Dagblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. Akstursmáti leigubflstjóra Spurning dagsins Stcinar skrifar: í nýlegri frétt í Dagblaðinu kom fram að leigubifreiðastjórar eru mjög svo óánægðir með að þurfa að borga tryggingaiðgjöld á við aðra bifreiðaeig- endur. Það kemur glögglega fram í umræddri blaðagrein, að leigubílstjór- ar telja sig vera með betri ökumönnum hér á landi! Eða eins og þeir sjálfir segja „Við erum í rétti í 90% tilfellanna er við lendum í árekstri”. Bull og þvæla, allir vita, sem aka bifreið að staðaldri, a.m.k. hér i Reykjavík, að leigubifreiðastjórar eru varasamir og lélegir ökumenn, enda eru þeir vel merktir, i bak og fyrir, öðrum til varnaðar. Það er ekki ýkja langt síðan hér var tekin upp akreinaskipting á helztu umferðargötunum, en sá timi hefur reynzt leigubílstjórum of stuttur, eða hver hefur ekki ekið i langan tíma á eftir leigubíl sem ekur á báðum? Reyndar minnkar þessi ósómi með ári hverju. Það er enn lengra síðan stefnuljós voru almennt tekin upp hér, en samt hefur það reynzt þessum „90% í rétti ökumönnum” ofviða að læra að nota, þeir hreinlega nenna ekki að nota stefnuljós. Ég skora á Dagblaðið að gera skyndikönnun á akstursmáta leigubila, sem og annarra, þessu til staðfestingar. Bréfritara verður tfðrætt um akstursmáta leigubilstjóra og verður ekki lagður dómur á hann hér. En vart mun ofmælt þótt sagt sé að umferðarmenning tslendinga sé ekki háþróuð. DB-mynd Hörður. Það má ef til vill segja að óréttlátt sé að dæma heila stétt manna svona því að allir vita að leigubilstjórar vinna langan og mjög þreytandi vinnudag, oft aka þeir alla nóttina eftir að hafa skilað sínum venjulega vinnudegi. Því ætti það að vera ofur skiljanlegt, að öðrum ökumönnum sýnist þeir vera sofandi og utan við sig á daginn. Af þessu Ieiðir að venjulegir bílstjórar gæta sín sérstaklega þegar þeir eru i námunda við leigubíl. Þegar árekstrar verða, má oft rekja þá til þriðja aðila en slikt er aldrei rannsakað hér á landi, en er mjög algengt erlendis a.m.k. i Banda- rikjunum. Þriðji aðilinn getur verið t.d. bill ranglega lagt, röng notkun stefnuljósa, röng staðsetning á akrein eða sofandi leigubilstjóri á vinstri akrein að beygja til hægri o. m.fl. Dreifið saltinu jafnara Gangandi vegfarandi hringdi: Kvartaði hann undan að salti á gangstéttir við Laugaveginn væri ekki nægilega jafnt dreift. Virtist þvi hraukað á stéttirnar af handahófi, þannig að sumstaðar æði maður salt- ið i ökkla en annars staðar væru salt- lausir hálkublettir. Sjálfsagt væri að dreifa þessu betur fyrst á annað borð væri verið að saltbera. Nei, leigubílstjórar góðir, komið bílstjórar og munið það: Enginn er i ekki sýnir árvekni, tillitssemi og aftur með betri rök, að þið séuð betri „rétti” ekki einu sinni 90% rétti sem árvekni í akstri. ✓ Nýja saumavélin, sem gerir alla saumavinnu auðveldari en áður: NECCHI NECCHI SILTJIQ saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga. Með NECCHI S1LL7K3 saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna. NECCHI SILT7IQ saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir- komulag gerir allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast. NECCHI SILTJIO saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem ncest fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafnvel mjög þykk efni á litlum hraða. NECCHI SlLOia saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því sérlega létt í meðferð og flutningi. Nákvcemt eftirlit við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi NECCHI saumavéla. Heimffls- tæknir rtaddir lesenda taka við skilaboðum tij umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" f síma 27022, kl. 13-15 alla virkadaga. j NECCHI SlLOia saumavélum fylgir nákvcemur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald. Utsölustaðir víða um land. Einkaumboð á íslandi: FALKIN N Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 þekking teynsla Þjonust Sendum bæklinga, ef óskað er Ætlarðu að borða skötu á Þorláks- messu? Brynjar Valdimarsson kennari: Nei, það geri ég aldrei. Ég lærði aldrei að borða skötu þó hún væri oft á borðum hjá for- eldrum minum. Ingibergur Sæmundsson, yfirlögreglu- þjónn í Kópavogi: Já. ég er vanur því. Mér þykir skata mjög góðsérstaklegaef hún er borðuð með rófum. Sigrún Ólafsdóttir lögregluþjónn: Nei, alveg áreiðanlega ekki. Ég hef bragðað skötu og hún er verulega vond. Ég fæ nóg af lyktinni einni saman. Valdimar Lárusson lögregluþjónn: Já, já, já. Það hef ég gert á hverjum jólum. Þá borða ég vestfirzkan hnoðmör með. Þröstur Hjörleifsson lögregluþjónn: Eg reikna ekki með því. Ég hef ekki gert það ' undanfarin ár. Það var ekki vani þegar ég ólst upp i Vestmannaeyjum að borða skötu á Þorláksmessu. Eóvarð Árnason varöstjóri: Endilega. Skata er minn uppáhaldsmatur. Þá hef ég kartöflur og flot með.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.