Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D r — Félagar úr Stjörnunni settu íslandsmet í maraþonknattspymu sá nýtt íslandsmet dagsins Ijós i dagsins Ijós og þaó voru þreyttir vnknattspyrnu. Félagar úr Stjörnumenn er héldu heim á leió, jnni I Garðabæ settu íslandsmet I svefnþurfi. mknattspyrnu. Þeir léku frá kl. 'iöjudag kl. 01.01 á miðvikudags- „Ég held aö enginn okkar geri þetta . Þá haföi nýtt íslandsmet litió aftur. Við jöfnum okkur á þessu, en ^^ þetta varorðiðgifurlegaerfitt í restina,” ■RVfllí | sagði Jóhannes Sveinbjörnsson, for- H ' mj maður knatlspyrnudeildar Stjörnunnar, _ eftír að íslandsmetið hafði vcriðsctt. Markmið maraþonknattspyrnunnar var fjáröflun og það tókst. Stjarnan fékk liðlega milljón í sinn hlut. Þreyttir félagar en þeir geta verið ánægöir. Nýtt tslandsmet leit dagsins Ijós. DB- mynd Bjarnleifur. Nú á að stilla saman strengi Víkinganna — Sex Víkingar í íslenzka landsliðinu er mætir Bandaríkjamönnum í kvöld Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari islenzka landsliðsins, ætlar greinilega að rcyna að stilla i saman strengi Vikinganna gegn Bandaríkja- mönnum í Laugardalshöll I kvöld. Hann hefur valið sex Víkinga i islenzka landsliðið. Það er greinilegt hvað landsliðsþjálfarinn ungi ætlar 1 sér, Vlkingar hafa æft stift leikkerfi undir stjórn hins pólska þjálfara sins, og sjálfsagt er 1 aö reyna að nýta samæfingu Vikinganna. Jóhann Ingi valdi Erlend Hermannsson, hinn snjalla og ört vaxandi hornamann Vik- ings, gegn Bandarikjamönnum í kvöld. Er- lendur hefur verið í stöðugri framför í vetur, vaxið með hverjum leik og því kemur ekki á óvart að hann skuli valinn. En islenzka liðið er mætir Bandarikjamönnum er skipað: Markverðir: Ólafur Bencdiktsson, Val Jens Einarsson, ÍR Aðrir leikmenn eru: Árni Indriðason, Víking, fyrirliði Páll Björgvinsson, Víking Sigurður Gunnarsson, Viking Ólafur Jónsson, Viking ViggóSigurðsson, Viking Erlendur Hermannsson, Viking Ólafur H. Jónsson, Dankersen Axel Axelsson, Dankersen Stefán Gunnarsson, Val Þorbjörn Guðmundsson, Val Íslenzka landsliðið hefur að undanförnu æft vel saman undir stjórn Jóhanns Inga, og þó auðvitað sé enn of snemmt að dæma. Þá verður fróðlegt að sjá hvernig íslenzka liðinu tekst upp í kvöld. Þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson frá Dankersen leika og stór hlutverk ef að likum lætur. Þaðsem þóskiptir mestu, er að allir íslenzku leikmennirnir koma óþreyttir til leiks — ekki eins og í viðureignun um við Dani er leikmenn komu víðs vegar að úr Evrópu á elleftu stundu, enda útkoman í samræmi við það. íslenzka landsliðið er sterkt á pappirnum, og ætti að ná vel saman. Vík ingur og Valur hafa í vetur sannað okkur. svo ekki verður um villzt, að þau standa liðum frá Þeir verða i sviðsljósinu I kvöld. Sigurður Gunnarsson gnæfir yfir vörn Vais i viðureign liðanna í| íslandsmótinu og Árni fyrirliði Indriðason fylgist með en þeir Þorbjörn Guðmundsson, Stefán ] Gunnarsson og Steindór Gunnarsson eru til varnar. Norðurlöndum fyllilega á sporði og vel það. Víkingur i átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa — eitt liða af Norðurlöndum. Það vekur athygli að Bjarni Guðmundsson er ekki i islenzka liðinu í kvöld en hann er veikur og því frá. Ein af lexíunum, sem mátti læra af viðureignum Islands og Dana var hve leikmenn eins og Ólafur Einarsson eru mikil vægir hverju liði. Þegar leikkerfin ganga ekki upp hefur Ólafur Einarsson verið félagi sínu hvaðdrýgstur i vetur. Viðureign íslendingaog |Bandarikjamanna hefst í Höllinni kl. 20.30. KEEGAN - KNATTSPYRNU- MADUR EVRÓPU1979 „Stórkostlegt, stórkostlegt. Kevin Keegan á þennan hciður skilinn. Hann hefur stórkost- lega hæfilcika og það sem ekki er siðra, viljann til að bæta sig,” sagði Bill Shankiy, fyrrum framkvæmdastjóri Livcrpool 1 viötali við BBC er hann frétti að Kevin Kcegan hefði verið kosinn knattspyrnumaöur Evrópu 1978. Kevin Keegan, litli Englendingurinn hjá v þýzka liðinu Hamburger SV, var á þriðjudag kosinn knattspyrnumaður Evrópu 1978. Þetta var vinsælt val, fagnað víðs vegar um Evrópu. Kevin Keegan var á undan Hans Kranki, Barcelona, og Robbie Rensenbrink, Ander lecht. í fyrra varð Kevin Kcegan annar i kosn ingunni um þetta sæmdarheiti, á eftir Danan um AllanSimonsen. 1 fyrsta sinn i 10 ár var brezkur knatt spyrnumaður kosinn en George Best. Man chester United, var þá á hátindi ferils sins, og var kosinn knattspyrnumaður Evrópu. Siðan hefur brezk knattspyrna ekki verið svo mjög í sviðsljósinu en valið á Kevin Keegan undir- strikar sókn enska landsliðsins. Þar leikur Keegan lykilhlutverk. Kevin Keegan kostaði Hamburger SV 500 þúsund pund er félagið kcypti litla Englendinginn frá Liverpool. i dag gæti Hamburger fengið svimandi upphæðir fyrir Keegan, en aðsjálfsögðu vill Hamburger ekki selja. Keegan hefur í vetur verið maður inn á bak við velgengni Hamburger í þýzku Bundeslígunni. Hamburger er nú í öðru sæti, aðeins stigi á eftir Kaiserslautern. en engu að síður veðja flestir á að Hamburger SV hreppi meistaratign. Keegan er nánast allt i öllu hjá Hamburger, og það sannaði hann áþreifan lega um helgina er Hamburger sigraði Armenia Bielefeld, 3-1,1 Hamborg. Þáskoraði Keegan öll þrjú mörk Hamburger, fyrstu' þrennu sina i v-þýzkri knattspyrnu. Að visu hefur Keegan ekki skorað mörg mörk fyrir Hamburger, þess i stað haldið öllu spili gang- andi. Keegan lék 230 leiki fyrir Liverpool og skoraði 68 mörk. Áreiðanlega beztu kaup. sem Bill Shankly, framkvæmdastjóri Liverpool, gerði er hann keypti Keegan, fyrir aðeins 35 þúsund pund frá Scunthorpe. Þar lék Keegan 120 leiki. skoraði 18 mörk. Hann er sjálf sagður i enska landsliðið. hefur átt snilldar leiki fyrir England, rétt eins og félag sitt, Harn- burger SV. Val Keegan er á engan hátt um deilt, þrátt fyrir að úrslitakeppni HM hafi farið fram i Argentinu án þess að Keegan og enska landsliðið lékju þar. Það sannar öðru fremur hve mikill yfirburðamaður Kevin Keegan er. Hann hafði ávallt hæfileikann og það sem skipti meiru, viljann til að ná toppin um — til þess hefur Kevin Keegan lagt gifurlega mikið á sig og er á allan hátt ungum leikmönnum fyrirmynd. að skapgerð og hæfi- leikum. Að lokum skulum við láta fylgja lista yfir þá er hafa hlotið nafnbótina knattspyrnu- maður ársins, valdir af íþróttafréttamönnum. en valið fór fyrst fram 1956. 1956 Stanley Matthews, Blackpool 1957 AlfredodiStefano, Real Madrid 1958 Raymond Kopa, Real Madrid 1959 Alfredodi Stefano, Real Madrid 1960 LuisSuarez. Barcelona 1961 OmarSivori. Juventus 1962 Josef Masopust, Dukla Prag 1963 Lev Yashin. DynamoMoskvu 1964 Denis Law, Manchester United 1965 Siva Eusebio. Benfica 1966 Bobby Charlton. Manchester United 1967 Florian A Ibert, Ferenvaros 1968 George Best, Manchester United 1969 Gianni Rivera, AC Milanó 1970 Gerd Muller, Bayern Munchen 1971 JohanCruyff, Ajax 1972 Franz Beckenbauer, Bayern Munchen 1973 Johan Cruyff, Barcelona 1974 JohanCruyff. Barcelona 1975 Oleg Blokhin, Dynamo Kiev 1976 Franz Beckenbauer. Bayern Munchen 1977 Allan Simonsen, Borussia Mönchen gladbach 1978 Kevin Keegan. HamburgerSV Renate Neufeld ásakaði a-þýzk yfirvöld fyrir að þvinga a-þýzkt íþróttafólk til að taka hormónalyf. Renate Neufeld flúði A-Þýzka- land 1977 en i yfirlýsingu i gær sakaði hún a- þýzk íþróttayfirvöld fyrir að þvinga niður i sig ( hormónalyf. Neufeld var i a-þýzka liðinu er æfði fyrir Olympiuleikana 1980. í yfirlýsingu sinni, gefinni út í gær, sagði hún að henni hafi verið fengnar hormóna- töflur sem höfðu verki í för með sér. Hún sagði að skömmu eftir að hún hóf að taka pillurnar þá hafi fætur hennar vaxið, vöðvar harðnað, svo hún átti i erfiðleikum með gang. Rödd hennar hafi dýpkað, hárvöxtur á efri vör hafi hafizt og tíðir orðið óreglulegar. Þeg- ar þessar verkanir hófust hafi hún neitað að taka fleiri pillur. Þetta hafi komið henni í bobba, hún hafi fengið hótanir og ákveðið að flýja. Neufeld sagðist ekki hafa sagt frá þessu fyrr þar sem hún óttaðist að ættingjar hennar yrðu ofsóttir. Nú hafi föður hennar hins vegar verið sagt upp starfi, sem kennara og systir hennar, er leikið hefur handknattleik og verið efnileg, verið neydd úr félaginu. Neufeld tók sýnishorn af pillum þeim er hún var þvinguð til að taka. Þegar hún neitaði að taka pillurnar eftir að aukaverkanir komu fram fékk hún ekki lengur fé fyrir æfingar, „það var bara viðvörun. Ef ég héldi áfram þá átti ég að enda sem skúringakona i verksmiðju eða í bezta falli á bak við eitthvert færibandið,” sagði Neufeld ennfremur 1 tilkynningu sinni. BESTU KAUPIN í LITSJÓNVARPSTÆKJUM . 1 - sr Fyrstir á íslandi með eftirtaldar nýjungar: H OBC In Line myndlampinn frá Hitachi er nýjung sem gefur bjartari og skarpari mynd. 01 Sjálfvirkur stöðvaleitari, með minni fyrir 16 rásir. H Straumtaka í lágmarki, 75 wött á 20 tommur, 95 wött á 22 og 26 tommur, sem gerir FINLUX kerfið það kaldasta á markaðnum. 11 Samskonar einingarverk er í öllum stærðum, sem auðveldar alla þjónustu. L/ Hægt er að fá þráðlausa (Infra Red) fjarstýringu fyrir allar gerðir (einnig eftir á). Öll FINLUX litsjónvarpstækin hafa verið reynd í 24 tíma í verksm. og eru eingöngu í viðarkassa (Palisander, Hnotu eða hvítu). 20" kr. 398.000.- 22" kr. 480.000.- 26" kr. 525.000.- SJÓNVARPSBÚDIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099 ] , ... rlil ínhix AÐRIR ÚTSÖUSTAÐIR: Reykjavik: Radió & Sjónvarpsverkst. Laugav.147 Grindavik: Versl. Báran Selfoss: Höfn h/f. Vestmannaeyjan Kjarni s/f. Höfn Hornafirði: K.A.S.K Stöðvarfjörður: Kaupfélag Stöófiróinga Eskifjöróur: Versl. Elisar Guónas. Seyðisfjörðun Stálbúóin Egilstaóin Rafeind Vopnafjörður Versl. Ólafs Antonssonar Húsavik: Kaupfél. Þingeýinga Akureyrí: Vöruhús K.E.A. Dalvik: Ú.K.E Ólafsfjörður: Valberg h/f. Ólafsfjörður: Kaupfélagió Siglufjöröur: Ú.K.E. Sauðárkrókun Kaupfél. Skagfiróinga Blönduós: Kaupfél. Húnvetninga Hvammstangi: Kaupfél. V Húnvetninga Hólmavik: Risverslunin Bolungarvik: Radióv. Jóns B. Haukssonar Tálknarfjörður: Kaupfél. Tálknafjaröar Ólafsvik:Tómas Guðmundsson í'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.