Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 7 Erlendar fréttir REUTER Alsír: Lík Boume- dienne á við- hafnarbörum Lík Houari Boumedienne forseta Alsír hvilir nú á viðhafnarbörum i for- setahöllinni í Alsírborg. Aðrir leiðtogar landsins reyna nú að komast að sam- komulagi um eftirmann. Boumedienne hafði ríkt i þrettán ár sem raunverulegur einvaldur í landinu. Hann var fimmtiu og eins árs, þegar hann lézt í gaermorg- un. Hafði hann þá legið þungt haldinn i sex vikur. Banamein hans mu.i hafa verið sjaldgæfur blóðsjúkdómur. Grænland: Tvö morð á Grænlandi Tvö niorð voru framin á Grænlandi rétt fyrir jólahelgina. í öðru tilvikanna féll þrjátíu og eins árs gamall maður fyrir hnifi kunningja sins, tuttugu og fimm ára gamals. Sátu þeir saman að drykkju og sagði sá er verknaðinn framdi, að hann hefði aðeins viljað koma i veg fyrir að sá látni yfirgæfi sam- kvæmið. Hitt morðið varð með þeim hætti, að þrjátíu og þriggja ára gamall karlmaður skaut fjörutiu og eins árs gamla konu sina. Við yfirheyrslu sagði eigin- maðurinn. að hann hefði drukkið ósleiti- lega áður en þetta varð og myndi litið hvernig tildrögin hefðu verið. Danmörk: Læknir hand- tekinn fyrir dauðsfall vegna gá- leysislegrar lyfjagjafar Hæstiréttur Dana fjallar nú um rétt mæti þess að danskur yfirlæknir á Maribo amtssjúkrahúsinu eigi að vera í gæzluvarðhaldi-en hann er sakaður um að hafa verið valdur að dauða eins sjúklinga sinna, tuttugu og sex ára gamallar stúlku. með gáleysisiegri lyfja- gjöf. Læknirinn var handtekinn hinn sjötta þessa mánaðar þar sem hann sat ráðstefnu i Sviþjóð. Var hann siðan fluttur þaðan til Danmerkur. Átta hundruð hafa fallið í Fjöldamorðin í Chicago: Sextán lík fundin undir húsinu —var vinsæll af nágrönnunum og lék oft trúð fyrir börnin John Gacy, sem játað hefur á sig morð á þrjátiu og tveim ungum piltum, var vinsæll af nágrönnum sin- um i Chicago. Bauð hann þeim oft í smáveizlur og virtist hafa mikla ánægju af að klæða sig í alls kyns skrípabúninga og leika við börnin. Þeim brá því í brún. þegar þessi þrjátíu og sex ára verktaki var hand- tekinn, grunaður um morð og kynferðislegt ofbeldi af sóðalegustu gerð. Gacy hefur verið ákærður fyrir eitt niorð nú þcgar en lögrcglan hafði í gærkvöldi fundið sextán lik Farið var að gruna Gacy eftir hvarf fimmtán ára pilts hinn ellefta desember siðastliðinn. Hann sagði móður sinni að hann ætlaði að hitta Gacy varðandi hugsanlega sumar- vinnu. Síðan hefur ekkert til piltsins spurzt. Við rannsókn málsins kannaði lögreglan fortið Gacys og fékk aukinn áhuga, þegar i Ijós kom að hann hafði fyrrum hlotið dóm fyrir kynferðislegt óeðli. Lauk '•annsókninni svoaðallað var heimildar úl húsleilar i ib'"' hans. Funuusi j.u lc>ni ..liu uigu að um það bil hálfs nu ,.a háu rými á milli jarðvegsins og gólfsins i ibúöinni. Þaðan dró lögreglan strax hönd af manni og siðan heila beinagrind. Var þá ljóst að hverju stefndi. FREEPORTKLUBBURINN NÝÁRSFAGNAÐUR Freeport-klúbburinn heldur hinn órlega nýórsfognað sinn í Glœsibœ 1. janúor 1979 kl. 19.00 Allir sem vilja halda nýórsfagnað ón ófengis eru velkomnir VALINN MATSEÐILL LANDSÞEKKTIR SKEMMTIKRAFTAR Aðgöngumiðar verða seldir að Frakkastig 14b fimmtudaginn 28. des.kl. 18.00-20.00 og laugardaginn 30. des. kl. 14.00-18.00 NEFNDIN Akranes Blaðberar óskast víðs vegar um bæinn. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 2261. MMBIAÐIÐ Rannsóknastaða við Atómvísindastofnun Norðurianda (N0RDITA) Við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) í Kaupmannahöfn kann að verða völ á rannsóknaað- stöðu fyrtr íslenskan eðlisfræðing á næsta hausti. Rann- sóknaaðstöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar við stofn- unina. Auk fræðilegra atómvísinda er við stofnunina unnt að leggja stund á stjarneðlisfræði og eðlisfræði fastraefna. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræðilegri eðlisfræði og skal staðfest afrit prófskírteina fylgja um- sókn ásamt ítarlegri greinargerð um menntun, vísinda- leg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. — Umsóknir (í tvíriti) skulu sendar til: NORDITA, Bleg- damsvej 17, DK—2100 Köbenhavn Ö, Danmark, fyrir 15. janúar 1979. Menntamálaröfluneytið 19. desember 1978. . OKKAR, IREYKJAVIK Skátabúðin, Snorrabraut Volvósalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Við Bernhöftstorfuna Seglagerðin Ægir, Grandagarði Bílasala Guðfinnst Borgartúni Við Verzlunina Þrótt, Kleppsvegi 150 Tyrklandi í ár Rúmlega átta hundruð manns hafa fallið i óeirðum i Tyrklandi á þessu ári. Þar gilda nú herlög úhi mikinn hluta landsins, en þau voru sett til að stöðva stöðugar óspektir, sem verið hafa i ýms- um borgum. Mikið er deilt á þinginu og þykir Ecevit forsætisráðherra heldur valtur í sessi þessa dagana. Til sölu Wagoneer Custom árg. ’76, 8 cyl., sjálfskiptur með quatra trak vökvastýri og aflhemlum. Góð dekk, litur drapp, góður bíll, vel útlítandi. Til sýnis i Bílasölu Egils Vilhjálmssonar hf., sími 22240 og 15700. Styðjid okkur-stuðlið að eigin öryggi Hjálparsveit skáta W*C/ Reykjavík

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.