Dagblaðið - 14.12.1978, Qupperneq 26
42
MONT
BLANC
er toppuruin
Vissulega eru Mont Blanc pennar
eilítið dýrari en aðrir pennar, en þeir
eru líka í sérflokki um gæði og feg-
urð.
íu\t uAcin \ i
Ponnaviðgerðinni, Ingólfsstræti
Skákhúsinu, Laugavegi 46
Bókabúð Helgafells, Laugavegi 100
Bókabúð Keflavikur
Bókabúð Jónasar, Akureyri
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald-
dagi söluskatts fyrir nóvembermánuð er 15. desember.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs
ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið 8. des. 1978
Pappírsskurðar-
hnífur
Til sölu er „Ideal” pappírsskuröarhnífur,
rafknúinn, skurðarbreidd 65 cm. Upp-
lýsingar í síma 22133.
mm
Breyttur opnunartlmi
OPID
KL. 9-9
Amerísku stytturnar
trá lee Borten nýkomnar
»■1 bllatto.61 a.M.k. é kvéMia
lilOMLWIXIIH
HAFNARSTRÆTI Simi 12717
Reykingavamir
á vinnustööum
Samstarfsnefnd um reykinga-
varnir óskar að komast í sam-
band við áhugamenn um reyk-
ingavarnir á vinnustöðum
vegna undirbúnings undir reyk-
lausan dag 23. janúar.
Þeir er áhuga hafa eru beðnir
að setja sig í samband við skrif-
stofu samtakanna í Lágmúla 9,
SÍmÍ 82531. Samstarfsnefnd
um reykingavarnir
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978.
Mávamir f Ijúga
inn f Ijóðið
—
Jóhann Hjálmarsson: LÍFIÐ ER SKÁLDLEGT.
Iðunn, Reykjavík 1978.64 bls.
I þessari bók, hinni fjórðu á fimm
árum, heldur Jóhann Hjálmarsson
fram þeim Ijóðstíl sem hann hefur iðk-
að jafnt og þétt: Opinn, Ijós, einfaldur,
á mörkum Ijóðs og prósa. Þessu hefur
svo oft verið lýst að varla þarf að taka
enn til vegna þessarar bókar, sem er
einkar snoturt kver, innst sem yzt. En
um Ijóðin er það að segja i upphafi að
þau koma lesendum Jóhanns ekki á
óvart. Hann hefur náð býsna örugg-
um tökum á þessum tjáningarhætti.
Að visu eru bækur Jóhanns frá síð-
ustu árum ekki allar með sama móti.
Tvær svo prósaiskar að þær flokkast
raunar varla með ljóðum án fyrirvara:
Myndin af langafa og Frá Umsvölum.
Þar á móti eru Athvarf I himingeimn-
um og Dagbók borgaralegs skálds
Ijóðrænni verk — og í þann flokk fell-
ur nýja bókin, Lífið er skáldlegt.
Hversdagslíf
og list
1 nafni bókarinnar felst vitaskuld sú
stefnuyfirlýsing að veita hversdagslíf-
inu þegnrétt í skáldskap, sækja efnivið
til hinnar nánustu reynslu og um-
hverfis. Þetta er gott og gilt, en hitt
liggur i augum uppi að „lifið" er
hvorki skáldlegt né óskáldiegt; allt
veltur á skáldsauganum sem sér það,
eyranu sem nemur. Hér rís óhjá-
kvæmilega sú krafa að skáldið bregði
óvæntu Ijósi á viðfangsefni sitt, skipi
„lifinu” í nýtt samhengi í skáldskap
sínum. Þar er líkingamál Ijóðsins
áhrifadrýgsta tækið. Að þessu víkur
Jóhann I inngangsljóði bókarinnar af
skemmtilegri gamansemi sem skopger-
ir stílbrögð Ijóðskáldsins:
fullum öskubakka má líkja viðeldfjall
áður en það gýs,
óopnuð bók á borði
er dalalæða,
kaffibollinn hellir eða hylur,
ritvélin varphólmi,
orðin öræfasteinar.
Til eru fossar
sem enginn heyrir til,
en keppa þó við ryksugur. ..
Ljóðlist sem sækir efni sitt svo
krókalaust i hversdagslífið sem Ijóð Jó-
hanns gera er alltaf i hættu að koðna
niður i hversdagsprósa. Víst verður
texti Jóhannsstundum grámóskulegur
en það stafar fremur af þvi að aðferð
hans hrekkur ekki til en hinu að
honum fatist tökin. Ljóð hans eru i
rauninni luktur heimur, lognvær og
sjálfum sér nægur. Og líftaug þeirra er
næmlegur hugblær sem fylgir ljóðinu
þótt ekki sé alltaf gott að skilgreina
hann. Tökum þetta Ijóð að upphafi
fyrsta kafla, Snemma:
V ...............
Þetta ætlar að verða
fallegur morgunn.
Birtan flæðir inn.
Húnerúrbláu.
Himinninn er djúpblár
með hvítu ívafi sólar
sem boðar komu sina.
Inniogútierkyrrð —
skamma stund.
Jóhann Hjálmarsson.
Heimur barnsins
Jóhann hefur oft tekið mið af börn-
um, orðum þeirra og afstöðu i Ijóðum
sinum á síðustu árum. Það liggur auð-
vitað mjög nærri þeim hversdagsheimi
sem hann vill draga upp. Barnaljóðin
auka á þokka bókarinnar (dæmi: Leik-
skólinn, Tinni og hákarlavatnið; það
síðarnefnda hefur raunar víðtæka skir-
skotun). En I „barnaljóðunum” notar
skáldið stundum einfaldar setningar
sem skreppa út úr krökkum. Börnin
eru að vísu full af skáldskap — en sá
skáldskapur er ómeðvitaður. Er hann
listaverk fremur en tréð áður en máluð
er mynd af þvi? — Hvað sem því liður
koma barnatextar Jóhanns vel fyrir I
samhengi Ijóða hans. Stytztur er þessi
sem ber yfirskriftina: Haustmorgunn I
Vesturbænum.skáldið fimm ára. Hann
hljóðar svo:
Sérðu
hvað trén eru tómleg.
Og annað Ijóð af líku tagi: Fimm ára
stelpa horfir út i garðinn á regnmorgni
I október:
Laufin eru úti i rigningu.
Það er ekkert gott á þau.
Þau eru næstum því farin að gráta.
Frásagnarljóð
héðan og handan
1 þessari bók er einnig að finna frá-
sagnarljóð áþekk þeim sem Jóhann
hefur áður ort:‘ í Hulduhólum, Lik-
kistusmiðurinn. Svo eru bein prósa-
Ijóð: Einn (um Einar Benediktsson) og
Ferð. Ljóðið um Einar er raunar
fremur hugleiðing. I þvi er engin
póesía nema að Ijóðmyndir Einars hafi
orðiö fuglar með mikið vænghaf. —
Hér er eins og Jóhann skorti persónu-
lega návist við yrkisefnið og það má
einnig sjá í Ijóðum hans frá útlöndum.
Þau verða stundum einungis myndir
án skírskotunar út fyrir sjálfar sig. En
maðurinn verður að vera með í mynd-
inni til að hún lifi. Það gerir myndin í
Ferd, næmlegur og einfaldur texti.
Jóhann hefur náð i ljóðið einhverju af
kyrrð gömlu Akureyrar. Hún gæti
áreiðanlega orðið honum efni i Ijóða-
flokk.
Lokaður heimur
Víst eru þessi Ijóð Jóhanns Hjálmars-
sonar ekki tilþrifamikil. Það einkenni
blasir fyrst við augum. En þau eru
alveg raunsannur skáldskapur eigi að
siður. Einungis eru þau ekki dýna-
misk: i máli sinu og myndum hvila þau
kyrr, þar fara ekki fram nein átök. Að
því leyti eru þau ólík mörgu af því sem
kennt er við módernisma i skáldskap.
Það viðhorf að búa til luktan heim
eins og kyrrlátt málverk — það er
fremur i ætt við klassiskan skoðunar-
hátt. 1 síðasta Ijóði bókarinnar fljúga
mávarnir inn í Ijóðið og breytast i
mynd. „Þegar skáldið hefur skrifað:
/Stormur, mávur, strönd er Ijóðið full-
komnað". — Slíkt Ijóð verður kannski
ekki ágengt við lesandann en það
fylgir honum eins og viðfelldinn hug-
blær. Það hygg ég að eigi við um beztu
Ijóð Jóhanns Hjálmarssonar.
Bók
menntir
v
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þess
aó frelsi geti viðhaldist
í samfélagi
ENDURSKINS-
MERKi ERU
NAUÐSYNLEC
FYRIR ALLA
UMFERÐARRÁÐ