Dagblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978.
DB á ne ytendamarkaði
ANNA
BJARNASON
Óvenjumargir
nóvemberseðlar
komnir
j Enn er tækifærí að vera með
J Dregið úr seðlunum milli jóla og nýárs
„Vinsamlegast birtið upplýsinga-
seðilinn fyrr eftir hver mánaðamót.
Ég heltl að það hvetji fólk frekar til að
senda inn seðlana tímanlega og með
þvi verði fleiri með í útreikningunum
og þannig meira að marka meðaltals
tölurnar fyrir hverja fjölskyldustærð.
Þótt hægt sé að senda inn
upplýsingar áður en seðillinn birtist i
blaðii u hefur hann þau áhrif á mig að
ég fer að reikna saman þegar hann
birtist”.
Þannig segir í bréfi frá S.H. sem
hún sendir okkur með upplýsinga-
seðlinum. Að sjálfsögðu þökkum við
góðar ábendingar og munum fara eftir
þeim.
Óvenjumargir
seðlar núna
Hins vegar hafa óvenjumargir sent
inn upplýsingaseðla að þessu sinni.
Hins vegar höfum við ákveðið að gera
ráð fyrir töfum á póstinum vegna jóla-
anna og bíðum með alla útreikninga
þar til milli jóla og nýárs.
Þá drögum við einnig út hinn
heppna vinningshafa okkar fyrir
nóvembermánuð. Það er ekki amalegt
að fá heilsmánaðar úttekt fyrir
fjölskylduna svona rétt þegar búið er.
að eyða öllu i jólahaldið.
Því birtum við nú nóvemberseðilinn
enn einu sinni ef einhver er enn ekki
búinn að fylla hann út og senda okkur.
en vill gjarnan vera með í þessari
upplýsingamiðlun okkar.
Við óskum öllum þeim sem tekið
hafa þátt í heimilisbókhaldinu með
okkur á Vikunni og Dagblaðinu
gleðilegra jóla og þökkum þeim
vinsamlegar kveðjur og þátttökuna.
-A.Bj.
„OKTOBERTOLURNAR RUKU UPP
ÚR ÖLLU VALDP’
segir í bréfi frá húsmóður í Kópavogi.
„Með upplýsingaseðlinum ætla ég
að hripa fáeinar línur,” segir í upphafi
bréfs frá húsmóður í Kópa-
vogi, sem sendi okkur seðil með
heimilisútgjöldunum. Útgjöldin voru
upp á 124.101 kr. en I fjölskyldunni
eru sex manns, þannig að meðaltals-
eyðslan er 20.683 kr. Þaðer í rauninni
alls ekki slæm útkoma! En höldum
áfram meðbréfið.
Mér hugkvæmdist ekki að skrifa
skýringu með síðasta seðli, þar sem
upphæðin rauk upp úr öllum
venjulegum tölum (þá var meðaltalið
37.648 kr. á mann). 1 október keyptum
við allt kjöt til vetrarins og vel það.
T.d. hálft hross, annað eins af
hreindýrakjöti, þrjá kindaskrokka og
Góð aðferð til að
reita rjúpurnar
„Gamall rjúpnaveiðimaður” hringdi tii
okkan
„Ég kom inn í kjötbúð um daginn
og þar voru rjúpur til sölu. Með fiðr
inu kostuðu þær 1650 kr. en rúmlega
1800 kr. hamflettar. Mér alveg of-
bauð að fólk skuli greiða fé fyrir að
láta stóreyðileggja matinn fyrir sér.
Rjúpurnar eru nefnilega allt annar
matur ef þær eru reyttar en ekki ham
flettar, eins og getið var um á Neyt-
endasíðunni fyrir nokkrum dögum.
Gott ráð til þess að losna við fiðrið
af rjúpunum er að gera það undir sjóð
andi vatni, þá má strjúka fiðrið af
rjúpunum. En það verður að svíða
þær á eftir. Bezta ráðið til að gera það
er að láta gróft salt á „fægiskúffu”,
hella spritti yfir og kveikja í. Þetta er
mjög þrifaleg aðferð til að svíða
fuglana.”
Partygrill
.nefur bæói rafm.element og sprittlampa!
Allar aðrar gerðir af grillum!
/FQnix
SÍMI 24420 • HÁTUNI 6A
síðast slátur.
Á veturna fer meiri upphæð i mat
vegna þess að hér eru þrjú börn í skóla
og þarf að nesta þau á hverjum degi.
Það munar um það, þar sem ávextir
eru frekar dýrir. Aðalmáltiðin er á
kvöldin því bóndinn kemurekki heim í
hádeginu. Hann hefur einnig með sér
nesti. Sjálf læt ég heimavinnuna duga.
Það er gaman að taka þátt í þessum
samanburði á heimiliskostnaði, en ég
er ekki viss um að ég spari meira með
því.
Ég dreg ekkert undan. Þið fáið
alveg uppgefið hve mikil eyðslukló ég
er. Ég hef haldið heimili í 15 ár og
skrifað heimilisdagbók af og til.
Um leið og ég þakka fyrir ágætis
blað óska ég ykkur gleðilegra jóla og
gangi ykkur allt í haginn á nýja árinu.
D.H.V.húsmóðirí Kópavogi.”
SMJORKREM -
SÚKKULAÐIKREM
Lesandi Neytendasíðunnar hringdi
og bað okkur að birta góða uppskrift
að smjörkremi.
Þegar við búum til smjörkrem í
„tilraunaeldhúsi” DB notum við
annaðhvort smjör, jurta eða sólblóma
smjörliki. Í unt það bil 100 gr af
smjöri er hæfilegt að láta 150 gr flór-
sykur, nokkra dropa af vanilludropum
og 1 lítið egg. Þetta er hrært mjög
vel í hrærivél (á mesta hraða) Ef það
er of þykkt má setja 1—2 msk. af
rjóma út i og hræra áfram. Ef við
notum þetta krem á brúna tertu eins
og t.d. draumatertu (brún rúlluterta)
látum við jafnan fáeina dropa af
gulum matarlit út i kremið.
Ef afgangur er af kreminu er hægt
að geyma hann í ísskápnum í nokkra
daga. Ef nota á kremið á
súkkulaðitertur er ofantalin uppskrift
ágæt sem grunnuppskrift, en þá
notum við gjarnan meiri flórsykur, 2
lítil egg og svolítið vatn. Langbezt er
að nota sjóðandi vatn. Þá glansar
kremið meira. — Ekki má gleyma
kakóinu, sem bætt er í kremið.
Smjörkrem með eggjum smyrst mjög
vel og gott er að sprauta terturnar
fagurlega með því.
-A.Bj.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttákandi í
upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærð og yðar.
Kostnaóur í nóv. mánuöi 1978
Matur og hreinlætisvörur kr----------------------------
Annað • kr.______________________
Alls kr.
w i mi¥
Fjöldi heimilisfólks