Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 4
r DB á ne ytendamarkaði DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 —---— --------*----- ------- % Fyrsta verð- könnun Akra- nesdeildar Neytenda- samtakanna verdkönnun 4.des 1978 Ef verð er andirstrikað merkir það að það er útreiknað einingarverð. Eins og áður hefur verið skýrt frá á Neytendasíðunni var nýlega stofnuð deild úr Neytendasamtökunum á Akranesi. Deildin hefur þegar gert sína fyrstu verðkönnun, sem fylgir hér áeftir. Ef könnunin er grannt skoðuð kemur í ljós að ekki er umtalsverður verðmunur á milli verzlana, með örfá- um undantekningum. Mestur er verðmunurinn á sýrópi. en á dýrasta sýrópinu og hinu ódýrasta munar 432 kr. á kg. Ódýrasta sýrópskg kostar 620 kr. en það dýrasta 1052 kr. (útreikn. kg verð). Næstum þvi helmingsverðmismunur er á kókosmjöli. Hæsta verðið á 100 gr er 176 kr. en það lægsta 90 kr. (einnig útreikn. einingarverð). Þar munar 86 kr. Mikill verðmismunur er einnig á grænum baunum frá Ora, en á 1/2 dós er mismunurinn á hæsta verði og lægsta verði 157 kr. Dýrasta dósin kostar 237 kr., en sú ódýrasta 180 kr. Á 1/2 kg af kornflakes munar 159 kr. á hæsta og lægsta verði, en þar er um að ræða mismunandi tegundir. Dýrasta kornfleksið kostar 605 kr., en þaðódýrasta 446 kr. Á púðursykrinum munar 62 kr. á lægsta og hæsta verði (á sömu tegund). Hins vegar er uppvigtaður púðursykur 167 kr. ódýrari en sá sem er fluttur inn pakkaður. Þetta er þó ekki alltaf staðreynd. Má þenda á að verðmismunur á flórsykri er hlægilega lítill, hvort um er að ræða pakkaðan sykur erlendis frá eða hvort sykrinum er pakkað hér á landi. Að vísu munar 78 kr. á hæsta og lægsta kílóverði, en á einum stað munar ekki nema 4 kr. á kílóinu. Hins vegar er flórsykur allt önnur og betri vara ef hann er innfluttur í pökkum heldur en sá sem pakkað er hérlendis. Þann sykur þarf nær undantekningarlaust að sigta áður en hann er notaður, sem þarf yrirleitt ekki að gera við erlend- pakkaða sykurinn. Gerður er samanburður á verði á lyftidufti i tveggja kg pakkningu og síðan i 454 gr. pakkningu. Stóra pakkningin er vitanlega ódýrari, en varla svo mikið að það þorgi sig fyrir venjulegt heimili að kaupa lyftiduft i svo stórri pakkningu. Það er yfirleitt ekki notað það mikið af því. Hins veg- ar er ágætt að eiga nóg lyftiduft og þurfa ekki að eiga á hættu að gleyma að kaupa það fyrir næstu jólabakstra! Ekki vitum við hvort lyftiduft hefur ótakmarkað geymsluþol. En lítill sparnaður er að kaupa það I stórum pakkningum ef það geymist ekki vel. Furðulegur verðmismunur er á kartöflumjöli sem pakkað er hjá Kötlu. Munar allt upp í 108 kr. á hæsta og lægsta verði. Dýrasta kg. kostar 336 kr. en það ódýrasta 228 kr. -A.Bj. Vörutegund Laugarbakki Kaupfélag SS Einarsbúð Skagaver' Hveiti,Pillsbury 5 lbs. 420 - 423 / 426 424 Hveiti.Pillsbury 10 lbs. 840 - 8*3 852 848 Hveiti, Robin Hood 5 lbs. - 427 423 - - Sykur Dansukker 2 kg 345 Dansukker 2 kg 364 Dansukker 2 kg 356 Schloss 1 kg 194 2 kK 688 Dansukker 25 kg 4175 2 kg 315 SÍróp, Lyle's golden J 1 kg 620 1/2 kg 521 1 kg 1042 1/2 kg 514 1 kg 1028 1/2 kg 526 1 kg 1052 Suomen 1/2 kg 342 1 kg 684 Kókosmjöl 100 g útreiknað 200 g 350 121 200 g 352 izí 100 g 203 203 200 g 189 21 250 g 225 20 Hrísgrjón, River Rice - 180 176 176 183 Appelsínudjús,Egils 1,9 1 995 1001 999 99& 1000 Gr. baunir.Ora 1/2 dós 232 237 180 234 224 Corn flakes Cracks 1/2 kg 446 Brugsen 1/2 kg 605 K,ellogg's 375 g 496 Cracks 1/2 kg 479 Cracks 1/2 kg 584 Cocoa Puffs 435 - 428 411 - Haframjöl,Solgryn 1900 g - - 855 867 855 PÚðursykur,Dansukker 500g 160 1-kg 320 166 1 kg 332 191 1 k£..1.82 162 1 kg 324 1 kg uppv. 215 Rúsínúr 250 g 275 1/2 kg 406 1/2 kg 750 250 g 407 1/2 kg 590 Frón mjólkurkex ferh. 269 260 268 - 268. Holts mjólkurkex 202 198 - - 193 Vals tómatssósa sta.rri fl 555 531 520 518 518 Flórsykur,Dansukker 500 g 128 145 149 112 1 kg 220 Vanilludropar 98 90 89 88 88 Sveskjur 1/2 kg uppv. - 1 kg 992 405 447 404 Vex 700 g þvottaduft 360 ' .313 360 360 Lyftiduft,Royal 2 kg - 1447 1363 1469 1376 Lyftiduft.Royal 45A g 387 383 373 417 415 Kartöflumjöl,1 kg Katla 536 247 - 353 228 Rasp, Faxo golden 142 g 135 162 132 163 158 Rasp, Ilma 160 g - 140 135 138 ” Abyrgðarraaður: Steinuxm Jónsdóttir Eiga verðkannanir rétt á sér? Hagsmunir neytenda og seljenda fara ekki saman, því með lágu vöruverði fær kaupmaðurinn minna í sinn hlut fyrir hverja vörutegund sem hann selur Sumir leyfa sér að efast um gildi verðkannana. Eru það aðallega kaup menn, sem eru á þeirri skoðun að verðkannanir séu til þess eins að skapa úlfúð og óánægju innan stéttarinnar. Almenningur er yfirleitt á þeirri skoðun að verðkannanir séu bæði fróðlegar og gagnlegar. Hins vegar getur hátt vöruverð I sumum (og sennilega langflestum) tilfellum stafað af mismunandi innkaupum heildverzl- unarinnar, — gengisfellingum og öðrum slikum óviðráðanlegum þátt- Það er ofur skiljanlegt að kaup- menn og heildsalar séu ekki að leggja sig eftir að kaupa vöru á lágu verði er- lendis frá, því þar með minnka þeir eigin ágóðahlut á meðan prósentu álagning er við lýði í landinu. Það er líka skiljanlegt að almenningur skilji ekki þetta sjónarmið, þar sem hags- munir seljenda og neytenda eru á al- gjörlega öndverðum meiði. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn i því að breyta álagningarreglum þaiínig að lágt vöruverð og hagstæð innkaup komi öllum landslýð til góða. Kaupmenn halda því fram að frjáls álagning yrði öllum til góðs og stuðlaði að lækkuðu vöruverði. Því trúir al menningur hins vegar ekki og er nánast ótrúlegt að svo yrði, — ef tekið er mið af þeim vörum sem nú þegar hafa frjálsa álagningu. - A.Bj. Asparagus og rækjusalat Gémsætt — en dálítið dýrt Margir fá gesti á gamlárskvöld og vilja þá gjarnan hafa eitthvað gómsætt á boðstólum. Þá er lang- hentugast að vera búinn að útbúa eitt' hvað fyrirfram til þess að þurfa ekki að standa kófsveittur yfir pottum og pönnum á meðan aðrir eru að skemmta sér. Gott er að útbúa fyrir- fram eitthvað kalt snarl, eins og ýmiss konar salöt, t.d. úr mayones. Hér er uppskrift að aspargus- og rækjusalati. Uppskriftin er nokkuð stór, en það er næstum þvi sama hve stór skammtur er búinn til af þessu salati, — það borðast alltaf upp! litersfata af mayones 1 dós sýrður rjómi 1/2 kg rækjur 6 harðsoðin egg 1 stór dós aspargus, Græni ameríski aspargusinn er lang- beztur, — en hann er bara svo hroðalega dýr — að varla er hægt að ráðleggja fólki að nota hann. Hins vegar verður að nota sprota-aspargus, ekki bitana þar sem sprotarnir hafa verið fjarlægðir. Hrærið mayonesið upp með sýrða rjómanum, látið leka vel af rækjum og aspargus. Harðsjóðið eggin og skerið smátt, — gott að gera það I eggja- skeranum, — skera eggið fyrst langs og siðan snúa því við og skera það afturá hinn veginn. Síðan er öllu blandað saman, — geyma má fáeinar rækjur og nokkra bita af aspargus til þess að skreyta skálina með. Stráið siðan einhverju grænu t.d. klipptri steinselju eða þurrkaðri ofan á skálina ásamt þurrkuðum rauðum pipar. Salatið er borið fram með smurðu brauði, skonsum eða hreinlega salt- kexi. Verð: Hráefnið í þennan skammt, kostar í kringum 3600 kr., en þetta er stór skammtur eins og áður sagði. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.