná Möðruvellingunum til baka.
Annað atriði í skoðanakönnuninni, sem erfitt er að
skilja, er, að fylgi Samtakanna, 3,3 prósentustig, virðist
hafa gufað upp án þess að koma fram í einum vinstri
flokkanna. Sennilegasta skýringin er sú, að þessir kjós-
endur hallist nú að Alþýðuflokknum, en hann hafi á
móti misst hægri kjósendur til Sjálfstæðisflokksins vegna
meintra svika flokksins við kosningayfirlýsingar sínar.
Sé þetta rétt, felst í því töluverður sigur Alþýðuflokks-
ins á Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu. Síð-
astnefndi flokkurinn hefur lengi talið sig eiga brott-
hlaupna Samtakamenn. Og Framsóknarflokkurinn
hefur töluvert biðlað til þeirra, meðal annars með því að
gera Magnús Torfa að blaðafulltrúa sínum og ríkisstjórn-
arinnar. Samkvæmt skoðanakönnuninni virðist þessi
viðleitni ekki hafa borið árangur.
Skoðanakönnunin bendir til, að stjórnarsamstarfið
haldi áfram, þótt á móti blási í fjárlögum. Alþýðubanda-
laginu hefur enn ekki tekizt að grafa undan Alþýðu-
flokknum og vill sennilega leita betra færis síðar í stjórn-
arsamstarfinu. Framsóknarflokkurinn þarf líka á að
halda stjórnarsamstarfinu til að vinna tíma til að bæta
sér fylgisrýrnun siðustu mánaða. Og Alþýðuflokkurinn
sér, að hann getur áfram leikið stjórnarandstöðu í stjórn-
inni án þess að fylgið hrynji af honum.
Allir flokkarnir þrír hafa ástæður til að halda áfram
samstarfi, þótt erfitt sé á köflum.
DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
Tekst að stöðva
fjöldamorðin
á Kínahafinu?
- *
—nokkur hundruð víetnamskra flótta-
manna drukkna þar íhverri viku
vegna aðgerðaleysis
Eigum við að ímynda okkur að ein
risatx)ta yrði eldsneytislaus og hrapaði
í hafið á hverri viku? Afleiðingarnar
yrðu að sjálfsögðu þær að allir um
borð i vélinni færust. Við skulum lika
ímynda okkur að ástæðan fyrir því að
þotan lenti ekki I tæka tíð væri sú að
allir flugvellir hefðu verið lokaðir
henni vegna þess að farþegar hefðu
ekki verið með fullnægjandi vegabréfs-
áritanir.
Slíkir atburðir mundu vekja gífur-
lega og almenna reiði um allan heim.
Nægilegt væri að þetta gerðist einu
sinni til að jafnvel harðsviruðustu
embættismenn mundu láta sig og sjá
til þess að atburðir sem þessir endur-
tækju sigekki.
Um þessar mundir mun staðreyndin
vera sú að i hverri viku drukknar fjöldi
flóttamanna frá Víetnam í Kínahaf-
inu. Sá fjöldi er mjög nálægt þvi að
samsvara fjölda farþega i fullhlaðinni
risaþotu. En hriplekt bátsflak, fullt af
nafnlausu fólki, virðist ekki ná eyrum
eins margra og fullhlaðin risaþota.
ERLEND
MÁLEFNI
GwynneDyer
Auk þess verður þetta í öruggri fjar-
lægð og lítið heyrist af neyðarópum
fólksins, þegar það hverfur í öldur
hafsins. Auk þess eru þetta aðeins
flóttamenn frá Víetnam.
í september siðastliðnum komu um
átta þúsund manns á alls konar bátum
til Malasiu frá Vietnam. Mánuðinn
þar á eftir var talan komin upp í tólf
þúsund og enn meiri varð fjöldinn i
nóvember síðastliðnum. Þrír fjórðu
þeirra flóttamanna, sem koma til
Malasíu frá Víetnam, eru úr kínverska
minnihlutahópnum sem þar hefur
dvalið lengi. Þar af leiðandi eru þrír
fjórðu þeirra sem drukkna einhvers
staðar á leiðinni yfir hafið einnig af
kinverskum stofni.
Ástæðan fyrir því að Thailand,
Indónesía og Malasía eru treg til að
veita hinu sjóhrakta fólki viðtöku er
einföld og margþekkt úr sögu flótta-
manna um allan heim. Ríkisstjómir
þessara landa óttast að sitja uppi með
flóttafólkið til frambúðar. Þess vegna
hefur það komið fyrir hvað eftir annað
að fleytum þess hefur verið visað aftur
t ■ '
Bjór og borgarar
Mistúlkun á
1 síðustu viku var boðað til borgara-
fundar af félagi ungra jafnaðarmanna
þar sem rætt var bjórmálið, þ.e. hvort
leyfa eigi bruggun og sölu áfengs öls í
landinu.
Fundurinn var öllum opinn, og þar
sem þetta umræðuefni hefur þróazt i
það að verða eitt sígildasta deilumál
landsmanna létu margir freistast til
þess að mæta á fundinn, þ.á m. sá er
þetta ritar.
Óhætt er að fullyrða, að þessi borg-
arafundur var vel heppnaður, og í
raun hefur sá er þetta ritar ekki í ann-
an tíma haft eins mikla ánægju — og
gagn — af fundarsetu á almennum
fundi sem þessum. Borgarafundir sem
þessi eru alltof fátíðir hér, miðað við
aðra fundi, sem haldnir eru, sem eiga
það flestir sammerkt að vera kvart-
ana- og kröfugerðafundir og enda
venjulega með ályktunargerð einnar
eða annarrar tegundar, þar sem skorað
er á hið opinbera að leggja meira af
mörkum til þess málstaðar eða starf-
semi, sem fundirnir fjalla um.
Frummælendur á ofannefndum
fundi voru þeir Friðrik Sophusson og
Vilmundur Gylfason alþingismenn,
sem voru málsvarar áfengs öls — og
Bragi Níelsson læknir og Vilhjálmur
Hjálmarsson alþingismaður og fyrrv.
menntamálaráðherra.
Þátttaka I umræðum var mjög al-
menn, lífleg og málefnaleg og tóku 30
manns auk frummælenda þátt I um-
ræðum. Er þetta áreiðanlega met i um-
ræðuþátttöku á opnum fundi sem
þessum. Fundarstjórn var óvenju góð
og þess vel gætt, að menn stöldruðu
ekki of lengi við i pontu í einu, eins og
oft vill verða með lélegri fundarstjórn.
bruggun og sölu
Þegar bjórmálið kemur til umræðu í
þessu landi, hvort heldur er á Alþingi
eða í almennum umræðum, er ávallt
vitnað til þeirrar mistúlkunar á þessu
máli, sem á rætur sínar að rekja til
frumvarpa, sem borin hafa verið upp á
Alþingi gegnum árin og hafa yfir-
skriftina „Bruggun og sala áfengs öls".
Það segir sig auðvitað sjálft, að
engin spuming er um það, hvort leyfa
eigi bruggun áfengs öls í landinu. Hún
er þegar leyfileg. Tvö fyrirtæki á ís-
landi hafa leyfi til þess að framleiða
áfengt öl, annars vegar til útflutnings,
hins vegar til sölu til erlendra sendi-
ráða hér á landi. Auk þess hefur verið
veitt leyfi óbeint, til þess að almenn-
ingur geti bruggað sitt öl sjálfur, að
vísu innan ákveðins styrkleika, en
opinbert leyndarmál er, að enginn,
sem fæst við slíka iðju, gerir það til
þess að fá sams konar öl og fáanlegt er
á frjálsum markaði.
Fátt sýnir betur einstrengingshátt
og þvermóðsku þeirra, sem á móti
bjórmálinu tala, að þeir láta hjá liða að
minnast á þennan þátt málsins, þ.e. að
bruggun áfengs öls er þegar fyrir hendi
í landinu, og deilan snýst einungis um
það, hvort leyfa eigi sölu á því áfenga
öli, sem þegar er framleitt.
Og löngu eftir að bruggun á áfengu
öli var leyfð í landinu hafa frumvörp á
Alþingi séð dagsins Ijós með sömu
yfirskriftinni, „bruggun og sala". Og
öll hnígur umræða um bjórmál á Al-
þingi i sömu átt, mistúlkanir á mistúlk-
anir ofan, jafnvel meðal þeirra, sem
eru meðmæltir þvi, að sala á áfengu öli
verði leyfð.
Jafnvel þingmenn þeir, sem eru að
burðast við að styðja framgang bjór-
málsins, hafa gert sig seka um regin-
skyssur i málflutningi, annaðhvort vis-
vitandi, og ef svo er þá vegna hræðslu
á atkvæðatapi, eða vegna vanþekking-
ar á málunum, sem vart verður ætlað.
Sú staðreynd, að i landinu gilda
tvenn lög fyrir borgarana um neyzlu
áfengs öls, er gjörsamlega sniðgengin
af þingmönnum. Sú hefð, að farmenn,
fá að taka með sér, löglega, áfengan
bjór til landsins skiptir landsmönnum i
tvo hópa, hvað snertir neyzlu þessara
fágætu drykkjarfanga.
Auðvitað dettur fáum í hug, að af-
nema eigi þær reglur sem gilt hafa um
þessi friðindi farmanna, heldur væri
hitt sjálfsagt að afnema þessa skipt-
ingu landsmanna I tvo hópa með því
að ieyfa landsmönnum öllum að hafa
með sér til landsins áfengt öl, ef þeir
svo kjósa, þegar þeir koma erlendis
frá, t.d,. i stað annars áfengis.
Þessi þáttur málsins hefur ekki verið
ræddur hátt í þingsölum, þegar bjór-
málið skýtur upp kollinum með
ákveðnu mil|ibili, en er ein forsendan í
því ófremdarástandi, sem ríkir I áfeng-
ismálunum.
Smámál - stórmál
Eitt af því, sem eftirtektarvert er í
málflutningi andstæðinga bjórsins, er
það, að þegar málsvarar hans leggja
til, að málið verði lagt undir þjóðarat-
kvæðagreiðslu, þá umturnast and-
stæðingar áfenga ölsins og segja það
fráleitt, að „slíkt smámál” verði lagt