Dagblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. . Jólainnkaupin: „Hljómplatan hefur tapað fyrir bókinni” * — lítiðeftiraf minnstu jólatrjánum „Þaö cr greinilegt aö hljómplatan hel'ur tapað fyrir bókinni,” sagöi cinn afgrciösluntaöur í hljómplötuverzlun í samtali viö DB i gær. Yfirleitt voru svörin mjög á þessa leið scm DB fékk. cr þaö Itaföi sambantl viö nokkrar hljómplötuverzlanir i bænum. Salan var yfirlcitt sögö minni en i fyrra. þótt heldur hcfði rætzt úr henni allra síð ustu daga. M.a. var bent á aö í fyrra hcfði hljómplatan verið hagstæðari gjöf en bókin en dæmið hefði nú alveg snúizt viö. Talað var um ofsóknar- brjálæöi stjórnvalda i garð hljómplöt- unnar og óeðlilegar álögur. Slikt hlyti aö segja til sin. Bóksalar höföu yfirleitt þá sögu aö segja aö salan væri svipuð og i fyrra. Hún hefði farið síðar af staö en oftast áöur cn væri nú aö ná sér vel á strik. Á cinstaka stað var salan þó sögð ábcr andi rninni en í fyrra og skýringin sem fékkst á því var hclzt sú að nú væru krepputeikn á lofti, sem gcröu það að verkum að fólk passaði sig betur og óttaðist hugsanlegt atvinnuleysi eftir jólin. DB hefur áður greint frá því að mjög mikill samdráttur hefur orðið i sólarlandaferðum Íslendinga nú um hátíðirnar en slíkar ferðir hafa á und- anförnum árum átt miklum vin sældum að fagna. Þá hafði DB einnig samband við nokkra aðila sem selja jólatré og höfðu þeir þá sögu að scgja að lítið væri orðið cftir af minnstu trjánum. Lang mest væri keypt af rauðgreni af stærð inni 1.00—1.50 og væri orðið heldur litið eftir af þeim trjám en hins vegar nógafstærri trjánum. -GAJ- Einstök bóksala —segja bókaverzlanir Noriurá leigð SVFR: Sautján þúsund krdnur ./■ ' fyrir laxinn einan Miðað við laxveiði í Norðurá í Borg arfirði sl. sumar og nýlega gerðan leigu samning Veiðifélagsins við Stangaveiði- félag Reykjavíkur til næstu þriggja ára kostar hver veiddur lax að jafnaði um þúsundir króna. nánar tiltekið kr. 17.400, Leigan sqm SVFR greiðir . fyrir Norðurá næsta sumar er kr. 36.5 millj- ónir. Sl. sumar fengust 2.1Ö0 laxar á veiðisvæði Norðurár. Mest er vitað til að hún liafi gefið 2.500 laxa á stöng á einusumri. Nú um helgina fer bóksala sjálfsagt að nálgast hámarkið og þegar DB hafði samband við bókaverzlanir víða um bæinn. þá var engan barlónt að hcyra i sölutolki. Allir sern rætt var við voru sammála um að bóksala væri góð og suntir sögðu jafnvel að þetta væri með beztu söluárum sem þeir minntust. Voru bóksalar einnig nokkuð sammála um að salan væri óvenju jöfn og cngin bók skæri sig úr mjög grcinilcga að þvi leyti. Þó voru þeir sammála unt aö þessar bækur stæðu sig bezt: Sjömcistarasagallalld- órs Laxness, Ég um mig frá ntér til mín eftir Pétur Gunnarsson. Eldhús mellur eftir Guðlaug Arason og Vatn á myllu kölska eftir Ólaf Hauk Simon- arson. Sögðu bóksalar að bæði Lax ness og Pétur væru aö taka við sér fyrir alvöru þessa siðustu daga. Af öðrum íslenzkum bókum nefndu ntenn hclzt ævisögur þcirra Einars Guðfinnssonar. Jóns á Akri og Rögn- valdar Sigurjónssonar. Af erlcndum bókum rynnu út Alistair McLean og Hantmond Innes og cinnig virtust Vetrarbörn Deu Trier uppseld á nokkrunt stöðunt. Ekki ntá heldur gleynta Mary Stewart og Jeannc Cordclicr. Einnig virtist mönnunt vera griðarleg sala i ástarsögum og öðrunt afþreyingarbókunt. Hvað barnabækur snerti, þá voru allir santmála unt að ntikil sala væri i ntyndabókunum frá lðunni og Erni og Örlygi og alls staðar var Félagi Jesús uppseldur. Prúðu leik ararnir virtust lika eiga sæg af aðdá cndunt og söntulciðis Entil i Kattholti sem var að konta á ntarkaðinn. A.I. Miðað við nteðalveiði ntá ætla að nærri láti það verð fyrir Itvern lax sent að ofan greinir. Hæpið er að allir lax- veiðimenn i Norðurá vinni fyrir sér með veiðinni þar, nenta verð á laxi hækki ntjög vcrulega frá þvt sent var sl. suniar. Laxinn er sent fyrr sýnd veiöi en. ekki gefin. auk þess sem nokkur kostn- aður ntun að jafnaði vera annar en fyrir veiðileyfiðeitt. BS. BÓK NÝRRAR KYNSLÓÐAR Viktor Arnar Ingólfsson skamms tíma voru ekki aðrar dauðasakir finnanlegar í íslenskum bókmenntum, en þær, að ekki mátti skrifa spennandi bækur. Bókmenntir, og sér í lagi skáldsögur, voru innihaldslausar og leiðinleg- ar — og áttu að vera það. ..DAUDASÖK" er ekki svoleiðis bók, heldur æsispennandi saga eftir ungan mann. Dularfullir atburðir gerast. íslenskri flugvél er rænt og það er beitt skotvopnum. Sögusviðið er vítt, Stuttgart, Köln, Luxemburg og Reykjavík, og raunveruleiki þessara viðburða er alveg makalaus í hraðri og hnitmiðaðri frásögn. Frá bókmenntalegu sjónarmiði er þetta vel rituð bók, köld í stílnum og hún er skrifuð af þekkingu og nákvæmni af menntuðum ungum manni. Höfundurinn, Viktor Arnar Ingólfsson, nemur byggingatæknifræði. Hann er 23 ára gamall, ættaður frá Akureyri. ViktorArnarlngöifss^ ^AUÐASÖK Það er betra að hafa góðan tíma þegar þú byrjar að lesa þessa bók, því þú sleppir henni ekki fyrr en hún er búin UJIMI***

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.