Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 5 Hvað fannst þeim um Silf urtúnglið? MEins ogað rennaí gegnum eitt númer” — segir Egill Ólafsson, alias Feilan Ó. Feilan „Lengst af hékk ég í þeirri afstöðu að þessi atriði — flest ntjög stutt — væru eins og rokklögin sem ég hef sungið áður. Þetta væri svona eins og að renna i gegnuni eitt númer nteð öllu tilheyrandi,” sagði Egill Ólafsson, Feilan Ó. Feilan i spjalli við DB um sjónvarpsgerð Silfurtúngls Halldórs Laxness. Egill var inntur eftir þvi hvernig honum hefði líkað við endanlega gerð leikritsins. „Suntt gerði sig. annað ekki, eins og gengur," sagði hann. „Sum atriðin voru kannski dálitið teygð og texti á stöku stað of bókstaf- lega niðursettur. Það hefði getað verið frjálsari meðferð, þvi þetta er fyrir- ferðarmikill texti. Annars er ég liklega of flæklur í málið til að geta verið að tala svona um það. Manni var alltaf efst i huga og mest i mun að koma þessu frá sér. Sumt tókst, bæði hjá mér ogöðrum.” En hvað var skemmtilegast við allt saman? „Það var náttúrlega margt skemmtilegt en i fljótu bragði dettur mér i hug mótleikur við Peacock (Erling Gislason) á skrifstofunni. Mér fannst lika mjög skemmtilegt að kynn ast forvinnunni og allri sköpun. Maður beið alltaf spenntur eftir að sjá hvernig þetta kæmi út á endanum. Annars var þetta sviti og tár i stúdiói i tuttugu daga, en auðvitað var þctta mjög skemmtilegur tími — með stærri mómentum sem ég hef lifað.” Fannst þér Silfurtúnglið virka öðru vísi á þig i sjónvarpinu heima en þegar þú sást það prufusýnt fullbúið? ,„Já, það gerði það — ég veit ekki hvað veldur. kannski hefur skoðun manns þarna heima i stofu nteð fjöl- skyldunni verið hlutlausari. Það var a.m.k. meiri fjarlægð, sem maður sá það úr. Mér fannst ég skilja gallana og sjá betur hvað tókst og hvað tókst ekki. Áður lagðist ég i þunglyndi þegar mér fannst útkoman skökk. En svona var þetta þegar það var gert i ágúst. ég gatekkigertbeturþá." Egill Ólafsson hefur einu sinni leikið fyrr — i Grænjöxlunt Þjóðlcikhússins. Hann segir að sér hafi þótt gaman að leika, þótt það likist ekki lcikhúsi að leika fyrir sjónvarp. Það geri augað. sem alltaf fylgi leikaranum. grand skoði hann og geti jafnvel verið mcð mynd af kverkinni fyrir neðan nefið. En vill hann leika meira? „Ef ég fæ stóra samninginn!" svar aði Fcilan Ó. Feilan. Og verður þú Feilan Ó. Fcilan iiæstu árin? „Ja, Diddú upplifði það eftir að hafa leikið ungfrú Gúðntundsen í Brekkukotsannál hérna um árið, að fólk kallaði hana Gúðmundsen lengi á eftir. Sjónvarpið er geysilega sterkur miðill. alveg ótrúlega stcrkur. Maður verður þá að taka þvi með karl mennsku — allt á sér sin takmörk og tekurenda.” ÓV. Egill Olafsson meii snninn Olaf Egil. Hann lék barniii i leikritinu og var aðeins níu mán iða gamali þegar upptakan var gerð — en sagði meira að segja „mantrna” á réttum stað. DB-mynd Hörðar. „Ánægðastur með ytra útlitið” — segir stjómandi upptökunnar, Egill Eðvarðsson „Þegar ég skoðaði þetta í rólegheit- unum heima hjá mér og eftir alla vinn una sem lögð var i verkið þá var ég ánægðastur með allt ytra útlit Silfur túnglsins, umbúðirnar. Þær voru verk Björns Björnssonar.” sagði Egill Eð varðsson stjómandi sjónvarpsupptöku Silfurtúnglsins i samtali við DB eftir frumsýningu á Silfurtúnglinu á annan í jóluni. Af ummælum ntanna hefur mátt ráða að það væri einmitt ekki sizt um gjörðin sem vakið hefur mikla athygli sjónvarpsáhorfenda. „Þetta var framleiðsla fyrir litsjón varp og mér sýnist það hafa tekizt. Það er stór kostur að geta unnið svona í lit,” sagði Egill Eðvarðsson. „Mér fannst útkoman á þessari ytri umgjörð styðja á allan hátt efnisþráðinn, þannig að hún stal hvergi frá sjálfu efninu. Björn Björnsson leysti þetta vandamál til fyrirmyndar. Ef ég á að segja hvað ég var næstánægðastur með. þá var það sjálf hugmyndin að handritsgerðinni, sem var hugarfóstur Hrafns Gunnlaugssonar. Ég á ekki beint við handritið sjálft, heldur hug- myndina að útfærslunni. í handritinu er ýmislegt. sem mér finnst núna að hefði mátt vera öðruvisi og sjálfsagt Hrafni lika. En þetta er búið og gert og maður notar sér þessa reynslu og þjálf- un væntanlega í næsta sinn sem maður fær svona tækifæri.” Egill sagðist hafa horft á leikritiö heima hjá sér I faðmi fjölskyldunnar. „Þá upplifir maður þetta dálitið öðru- visi en við vinnuna. Maður er kominn inn i hinn eiginlega áhorfendahóp sjónvarps, heimilið, en er ekki lengur i þögn vinnuherbergisins," sagði hann. H Egill Eðvarðsson við vinnu sina i sjón- varpinu i gær: „Framleitt fyrir litsjón- varp.” DB-mynd Hörður. — segir Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) „Þetta var bæði gott og vont,” sagði Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) í viðtali við Dagblaðið um leik sinn í Silfur- túnglinu. „Sum atriðin voru ákaflega erfið leiklega séð. Fólkið mitt sagði meira að segja að ég hefði breytzt á meðan á öllu þessu stóð og ég er ekki frá því. Ég hef sennilega verið orðin töluverð Lóa í mér. Því bjargaði ég við með þvi að hlaupa til útlanda, þar sem ég legg stund á söngnám,” sagði Sigrún enn- fremur. „Það er alltaf hætta á þvi að leikarar „festist” i svona átakarullum en ég held að sú hafi ekki orðið raunin meðmig.” Var lokaatriðið ekki erfitt? „Jú. það voru teknar þrjár mismun- andi útgáfur af því," sagði Sigrún. „Þessi. sem fyrir valinu varð, þótti átakamest en á hinum höfðu orðið vankantar, textinn komst ekki til skila og þar fram eftir götunum.” Nú þekkir þú sjálf til i „bransanum” svonefnda. Er ástandið orðið svona slæmt? „Þetta leikrit er á margan hátt að- vörun. Ég held aðallt i kringum okkur stefni i þessa átt. Allt er orðið svo ópersónulegt, það kemst ekkert að nema peningarnir." HP. Sigrún i hlutverki Lóu i Silfurtúnglinu. Með henni er Þórhallur Sigurðsson og i fanginu er Ólafur Egill Egilsson (Ólafssonar), kallaður Jaffi. „Það verður þá kannski frekar það sem er ekki alveg eins vel heppnað. sem maður tekur fyrst eftir. Svo eru önnur atriði. sem maður hefur lagt mikla vinnu og fyrirhöfn í. sem detta upp fyrir vegna þess að sýningin fer fram á lifandi heimili. þar sem ýniis- legt truflar. En i heildina var ég nokkuð ánægður með útkomuna og þykir gaman að svo margir skuli vera ánægðir lika." ÓV. B/aðbera vantar / eftirta/in hverfi / Hafnarfirði: Lindarhvamm, Birkihvamm og nágrenni Uppi. í síma 54176. imBiAna „VAR ORÐIN TÖLUVERD LÓA í MÉR...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.