Dagblaðið - 14.12.1978, Side 32
Niðurgreiðslurnar:
Smjörkflóið kostar
í raun 3037 krónur
— nærri helmingur dilkakjötverðsins greiddur „undir borðið”
Neytendur borga í sumum tilvikum
meira „undir borðið” i niðurgreiðslum
en þeir rétta kaupmanninum yfir borð-
ið, þegar þeir kaupa landbúnaöaraf-
urðir. Niðurgreiðslumar voru auknar
með desemberráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar. Þetta eru orðnir stórir
póstar á flestum vörunum, sem neyt-
endur greiða i skattinum sinum.
bannig kostar nú kílóið af dilkakjöti
1. flokks I heílúm skrokkum 832 krón-
ur. Niðurgreiðslurnar nema nærri
jafnhárri upphæð, 774 krónum. Eins
og i öðrum tilvikum fara niðurgreiðsl-
urnar i að borga milliliðakostnað og
mikill hluti kemur til bóndans. t þessu
tilviki fær bóndinn til dæmis um 1153
krónur fyrir kílóiðaf dilkakjötinu.
Enn merkilegra er dæmið um smjör-
ið. Kíló af smjöri kostar 1150 krónur i
búð. Niðurgreiðslurnar nema hærri
upphæð eða 1887 krónum á kilóið.
Þá er kartöfludæmið merkilegt.
Búðarverðið er um 104 krónur kílóið
en niðurgreiðslurnar 135 krónur fyrir
hvert kíló.
t rauninni eru neytendur að borga
1606 krónur fyrir hvert kíló dilkakjöts
í heilum skrokkum, 3037 krónur fyrir
smjörkílóið og 239 krónur fyrir kiló af
kartöflum ogsvo framvegis.
Mjólkurlítrinn kostar i búð 135
krónur og niðurgreiðslan er 111
krónur, þannig að litrinn kostar i raun
246 krónur.
Kiló af ungnautakjöti kostar í búð
1062 krónur, og niðurgreiðslan er 518
krónur eða samtals 1580 krónur.
45% ostur kostar 1839 krónur kíló-
ið, brytjaður, og niðurgreiðslan er 272
krónur, samtals 2111 krónur. 30%
ostur kostar i búð 1602 krónur, brytj-
aður, og niðurgreiðslan nemur 135
krónum, samtals 1737 krónur. -HH
Srfálst, nháð dagblað
FIMMTUDAGUR 14. DES. 1978,
Þorláksmessu ber upp
álaugardag:
Verður
opið
í ríkinu?
60% hækkun á
áfengi á
rúmum 11 mánuðum
1500 manns mót-
mæla raforkuverði
— Rangæingar afhenda ráðherra mótmælin ídag
Hátt i 1500 manns í Rangárvalla-
sýslu hafa undirritað mótmælaskjal
gegn of háu rafmagnsverði Rafmagns-,
veitna ríkisins á veitusvæðinu. Hefur
undirskriftalistunum verið safnað
saman og verða þeir í dag afhentir
samgönguráðherra og þingmönnum
Suðurlandsá Alþingi.
Með undirskriftasöfnuninni, sem
nokkrir nienn á Hvolsvelli hafa staðið
fyrir, vilja ibúar sýslunnar vekja at-
hygli á því mikla misrétti, sem þeir
telja sig beitta með háu rafmagnsverði
Rarik. Með undirskriftalistunum í dag
fylgja greinargerðir og rökstuðningur
málflutnings undirskriftamanna.
Sýslunefnd Rangæinga samþykkti á
fundi sínum nýlega harðorð mótmæli
gegn rafmagnsverðinu og þeim mis-
mun, sem á þvi er eftir byggðarlögum.
ÓV.
Þrír smábrunar
—* íkveikja f einu tilfelli?
Slökkviliðið var þrívegis kvatt ú( í legar. Þá hafði verið kveikt í krakka
gær en i öllum tilfellum var um smá- skúr við Sólheima, og loks kl. 22.03
vægilegan bruna að ræða. Á sjötta var slökkvilið kvatt að Bragagötu
timanum í gær kom uppeldur i bílskúr 25A. en'þar var eldur í skúrbyggingu
að Logalandi 24. Þar hafði rúmdýna áfastri við íbúðarhúsið. Tókst fljótlega
legið upp við Ijósaperu og kviknað að slökkva eldinn án þess að hann
eldur af þeim sökum. Greiðlega gekk breiddist frekar út. Talið var að um
að slökkva og skemmdir urðu óveru- ikveikju hefði veriðaðræða. -GAJ
Sigfús Halldórsson, það sikáta tónskáld, hefur hér hrugðið sér I gervijólasveins
dagsins og við þykjumst vissir um að hann taki það ekki illa uppþótt við ne/hum
hann Stúf
Sigfús hefur satt að segja ástœðu til þess að brosa, hljómplötuútgáfumar
keppast um að gefa út hljómplötur með lögum hans og er ekki vitað annað en
þeim sé vel tekið, enda Sigfúsfyrir löngu orðinn „klassískur".
DB-mynd RTH
^ ' *
[ /Ið setja markið hátt ]
Metnaður manna er mismunandi, en
þessi skemmtilega mynd Ragnars af
Bryndisi i Vinnufatabúðinni i lðnaðar-
húsinu gefur þú tilefni til um-
hugsunar. Ragnar er tiltölulega fram-
bærilegur maður svo ekki höldum við
að Bryndis hafi verið að fela sig í
buxunum þeim arna, en komumst helzt
að þeirri niðurstöðu að hún hafi sett
markið hátt og ætli að vaxa út i bux-
urnar. Með þvi móti verður hún örugg-
iega i fréttum næstu árin og Dagblgðið
mun birta mynd af hcnni, þegar tak-
markinu cr náð. - HP
„Það verður tekin um þetta ákvörðun
í næstu viku, en ég vil ekki tjá mig um
það, hvort opið verður eða ekki," sagði
Jón Kjartansson, forstjóri Áfengisverzl-
unarinnar i viðtali við Dagblaðið, en til
tals hefur komið, að hafa útsölur
Áfengisverzlunarinnar opnar á Þorláks-
messu, eins og verið hefur. Hins vegar
ber Þorláksmessu upp á laugardag og
verður þvi sérstaklega fjallað um málið i
dómsmálaráðuneytinu.
„Það er rétt, sala á áfengi hefur stór-
lega dregizt saman á þessu ári,” sagði
Jón Kjartansson ennfremur. „II
mánuði þessa árs hefur verið selt áfengi
fyrir 6.046.124 milljarða, en á öllu árinu
í fyrra var selt áfengi fyrir 4.141.950
milljarða. Þá varð verðhækkun á áfengi
síðast í desembermánuði, síðasta mán-
uði ársins, 20%, en á þessu ári hafa
orðið tvær hækkanir, og verð á áfengi
hækkað um 60% i heild á þessum 11
mánuðum."
Gárungarnir segja, að með þvi að
hafa opið á Þorláksmessu, sem nú ber
upp á laugardag, sé verið að reyna að
hala inn fé i ríkiskassann og jafnvel fari
svo, að Ríkið fari inn á kvöldsölumark
aðinn! — Eða jafnvel tilboðsverð og
heimsendingar!
- HP
Alvarlegt slys á
Laugavegi:
Konu sem
sá slysið
vantar nú
Laust eftir kl. 10 í gærmorgun var lög-
reglan kölluð að Laugavegi 178 vegna
umferðarslyss sem þar hafði orðið. Er
lögreglan kom á staðinn lá kona við
strætisvagnabiðstöðina norðan götunn-
ar. Konan var flutt á slysadeildina mikið
meidd, m.a. mjaðmargrindarbrotin. Kon-
an sagðist hafa orðið fyrir vagni nr. 5 á
vesturleið en vagnstjórinn á þeim bil
kannast ekki við að hafa orðið var við
neitt slíkt. Um frekari tildrög slyssins er
ekki vitað en slysarannsóknadeild lög-
reglunnar telur mjög þýðingarmikið að
kona sem varð vitni að slysinu gefi sig
fram.
-GAJ