Dagblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978.
r. - ----------------------
HEIMILISLÆKNIR SVARAR
S----------------- ■—
GETA BORN FENGIÐ RAUÐA
HUNDA OFTAR EN EINU SINNI?
Steinunn Þórisdóttir hringdi:
Ef börn á aldrinum 1—4 ára fá
mislinga, hettusótt eða rauða hunda.
geta þau þá fengið þessa sjúkdóma
aftur?
Hvað líður langur timi frá þvi að
börnin taka smit og þar til þau
veikjast?
Hvað bera þau lengi smit?
Hvernig gera þcssir sjúkdómar vart
við sig, þ.e. hver eru byrjunarein-
kenni?
K.G. spyr:
Er hægt að fá rauða hunda oftar cn
einu sinni?
Ég á 3 börn, sem eftir öllum sólar
merkjum að dærna hafa fengið rauöa
hunda oftar en einu sinni. Tvö þeirra
tvisvar, cn það þriðja þrisvar.
Þetta var i öllum tilfellum nenia
einu staðfest af lækni. Læknir stað
festi þetta þrisvar með eitt barnið.
Fólk virðist ckki vilja trúa þcssu.
Börnin voru i engu tilfellinu mjög ung
og faraldur gekk i öll skiptin, cn
börnin voru á leikskóla þar sern far
aldurinngekk.
Mig langar til að fá svar við þessu.
þar sem ég er farin að efast um að ég
fari með rétt mál.
SVAR:
Mótefnamyndun er mjög ein
staklingsbundin og einnig mismikil
við hinar ýmsu sóttir. Mislingasýking
veldur l.d. langoftast góðri mótefna-
myndun, þannig að viðkomandi er
ónæmur fyrir sóttinni til æviloka.
Hettusótt og rauðir hundar valda oft
ekki eins mikilli mótefnasvörun og þvi
eru meiri likur á endursýkingu.
Algengt er þó að sýking valdi langvar
andi (ævilöngu) ónæmi.
Meðgöngutimi (þ.e. frá sntiti þar
til einkenni koma í Ijós) er 2—3 vikur
fyrir rauða hunda og hettusótt en unt
10 dagar fyrir mislinga.
Smitburður mislinga óg rauðra
hunda er þar til útbrot eru horfin.
hettusóttar þar til hiti og bólga eru
horfin. Algeng byrjunareinkenni mis
linga eru nefkvef, þurr hósti, rauð
augu. ljósfælni, hár hiti. siðar
upphleyptar útbrotaskellur. Rauðir
hundar byrja oftast með bólgnum
eitlum neðan eyrna og aftan á hnakka.
ásamt nteð fíngerðum, rauðleitum út
brotum, sem byrja oftast á höfði eða
hálsi. Hettusótt einkennist af
bólgnum munnvatnskirtlum, þ.e.
framan og neðan við eyru. og hita.
Sjaldan leikur vafi á greiningu
mislinga og hettusóttar, en einkenni
rauðra hunda geta verið óljós og eina
áreiðanlega greiningin fæst ntcð
mótefnamælingum.
V
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEC
FYRIR ALLA
umferdarrAð
BANKASTR/ETI 11. SIMI 14275.
LAUGAVEGI 48. SIMI 21599.